Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Minning: Halldór Carl Stein- þórsson múrarameistari Fæddur 17. maí 1959 Dáinn 27. október 1985 Hann elsku besti frændi okkar, sem okkur þótti svo vænt um, er ’dáinn. Við eigum erfitt með að skilja það af hverju hann er kallað- ur burt frá okkur svona ungur, ekki nema 26 ára og það aðeins rúmum mánuði eftir lát föður síns. Af hverju er þessi mikla sorg lögð á Gunnu frænku og systkini hans, sem nú hafa þurft að sjá á bak tveim ástvinum á svo skömmum tíma? Og Harpa og litlu börnin þeirra tvö. Af hverju fá þau ekki að njóta hans lengur? Hann sem var svo einstaklega góður við þau, eins og hann var reyndar við alla aðra sem kynntust honum. En suma hluti í þessum heimi er okkur víst ekki ætlað að skilja. Við fáum svo ósköp litlu ráðið. Það eru æðri máttarvöld sem þar eru að verki. En við verðum að reyna að sætta okkur við það að honum hafi verið ætlað meira og mikilvægara hlutverk í öðrum heimi. Er ekki líka stundun sagt að þeir sem Guðirnir elski deyi ungir. Hann var alltaf svo einstak- lega góður og nærgætinn við okkur systurnar og kom okkur alltaf í gott skap þegar við hittum hann, enda var hann alltaf í góðu skapi, jákvæður og sá alltaf björtu hlið- arnar á tilverunni. Stundum átti hann það jafnvel til að hringja í ömmu, bara til að segja henni brandara og fá hana til að hlæja, enda þótti þeim sérstaklega vænt hvoru um annað. Svona var hann einstakur. Þær eru svo margar minningarnar sem við eigum um hann elsku frænda okkar og allar eru þær af hinu góða. Ef allir væru eins og hann var þá væri heimurinn betri en hann er í dag. Við eigum eftir að sakna hans mikið. En minningin um hann á eftir að ylja okkur um hjartaræt- urnar um ókomin ár. Við biðjum góðan guð að styrkja Hörpu, Arnór litla og Aðalheiði, Gunnu frænku, systkini hans og elsku ömmu í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hans. Anna Rut og Eydís Dóra. Að morgni 27. október sl. var okkur tjáð sú sorgarfrétt að Dóri vinur okkar hefði látist af slys- förum um nóttina. Eigum við erfitt með að trúa þessu og finnst okkur óréttlátt að ungur maður i blóma lífsins skuli vera tekinn frá ástvin- um sínum. Dóri skilur eftir sig ljúfar minningar í hjörtum okkar allra sem þekktum hann, sem traustur og skemmtilegur vinur. Fyrir mánuði síðan fylgdi Dóri föður sínum til grafar sem lést snögglega, samhryggðumst við Dóra og fjölskyldu hans innilega við þann mikla missi. Vottum við móður, ömmu, tengdaforeldrum og öðrum ástvinum þeirra innilegrar samúðar og megi Guð styrkja þau í þessari miklu sorg. Elsku Harpa okkar, Aðalheiður og Arnór, megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið að fá í ókominni framtíð. Viljum við þakka fyrir þær góðu stundir sem við áttum með Dóra vini okkar og biðjum Guð að varð- veita minningu hans. Dabba, Sibbi, Elfa, Sibbý og Baddi Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég fyrir hönd íbúa Engi- hjalla 17, Kópavogi, kveðja vin okkar Halldór Carl Steinþórsson. Með sorg og söknuð í hjarta kveðj- um við nágranna okkar, en hann lést af völdum umferðarslyss, sunnudaginn 27. október sl. Okkur setur hljóðan að missa glaðværan og dugmikinn dreng úr litla samfélaginu okkar, að Engi- hjalla 17. Hann Dóri er dáinn, aðeins 26 ára gamall, en mun lifa áfram í hugum okkar sem hann þekktu. Hann hafði sérstaklega góða fram- komu og blítt viðmót. Eg minnist þess hve gott var að sækja þau hjón, Hörpu og Dóra, heim. Þau voru ófá skiptin sem ég kom til þeirra vegna úrlausnar mála varð- andi húsið, en Harpa var formaður húsfélagsins Engihjalla 17. Nutu íbúar hússins þess að Dori var tengdur hússtjórninni og voru það ófá handtökin og liðveislan sem hann ynnti af hendi við húsið. Hafði Dóri meðal annars unnið mikið við byggingu hússins á sin- um tíma. