Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Endurfæðing Evrópu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SAGA MANNKYNS. 6. bindi. EVRÓPA VIÐ TÍMAMÓT 1300-1500 eftir Káre Lunden. Snæbjörn Jóhannsson íslenskaði. Ritstjórar: Knut Helle, Jarle Simensen, Sven Tágil, Káre Tönnesson. Almenna bókafélagið 1985. Fjórtánda og fimmtánda öld hafa verið nefndar síðmiðaldir. Á þetta tímabil setur Svarti dauði mark sitt, pestin mikla. Talið er að fólki hafi fækkað um helming á Italíu af völdum pestarinnar. „Vera má að því hafi fækkað enn meir“, skrifar Káre Lunden í bók sinni Evrópa við tímamót sem er sjötta bindi í Sögu mannkyns, rit- röð Almenna bókafélagsins. Káre Lunden segir líka um Svarta dauða og afleiðingar hans: „Svarti dauði og fólksfækkunin sem honum fylgdi kom eins og lost, en afleiðingarnar mótuðust af þeirri þjóðfélagsgerð sem hafði myndast snemma á 14. öld. Megin- einkenni þessa samfélags var mikil stéttaskipting milli bænda og arðrænandi yfirstéttar. Annað sem miklu skipti var, að þegar á 13. öld var ríkis- eða furstavaldið orðið allsterkt." En Svarti dauði er ekki bara ógæfa að dómi Káre Lunden. Fólksfækkunin á þátt í bættum kjörum fátæklinga og valdaaf- staða milli bænda og gósseigenda raskast bændum í hag. Á Englandi myndast stétt efnaðra bænda sem stunda markaðsbúskap: „Þeir voru vísir að þróun verslunarkapítal- isma — í átt til iðnbyltingarinn- ar“, skrifar Lunden. Menningin verður veraldlegri, bilið breikkar milli raunhyggju og trúarviðhorfa, náttúruvísindin verða sjálfstæðari. Endurreisnin fæðir af sér húmanista og lista- menn sem láta ekki nægja að bera trúnni vitni, heldur líta á lífið sem mikilsvert efni til túlkunar. Sam- félag síðmiðalda bendir fram á við til okkar tíma. I kaflanum Frá miðöldum til endurreisnar í list og skáldskap er komist að þeirri niðurstöðu að evrópsk list var sífellt að breyta um form með býsönsk stóð i stað. Á síðmiðöldum hafði Ítalía tví- mælalaust forystu hvað þetta varðaði, einkum Flórens. Bygg- ingalist og myndlist stóðu þar ekki einungis með miklum blóma: Filippo Brunelleschi, Giotto di Bondone. Skáldskapur náði hátt með skáldum eins og Dante Alig- hieri, Francesco Petrarca og Gio- vanni Boccaccio. En skáld voru á fleiri stöðum: Geoffrey Chaucer á Englandi og Francois Villon á Frakklandi. í Flórens var Lorenzo de Medici meðal þeirra ráðamanna sem lögðu metnað sinn í bókmennta- starfsemi og kappkostuðu að laða að sér listamenn og húmanista. Stuðningur furstanna við skáld- skap og listir átti sinn þátt í endur- fæðingunni sem endurreisnin var í raun og veru. Öllu þessu gerir Káre Lunden góð skil og verður það ekki endur- sagt hér eða farið í nafnarunuleik. En samfélagsmálin eru þó það sem hann fjallar ítarlegast um. Hann skrifar til dæmis langt mál um gósseigendur og þeirra kerfi, við- skiptahætti tímabilsins og hinar ýmsu stéttir. Þá eru styrjaldir mjög á dagskrá, meðal þeirra Hundrað ára stríðið, Rósastríðið og fall Konstantinópels. Jóhanna frá Örk ríður í hlað. Trúvillingar og uppreisnarmenn eru í sérstök- um kafla og einnig heimspekingar Frá Flórens og náttúruvísindamenn. Munkar og nunnur fá sína