Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Hugmyndir Þrastar Olafssonar: „Eru um margt athyglisverðar“ — segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstædisflokksins og fjármálaráöherra, telur hugmyndir Þrastar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, að hugsanlegri kröfugerð í næstu kjarasamningum, um margt athyglisverdar. yl»röstur bendir sérstaklega á hve gagnslaust gamla vísitölukerfið var orðið. I annan stað varpar hann fram hugmynd um að gengið verði til kjarasamn- inga með það í huga að vernda kaupmátt og semja út frá kaupmáttarsjónar- miðum en ekki aðeins með krónutöluhækkun í huga. Þetta tel ég að hafi verið gert í samningunum í vor sem leið og þá hafi verið mjög skynsamlega að verki staðið,“ sagði Þorsteinn er Morgunblaðið leitaði álits hans á hug- myndum Þrastar. „Ég tel síðustu samninga gefa vísbendingu um að þannig megi ná árangri í kjarasamningum þó ekki séu allir á eitt sáttir um það hvernig til hafi tekist," sagði Þorsteinn, „þannig að þó hugmyndir Þrastar séu ekki útfærðar af hans hálfu, og því ekki hægt að dæma um þær í einu og öllu, þá finnst mér ærin ástæða til þess að ræða um þessi viðfangsefni. Ég sé ekki neina ástæðu til að slá hendinni á móti þessum hugmyndum og vildi gjarn- an taka þátt í því að ræða þær frekar. Hann víkur að því að meta samneysluútgjöld til lífskjara og ég held að það sé eitt af þeim við- fangsefnum sem við þurfum að glíma við í þessu sambandi — að það er fleira lifskjör en launataxt- arnir. Þröstur talar um að endurskoða peningamarkaðinn og lánakerfið, og banna tengsl við vísitölu. Hver er þín skoðun á því? „Það er flóknara mál. Meðal annars vegna þess að stór hluti sparnaðarins í þjóðfélaginu, svo ég nefni dæmi, byggist á sparnaði launafólks í lífeyrissjóðum, og við viljum verðtryggja réttindi launa- fólksins. Launafólkið verður auð- vitað að ávaxta sitt pund á þann veg að hægt sé að skila sömu verð- mætum til baka. Ég held því að ákaflega erfitt sé að fella niður verðtryggingu á lengri fjárskuld- bindingum en mér finnst fyllilega koma til álita að það sé gert á skammtíma fjárskuldbindingum." „Kaffibaunamálið“ til ríkissaksóknara RANNSÓKN á „kaffibaunamáli" Sambands íslenskra samvinnufélaga er lokið hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins og var í gær sent til embættis ríkissaksóknara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort ástæða sé til að höfða opinbert mál á hendur Sambandinu. Svo sem fram kom í fréttum, þá höfnuðu endurgreiðslur kaffisala í Brasilíu á árunum 1979, 1980 og 1981 í sjóðum Sambandsins, en ekki kaffibrennslunnar. Rannsókn fór fram á vegum rannsóknardeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Sambandið framvísaði reikningum án þess afsláttar, sem sölufyrirtæk- ið í Brasilíu veitti og fékk gjaldeyr- isyfirfærslur til að greiða fyrir kaffið. Þannig munu hafa fengist gjaldeyrisyfirfærslur fyrir 16 millj- ónir dollara, en í raun var ekki greidd til hins erlenda fyrirtækis nema um hálf ellefta milljón. Sambandið greiddi kaffibrennsl- unni mismuninn eftir að rannsókn ríkisskattstjóra hófst. Þá beindist rannsóknin að því að kanna hvað orðið hefði um hálfa milljón Banda- ríkjadala, sem ekki var skilað til íslenskra gjaldeyrisyfirvalda. Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli: Nýtt verktakafyrirtæki annast framkvæmdir STOFNAÐ hefur verið verktakafyrir- tæki í Skeggjastaðahreppi til að annast framkvæmdir fyrir íslenska aðalverk- taka vegna byggingar ratsjárstöðvar á Gunnólfsvíkurfjalli. Fyrirtækið hefur gert samning við Islenska aðalverktaka um lagn- ingu fyrstu 3,6 kílómetra af vegi upp á Gunnólfsvíkurfjall. Vegalengdin upp á fjallið er áætluð um 9 kíló- metrar. Framkvæmdir hófust í síð- ustu viku og gengur verkið vel þótt lorgunblaðid/Júlíus Skúli Sævarsson við komuna til Reykjavíkur í gær — með varamótor gúmbátsins í fanginu. land fyrir myrkur," sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég hringdi í varnarliðið rétt fyrir kl. fimm og þyrla þess var þá einmitt nýkomin úr flugi — var nýlent. Þyrlan hélt þá beint upp að Húsey og sótti mennina." Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við annan mannanna, Skúla Alexandersson, við kom- una til Reykjavíkur laust fyrir kl. 19 í gær. Skúli sagði: „Við ætluðum ekki koma í bæinn fyrr en í dag þannig að okkar var ekki saknað fyrr.“ Skúli sagði þá félaga hafa dvalið í Húsey í góðu yfirlæti. „Þarna er góður skáli og við höfðum nægar vistir með okkur," sagði hann. Gúmbáturinn var skilinn eftir í eynni, svo og aðalmótor bátsins. „Við gátum ómögulega tekið það með í þyrlunni. Nú ætlum við að gera við varamótorinn og fara Vamarliðsþyrla sótti tvo selveiðimenn í Húsey: Höfðust við í eynni frá föstudegi þar til í gær ÞYRLA frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sótti í gær tvo menn í Húsey á Faxaflóa — en eyjan er í Hvalseyjaklasanum skammt undan Ökrum á Mýrum. Mennirnir fóru til selveiða á gúmbát á fostudags- morgun en báðar vélar báts þeirra biluðu síðar um daginn. Þeir komust í land í Húsey og dvöldu í eynni þar til í gær. Mennirnir heita Skúli Sævarsson, 23 ára, og Friðrik Alexandersson, rúmlega fimmtugur. Þegar ekki hafði spurst til hent niður á eyjuna þar mannanna í gær var Slysavarna- félagið beðið að svipast um eftir þeim. Bróðir Friðriks fór þá af stað við annan mann í lítilli einkaflugvél og varð þeirra Skúla var í Húsey. Ekki sást báturinn úr flugvélinni. Orðsendingu var sem beðið var um að gefið yrði merki ef hjálpar væri þörf — og í ljós kom að svo var. „Eftir að hafa fengið upplýs- ingar frá flugmanninum ákvað ég að reyna að ná mönnunum í síðan á öðrum bát út í eyju til að ná í gúmbátinn," sagði Skúli. Skúli og Friðrik höfðu ekki talstöð meðferðis. Skúli sagði: „Við reiknuðum ekki með því að neitt kæmi fyrir. Vorum með tvo mótora sem síðan biluðu báðir. Þetta var hámark óheppninnar.“ Að sögn Skúla er þetta fyrsta vertíð þeirra félaga á selveiðum, „og við erum rétt að byrja veiðar. Það hefur ekki gefið til veiða fyrr en núna.“ Ríkisútvarpið býr sig undir samkeppnina: Stefnt að rás 3 á höfuðborgarsvæðinu aðstæður hafi verið fremur erfiðar síðustu daga vegna snjókomu og hálku. Eigendur fyrirtækisins eru einstaklingar og vinnuvélaeigendur i Skeggjastaðahreppi og Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn. Að sögn Kristins Péturssonar, stjórnarformanns hins nýja fyrir- tækis, ríkir almenn ánægja með það á Bakkafirði og Þórshöfn, að aðilar á þessum stöðum standi saman að þessu verki. Fastráðinn fréttamaður á Egilsstöðum STEFNT er að því að þriðja rás Ríkisútvarpsins taki til starfa á höf- uðborgarsvæðinu á næstunni. Innan stofnunarinnar starfa nú þrír starfs- menn að því að móta hugmyndir fyrir svæðisútvarp höfuðborgarinnar og næsta nágrennis, sem gert er ráð fyrír að sendi út 1-2 tíma á dag, jafnhliða útsendingum á rás 1 og 2. Ekki er enn endanlega ljóst hve- nær af þessu gæti orðið, einkum vegna þess hve fámennt er og annasamt i tæknideild hljóðvarps- ins, að sögn Markúsar Arnar Ant- onssonar, útvarpsstjóra. „Það