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, nú hefur Halldór verið kallaður á brott til æðri starfa. Við biðjum góðan Guð að veita Hörpu Harð- ardóttur, konu hans, og börnunum tveimur, Arnóri, 3ja ára, og Aðal- heiði 7 ára, styrk í þeirra miklu sorg. Einnig viljum við senda samúðarkveðjur til annars skyld- fólks og ástvina hans. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Guðmundur Ingi Ingason Besti vinur okkar, hann Halldór, er látinn og er erfitt að trúa því, að svo góður drengur sem Dóri var skuli fara á svo sviplegan hátt og svo snögglega. Því spyr maður: af hverju Dóri af öllum öðrum? Hann sem var svo pottþéttur í öllu, vel giftur, og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Sama hvort var í vinnu eða að hjálpa vinum. Það stóð ekki á honum ef einhver þurfti aðstoð. Við bræðurnir kynntumst Dóra á 5. og 6. ári og hélst sú vinátta allar götur síðan. Hann var alltaf i góðu skapi og glaðlegur og þess vegna þægilegt að umgangast hann og konu hans Hörpu, sem stendur nú ein með 2 börn, Aðalheiði og Arnór. En við efumst ekki um það, svo góð og sterk kona sem Harpa er, standist þá erfiðleika sem hún nú stendur frammi fyrir. Við þökkum fyrir þær minningar sem við eigum um Dóra. Við vottum þér Harpa og börnum innilega samúð okkar, Guðrúnu móður hans og systkin- um. Megi minning hans lifa sem lengst. Hallgrímur og Ari Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldrei eilífð að skilið. J.H. Við viljum minnast vinar okkar Halldórs Carls og þakka honum fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Leiðir skiljast um sinn en minn- ingin um glaðlyndan og hlátur- mildan dreng mun geymast í huga okkar um ókomin ár. Guð gefi ástvinum hans styrk og kraft í sorg þeirra. Hilmar, Hjördís, Mummi og Magnús. Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum. Húmar eins og haustar að í hjartans leynum. (KJ.) Það er líkt og bresti strengur hið innra með manni, þegar ungur maður í blóma lífsins er skyndilega hrifinn á brott úr þessum heimi og það þeim mun frekar vegna þeirra undarlegu örlaga, er nú hafa tvinnast. Rétt rúmur mánuð- ur er liðinn frá því að faðir hans, Steinþór Carl ólafsson var borinn til hinstu hvílu, en hann andaðist 18. september sl. Mikil er því reynsla fjölskyldunnar og yfir- þyrmandi hlýtur sorgin að vera, sem hvílir á herðum móður hans, eiginkonu og annarra ástvina. Verður mér því tregt tungu að hræra. Vér vitum ei hvers biðja ber blindleikinn holds því veldur segir Hallgrímur Pétursson í einu ljóða sinna, en svo bætir hann við: Orð Guðs sýnir þann sannleik þér sæll er sá þar við heldur. Já, elskulegu vinir. Getur það ekki verið að sorgin sé einskonar vegvisir að hástóli hins hæsta og tendri þann neista við Guðdóminn, sem einn getur sefað sorgbitna sál og friðað harmþrungið hjarta. Halldór Carl fæddist á Blöndu- ósi, en þegar hann var barn að aldri fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp og átti heima æ síðan. Á æskuárunum var hann í sveit að Steinnýjarstöðum A-Hún. og kom fljótlega í ljós áhugi hans og dugn- aður í hverju því verki, sem hann tók að sér. Hann var 7 sumur á þessum bæ og þau vináttubönd sem þar mynduðust, rofnuðu ekki eins og margoft kom í ljós síðar á lífsleiðinni. Ungur að árum hóf Halldór nám við Iðnskólann í Reykjavík, en jafnframt náminu gegndi hann ýmsum störfum og vann meðal annars að því að koma upp eigin húsnæði. Las hann því að mestu utanskóla en lauk þó prófi í múraraiðn aðeins 21 árs að aldri. Einu ári síðar öðlaðist hann meist- araréttindi með 1. ágætiseinkunn. Á síðasta ári hóf hann eigin at- vinnurekstur í faginu og næg voru verkefnin, því Halldór var eftir- sóttur sökum dugnaðar, snyrti- mennsku og vandvirkni. Foreldrum Halldórs, þeim Steinþóri og Guðrúnu Halldórs- dóttur frá