Morgunblaðið - 06.11.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGtJR 6.NÖVEMBER 1985
23
Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins:
Verðum í alvarlegum greiðslu-
erfiðleikum næstu mánuðina
Benjamín Antonsson skipstjóri.
Benjamín Antonsson skipstjóri:
„Hér verður sáralítil eða engin
vinnsla í frvstihúsinu eftir miðjan
nóvember, er Kolbeinseyin kemur úr
síðustu veiðiferð sinni á þessu ári.
Hins vegar verður rækjuvinnslan
vonandi í fullum gangi og veitir nokkr-
um fjölda fólks atvinnu. í dag eru um
170 störf hjá öllu fyrirtækinu og þar
af falla frá störf fyrir 100 til 120 manns
Verið að hegna okkur fyrir
að gera vel í vonlausu dæmi
BENJAMÍN Antonsson hefur verið
skipstjóri á Kolbeinsey frá því hún
kom til Húsavíkur og áður var hann
með Júlíus Havsteen, sem einnig er
í eigu Höfða hf. Hann segir það
hörmulegt, verði skipið selt af staðn-
um, það bíði alltaf um 200 manns í
landi eftir afla skipsins.
„Skipið hefur reynzt mjög vel og
ekki verið frá einn einasta klukku-
tíma vegna bilana, en það er auðvit-
að mikið ágætum vélstjórum að
Kristján Ásgeirsson framkvæmdastjóri Höfða hf.:
Atvinnuleysi og fólks-
flótti fari skipið héðan
34 milljónir króna kostaði Kolbeinsey
ÞH frá Slippstöðinni á Akureryi. 49
milljónir kostaði hún síðar sama ár,
þegar öll lán voru hafin. í dag hvfla
á henni 275 milljónir króna. í þau
fjögur ár, sem hún hefur verið gerð út
frá Húsavík, hefur afurðaverðmæti
afla hennar numið 750 milljónum
króna miðað við núverandi verðlag.
Af þeirri upphæð nema laun og áhafn-
arhlutur um 255 milljónum króna.
Kristján Ásgeirsson er fram-
kvæmdastjóri Höfða hf, eiganda
Kolbeinseyjar. Morgunblaðið innti
hann nánar eftir eftir því, hvernig
skuldasöfnunin hefði þróazt og
hverja þýðingu skipið hefði haft
fyrir bæinn. „Af þessum launa-
greiðslum hafa farið um 27,5 millj-
ónir í útsvar til bæjarins," sagði
Kristján. „Þessir peningar velta
síðan í gegn um atvinnulífið og gefa
í raun tvöfalt af sér. Á einu ári
gæti brotthvarf skipsins þýtt 175
milljóna króna tekjutap fyrir bæj-
arbúa og 15 til 17 milljónum minni
útsvarstekjur fyrir bæinn. Útsvars-
tekjur bæjarins þessi fjögur ár, sem
tengjast beint veru Kolbeinseyjar-
innar, samsvara öllum útsvarstekj-
um eins árs. Fari skipið héðan verð-
ur verulegt atvinnuleysi, fólksflótti
og lækkun fasteignaverðs, sem varla
verður kallað annað en eignaupp-
taka. Auk þess mun bæjarsjóður
varla geta staðið við skuldbindingar
sínar og kvaðir.
Við höfum borgað um 90 milljónir
króna í skipinu framreiknað með
lánskjaravísitölu. Hefðu lánin á
skipinu verið tryggð með þeirri
vísitölu, hefðum við aðeins skuldað
Kristján Asgeirsson
um 110 milljónir, en hækkun dalsins
fór langt fram úr þessu. Vextir af
þessum Bandaríkjadalalánum hafa
að meðaltali verið um 15% og
samkvæmt því er manni ætlað að
borga tvöfalt kaupverð skipsins á 5
árum. Við teljum okkur verða að fá
þetta skip að loknu uppboði, eigi
ekki að standa eftir enn meiri vandi
en áður. Með það í huga teljum við
að verð skipsins hljóti að miðast við
að skipið geti staðið undir eðlilegum
rekstrj með tilliti til afborgana og
væntanlegs afla. Kolbeinseyin hefur
til þessa skilað um 20% af brúttó-
aflaverðmæti til greiðslu vaxta og
afborgana við stofnlánasjóði og það
þykir gott. Ekkert annað en að við
fáum skipið aftur á skikkanlegu
verði leysir þennan vanda. Mannlíf
verður aldrei bærilegt nema vinna
sé fyrir hverja vinnandi hönd og
þjóðin skilji á hverju hún lifir,"
sagði Kristján Ásgeirsson.
þakka. Aflabrögð hafa að minnsta
kosti verið í meðallagi og aflaverð-
mæti nálægt toppnum. Við veiðum
líka úr botnfiskkvóta Júlíusar en
tveir kvótar duga ekki einu sinni til
að reka skip, sem er hagkvæmt í
alla staði. Mér finnst það anzi hart
því ég get ekki séð að þetta verði
gert betur, útgerðin er góð og við-
haldið gott. Ég er hræddur um að
það verði eftirsjá að skipinu. Ég vil
reyndar ekki hugsa það mál til enda,
fari það af staðnum. Þá má segja,
að það sé verið að hegna okkur fyrir
að vera að gera eins vel og unnt er
í annars vonlitlu dæmi. Það verður
hrein hörmung ef skipið fer. Það
bíða alltaf um 200 manns í landi
eftir aflanum.
