Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 6. NÓVEMBER1985 Gróður og mannlíf eftir Hauk Magnússon Tvívegis á því sumri sem nú er að líða hafa birst greinar í Morgun- blaðinu eftir doktor Andrés Arn- alds, þar sem hann fjallar um afréttarmál Sveinsstaðahrepps og Áshrepps í Húnavatnssýslu. Birt- ist sú fyrri hinn 16. júlí en hin síðari 30. ágúst og var hún svar við grein er birtist eftir mig í Morgunblaðinu 17. ágúst. Þó að fátt nýtt komi fram í síðari grein doktors Andrésar er vert að at- huga nánar fáein atriði sem þar eru. Doktor Andrés stagast talsvert á því að ég beiti villandi fall- þungatölum í málflutningi mínum. Þó sýnir hann ekki fram á neina villu i þeim útreikningum. Hins vegar eiga nú sumarhagar fjár að vera næsta léttvægur þáttur í vænleika að hausti. Vert er að bera saman hans eigin orð úr greinunum tveimur sem áður er á minnst. í fyrri greininni stendur: „Hins vegar vantar því miður mikið á að bændur geri sér almennt grein fyrir áhrifum beitarþunga á afurðir og arð- semi í búrekstrinum. Þetta skilningsleysi er næsta furðu- legt því hófleg nýting lands er undirstaða þess að sauðfjár- bændur beri eitthvað úr bítum fyrir vinnu sína.“ í fyrri greininni stendur einnig þar sem Andrés vitnar í sjálfan sig og sína eigin doktorsritgerð um beitarmál: „Þar kom skýrt fram að arður í búrekstrinum eða vinnulaun bóndans er algerlega háður þeim fjölda sem beitt er á landið." Og enn úr fyrri greininni: „Þeim beitt er á landið, þeim mun minni beitargróður kemur í hlut hverrar skepnu. Fall- þungi lamba minnkar að sama skapi, rétt eins og silungur er smár í ofsetnum vötnum." Þarna fer ekkert milli mála að doktor Andrés telur beitilandið vera úrslitaþáttinn í vænleika fjárins. í síðari greininni kveður við annan tón þar sem hann gerir orð ólafs Dýrmundssonar að sínum og segir að þau eigi mjög vel við um notkun mína á fallþungatölum: Haukur Magnússon „Sannleikurinn er sá aö fullur skilningur og vilji hefur verið hér í upp- rekstrarfélaginu á því aö gæöi afréttanna rýrnuðu ekki og hefur verið um þaö góö samstaða í hreppunum þar til á þessu ári. Má nefna ófá dæmi um aðgerðir og þróun á síðustu 30 árum sem stuðlað hafa að minnkandi beitarálagi.“ „... að draga ákveðnar ályktan- ir af meðalfallþungatölum á borð við þær sem hér hafa verið birtar er mjög hæpið og nánast tilgangslítill leikur með tölur." Svo mörg voru þau orð. Nú hampar doktorinn þeirri kenningu að sumarhagar fjárins séu einn þáttur af mörgum sem hafa áhrif á fallþunga og hreint ekki mikil- vægari en aðrir. Fróðlegt verður óneitanlega að sjá útskýringar doktorsins á því hvernig þetta samrýmist í málflutningi eins og sama manns. Sannleikurinn er auðvitað sá að ef sumarhagarnir eru mjög lélegir næst aldrei væn- leiki í meðallagi, hvað þá heldur þar yfir eins og á Grímstunguheiði, hversu fullkomnir sem aðrir þætt- ir meðferðarinnar á fénu eru. Þetta er einmitt það sem tilraunin í horhólfunum hefur sýnt okkur. Um það atriði í grein doktors Andrésar að dilkar sem taldir eru í útreikningum mínum hafa gengið á Grímstunguheiði muni sumir hverjir hafa gengið á öðrum af- réttum, t.d. Víðidalstunguheiði, er það að segja að samgangur sauð- fjár á Grímstunguheiði og Víði- dalstunguheiði er lítill. Aftur á móti er verulegur samgangur milli Grímstunguheiðar og Auðkúlu- heiðar og gæti doktorinn t.d. velt þvi fyrir sér undir svefninn hvaða áhrif það hefur á vænleika dilk- anna. Þá er vert að hugleiða þá rök- færslu doktors Andrésar að dilkar verði yfirleitt vænni við að ganga á annarri afrétt en þeirri sem gefur einna mestan fallþunga af sumarhögum í Austur-Húnavatns- sýslu, þ.e. Grímstunguheiði, sbr. tölur í fyrri grein minni. Allir sem eitthvað þekkja til upprekstrar- mála vita að frá hverjum bæ er fyrst og fremst notuð ein afrétt til upprekstrar. Vitanlega ganga einhverjar kindur annars staðar, en þegar reiknaður er meðalfall- þungi af allt að 5.000 fjár á ári í 10 ár