Morgunblaðið - 06.11.1985, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö.
„Of langt bil milli
þings og þjóðar"
Einkabr é f
til ráðherra
Almenn vantrú á íslenzkum
stjórnmámönnum einkennir
niðurstöður skoðanakönnunar
Hagvangs. Aðeins einn af hverjum
fjórum aðspurðra telur stjórn-
málamenn segja yfirleitt sannleik-
ann. Aðeins einn af hverjum þrem-
ur álítur þá takast á við þau vanda-
mál sem brýnust eru úrlausnar.
Annar hver spurðra telur það betri
kost að velja ráðherra úr hópi sér-
fróðra manna utan þings en úr
röðum þingmanna. Það er óhjá-
kvæmilegt að stjórnmálamenn
gaumgæfi þessar niðurstöður vel.
Sá dómur sem íslendingar kveða
upp yfir stjórnmálamönnum sín-
um er að drjúgum hluta sjálfsá-
sökun. Frambjóðendur stjórn-
málaflokka eru yfirhöfuð valdir í
prófkjörum. Þingmenn eru síðan
þjóðkjörnir í almennum, leynileg-
um kosningum. Alþingi er því,
a.m.k. í vissum skilningi, þver-
skurður eða spegilmynd þeirrar
þjóðar, sem það kýs.
Prófkjör hafa bæði kosti og
galla. Sá er höfuðkostur þeirra að
þau eru lýðræðisleg leið til vals á
frambjóðendum. Höfuðgalli þeirra
er ef til vill sá, að „fylgikvillar"
þeirra kunna að fæla einstaklinga
frá þátttöku í stjórnmálum, sem
hafa ótvíræða hæfileika á stjórn-
málasviði.
Morgunblaðið leitar í gær álits
þingmanna úr öllum þingflokkum
á þeim almenningsdómi yfir
stjórnmálamönnum, sem framan-
greind könnun felur í sér. Viðbrögð
þeirra eru á ýmsan veg. Málsbætur
þær, sem til eru tíndar, koma
einkum fram í eftirfarandi:
Fjölmiðlar fjalla fyrst og fremst
um þjóð- og þingmál, sem mest er
deilt um, en síður almennt um
þjóðmál og þingstörf. Fólk fær því
skekkta mynd af störfum stjórn-
málamanna.
Stjórnmálamenn fjalla um þjóð-
mál frá mismunandi sjónarhorn-
um. Það eitt að þeir sjá viðfangs-
efni sín í mismunandi ljósi og
skilgreini þau ekki á sama veg
þýðir ekki að þeir fari fremur með
lygi en sannleika. í lýðræðisþjóð-
félagi hafa menn með mismunandi
lífsviðhorf jafnan rétt til skoðan-
anmyndunar og tjáningar.
í þingræðisþjóðfélagi bera þjóð-
kjörnir þingmenn pólitíska ábyrgð
á störfum ráðherra, sem oftar en
ekki styðst við þingmeirihluta.
Sérfræðingar, sem starfa á vegum
stjórnsýslunnar og vítt og breitt
um þjóðfélagið, eru ráðgefandi
aðilar. Pólitískar ákvarðanir og
leiðandi framkvæmd þeirra er
hlutverk stjórnmálamanna.
Þær málsbætur, sem hér eru
efnislega tíundaðar eftir þing-
mönnum, styðjast við nokkurn
sannleika. Þær spegla hinsvegar
ekki sannleikann allan. Vinnu-
brögð Alþingis og stjórnmála-
manna hafa lengi verið ámælis-
verð. Nægir ( því efni að minna á
orð Þorvaldar Garðars Kristjáns-
sonar, forseta Sameinaðs þings,
við þinglausnir 21. júní sl.:
“„að getur ekki gengið að þingið
sé verkefnalítið lengi fram eftir
þingtímanum en stjórnarfrum-
vörp hlaðist upp í lok þingsins ...
Á þessu verður að verða breyting".
I lýðræðisþjóðfélagi er kosn-
ingarétturinn, rétturinn til að hafa
áhrif á skipan og stefnumörkun
löggjafarsamkomunnar, mjög
mikilvægur. Vægi þessa réttar
helzt þó í hendur við það að stjórn-
málamenn fylgi eftir stefnumið-
um, sem þeir boða í kosningum,
þegar á þing er komið, að ekki sé
nú talað um ríkisstjórn. Þvf miður
fara orð og efndir íslenzkra stjórn-
máiamanna oft ekki saman.
