Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 21 á hegðun sinni þegar hann er undir áhrifum. Þetta atriði er alvarlegt frá siðferðilegu sjónarmiði. Þegar við bætist að hver og einn verði að ráða því hvenær hann fer í meðferð, verður ástandið ennþá ískyggilegra. Hinn fíkni á því samkvæmt þessu að fá að skaða sjálfan sig og aðra, óáreittur, vegna þess að ekki er hægt að takast á við sjúk- dóminn fyrr en hann vill það sjálf- ur. Það hefur ekki komið fram mikil gagnrýni á sjúkdómshugtakið, og það er einfaldlega vegna þess að það er erfitt að koma gagnrýni á framfæri, ef hún beinist að mann- úðarhugsjón og trúarbrögðum. Þess vegna hafa þær stofnanir, sem hafa það að markmiði að takast á við jafnmikinn skaðvald og áfengisvandamálið er, fengið að starfa gagnrýnislaust. Það virð- ist ekki vera skortur á fé til þeirra og enginn spyr um árangur. Því fer sem fer að fyrr eða síðar verða þessar stofnanir baggi á þjóðfélag- inu, þar sem markmið þeirra breytist frá því að vera þjónustu- stofnanir í þágu almennings í það að viðhalda sjálfum sér. Höíundur er silíræðingur og rinn- ur að doktorsritgerð í greininni. Selfoss: Götur þung- færar í fyrsta snjónum Selfossi, 4. nóvember. FYRSTI snjórinn á þessum vetri féll sl. helgj í kuldaáhlaupi úr norðaustri. Á sunnudagsmorgun- inn voru götur margar hverjar þungfærar og sumar alveg lokaðar þar sem snjóskaflar höfðu mynd- ast. Hellisheiði lokaðist aðfaranótt sunnudagsins en var opnuð á sunnudeginum. í dag hefur verið örtröð á gúmmívinnustofum og mikið að gera við að skipta um dekk. Snjórinn kom nokkuð óvænt enda hefur verið sumar- blíða undanfarna daga. Með snjónum féll hitinn úr 12 gráðum í 5 stig undir frostmark og ekki undarlegt þótt einhverjum finn- ist kuldinn bíta í kinn. Sig. Jóns. Landsfundur Alþýðubandalagsins: Hefst á fimmtu- dag og stendur til sunnudags LANDSFUNDUR Alþýðubandalags- ins verður haldinn um næstu helgi, og hefst hann með setningu í Austur- bæjarbíói kl. 17.30 á fimmtudag, þann 7. nóvember. Að öðru leyti fara landsfundarstörf fram í Borgartúni 6. Fundarstörf hefjast í Borgar- túni 6 kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. Kosnir verða starfsmenn fundar- ins og að því loknu mun Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins flytja framsöguræðu sína. Þá munu þeir Ragnar Arnalds og Össur Skarphéðinsson hafa fram- sögu um atvinnumálatillögu, sem lögð verður fyrir fundinn. Að þessu loknu hefjast almennar stjórn- málaumræður, og er búist við að fundinum verði fram haldið fram undir miðnætti. Á föstudag verða almennar umræður fram til kl. 17, en þá hefja starfshópar störf og starfa áfram á laugardag, fram til kl. 14, að þeir skila álitum. Eftir kl. 14 á laugardag hefst afgreiðsla mála og síðdegis verða kosningar. Landsfundinum verður síðan hald- ið áfram á sunnudagsmorgun og þá verða þær ályktanir sem fyrir fundinum liggja afgreiddar. Búist er við að fundinum verði lokið um kl. 18 síðdegis á sunnudag. Lands- fundur Alþýðubandalagsins verð- ur opinn fréttamönnum. „Teymdu, ég skal berja“ eftir Rósu Sveinbjarnardóttur Ég geri mér það full ljóst, að það er að bera í bakkafullan læk- inn að leggja orð í belg í lok þessa svo kallaða kvennaáratugar og vega og meta