er sá fjöldi sem á aðalafrétt- inni gengur gjörsamlega ráðandi þáttur um niðurstöðuna. Að slíkur útreikningur sé „tilgangslítill leik- ur með tölur" sér hver maður að er múður manns sem hefur úr litlu að moða af rökum. Þar sem doktorinn kemur að beit á ræktað land, verður að segj- ast að honum láist alveg að færa að því nokkur rök að ræktað land sé veigameiri þáttur í beit þess fjár sem gengur á Grímstungu- heiði en öðrum austur-húnvetnsk- um sumarhögum. Reyndar dreg ég í efa að það sé á nokkurs manns færi. Að því er varðar samanburð dilka úr tilraunahólfunum við aðra, er vert að kynna sér hvernig bændum hefur gengið að láta dilka halda vænleika sínum frá fyrstu rétt og fram undir októberlok, sem hefur verið hin venjulega sláturtíð hér í Húnavatnssýslu. Með örfáum undantekningum, þar sem bændur hafa spilað á kerfið með mikilli kálrækt, má segja að bændur stríða við að láta lömbunum ekki fara verulega aftur á þessu tíma- bili, en auðvitað er munur á þessu milli ára eftir tíðarfari. í greininni frá 30. ágúst standa þessi orð: „Neitar Haukur að um beitarvandamál sé að ræða í hin- um sameiginlegu beitilöndum." — Ég spyr: Hvar standa þau orð? Sannleikurinn er sá að fullur skilningur og vilji hefur verið hér í upprekstrarfélaginu á því að gæði afréttanna rýrnuðu ekki og hefur verið um það góð samstaða í hreppunum þar til á þessu ári. Má nefna ófá dæmi um aðgerðir og þróun á síðustu 30 árum sem stuðlað hafa að minnkandi beit- arálagi. a) Breytt gangnatilhögun. Fyrir meira en 20 árum var gangnafyrir- komulagi breytt á heiðunum sem hafði í för með sér allt að einnar viku styttingu á beitartíma. b) Beitartími hrossa styttur. Fyrir u.þ.b. 20 árum var horfið að því að smala öllum hrossum norður fyrir heiðargirðingar í fyrstu göngum. c) Fækkun hrossa. Hér um sveit- ir fóru fram fjárskipti árið 1948. Var því mjög fátt fé hér um sveitir næstu árin á eftir. Kúabú voru þá einnig mjög smá, þar sem mjólkur- búið á Blönduósi tók ekki til starfa fyrr en 1948. Á þessum árum voru hrossin aðalbústofn húnvetnskra bænda, sá bústofn sem bjargaði byggðinni frá hruni á mæðiveiki- árunum. Á þessum tíma var mikill fjöldi stóðhrossa á Grímstungu- heiði og öðrum afréttum upp- rekstrarfélagsins því að auk hross- anna úr Sveinsstaðahreppi og Ás- hreppi voru gífurlegir flokkar hrossa reknir á hausti hverju úr Vatnsdalsrétt austur í Svínavatns- hrepp og út í Torfalækjarhrepp. Stór hluti af þeim hrossum hafði gengið á Grímstunguheiði um sumarið. Eins og allir vita hefur stóðhrossum fækkað jafnframt því sem sauðfé hefur fjölgað og hin síðustu ár hafa einungis 70-80 hross verið rekin á Grímstungu- heiði úr Þingi og Vatnsdal, að sögn kunnugustu manna. Úr Torfalækj- ar- og Svínavatnshreppum hafa verið samtals 30-40 hross í Vatns- dalsrétt árlega þar til í fyrra að Ekki þetta, Grindvíkingar eftir Hafstein Snœland Þegar beygt er af Reykjanes- brautinni inn á veginn til Grinda- víkur vekur það nokkra furðu aðkomumanna hversu margt verð- ur til að gleðja augað, þótt í fljótu bragði mætti ætla að þarna væri autt og hrjóstrugt land. Háibjalli, Seltjörnin, skemmti- legar myndir hraunsins, Skógfell- in, og útsýni til allra átta yfir Reykjanesið með fellum sínum og hraunum, allt til Borgarfjarðar og Snæfellsness. Þegar komið er framhjá Svartsengi, upp í skarðið milli Þorbjarnar og Hagafells, blasir hálft. þorpið í Grindavík við. Snotur bær til að sjá, með hafið framundan, ýmist spegilslétt og bjart, eða þá, eins og Grindvíking- ar kannast sjálfsagt betur við það, stormúfið, og ströndin kögruð hvítlöðrandi brimhrönnum. Sann- arlega viðfelldin sjón að sjá þarna ofan af hrauninu, og ekki skemma fellin til vinstri handar, ávalir ásar og vinaleg hæðardrög. Beinn og breiður vegurinn liggur þarna ofan af hrauninu og inn í bæinn, í beinu framhaldi af honum aðalgatan, Vikurbraut. Þegar inn í þorpið kemur, verður fyrst á hægri hönd nýtt einbýlishúsa- hverfi, þar sem samræmið í