Ástæðan er máske fyrst og fremst
sú að enginn íslenzkur stjórn-
málaflokkur hefur hlotið meiri-
hlutaaðstöðu á þingi. Og sam-
steypustjórnir byggjast fyrst og
síðast á samkomulagi, þar sem
stjórnarflokkar, tveir eða fleiri,
þurfa að gefa eftir af stefnumiðum
sínum. Stjórnarflokkar á hverri tíð
hafa hinsvegar tilhneigingu til að
framlengja líf ríkisstjórna, þó lík-
urnar til að ná fram meiru af eigin
stefnumiðum, sem kjörfylgið
fékkst út á, og/eða leysa á viðun-
andi hátt vandamál líðandi stund-
ar og næstu framtíðar, fari þverr-
andi. Þráseta af þessu tagi kann
að skapa trúnaðarbrest milli kjós-
enda og stjórnmálamanna.
Vantraust á stjórnmálamönnum
er ekkert séríslenzkt fyrirbrigði.
Það segir til sín hvarvetna. Fá-
menni þjóðarinnar hefur hinsveg-
ar tvennt mikilvægt 1 för með sér,
varðandi tengsl þings og þjóðar. I
fyrsta lagi fylgist fólk hér á landi
almennt betur með framvindu
þjóðmála og störfum stjórnmála-
manna en í öðrum löndum. Stjórn-
málamenn hér eru sum sé í ríkara
mæli undir almennings smásjá. í
annan stað skapar fámennið
stjórnmálamönnum betra tæki-
færi til að vera í nánum tengslum
við kjósendur sína, koma viðhorf-
um sínum betur og milliliðalaust
til skila. Þetta tækifæri er á stund-
um vannýtt. Það fer til dæmis
ekki mikið fyrir því að þingmenn
skrifi blaðagreinar um þjóðmál og
hafi þannig sjálfir fyrir því að
koma sjónarmiðum sínum á fram-
færi. Gagnrýni á fjölmiðla, rétt-
mæt eða ekki réttmæt, dugar
skammt, þegar stjórnmálamenn
hlifast við að hafa milliliðalaust
samband við umbjóðendur sína.
Valdimar Indriðason, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, segir
aðspurður um niðurstöður um-
ræddrar Hagvangskönnunar:
„Þetta er aivarlegt mál, og bend-
ir kannski til þess að of langt bil
sé á milli þings og þjóðar. Því þetta
(hin almenna vantrú) getur varla
stafað af öðru en ókunnugleika um
störf þingmanna".
Skýringin á almennri vantrú á
íslenzkum stjórnmálamönnum
felst að hluta til í orðum Valdi-
mars. Ef hinsvegar „of langt bil
er á milli þings og þjóðar" verða
stjórnmálamenn að líta í eigin
barm. Þeir geta ekki alfarið kennt
öðrum um. Þeir verða að leggja
allt kapp á að vinna aftur þann
trúnað, sem nauðsynlegt er að ríki
milli þjóðar og þings, almennings
og stjórnmálamanna. Þeir geta
ekki krafist þess einhliða af öðr-
um, hvorki fjölmiðlum né öðrum,
að þeim verði færður týndur trún-
aður á silfurbakka. Það er fyrst
og síðast þeirra eigið verk.
— frá Önnu
Kristjánsdóttur
1. þáttur: Inngangur
í léttum dúr
Eftir miklar umræður í þingi
og fjölmiðlum um sætaskipti ráð-
herra er nú væntanlega fallin ró
á og þeir ráðherrar sem færðu sig
um set farnir að kynna sér nýja
málaflokka af eljusemi. I mennta-
málum hlýtur fólki að finnast
spennandi að sjá hvað sá, sem
kemur úr heimi iðnþróunarinnar
og uppbyggingar veigamikilla
þátta atvinnulífsins, hefur að
segja um skólamál og hvernig
hann hyggst hlúa að þeim mála-
flokki.
2. þáttur: Nokkur orð
í aívöru töluð
Þeir sem vel þekkja íslenskan
iðnað vita að tæknibreytingar hafa
haft geysileg áhrif undanfarin ár
og þá grunar, svo ekki sé sterkar
að orði kveðið, að hraði breyting-
anna aukist verulega á komandi
árum. Undir slíkt tekur fólk reynd-
ar á fleiri sviðum atvinnulífsins.
Sjónir manna hljóta því að bein-
ast að skólakerfinu sem á að
mennta fólk til þess að nýta sér
tæknimöguleika, lifa með tækni-
möguleikum án þess að bíða skaða
af og skapa tækifæri fyrir sjálfa
sig og samfélag okkar allra. Ýmsir
frammámenn á sviði iðnþróunar
hafa bent á þetta og nokkrir skóla-
menn einnig.
