Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985
Mikil pappírs- og ritvinnsla á sér stað fyrir og meðan á þingi stendur og báru þeir Jón
Ólafur Sigfússon og Jóhann Mikaelsson hitann og þungann af því starfi ásamt einvalaliði
ritara. Þess má geta að báðir eru þeir prentarar og báru öll skilti og merkingar þess merki
að fagmenn hefðu lagt hönd á plóginn.
Formaður ferðanefndar, Einar Bollason, flytur álit nefndarinnar og ber fram tillögur sem
frá nefndinni kom.
Ársþing LH.:
Sáttarandi sveif yfír vötn-
um í „Verkalýðshöllinni“
Hestar
Valdimar Kristinsson
Ekki fór það svo að hestamenn
samþykktu fækkun ársþinga þótt
margir teldu líkur á að svo færi.
Hestamannafélagið Léttir á Akur-
eyri kom með tillögu um að þingin
yrðu haldin annað hvert ár í fram-
tíðinni því margir töldu að tæplega
væri málefnagrundvöllur fyrir
þinghaldi hvert ár. Greinilegt er
að hestamönnum finnst þessar
samkundur það skemmtilegar og
þá um leið nauðsynlegar að ekki
sé stætt á að fækka þeim. Örlög
þessarar tillögu urðu þau að hún
komst aldrei inn á þingið þar sem
hún var felld í nefnd og virtist
enginn syrgja það hvernig fór.
Eins og ávallt stóð þingið yfir
í tvo daga, hófst á föstudegi fyrir
hádegi og lauk með dansleik á
laugardagskvöld þann 26. októ-
ber og má segja að vel hafi verið
unnið allt til loka. Tvö erindi
voru flutt á föstudeginum og
voru það þeir Kári Arnórsson
sem ræddi um stöðu hesta-
mennskunnar í landinu og fé-
lagslega þróun og Ragnar Tóm-
asson sem fjallaði um samskipti
hestamanna við bæjar- og sveit-
arstjórnir og viðhorf þessara
aðila til hestamennskunnar.
Þóttu þessi erindi fróðleg og
spannst út frá þeim nokkur
umræða sem leiddi til þess að
þingið samþykkti ályktun um
þessi máL Þar segir meðal ann-
ars: „Beitaraðstaða, reiðleiðir,
stuðningur við vallargerð og
önnur mannvirki stuðla að því
að hestaíþróttir sitja við sama
borð og aðrar viðurkenndar
íþróttir varðandi aðstöðu. Er því
skorað á bæjar og sveitarstjórnir
að leggja hestamennskunni lið í
félagsstarfinu svo æskulýðs- og
unglingastarf það sem þegar er
hafið nái enn lengra fram að
ganga.“
Tillaga um að sett verði skýr
ákvæði í vegalög þess efnis að
reiðleiðir tilheyri samgöngukerfi
landsins var samþykkt og var
LH falið að fylgja eftir að gerðar
verði reiðleiðir meðfram þjóð-
vegum sem lagðir hafa verið
bundnu slitlagi. Fram kom gagn-
rýni á Náttúruverndarráð fyrir
að ganga of langt í að friða land
fyrir umferð hestamanna í mörg-
um fólkvöngum.
Að venju fengu hrossaræktar-
mál sína umfjöllun og var því
beint til Búnaðarfélags íslands
að nýttur sé sá réttur sem nú er
í reglum um útflutning hrossa á
þann veg að framvegis verði öll
kynbótahross sem hlotið hafa
fyrstu verðlaun og selja á úr
iandi auglýst þannig að innlendir
aðilar, einstaklingar eða félaga-
samtök hafi forkaupsrétt á við-
komandi hrossi. Þessi réttur
hefur verið nýttur varðandi sölu
á stóðhestum. Þó telja ýmsir að
stóðhestarnir hafi ekki verið
auglýstir nægilega og töldu menn
að auglýsa þyrfti hrossin í fag-
tímaritum eða jafnvel dagblöð-
um. Þá var því og beint til sýn-
ingarnefndar BI að við sýningu
á kynbótahrossi yrði einungis
leyfð notkun á svokölluðum „qu-
art-boots“ úr gúmmíi að há-
marksþyng, 100 gr. Þess má geta
að Þorkell Bjarnason fann gott
nafn á þessar hlífar þegar hann
var að dæma á EM í Svíþjóð en
þá kallaði hann þær hálfmána
og er þessari nýyrðasmíð ráðu-
nautarins hér með komið á fram-
færi.