Blönduósi, varð fimm barna auðið. Fyrir utan föðurmiss- inn er nú einnig höggvið skarð í systkinahópinn, en hin eru Stein- unn, gift Karli Rósinbergssyni, og búsett á Skagastsrönd, Kristjana, gift Indriða ívarssyni, búsett í Reykjavík, og í heimahúsum eru ólöf Björg 23 ára, sem stundar nám við Kennaraháskóla íslands og Theódór Carl 15 ára. Ekki hvað síst er það lífsreynsla mikil fyrir ungan dreng að missa föður sinn og stuttu síðar einnig bróður. Megi honum veitast styrkur og þeim öllum í þessari miklu raun. Hinn 6. júní 1981 gengu þau í hjónaband Halldór og Harpa Harðardóttir. Foreldrar hennar eru Hörður Haraldsson og Aðal- heiður Jónasdóttir. Mikil hefur hamingja ungu hjónanna verið og ég sé fyrir mér í anda þá fegurð og þann fögnuð, sem ríkt hefur þegar þau eignuðust yndisleg börn; Aðalheiði sem nú er 7 ára og Arnór sem er 3ja ára. Þegar ég beini hugsun minni til þeirra finn ég hversu orð verða lítils megnug, en einnig finn ég hvílíkur sannleik- ur felst í orðum skáldsins: Dýpsta sæla sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárinerubeggjaorð. Harpa Harðardóttir stundar nú söngnám og syngur m.a. í kór Langholtskirkju, en í því mikla félagsstarfi sem rækt er meðal kórfélaganna var Halldór virkur þátttakandi og fór hann meðal annars með kórnum í söngferðalag til útlanda fyrir skömmu. Halldór var vinmargur og hafði yndi af að vera I góðra vina hópi, enda trygglyndur og einnig mildll vinur vina sinna. Feðgarnir Halldór og Steinþór voru á margan hátt gæddir svipuð- um lyndiseinkennum; léttri lund og hlýlegu viðmóti. Þeir voru þvi mjög samrýndir í lifandi lífi og nú verða þeir samferða á þeirri braut, sem augu vor sjá ekki né hugsunin skynjar, en sem trúin gefur vísbendingu um. Ég kveð Halldór Carl með orðum er ég kvaddi föðurbróður hans, Theódór ólafsson, forðum og segi fyrir ástvinanna hönd: Nú þðgn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur, en í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. I. Þvílík harmafregn er ég var vakinn aðfaranótt sunnudagsins 27. október og mér tilkynnt að mágur minn, Halldór Carl Stein- þórsson, hafi lent í umferðarslysi þá sömu nótt og beðið bana. Nei, því gat ég ekki trúað, það gat ekki átt sér stað svo stuttu eftir að faðir hans, Steinþór Carl ólafsson, andaðist. Aðeins rúmur mánuður aðskildi þá feðga. Engu að síður blasti sú staðreynd við, hann var frá okkur horfinn. Það getur hver og einn láð mér það, þó að andartak hafi ég efast um tilvist almættisins þegar spurn- ingar sem þessar leita á hugann. Hvers vegna er svo ungur maður, aðeins 26 ára gamall, tekinn frá okkur? Maður sem átti glæsta framtíð. Maður sem var hraustur og fullur lífskrafti og lífslöngun sem virtist eiga svo langt eftir og margt ógert. Það er erfitt að sætta sig við það þegar ungt fólk í blóma lífsins er kallað á brott af jarðríki, þegar gamalt og örkumla fólk bfður árum saman þess eins að fá að deyja. Það fer eflaust betur á því að okkur er ekki ætlað að skilja tilganginn, en við verðum að trúa því að handan grafar sé honum ætlað æðra og meira hlutskipti, sem ég er sannfærður um að hann rækir af sömu samviskusemi og dugnaði og einkenndu störf hans. Sorgin og söknuðurinn er sárari en orð fá lýst, en ég veit að Guð veitir okkur styrk og sefar sorgir okkar og linar þjáningar. Þegar hugurinn leitar til baka er margs að minnast um góðan dreng, sem fullur af lífsgleði var hvarvetna hrókur alls fagnaðar og ávallt kátastur allra í stórum vina- hópi. Hann var stoð og stytta móður sinnar og systkina eftir fráfall föður síns, umhyggjusam- ur, tillitssamur, fórnfús og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd hverjum þeim er hann vissi að var hjálparþurfi. Heiðarleiki, drenglyndi og ná- ungakærleikur, ásamt öllu því fjölmarga í fari hans og fram- komu, munu