Þeir sem lítt þekkja til skóla-
starfs nema sem nemendur tala
oft fyrst og fremst um framhalds-
skólana og er það eðlilegt vegna
þess að hið nýjasta er iðulega
ferskast í minni. Þeir sem vel
þekkja til skólamála á báðum stig-
unum, grunnskóla og framhalds-
skóla, vita aftur á móti að við-
kvæmasta mótunarskeið hvers
einstaklings innan skólagöngu er
í grunnskólanum. Grunnskólinn er
starfsstaður nemenda í 10 ár, mót-
ar í miklum mæli vinnuvenjur og
viðhorf til þekkingaröflunar og
grunnskólinn nær til allra, eða hér
um bil. í þeim löndum sem við
höfum mest samskipti við og
sækjum mest til varðandi mennta-
mál gera menn sér þetta ljóst og
beina hvarvetna sjónum sínum
allt eins að grunnskóla og fram-
haldsskóla hvað varðar tækninýj-
ungar, fræðslu um þær og áhrif
þeirra.
í iðnaði eru tölvur notaðar til
þess að safna upplýsingum og
vinna úr þeim, auka beinvirkni og
sjálfvirkni, spara vinnu og pen-
inga. En hvað skóla varðar er ekki
hægt að yfirfæra beint. Þau notk-
unarsvið sem um er að ræða í
iðnaði eða á skrifstofum. Til þess
að nýta tölvur af skynsemi og alúð
í skólastarfi verður að greina hvað
á sér raunverulega stað þar. Og
það er flóknara en margur maður-
inn heldur. Hins vegar er enginn
vafi á því að slík greining á starf-
inu með nýtingu tækninnar í huga
er bæði nauðsynieg og ákaflega
spennandi.
3. þáttur: Upp-
lýsingastreymi eða
upplýsingaleynd?
Nokkuð hefur verið skrifað um
tölvur og skólastarf hérlendis. M.a.
eru til skýrslur fjögurra starfs-
hópa sem störfuðu á vegum
menntamálaráðuneytisins 1982—
1984. Því miður hefur ráðuneytið
ekki gefið þessar skýrslur út og
hefur það framtaksleysi vissulega
dregið úr almennri umræðu um
þessi mál og möguleikum áhuga-
samra skólamanna og annarra
utan skólakerfisins til þess að
fylgjast með umræðunni.
Islendingar hafa tekið þátt í
starfi allmargra fjölþjóðlegra
hópa sem fjalla um tölvur og skóla-
starf sumir hverjir á eigin vegum
en aðrir sem fulltrúar ráðuneytis,
kennarasamtaka eða annarra
sambærilegra aðila. Fólki í þessu
smáa og einangraða þjóðfélagi
virðist hins vegar nær fyrirmunað
að deila með samlöndum sínum
þeirri reynslu og kunnáttu sem
fæst við slík samskipti. Á þessum
árum fjölmiðlunar og upplýsinga-
streymis virðast allt of fáir átta
sig á þjóðfélagslegu mikilvægi
slíkra athafna og starfsmenn
menntamálaráðuneytis og fulltrú-
ar þess í nefndum hafa engan
veginn gefið gott fordæmi. Ég tel
að afrakstur þátttöku í fjölþjóðleg-
um nefndum eigi ekki að vera
einkamál einstaklinga eða stofn-
ana, allra síst á þessu sviði, þar
sem nauðsynlegt er að við vinnum
saman að uppbyggingu á þjóðar-
grundvelli. Ef við gerum það ekki
er hver „smákóngurinn" í sínu
horni að endurtaka það sem sá
næsti hefur þegar gert og með því
móti þokast ekkert áfram.
4. þáttur: Þrí-
skipting nauösynlegra
fjárveitinga
Hvað fjárfestingar varðar er
líka í ýmsu áfátt. Fjárfestingu á
sviði tölvumála í skólum má til
glöggvunar skipta í þrennt. Flestir
myndu líklega fyrst nefna kaup á
vélbúnaði og lágmarkshugbúnaði
til þess að halda honum gangandi.
Næst myndi fólk liklega nefna
hugbúnað til kennslu bæði þeirra
þátta sem fengist hefur verið við
í skólastarfi áður og ekki síður til
þess að gefa möguleika á námi sem
við megnum ekki að bjóða á annan
hátt. I þriðja lagi ber að nefna
menntun verðandi kennara og þó
miklu fremur menntun þeirra
kennara sem eru í starfi vegna
þess að þekkingu þeirra og reynslu
verður skilyrðislaust að nýta í þró-
uninni.