umfjöllun. Það er fátt sem höfundurinn lætur sig ekki varða. Hinar fjölmörgu myndir bókarinnar segja svo sína sögu. Evrópa við tímamót er vitanlega aðeins hluti Sögu mannkyns, en mjög litrík sem slík. Þótt bókin geti varla talist tæmandi um það tímabil sem hún nær yfir er hún upplýsandi og gefur margar sögu- legar vísbendingar. Þýðing Snæbjörns Jóhannsson- ar hefur ekki verið borin saman við frumtexta af undirrituðum, en hún virðist lipurlega gerð. V íkingslækjarætt Bókmenntir Sigurjón Björnsson Pétur Zophoníasson: Víkingslækjar- ætt I—II. Skuggsjá 1983 og 1985. 276 bls., 455 bls. Nú í haust kom út II. bindi nýrr- ar útgáfu á hinu mikla niðjatali Péturs Zophoníassonar. Gera út- gefendur (í formála I. bindis) ráð fyrir því að bindin verði alls fimm eða jafnvel sex, ef nafnaskrá þarf að vera í sérstöku bindi. Niðjatal þetta er rakið frá hjón- unum Guðríði Eyjólfsdóttur og Bjarna hreppstjóra Halldórssyni sem bjuggu síðast á Vikingslæk á Rangárvöllum. Bjarni fæddist árið 1679 og Guðríður árið 1688. Þau hjón munu hafa átt 17 börn. Nöfn kunna menn nú á 14 þeirra og frá 11 þeirra eru ættir raktar. Þar sem niðjatalið spannar á þriðju öld og sum barna Guðríðar og Bjarna hafa orðið næsta kynsæl, er hér um mikinn mannfjölda að ræða, ef öllu er til skila haldið. Pétur Zophoníasson hóf að safna þessu niðjatali fyrir tilmæli Jóns ólafssonar alþingismanns og bankastjóra, en hann var af þess- ari ætt. í formálsorðum fyrri út- gáfu segir Pétur svo: „Það má heita að ég hafi varið öllum tómstundum við samning rits þessa frá nýári 1931 og fram á árið 1936.“ Þarf engan að undra það. Fremur mætti undrast hversu drjúgar Pétri hafa orðið tómstundirnar, ef ekki væri vitað hvílík hamhleypa hann var til verka. Pétur segist ekki hafa lagt áherslu á að rekja niðjatalið lengra en til 1930. Börn eftir þann tíma (í sumum tilvikum til 1942) eru þó oft talin. Árið 1939 hófst útgáfa á þessu verki og komu út fjögur hefti á árunum 1939-1943 (1933, 1941, 1942,1943). Þegar Pétur lést þann 21. febrúar 1946 varð lát á út- gáfunni. Þó kom fimmta heftið út árið 1972 og var þá numið staðar, þó að talsverður hluti safnsins væri óprentaður. Mér virðist að efni fyrri útgáfu verði í þremur fyrstu bindum nýju útgáfunnar, en tvö síðustu bindin muni innihalda efni sem eftir var að prenta. Var hluti þess ekki fullfrágenginn þegar Pétur féll frá. Efni gömlu útgáfunnar birtist hér ljósprentað. Engu að síður eru þó margar leiðréttingar færðar inn, einkum í II. bindi og í lok I. bindis eru leiðréttingar á villum í I. bindi. Myndir eru nú allar aftast í hverju bindi og hefur þeim fjölg- Pétur Zophoníasson að til mikilla muna frá fyrri út- gáfunni. Auk þess eru ekki aðrar myndir en af því fólki sem getið er um í hverju bindi, en því var öðru vísi farið í fyrri útgáfunni. Umsjónarmenn útgáfunnar eru þeir Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og Sigurður Sig- urðarson á Keldum. Þessi tvö bindi, sem nú eru út komin, eru samkvæmt áður sögðu endurútgáfa af rúmlega fertugu verki (öðru vísi mun verða um það sem eftir er, en það er ekki til umfjöllunar hér). Breytingarnar eru fólgnar í talsvert mörgum leið- réttingum, fleiri