Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 2

Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Hugmyndir Þrastar Olafssonar: „Eru um margt athyglisverðar“ — segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstædisflokksins og fjármálaráöherra, telur hugmyndir Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, að hugsanlegri kröfugerð í næstu kjarasamningum, um margt athyglisverdar. yl»röstur bendir sérstaklega á hve gagnslaust gamla vísitölukerfið var orðið. I annan stað varpar hann fram hugmynd um að gengið verði til kjarasamn- inga með það í huga að vernda kaupmátt og semja út frá kaupmáttarsjónar- miðum en ekki aðeins með krónutöluhækkun í huga. Þetta tel ég að hafi verið gert í samningunum í vor sem leið og þá hafi verið mjög skynsamlega að verki staðið,“ sagði Þorsteinn er Morgunblaðið leitaði álits hans á hug- myndum Þrastar. „Ég tel síðustu samninga gefa vísbendingu um að þannig megi ná árangri í kjarasamningum þó ekki séu allir á eitt sáttir um það hvernig til hafi tekist," sagði Þorsteinn, „þannig að þó hugmyndir Þrastar séu ekki útfærðar af hans hálfu, og því ekki hægt að dæma um þær í einu og öllu, þá finnst mér ærin ástæða til þess að ræða um þessi viðfangsefni. Ég sé ekki neina ástæðu til að slá hendinni á móti þessum hugmyndum og vildi gjarn- an taka þátt í því að ræða þær frekar. Hann víkur að því að meta samneysluútgjöld til lífskjara og ég held að það sé eitt af þeim við- fangsefnum sem við þurfum að glíma við í þessu sambandi — að það er fleira lifskjör en launataxt- arnir. Þröstur talar um að endurskoða peningamarkaðinn og lánakerfið, og banna tengsl við vísitölu. Hver er þín skoðun á því? „Það er flóknara mál. Meðal annars vegna þess að stór hluti sparnaðarins í þjóðfélaginu, svo ég nefni dæmi, byggist á sparnaði launafólks í lífeyrissjóðum, og við viljum verðtryggja réttindi launa- fólksins. Launafólkið verður auð- vitað að ávaxta sitt pund á þann veg að hægt sé að skila sömu verð- mætum til baka. Ég held því að ákaflega erfitt sé að fella niður verðtryggingu á lengri fjárskuld- bindingum en mér finnst fyllilega koma til álita að það sé gert á skammtíma fjárskuldbindingum." „Kaffibaunamálið“ til ríkissaksóknara RANNSÓKN á „kaffibaunamáli" Sambands íslenskra samvinnufélaga er lokið hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins og var í gær sent til embættis ríkissaksóknara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort ástæða sé til að höfða opinbert mál á hendur Sambandinu. Svo sem fram kom í fréttum, þá höfnuðu endurgreiðslur kaffisala í Brasilíu á árunum 1979, 1980 og 1981 í sjóðum Sambandsins, en ekki kaffibrennslunnar. Rannsókn fór fram á vegum rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Sambandið framvísaði reikningum án þess afsláttar, sem sölufyrirtæk- ið í Brasilíu veitti og fékk gjaldeyr- isyfirfærslur til að greiða fyrir kaffið. Þannig munu hafa fengist gjaldeyrisyfirfærslur fyrir 16 millj- ónir dollara, en í raun var ekki greidd til hins erlenda fyrirtækis nema um hálf ellefta milljón. Sambandið greiddi kaffibrennsl- unni mismuninn eftir að rannsókn ríkisskattstjóra hófst. Þá beindist rannsóknin að því að kanna hvað orðið hefði um hálfa milljón Banda- ríkjadala, sem ekki var skilað til íslenskra gjaldeyrisyfirvalda. Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli: Nýtt verktakafyrirtæki annast framkvæmdir STOFNAÐ hefur verið verktakafyrir- tæki í Skeggjastaðahreppi til að annast framkvæmdir fyrir íslenska aðalverk- taka vegna byggingar ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli. Fyrirtækið hefur gert samning við Islenska aðalverktaka um lagn- ingu fyrstu 3,6 kílómetra af vegi upp á Gunnólfsvíkurfjall. Vegalengdin upp á fjallið er áætluð um 9 kíló- metrar. Framkvæmdir hófust í síð- ustu viku og gengur verkið vel þótt lorgunblaðid/Júlíus Skúli Sævarsson við komuna til Reykjavíkur í gær — með varamótor gúmbátsins í fanginu. land fyrir myrkur," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég hringdi í varnarliðið rétt fyrir kl. fimm og þyrla þess var þá einmitt nýkomin úr flugi — var nýlent. Þyrlan hélt þá beint upp að Húsey og sótti mennina." Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við annan mannanna, Skúla Alexandersson, við kom- una til Reykjavíkur laust fyrir kl. 19 í gær. Skúli sagði: „Við ætluðum ekki koma í bæinn fyrr en í dag þannig að okkar var ekki saknað fyrr.“ Skúli sagði þá félaga hafa dvalið í Húsey í góðu yfirlæti. „Þarna er góður skáli og við höfðum nægar vistir með okkur," sagði hann. Gúmbáturinn var skilinn eftir í eynni, svo og aðalmótor bátsins. „Við gátum ómögulega tekið það með í þyrlunni. Nú ætlum við að gera við varamótorinn og fara Vamarliðsþyrla sótti tvo selveiðimenn í Húsey: Höfðust við í eynni frá föstudegi þar til í gær ÞYRLA frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sótti í gær tvo menn í Húsey á Faxaflóa — en eyjan er í Hvalseyjaklasanum skammt undan Ökrum á Mýrum. Mennirnir fóru til selveiða á gúmbát á fostudags- morgun en báðar vélar báts þeirra biluðu síðar um daginn. Þeir komust í land í Húsey og dvöldu í eynni þar til í gær. Mennirnir heita Skúli Sævarsson, 23 ára, og Friðrik Alexandersson, rúmlega fimmtugur. Þegar ekki hafði spurst til hent niður á eyjuna þar mannanna í gær var Slysavarna- félagið beðið að svipast um eftir þeim. Bróðir Friðriks fór þá af stað við annan mann í lítilli einkaflugvél og varð þeirra Skúla var í Húsey. Ekki sást báturinn úr flugvélinni. Orðsendingu var sem beðið var um að gefið yrði merki ef hjálpar væri þörf — og í ljós kom að svo var. „Eftir að hafa fengið upplýs- ingar frá flugmanninum ákvað ég að reyna að ná mönnunum í síðan á öðrum bát út í eyju til að ná í gúmbátinn," sagði Skúli. Skúli og Friðrik höfðu ekki talstöð meðferðis. Skúli sagði: „Við reiknuðum ekki með því að neitt kæmi fyrir. Vorum með tvo mótora sem síðan biluðu báðir. Þetta var hámark óheppninnar.“ Að sögn Skúla er þetta fyrsta vertíð þeirra félaga á selveiðum, „og við erum rétt að byrja veiðar. Það hefur ekki gefið til veiða fyrr en núna.“ Ríkisútvarpið býr sig undir samkeppnina: Stefnt að rás 3 á höfuðborgarsvæðinu aðstæður hafi verið fremur erfiðar síðustu daga vegna snjókomu og hálku. Eigendur fyrirtækisins eru einstaklingar og vinnuvélaeigendur i Skeggjastaðahreppi og Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn. Að sögn Kristins Péturssonar, stjórnarformanns hins nýja fyrir- tækis, ríkir almenn ánægja með það á Bakkafirði og Þórshöfn, að aðilar á þessum stöðum standi saman að þessu verki. Fastráðinn fréttamaður á Egilsstöðum STEFNT er að því að þriðja rás Ríkisútvarpsins taki til starfa á höf- uðborgarsvæðinu á næstunni. Innan stofnunarinnar starfa nú þrír starfs- menn að því að móta hugmyndir fyrir svæðisútvarp höfuðborgarinnar og næsta nágrennis, sem gert er ráð fyrír að sendi út 1-2 tíma á dag, jafnhliða útsendingum á rás 1 og 2. Ekki er enn endanlega ljóst hve- nær af þessu gæti orðið, einkum vegna þess hve fámennt er og annasamt i tæknideild hljóðvarps- ins, að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar, útvarpsstjóra. „Það