Ég trúi því ekki fyrr en á reynir,
að þeir taki ekki tillit til aðstæðna
í þessu plássi og selji skipið öðrum.
Með því er verið að svipta staðinn
og fólkið lifibrauðinu. Stjórnvöld
verða að grípa inn í dæmið, það eru
þau, sem hafa skapað þennan vanda
að hluta til. Hafa skikkað menn til
lántöku í dölum og síðan ráðið
gengisskráningunni. Það er sú þró-
un, sem hefur gengið af þessu dauðu,
ekki útgerðin," sagði Benjamín
Antonsson,
með brottför skipstns. Við erum með
um 4 milljónir króna í fastan kostnað
á mánuði og komi ekkert inn á móti,
vantar auðvitað þessa peninga. Við
verðum því í mjög alvarlegum
greiðsluerfiðleikum næstu mánuði,"
sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmda-
stjóri Fiskiðjusamlags Húsavikur og
stjórnarformaður Höfða hf.
„Kolbeinseyin hefur verið ákaf-
lega mikilvæg fyrir hráefnisöflun
Fiskiðjusamlagsins og þar með
atvinnulífið í landi. Til miðs október
höfðum við tekið á móti um 6.600
lestum af fiski, þar af um 3.000
lestum af henni. Vegna aðstæðna
höfum við hagað veiðum þannig, að
Kolbeinseyin hefur nú nánast fiskað
upp bæði sinn kvóta og Júlíusar
Havsteen og á rétt afla í þennan
síðasta túr. Við hefðum, undir eðli-
legum kringumstæðum, hagað veið-
um með það fyrir augum að eiga
hráefni fram undir áramót, en
þegar skipið er farið, er óþarfi að
láta einhvern kvóta fylgja því. Við
höfum því miður ekki séð neinar
leiðir til hráefnisöflunar með öðrum
hætti. Eftir uppboðið höfum við
engin skip til að veiða fyrir okkur
og við höfum ekki getað fengið skip
eða báta til að koma hingað með
eigin afla eða annarra, enda eru
flestir að ljúka kvóta sínum. Fari
þannig að einhvers staðar verði
eitthvað eftir og einhver fáist til
að veiða það fyrir okkur, munum
við fylgjast náið með því.
Við höfum í raun ekkert svar við
því, verði Kolbeinseyin seld öðrum.
Skipamarkaðurinn er lokaður, inn-
flutningur skipa er bannaður og
innlend nýsmíði sömuleiðis. Vegna
þess er verð á skipum allt og hátt,
því framboð og eftirspurn er með
mjög óeðlilegum hætti. Þess vegna
er það skoðun okkar, að stjórnvöld
verði að taka þátt í lausn vandans.
Að undanförnu hafa víðtækar ráð-
stafanir átt sér stað til að koma
skuldum útgerðarinnar í ákveðið
horf með breytingu þeirra og sam-
antekt auk þess, sem skilaskipum
Tryggvi Finnsson
hefur verið veittur 60% vaxataf-
sláttur hjá Fiskveiðasjóði. Eftir
standa fjögur skip og vandi þeirra
er síðasti hluti áðurnefndra ráðstaf-
ana. Það er því krafa eigenda þess-
ara skipa, að stjórnvöld hafi hönd
í bagga með því hvert skipin fara
að loknum uppboðum. Fari þau úr
núverandi heimahöfnum sínum,
stendur eftir verulegur vandi, sem
verður að leysa á einhvern hátt og
verður varla auðveldari úrlausnar.
Við þessar aðstæður sleppa stjórn-
völd ekki við að taka á þessum
málum því afleiðingarnar eru víð-
tækari en svo að útgerðin verði svipt
skipinu. Þær koma við lífsafkomu
fólksins á viðkomandi stöðum, bæj-
arfélögin og bankana, jafnvel at-
vinnumál á öðrum stöðum.
Hér er mjög mikill vilji almenn-
ings fyrir því að skipið verði áfram
gert út héðan. Við höfum fengið
mjög eindregna stuðningsyfirlýs-
ingu frá starfsfólki Fiskiðjusam-
lagsins, sem ákveðið hefur að leggja
hluta af tekjum sínum í hlutafélag
til kaupa á skipinu að nýju, þrátt
fyrir yfirvofandi atvinnuleysi og
rýra afkomu um jólin. Það skýrir
vel hve mikilvægt þetta skip er
okkur," sagði Tryggvi Finnsson.