árangur hans til eða frá, en það er einkum lokadagur hans hér hjá okkur íslenskum konum, sem rekur mig til skrifta, því svo mjög er ég ósátt við frammistöðu kynsystra minna, sem ég tel að hafi verið okkur öllum til hinnar mestu hneisu. Það má vel vera að mín rödd sé hjáróma í allri þessari voldugu samstöðu — en samstöðu um hvað? Samstöðu um að gera ekki neitt ? Samstöðu um að leggja niður vinnu — til að sanna fyrir þjóðinni að kvenfólk er helmingur vinnandi fólks, vissu það ekki all- ir? Átti framkvæmd þessa verk- falls að sýna að þar stæðum við þó jafnfætis körlum? Já, mikil eru nú frumlegheitin. Fyrir nú utan það, að allt þetta kvennakjaftæði er farið að fara svo í taugarnar á stórum hluta þjóðarinnar að meiri háttar ógleði veldur. Fréttamaður sjónvarps tók nokkrar konur tali á útifundinum og spurði þær hverju áratugurinn svokallaði hefði breytt í frelsis- og jafnréttisátt. Svörin voru flest á eina lund: „Litlu eða engu,“ ein virtist þó hafa ákveðnari og karl- mannlegri sjónarmið. „Ekki rass- gat,“ sagði hún, og lagði þunga áherslu á. Ekki voru konur þessar að því spurðar hverjum þessi litli árangur væri að kenna, enda hefðu svörin áreiðanlega orðið á einn veg, karlmönnunum. Árinni kenn- ir illur ræðari. Nei, konur góðar, sökudólgurinn er ekki karlkynið — heldur við sjálfar, hver og ein — engin undan skilin. Á íslandi er jafnrétti milli kynja á öllum sviðum — aðeins ef ein- staklingurinn hver og einn notar þann rétt. Vinna hugar og handa er grundvöllur til að byggja upp þjóðfélag, menntun er forsenda þess að vinnan sé rétt framkvæmd — rétturinn til menntunar er jafn milli kynja, val einstaklingsins og geta er misjöfn — engin lagasetn- ing getur breytt því. Og þá vaknar sú áleitna spurn- ing, höfum við konur notað rétt okkar til jafns við karlmenn? Svari nú hver fyrir sig. ótal sinnúm heyrast þær fullyrðingar að karl- menn séu betur launaðir, en af hverju eru þeir betur launaðir? Vegna þess að þeir hafa valið önnur störf en konan. Eru ekki sömu laun greidd flug- mönnum hvort sem um konu eða karl er að ræða? Eru læknar ekki með sömu laun, hvort kynið sem er? Eru þær konur sem læra til prests ekki með sömu laun og karlprestar? Geta löglærðir ekki haft svipuð laun, hvort sem gengið er í pilsi eða buxum? Hefur skip- stjóri á skipi, hvort sem er fiski- skip eða farskip, ekki laun miðuð við ábyrgð — ekki kyn? Og að sjálfsögðu hásetar. Er ekki talað um laun iðnaðarmanna — há eða lág — ekki hvort kynið vinnur þau. Er ekki konum frjálst að læra og vinna við húsasn.íðar, múrverk, pípulagnir, rafvirkjun, blikksmíði, járnsmíði, vélvirkjun, rennismíði, málningarvinnu, dúklagnir og ótal, ótal margt annað. Óg nýjustu kannanir sýna að ennþá, nú í lok þess marg-margumtalaða áratug- ar sem kenndur er við kvenfólk þyrpast þær í gamla farveginn, hin hefðbundnu kvennastörf. í æðstu menntastofnunum landsins er valið það sama — hjúkrun — kennsla — þjónusta. Hverjum er þetta að kenna? Af hverju sækjast konur ekki eftir störfum við stjórn og viðgerð- ir á jarðýtum, vegheflum, lang- ferðabílum og vöruflutningafarar- tækjum? Og enn spyr ég, eru ekki sömu laun fyrir verkstjóra í frysti- húsunum, ef unninn er jafn langur vinnudagur. Hvernig er með versl- unarstjórana? Er