myndum og mun skemmtilegra útliti. Umfjöllun um þetta verk yrði því mestmegnis mat á starfi Péturs Zophoníasson- ar, og heldur hjákátlegt þykir mér að fara að kveða upp dóm um rit- verk manns, sem legið hefur í gröf sinni í fjóra áratugi. Þetta „tóm- stundaverk" Péturs ber fagurt vitni einstökum áhuga, fágætri elju og ákaflega yfirgripsmikilli þekkingu. Vilji menn finna að, ber fastlega að hafa í huga að á fjórða tug þessarar aldar voru aðstæður til að vinna þess háttar verk all- miklu lakari en nú er: Ritaðar heimildir mun færri og óaðgengi- legri og ólíkt snúningameira að afla munnlegra heimilda. — Einn er sá kostur þessa verks sem mér finnst mikið til um og hann er að sjaldnast er látið nægja að til- greina nafn og föðurnafn þeirra sem gifst hafa inn í ættina. Karl- leggur þeirra er rakinn, oft í marga ættliði. Maður þarf því aldrei að velkjast í vafa um hver maðurinn er. Þetta mættu margir hafa í huga sem nú setja saman niðjatöl. Þá gerir það ritið mun læsilegra að oft er sagt talsvert frá mönnum. Pétur hafði þann hátt á að nota bókstafi til að greina skyldleika niðjanna. Þannig eru börn Guðríð- ar og Bjarna merkt stöfunum a-1. Börn elsta barns þeirra verða aa, ab, ac o.s.frv., barnabörnin aaa, aab, og aba, abb, aca o.s.frv. Næsti ættliður aaaa, aaab... Víst er þetta skýrt kerfi og ein- falt. Sjálfur kann ég þó betur við að merkja ættliði bæði með tölu- stöfum og bókstöfum. Börn Guð- ríðar og Bjarna yrðu þá 1, barna- börn 2 o.s.frv. Systkinaröð innan sama ættliðar la, lb, 2a, 2b o.s.frv. Þetta kerfi finnst mér skýrara og handhægara, enda virðist mér það mest notað nú um stundir. Ekki er því að neita að talsverða kunnugleika þarf til þess að tengja niðjatalið núlifandi fólki, þar sem flestir þeir sem einhver umtals- verð deili eru sögð á fæddust í upphafi þessarar aldar. Varla kemur þetta að sök fyrir þá sem eru af ættinni, en fyrir aðra getur það oft verið óþægilegt og rýrt notagildi verksins. Hitt má þó ljóst vera, að ef framlengja hefði átt niðjatalið til síðustu ára hefði stærð þess a.m.k. þrefaldast og verkið því orðið óviðráðanlega stórt. Einhverja millileið hyggjast þó útgefendur fara, því að ætlunin mun vera að rekja frá einu barna þeirra Víkingslækjarhjóna (h-lið- ur) til ársins 1980. Vissulega ber að fagna útkomu þessa mikla og merka niðjatals og vonandi þarf ekki lengi að bíða framhaldsins. Auk þess sem það hlýtur að verða til gleði og stuðla að ættvísi og ættarkennd hjá Vík- ingslækjarfólki, er það mikilsverð fróðleiksnáma fyrir alla sem við ættfræði sýsla. Umsjónarmenn verksins og útgefendur hafa hér staðið vel að verki og sýnt minn- ingu Péturs Zophoníassonar verð- skuldaðan sóma. Menningararfur í neytendaumbúðum Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Völsungasaga og Ragnars saga Loðbrókar Umsj. Örnólfur Thorsson 170 bls. Kilja. Mál og menning. Það er ekki ýkja langt síðan að Islendingasögur og önnur fornrit voru aðeins til í fínu bandi og með annarlegri stafsetningu sem bjó yfir virðulegum forneskjublæ. Svo tóku útgefendur kipp og þegar þessi jólavertíð verður liðin verður tæpast þverfótað fyrir aðgengileg- um útgáfum á