Bjami Aðalgeirsson bæjarstjóri:
Þetta er sameiginlegt
vandamál þjóðarinnar
„ÞAÐ veröur mikill missir, fari Kol-
beinseyin af staónum, en ég vil á hinn
bóginn gefa mér þaö, að hún verði
áfram gerð út héðan. Við höfum ekki
fengið vilyrði fyrir því, en yfírlýsingar
og gerðir stjórnvalda benda til þess,
að svo verði. Ef ekki, stendur eftir
hér jafnmikið ef ekki stærra vanda-
mál en áður,“ sagöi Bjarni Aðalgeirs-
son, bæjarstjóri.
„Kolbeinseyin hefur skilað um
40% af öllum bolfiski, sem hér hefur
komið til vinnslu. Fari hún erum
við ekki aðeins að tala um minnk-
Hólmfríður Sigurðardóttir verkstjóri:
Leggjum fram hluta
af launum okkar
„MÉR finnst það mikils virði að reyna
að halda skipinu og því rétt að leggja
fram hluta af launum okkar. Þetta
gæti verið um 4.000 til 5.000 krónur
á mann. Þessir peningar gætu á hinn
bóginn komið sér vel í atvinnuleysinu
fyrir jólin, en fólk gerir sér grein fyrir
því hve mikils virði þetta skip er fyrir
frystihúsið og um leið afkomu þess.
Kolbeinseyin skilar á land rúmlega
helmingi aflans og lífsafkoman er
undir því komin,“ sagði Hólmfríður
Sigurðardóttir, verkstjóri í Fiskiðju
samlaginu.
„Við lukum við að vinna aflann úr
síðustu veiðiferð á þremur og hálf-
um degi. Þar til Kolbeinseyin kemur
aftur að landi verður viku stopp og
þegar sá afli hefur verið unninn,
verður að minnsta kosti tveggja
mánaða stopp. Það stopp er alveg
nógu alvarlegt svo ekki sé talað um
varanlegt stopp, fari skipið héðan.
Það er alveg ljóst, að þvi fylgir
veruleg eymd. Það er líka hrikalegt
að sjá alla þessa fjárfestingu í Fisk-
iðjusamlaginu standa ónotaða í
langan tíma. Þetta þýðir ekki aðeins
beint. tap fyrir starfsfólkið, heldur
fyrirtækið og bæjarfélagið," sagði
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Hólmfríður Sigurðardóttir
andi atvinnu og rekstrarörðugleika
fiskvinnslunnar, heldur verulegan
samdrátt í útsvarstekjum bæjarins
vegna fiskvinnslufólks og áhafnar,
sem eru um 10% af heildarútsvars-
tekjum bæjarins. Það eru sterk
fyrirtæki hér, sem vilja og hafa
rekið Kolbeinseyna með myndar-
brag. Við þau er ekki að sakast,
þetta er einfaldlega óleysanlegt
dæmi. ólán okkar er að skipið skuli
vera fjármagnað í dölum, ekki að
það skuli byggt á Akureyri. Slipp-
stöðin stóð við sitt og skilaði okkur
mjög góðu skipi. Ólán okkar er að
hækkun dalsins hefur verið mun
örari en hækkun tekna. Við skuld-
breytinguna stóðu uppi fjögur skip,
sem ekki fengu sömu lánakjör og
önnur, til dæmis 60% vaxtaafslátt.
Þetta er engum einum að kenna, en
ekkert íslenzkt skip á möguleika á
því verði, sem það hefur verið keypt
á. Þetta er sameiginlegt vandamál
þjóðarinnar. Við, sem erum með
þessi „dollaraskip", teljum okkur
órétti beitta og erum í raun fastir
í súpunni og teljum okkur eiga að
fá einhverja möguleika. Vandinn,
sem eftir stendur, verði ekkert að
gert, verður ekki minni en núver-
andi vandi.
Það hefur verið mjög góð atvinna
hér á þessu ári, en framundan er
tvíþætt vandamál, bátarnir eru
búnir með kvótann og togarinn að
fara. Hins vegar ætti rækjuveiðin
að skila 30 til 40 manns atvinnu,
en það er nánast það eina, sem
framundan er í fiskvinnslu. Það er
Bjarni Aðalgeirsson
sorglegt að mál eins og þetta, sem
er að mínu mati okkur óviðráðan-
legt, skuli koma upp á stað, sem
annars stendur mjög föstum fótum.
Þetta yfirtekur öll jákvæðu málin.
Við erum því að gera allt sem við
getum til að halda skipinu og erum
að stofna nýtt hlutafélag í því skyni
með þátttöku Fiskiðjusamlagsins,
bæjarins og væntanlega kaupfélags-
ins. Við teljum þeim peningum vel
varið, þar sem það er skylda bæjar-
félagsins að stuðla að atvinnuöryggi
í bænum. Hlutafjárframlag til
skipakaupa er ekki síðri leið til þess
en annað. Á lánsfjárlögum eru 100
milljónir króna til að endurlána
byggðarlögum, sem eru að missa
skip sín. Af því gætu 20 til 25 millj-
ónir komið í hlut okkar og með
hæfilegri hlutafjársöfnun ætti að
vera hægt að kaupa skipið og reka
það, svo fremi sem verðið á því verði
ekki sprengt upp,“ sagði Bjarni
Aðalgeirsson.