Fundarskapareglum var
breytt að þessu sinni en þau eldri
munu vera frá 1960 og þóttu
orðin úrelt. Lítilsháttar breyt-
ingar voru samþykktar á aga-
reglum og einnig var samþykkt
að álit starfsnefnda og tillögur
til ársþings þurfi að berast skrif-
stofu LH fjórum vikum fyrir
þing og skal LH senda tillögurn-
ar út til kynningar tveim vikum
fyrir þing.
Þingið var að þessu sinni hald-
ið á Akureyri eins og áður kemur
fram og var það hestamannafé-
lagið Léttir sem sá um allan
undirbúning og framkvæmd.
Ríkti mikil ánægja með alla
aðstöðu í Alþýðuhúsinu eða
„Verkalýðshöllinni" eins og
Akureyringar kalla þetta glæsi-
lega hús. Þurfti ekki að fara með
nefndarstörf yfir í önnur hús.
kaffihléum þingsins.
Stutt var fyrir þingfulltrúa að
fara á næturstað en flestir gistu
á hótelum skammt frá þing-
staðnum. Sjá mátti á öllum
pappírum, skiltum og merkjum
sem notað var á þinginu að
prentarar stjórnuðu undirbún-
ingi og framkvæmd þingsins
ásamt fleiri góðum mönnum.
Síðast á dagskrá þingsins voru
kosningar og gáfu þeir Gísli B.
Björnsson gjaldkeri, Kristján
Guðmundsson varaformaður og
Sigurður Haraldsson ritari ekki
kost á sér til endurkjörs. í þeirra
stað voru kosnir í stöðu varafor-
manns Leifur Jóhannesson,
Mosfellssveit, og í stöðu gjald-
kera og ritara þeir Kári Arnórs-
son, Reykjavík, og Gunnar B.
Gunnarsson, Arnarstöðum. Auk
þeirra eru því nú í stjórn Stefán
Pálsson formaður, Egill Bjarna-
son, Skúli Kristjónsson og Guð-
rún Gunnarsdóttir meðstjórn-
endur. I varastjórn voru kosnir
Jón ólafur Sigfússon, Akureyri,
Kristbjörg Eyvindsdóttir,
Reykjavík, Guðmundur Jónsson,
Mosfellssveit, Sigbjörn Björns-
son, Borgarfirði, og Sigfús Guð-
mundsson, Vestra-Geldinga-
holti. Þó nokkuð margir hesta-
menn sem ekki voru kjörnir full-
trúar mættu til að fylgjast með
þingstörfum eða öllu heldur til
að hitta hestamenn samankomna
og taka þátt í félagsskapnum.
Áður en formaður sleit þinginu
tilkynnti hann næsta þingstað
sem er Egilsstaðir og verða það
félagar í Freyfaxa sem munu
bera hitann og þungann af næsta
þingi.
í fyrsta sinn á ársþingum hcstamanna voru reykingar illa séðar í salnum
og hér höfðu Haraldur Sveinsson á Hrafnkelsstöðum og Viðar Bjarnason
frá Ásólfsskála yfirgefið þingheim til að sinna brýnustu þörf.
Afgreiðsla mála gekk vel á þinginu enda engin hitamál til að tefja fyrir.
V
Morgunbiaðið/Valdimar