fornsögum. Þetta er auðvitað góð viðleitni til að halda menningararfinum að þjóð- inni og ber líka vott heilbrigðu viðskiptaviti. Ég leyfi mér þó að efast um að menn lesi meira af fornritum nú en áður en stafsetn- ingar- og brúksbandsbyltingin var gerð. Það er hins vegar vandamál þjóðarinnar en ekki útgefenda og á sér djúpar og flóknar rætur. Þessar hugsanir gerðu vart við sig þegar ég var að lesa hina nýju uglu-útgáfu á tveimur fornaldar- sögum, Völsungasögu og Ragnars sögu loðbrókar. Hér eru á ferð tvær efnislega tengdar gamlar sögur sem talið er að hafi verið færðar í letur á 13. öld, en lifðu góðu lifi óskráðar lengi þar á undan 1 bundnu máli og munn- mælum. Völsungasaga segir frá mörgum hetjum goðaættar. Ævintýrablær er ríkur. Allra ráða er neytt til að komast yfir gull og góðan orðs- tír. Drekar eru felldir, menn hafa hamskipti, eitur er byrlað, kven- hetjur drepa börn sín og gefa mökum sinum að eta til að valda þeim sem umtalsverðustu svekk- elsi og svo framvegis. Þetta síðasta minnir mann reyndar á annan menningararf, sem aldrei virðist nefndur þegar fjallað er um þann norræna, en það er griska goða- fræðin. Þar er þó oft meira og minna um sömu sögurnar að ræða. I einmitt þessu sambandi má nefna hamskiptasögu Ovids um Tereus, en kona Tereusar mat- reiddi son þeirra og lét hann eta, enda hafði Tereus áður nauðgað systur hennar. I Völsungasögu er það Guðrún Gjúkadóttir sem eldar svipaðan rétt fyrir þáverandi mann sinn, Atla húnakonung, eftir að hann hefur komið bræðrum hennar fyrir kattarnef. Af þessu má sjá að hér eru mergjaðar sögur á ferð og á köflum undrast maður að þeir kumpánar og nafnar, Stefánar King og Spiel- berg vestur í Ameríku, skuli ekki hafa nýtt sér þennan efnivið í hrollmagnan sína, því þeir eru að vissu leyti á svipuðu róli í sagna- gerð. Bæði í Völsungasögu og Ragnars sögu úir og grúir af sögupersónum sem enn lifa í besta yfirlæti í menningunni og hér gefst gott tækifæri til að kynnast, eða rifja upp kynni sín af þessum persónum, til dæmis Sigurði Fáfnisbana og Ragnari loðbrók. Það kemur fram í aðgengilegum og fróðlegum eftirmála örnólfs Thorssonar að margar ef ekki flestar sögupersónurnar munu eiga sér fyrirmyndir í veruleikan- um. I Völsungasögu má hitta konunga og herstjóra frá þjóð- flutningatímanum, eins og til dæmis fyrrnefndan Atla og Ragn- ar Loðbrók er víða nefndur í forn- um annálum sem einn hinna al- ræmdu víkinga er svo mjög hrelldu Evrópubúa á níundu öld. Þótt vita- skuld fari fjarri því að hér sé um að ræða einhvers konar sagn- fræðiskáldsögur er skemmtilegt að vita af þessum tengslum þeirra við mannkynssöguna og ákveðin tímabil hennar. Tengslin við hina lítt breytilegu mannskepnu og sál- artetur hennar eru þó auðvitað þau áhugaverðustu og mest áberandi. Útgáfa þessi virðist vönduð í hvívetna, skýringar jafnan hæfi- legar og þeim vel fyrir komið. Svo er bara að gæða sér á menningar- arfinum, jafnvel þótt það sé ekki til prófs. Sálfræðistofa Hef opnaö sálfræöistofu aö Lauga- vegi 43. öll almenn sálfræöiþjón- usta. Tímapantanir eftir kl. 18.00 í síma614253. Horöur Þorgilsson, sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.