ekki sami taxti hjá verkafólki t.d. við fiskvinnslu — og svarið er að sjálfsögðu jú — en karlmenn fást bara ekki í lægst launuðu störfin. Það er lykillinn að allri gátunni. En svo má endalaust deila um kaup og kjör — það er ekki mál kvenna einna — heldur alls vinn- andi fólks í landinu, og það er önnur saga sem ég ætla ekki að fara lengra út í að þessu sinni. En svo ég víki aftur að upp- hafinu, hinum margumtalaða „stórglæsilega" útifundi og verk- falli alls þorra vinnandi kvenna í landinu — hverju breytir hann? Ég held að hann hafi verið tíma- skekkja, málefnafátækt, andleysi. Þurftu konur nú endilega að elta úreltar aðferðir karlmanna til að vekja á sér athygli. Verkföll eru og verða ofbeldisaðgerð, sem eiga að heyra sögunni til. I heilbrigðu þjóðfélagi á vinnan að vera það afl sem gefur arð, launin sem við fáum fyrir vinnu okkar eiga að skapa verðmæti — peningar eru nauðsynlegir til að hrinda hug- myndum í framkvæmd. Frést hef- ur um örfáa hópa út um land, þar sem þetta sjónarmið var látið ráða, unninn var fullur vinnudagur og peningarnir gefnir til nauðsyn- legra nota. Þeim hópum og ein- staklingum votta ég virðingu mína óskipta — þar voru kröfurnar gerðar til sjálfs sín, ekki annarra. í janúar 1982 átti kvenfélag eitt hér í bænum frumkvæði að nýstár- legri aðferð til' fjáröflunar, og um leið mótleik gegn hinum eilífu og tilgangslausu verkföllum, og á ég þar við vinnuvökurnar svokölluðu, þar sem konur komu saman, eina helgi frá föstudagskvöldi til sunnudags, og unnu. Seldu svo afrakstur vinnu sinnar síðdegis á sunnudeginum. Þessi nýbreytni féll í góðan jarðveg og vakti at- hygli. Vinnuvakan kom til umræðu á fundi hjá Kvenfélagasambandi íslands og samþykkt áskorun til kvenfélaga um allt land að taka sér þetta til fyrirmyndar, og var svo gert á næstu vikum og mánuð- um. En hvað skeður nú árið 1985 — áskorun frá sama sambandinu til allra kvenna að gera verkfall 24. október. Er þetta sem kallast að vera sjálfum sér samkvæmur? Ekki furða þó lítið miði áfram. Þetta minnir mig á smá atvik úr æsku minni, sem ég varð vitni að. Tveir menn, annar fullorðinn, hinn unglingur, voru að aka heim heyi á vagni sem hesti var beitt fyrir. Upp bratta brekku var að fara, sem orðin var eitt forarsvað vegna Rósa Sveinbjarnardóttir „Hefðu þær kvinnur sem gengu betlandi á fund fjármálaráðherra á dögunum til að sníkja úr tómum ríkiskassanum til fjármögnunar ónýtum og ógeðslegum hús kumböldum ekki getað fengið lán af þeirri summu, sem inn hefði komið, ef gefið hefði verið dagsverk í staðinn fyrir marg- umrætt verk- fall.“ undangenginna rigninga. Vesal- ings skepnan stritaði eins og kraft- ar frekast leyfðu, en vagninn rann samt afturábak og dró hestinn með sér. Heyri ég þá að annar mann- anna segir: „Teymd þú, ég skal berja." Ég er ekki reikningsglögg — og ekki lærð í hagfræðikúnstum — en eitt dæmi langar mig að leggja fyrir ykkur — og nú skulum við gefa okkur forsendur; eins og sagt er á fínu fagmáli. Sagt var að milli 15—18 þúsund konur hefðu Verið á fundinum fræga — fyrir utan þær sem ekki nenntu — en skrópuðu samt í vinnu — við skul- um segja að þetta hafi allt verið láglaunakonur með í kring um 1 þúsund krónur á dag — miðað við virka daga mánaðarins — ef við svo margföldum 15 þúsund krónur með þúsund kallinum, hver yrði þá útkoman? Hefðu þær kvinnur sem gengu betlandi á fund fjár- málaráðherra á dögunum til að sníkja úr tómum ríkiskassanum til fjármögnunar ónýtum og ógeðs- legum húskumböldum ekki getað fengið lán af þeirri summu, sem inn hefði komið, ef gefið hefði verið dagsverk í staðinn fyrir margum- rætt verkfall. Ég veit að þið verðið ekki allar sáttar við að ég skuli kalla þetta verkfall, því þið talið um frí, gott og vel, en það er ekki sama hvernig frítíminn er notaður. Þátttaka forseta íslands í þess- um kvennaaðgerðum er kapítuli út af fyrir sig. Eftir glæsilegan embættisferil í rúm 5 ár, sem sannaði björtustu vonir okkar stuðningsmanna hennar, um að kona gæti engu síður en karlmaður gegnt þessu embætti, gerir hún sig seka um hlutdrægni milli kynja. En allir eru mannlegir og geta gert mistök. Eflaust hefur áróður frammákvenna átt sinn þátt í ákvörðunartöku forsetans, áróður frá konum, sem síst af öllum áttu nokkurn þátt í kosningu hennar á sínum tíma — hún skuldaði þeim lítið, en nú var hún sett í sjálf- heldu. Ég vona heilshugar — og veit raunar, að hún kemur sér klakklaust út úr því, gáfur hennar og mannkostir sjá um það. Ég ætla ekki að enda þetta greinarkorn án þess að minnast á eitt atvik frá liðnu sumri, sem var til svo mikillar fyrirmyndar að það snart strengi í brjósti hvers ein- asta manns um allt Islands. Þar átti hlut að máli þroskaheftur einstakiingur — Reynir Pétur Ingvarsson frá Sólheimum. Með barnslegri gleði sinni, sakleysi og frjálslegri framkomu, hreif hann alla með sér. Hann lagði á sig að ganga hringinn í kring um landið til að vekja athygli og safna fé til byggingar íþróttahúss að Sól- heimum — og á einum mánuði áorkaði hann meira en nokkur annar maður á landinu. Þar voru kröfurnar ekki gerðar til annarra, hann var sönn fyrirmynd æskunn- ar í landinu. Hinir eldri gætu líka margt af honum lært — konur jafnt sem karlar, ef nokkur maður ætti heiður skilið, þá er það hann og fólk það sem að baki honum stóð. Hvar er nú hin íslenska fálka- orða? Af hverju var ekki heldur skipulagður fjöldafundur á Lækj- artorgi og verkfall einn dag en að leggja á sig 1500 km göngu? Megi íslensk þjóð eignast fleiri í líkingu við Reyni Pétur — Það sakaði ekki heldur þó þeir kæmust inn á Alþingi. Höfundur er skúringakona. TOLLSKJOL OG VERÐÚTRE KNINGUR Tími og staður: 11.-13. nóvember kl. 09.00-12.00 (Ánanaustum 15. Markmið þessa námskeiðs er aö kenna þátttakendum aö gera aðflutningsskýrslur og verðútreikninga. Aukin þekking á þeim grundvallaratriðum er varða innflutning og tollmeöferð stuöla að tímasparnaöi og koma i veg fyrir óþarfa tviverknaö vegna þekkingarleysis. Efni: — Kennt að fylla út hin ýmsu skjöl og eyöublöö viö tollafgreiöslu. — Meginþættir laga og reglugerða er gilda viö tollafgreiöslu vara. — Grundvallaratriöi tollflokkunar. — Helstu reglur viö veröútreikning. — Raunhæf verkefni. Þetta námskeið er kjöriö fyrir þá er stunda innflutning i einhverju mæli og vantar við- bótarupplýsingar og fræðslu. A Stjórnunarfélag islands Leiðbeinandi: Karl Garðarsson. viöskiptafræöingur. Deildarstjóri á skrifstofu Tollstjóra. Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.