einkum prýða minn- ingu hans. Minningin sem mun lýsa skærar en nokkur stjarna. Ég veit að þá minningu er hverjum þeim er þekkti hann ljúft að geyma. Guð blessi minningu hans. Eg bið góðan Guð að blessa konuna hans og elsku litlu bðrnin sem munu sakna pabba meira en nokk- urn getur órað fyrir, þegar frá líður. Guð blessi móður hans og systkini, veiti þeim og fjölskyldu hans allri styrk og stuðning í sorg- um þeirra og megi algóður Guð lina þjáningu þeirra, blessa þau og varðveita og halda sinni vernd- arhendi yfir þeim um alla framtíð. Indriði Sá vefur, sem kenndur er við örlagadísir er oft torráðinn. Stundum koma fram í honum mynstur sem okkur eru óskiljan- leg. Þráður slitnar, en áfram er spunnið. Allt í einu kemur í ljós að sá þráður, sem nú vantar var ótrúlega stór þáttur í mynstrinu. Víst er að okkur sem leggum til þræði í vefinn áfram, nú um stund, er vandi á höndum ef myndin á að verða á þann veg að við getum sætt okkur við. órlagadísirnar hófu að spinna þræði okkar Halldórs svila míns saman fyrir um tuttugu árum. Var þó enn langt i okkar kynni. En þá rændi lítil, sex ára stúlka, hluta af hjarta tilvonandi mágs míns. vinátta varð til, sem varað hefur síðan. Ár líða. Harpa mágkona min varð næstum jafn stór mér. Ungur maður fer að verða tíður gestur í fylgd hennar; Halldór Carl Steinþórsson eða Dóri eins og við kölluðum hann. í þeim hluta hjartans sem litla stúlkan vann sér eignarrétt á vakna spurningar. Hvernig er þessi ungi maður? Svörin létu ekki standa á sér. f ljós komu einstakir eiginleikar Dóra að bæta umhverfi sitt á þann hátt að við sem eftir stöndum eigum fjársjóði í minningum. Fjársjóði sem hver mætti vera stoltur af að skilja eftir sig, þótt árafjöldi væri þrefaldur Dóra. Lífsgleði, hreinskilni og sérstak- ir hæfileikar til að blanda geði við fyrstu kynni gerðu vinahópinn stóran. Allt of margir telja sig hafa svo mikið að gera að lítill tími verður afgangs til að hlú að vináttu. Þennan hugsunarhátt þekkti Dóri ekki. Hann gaf sér nægan tima til að rækta eigin garð. Það var lífs- reynsla að fylgjast með sambandi þeirra Hörpu, hvernig það óx og þroskaðist eftir því sem tíminn leið. Þessi ræktarsemi varð einnig til þess að samband okkar varð að þeirri vináttu, sem segir mér að festa þessar línur á blað. Vissulega er söknuður stór, en vefur lífsins heldur áfram. Inn í hann ætla ég að flétta góðar minn- ingar um góðan dreng, sem lagði litríkan skerf fram til að bæta heiminn. Jón Stefánsson Hvað er hægt að segja um ungan mann sem deyr í blóma lífsins? Mér er orðvant og okkur öllum. En mig langar samt að reyna að skrifa nokkrar línur um mág minn og vin Halldór Carl. Mér er hugsað til orða manns, sem sagði þegar honum var til- kynnt lát Halldórs. „Geislinn okk- ar dofnaði en hann deyr aldrei, vegna þess að minningarnar lifa.“ Þetta eru svo mikil sannmæli. Halldóri kynntist ég þegar hann var aðeins ellefu ára hnokki þegar ég gekk að eiga Steinunni systur hans. Hann var sonur hjónanna Guðrúnar Halldórsdóttur og Steinþórs Carls ólafssonar. Stein- þór tengdafaðir minn lést þann 18. september sl. og það var okkur öllum mikill harmur eins og nærri má geta. Þá var Halldór styrkur móður sinnar og systkina. Teddi, sem er yngstur, aðeins 15 ára, leit mjög upp til bróður síns og dáði hann íeinuogöllu. Halldór byrjaði snemma að vinna sér inn aura. 7 ára gamall var hann farinn að selja blöðin, 14 ára skrökvaði hann til um aldur og fékk vinnu við uppskipun og var þá oft tekinn fram yfir þá sem eldri voru þótt fljótlega kæmist auðvitað upp um aldurssvikin. Sjö sumur var hann í sveit á Steinnýj- arstöðum og hélt alla tíð tryggð við það fólk, og fór þangað í heim- sókn flest sumur með fjölskyldu sína. Nú síðastliðið sumar fór hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.