5. þáttur: Saga þróunar
í skólamálum
Um langt árabil var þróunar-
starfi í grunnskólum stýrt frá
einum stað, þ.e. skólarannsókna-
deild menntamálaráðuneytisins,
sem seint og um siðir hefur fengið
réttnefnið skólaþróunardeild. Þar
var unnið að námskrárgerð, þar
var námsefni samið og megin:
akvarðanir teknar um útgáfu, þar
voru námskeið skipulögð og hlúó
að tilraunastarfi innan ýmissa
námsgreina og fleiri sviða. Sú yfir-
sýn yfir þróun skólastarfs auk
möguleika til áhrifa, sem þannig
lá undir handarjaðri ráðherra
hverju sinni, var um flest einstæð
sé borið saman við nágrannalönd
okkar. Svo engum blandist nú
hugur tel ég rétt að nefna að skoð-
un mín er sú að þetta fyrirkomulag
hafi verið skynsamlegt á sínum
tima.
En allt er breytingum háð og
megin ábyrgð á tveimur veiga-
mestu þáttum skólarannsóknar-
deildarinnar er ekki lengur þar.
Ábyrgð á gerð þess námsefnis, sem
ríkið tryggir að sé fyrir hendi, er
nú eðlilega hjá Námsgagnastofnun
þótt góð samvinna sé við skólaþró-
unardeild. Og ábyrgð á endur-
menntun starfandi kennara er hjá
Kennaraháskóla íslands þótt þar
sé einnig um nokkra samvinnu að
ræða við skólaþróunardeild. Tals-
verð fræðsla fyrir starfandi kenn-
ara á sér einnig stað fyrir tilverk-
an Kennslumiðstöðvar Náms-
gagnastofnunar og í nokkrum
mæli fyrir tilverkan fræðsluskrif-
stofa.
6. þáttur: En er þá
nokkur vandi að
„redda“ tölvumálun-
um?
Rifjum upp aftur hvaða þætti
er um að ræða. Það þarf að kaupa
vélbúnað, það þarf að semja eða
aðlaga forrit og það þarf að
tryggja að þessir hlutir verði not-
aðir ef einhverju viti í skólunum
með því að tengja saman þekkingu
kennara á sérsviði sinu, sem sé
kennslu, og þekkingu þeirra á þeim
möguleikum sem tæknibyltingin
gefur í síauknum mæli. Á tímum
skólarannsóknadeildar undir
handarjaðri ráðherra hefði það
líklega ekki þurft að verða vanda-
mál að raða efnisþáttum þannig í
forgangsröð að þokkaleg flétta
yrði úr. En slík miðja er ekki til
lengur og reyndar hefur þróunar-
starfi á sviði tölvufræðslu aldrei
verið stjórnað af skólarannsókna-
deild sem stofnun. Augljóst er
einnig að svo getur ekki orðið
vegna þess að í ráðuneytinu er
ekki til sá þekkingarlegi grund-
völlur varðandi tölvur og skóla-
starf sem þarf til þess að þróa
nýbreytnistarf.
Þróun tölvufræðslu og tölvu-
notkunar í skólum heyrir því í dag
undir marga aðila. Og þær stofn-
anir sem nú bera ábyrgð á mis-
munandi þáttum uppbyggingar-
innar í grunnskólum hafa ekki
axlað nógu hratt hið viðkvæma
samspil sjálfsábyrgðar og sam-
ábyrgðar. (Þessar stofnanir eru
auk deilda ráðuneytisins Kennara-
háskóli íslands, Námsgagnastofn-
un og 8 fræðsluskrifstofur.) Auk
þess er samstarf við kennarasam-
tök nauðsynlegt og á sviði tölvu-
mála er samstarf við Háskóla ís-
lands einnig æskilegt. Vissulega
er hægt að skilja það að í kjölfar
tiltölulega mikillar miðstýringar
komi skeið þar sem hver hugsar
bara um sitt og bíður eftir að aðrir
taki af skarið. Það er líka skiljan-
legt að menn eigi erfitt með að
hafa yfirsýn og móta stefnu vegna
þess að breytingar gerast svo
hratt, þekking manna er brota-
kennd, þrýstingur er mikill á
skólakerfið að bregðast við og tals-
verður tilfinningatitringur bland-
ast í umræðuna.
En þótt hægt sé að skilja að
vissu marki hvers vegna þróunin
hefur verið svo fálmkennd afsakar
það ekki áframhaldandi vand-
ræðaástand. Og það afsakar ekki
að misræmi sé í fjárveitingum til
þáttanna þriggja (vélbúnaðar-
kaupa, hugbúnaðargerðar og
menntunar). Menntamálaráðu-
neytið eitt getur komið í veg fyrir
slíkt misræmi og það ber því að
sjálfsögðu aðgera.
7. þáttur: Og hvað er
átt við með því?
Áætlanir um fjárþörf á sviði
menntamála eru að sjálfsögðu
gerðar í frumdráttum af þeim sem
eiga að annast framkvæmdir.
Þessu næst fara áætlanir um
hendur menntamálaráðuneytis,
síðan um hendur fjárlaga- og
hagsýslustofnunar og loks í gegn-