er hafin nokkur umræða um dag- skrána og áhugi er fyrir hendi að farið verði af stað, en ég efast um að það geti orðið í þessum mánuði," sagði útvarpsstjóri í samtali við Starfsháttanefnd Alþýðubandalagsins skilar tiRögum: Vilja opna flokkinn og gera hann lýðræðislegri ÁTTA manna nefnd, sú sem kosin var í Alþýðubandalaginu til þess að gera tillögur um nýja starfshætti Alþýðubandalagsins, hefur nú skilað skýrshi um tiilögur sínar, og er búist við að þessar tillögur verði mikið ræddar á landsfundi Alþýðubandalagsins sem hefst síðdegis á morgun. Nefndin var eins og kunnugt er kosin í framhaldi af birtingu svonefndrar „mæðra- skýrslu" þar sem hörð gagnrýni kom fram á flokksstarfið og flokksforystunar. Samkvæmt heimildum Morgun blaðsins gerir þessi nefnd tillögur um breytta starfshætti, þannig að Alþýðubandalagið standi undir heitinu lýðræðislegur, opinn flokk- ur. Eru gerðar tillögur um að flokksstarfið og nefndastörf á vegum fiokksins verði opnuð til muna og að fylgt verði meiri harð- línu í verkalýðsbaráttunni, en verið hefur að undanförnu. Kristín Ólafsdóttir, sem féll fyrir Svavari Gestssyni í formannskjöri í út- gáfustjórn Þjóðviljans í gær, er formaður í þessari starfshátta- nefnd. Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir sem starfað hafa hvað mest með nefndinni og í henni telji, að sú nýja lína, sem þeir segja vera mun lýðræðislegri en núverandi starfshætti Alþýðu- bandalagsins, hafi beðið skipbrot áður en hún var kynnt í flokknum, þar sem Kristínu hafi ekki verið sýnt það traust að taka við for- mennsku í útgáfustjórn Þjóðvilj- ans. Nefndarmenn í nefndinni eru Helgi starfshátta- Seljan, Álf- heiður Ingadóttir, Margrét Frí- mannsdóttir, össur Skarphéðins- son, Kristín Ólafsdóttir, Hilmar Ingólfsson, ólafur Á. ólafsson og Helga Sigurjónsdóttir. Að sögn er nefndin búin að ná saman um hvaða leiðir skuli farnar í flokks- starfinu fyrir næsta ár, en vissir nefndarmenn telja það reiðarslag fyrir þessar tillögur, að Kristínu hafi verið hafnað af flokksforyst- unni, þegar kosið var á milli henn- ar og flokksformannsins í útgáfu- stjórn Þjóðviljans. blaðamann Morgunblaðsins. Samkvæmt frumhugmyndum um dagskrá svæðisútvarps höfuðborg- arsvæðisins er gert ráð fyrir að aðaláherslan verði lögð á fréttir af málefnum sveitarfélaganna, frjálsra félagasamtaka og stofnana á svokölluðu Stór-Reykjavíkur- svæði, svipað og gerist í svæðisút- varpinu á Akureyri. Sá er þó grund- vallarmunurinn á þessum tveimur stöðvum, að svæðisútvarpið á Akur- eyri sendir út á sömu bylgjulengd og rás 2, og sker eina klukkustund aftan af dagskrá rásarinnar dag- lega. Þremenningarnir, sem hafa unn- ið að mótun þessara hugmynda, eru þau Katrín Pálsdóttir fréttamaður, Ragnheiður Davíðsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á rás 2, og Sverr- ir Gauti Diego, umsjónarmaður Síðdegisvöku rásar 1. Ekki er þó endanlega ákveðið að þau þrjú verði umsjónarmenn svæðisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagði að nýju út- varpslögin, sem ganga í gildi um áramót, gerðu ráð fyrir að Ríkisút- varpið reki svæðisstöðvar I öllum kjördæmum landsins. Hann sagði að tilraunir með svæðisútvarpið á Akureyri hefðu gefið góða raun og að stefnt væri að því að hægt yrði að hefja svipaða starfsemi í fleiri landsfjórðungum. Liður í þeirri þróun er að nýlega var ráðið í hálft starf fréttamanns á Egilsstöðum. Það er Inga Rósa Þórðardóttir, fyrrum kennari, sem hefur aðstöðu f húsi Pósts og sfma þar á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.