er hafin nokkur umræða um dag- skrána og áhugi er fyrir hendi að farið verði af stað, en ég efast um að það geti orðið í þessum mánuði," sagði útvarpsstjóri í samtali við Starfsháttanefnd Alþýðubandalagsins skilar tiRögum: Vilja opna flokkinn og gera hann lýðræðislegri ÁTTA manna nefnd, sú sem kosin var í Alþýðubandalaginu til þess að gera tillögur um nýja starfshætti Alþýðubandalagsins, hefur nú skilað skýrshi um tiilögur sínar, og er búist við að þessar tillögur verði mikið ræddar á landsfundi Alþýðubandalagsins sem hefst síðdegis á morgun. Nefndin var eins og kunnugt er kosin í framhaldi af birtingu svonefndrar „mæðra- skýrslu" þar sem hörð gagnrýni kom fram á flokksstarfið og flokksforystunar. Samkvæmt heimildum Morgun blaðsins gerir þessi nefnd tillögur um breytta starfshætti, þannig að Alþýðubandalagið standi undir heitinu lýðræðislegur, opinn flokk- ur. Eru gerðar tillögur um að flokksstarfið og nefndastörf á vegum fiokksins verði opnuð til muna og að fylgt verði meiri harð- línu í verkalýðsbaráttunni, en verið hefur að undanförnu. Kristín Ólafsdóttir, sem féll fyrir Svavari Gestssyni í formannskjöri í út- gáfustjórn Þjóðviljans í gær, er formaður í þessari starfshátta- nefnd. Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir sem starfað hafa hvað mest með nefndinni og í henni telji, að sú nýja lína, sem þeir segja vera mun lýðræðislegri en núverandi starfshætti Alþýðu- bandalagsins, hafi beðið skipbrot áður en hún var kynnt í flokknum, þar sem Kristínu hafi ekki verið sýnt það traust að taka við for- mennsku í útgáfustjórn Þjóðvilj- ans. Nefndarmenn í nefndinni eru Helgi starfshátta- Seljan, Álf- heiður Ingadóttir, Margrét Frí- mannsdóttir, össur Skarphéðins- son, Kristín Ólafsdóttir, Hilmar Ingólfsson, ólafur Á. ólafsson og Helga Sigurjónsdóttir. Að sögn er nefndin búin að ná saman um hvaða leiðir skuli farnar í flokks- starfinu fyrir næsta ár, en vissir nefndarmenn telja það reiðarslag fyrir þessar tillögur, að Kristínu hafi verið hafnað af flokksforyst- unni, þegar kosið var á milli henn- ar og flokksformannsins í útgáfu- stjórn Þjóðviljans. blaðamann Morgunblaðsins. Samkvæmt frumhugmyndum um dagskrá svæðisútvarps höfuðborg- arsvæðisins er gert ráð fyrir að aðaláherslan verði lögð á fréttir af málefnum sveitarfélaganna, frjálsra félagasamtaka og stofnana á svokölluðu Stór-Reykjavíkur- svæði, svipað og gerist í svæðisút- varpinu á Akureyri. Sá er þó grund- vallarmunurinn á þessum tveimur stöðvum, að svæðisútvarpið á Akur- eyri sendir út á sömu bylgjulengd og rás 2, og sker eina klukkustund aftan af dagskrá rásarinnar dag- lega. Þremenningarnir, sem hafa unn- ið að mótun þessara hugmynda, eru þau Katrín Pálsdóttir fréttamaður, Ragnheiður Davíðsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á rás 2, og Sverr- ir Gauti Diego, umsjónarmaður Síðdegisvöku rásar 1. Ekki er þó endanlega ákveðið að þau þrjú verði umsjónarmenn svæðisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagði að nýju út- varpslögin, sem ganga í gildi um áramót, gerðu ráð fyrir að Ríkisút- varpið reki svæðisstöðvar I öllum kjördæmum landsins. Hann sagði að tilraunir með svæðisútvarpið á Akureyri hefðu gefið góða raun og að stefnt væri að því að hægt yrði að hefja svipaða starfsemi í fleiri landsfjórðungum. Liður í þeirri þróun er að nýlega var ráðið í hálft starf fréttamanns á Egilsstöðum. Það er Inga Rósa Þórðardóttir, fyrrum kennari, sem hefur aðstöðu f húsi Pósts og sfma þar á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.