húsun- um er siíkt, að manni dettur fyrst í hug hvort þau séu virkilega öll janfnhá, en til vinstri handar verslunar- og þjónustubygging í smíðum, félagsheimilið Festi, ný- byggt íþróttahús og tilheyrandi svæði, ásamt nýrri og gullfallegri kirkju. En það sem meira er um vert, þarna kemur maður að stóru fallegu auðu svæði. Þarna greinast göturnar út frá aðalgötunni til allra átta eins og armar á kross- fiski. Ég undirritaður hefi komið í flest ef ekki öll þorp hérlendis, en ég leyfi mér að fullyrða, a.m.k. sem mína skoðun, að hvergi, og ég endurteki, hvergi annarstaðar er til eins skemmtileg innkeyrsla í þorp og í Grindavík. Þetta víðáttu- mikla opna svæði þarna í hjarta bæjarins er að mínu mati ómetan- legt. Að vísu er búið að byggja þarna spennistöð, sem virkar eins og varta á annars fallegu andliti, en annað eins hefur nú verið gert eins og að flytja eina spennistöð. Svæðiö býður aö öðru leyti upp á óendanlega möguleika til skemmtilegrar útfærslu. En eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Svo óhönduglega hefur tekist til, að hafinn er undirbúningur „Að vísu má með sanni segja aö mér komi þetta ekkert viö, ég sé ekki Grindvíkingur, og hafi þarna engra hagsmuna aö gæta. Hvorutveggja er auövitaö hárrétt. En þið skuluð líka minnast þess aö glöggt er gests augað!“ byggingar á þessu svæði. Persónu- lega hef ég ekkert á móti bönkum sem slíkum. Það kemur meira að segja fyrir að ég fæ lán í slíkum stofnunum. En að setja þessa byggingu niður einmitt þarna, það er að mínu viti hroðalegur mis- skilningur. Þeir Grindvíkingar, sem ég hef átt orðastað við um þetta, segja að þetta verði bara lítil bygging, taki ekki nema litla sneið á svæðinu o.s.frv. En þeir hafa ekkert hugsað út í það, að auðvitað þarf þetta fyrirtæki bíla- stæði, og að þeim þurfa að liggja brautir, og allt tekur þetta sitt pláss. Og pláss er einmitt eitt af því sem Grindvíkingar eiga nóg af, og það allstaðar annarsstaðar en þarna. Að vísu má með sanni segja að mér komi þetta ekkert við, ég sé ekki Grindvíkingur, og hafi þarna engra hagsmuna að gæta. Hvoru- tveggja er auðvitað hárrétt. En þið skuluð líka minnast þess að glöggt er gests augað. Þið, sem hafið þetta fyrir augunum alla daga, lítið kannske á þetta svæði fyrst og fremst sem auðan blett, sem beri að fylla upp með byggingum. En fyrir mig, gestinn sem kemur til bæjarins, var þetta það svæði, sem best var fallið til að gera að skemmtilegum garði, með hring- torgi, styttu, eða styttum, jafnvel gosbrunni, — möguleikarnir voru ótakmarkaðir. Umgengni kringum hús og fyrir- tæki í Grindavík hefur á undan- förnum árum tekið stórkostlegum breytingum til hins betra. Grind- víkingar mega með réttu vera stoltir af bænum sínum. Þess vegna fannst mér, gestinum, rétt að nefna þetta. Kannski er það ekki of seint, hver veit? Með bestu kveðjum. Ilöfundurá hcima í Yogum. ekkert kom þar eð Auðkúluheiði var lokuð hrossum. d) Seinkun í upprekstri hrossa. Um nokkur ár hafa verið í gildi reglur um hvenær reka mætti hross á heiði. Fyrir allmörgum árum var markið sett við 15. júlí en hin síðustu ár við 25. júlí. Fyrr meir var algengt að hross væru rekin á heiði í maí eða jafnvel enn fyrr. e) Seinkun á upprekstri sauðfjár. Hin seinni ár hefur sauðfé ekki verið flutt á heiði fyrr en síðustu dagana í júnímánuði og munar þar u.þ.b. hálfum mánuði frá því sem tiðkaðist fyrir 20-30 árum. Þó hefur lengi verið verulegur munur á upprekstrartíma eftir bæjum. f) Vegur um heiðina. Fyrstu árin eftir fjárskiptin var sauðfé ekki rekið fram (inn) fyrir svo kallaða mæðiveikigirðingu sem girt var þvert yfir heiðarnar norðarlega. Vandist því nýi fjárstofninn á að ganga í heimalöndum og byggðar- fjöllum. Þegar farið var að reka féð á heiði kostaði þessi vani á fénu stríð sem staðið hefur hátt á þriðja áratug. Afleiðing þessa sauðþráa var að féð safnaðist til skaða nyrst á heiöunum og ofnýtti landræmu sunnan heiðargirðinganna. Með tilkomu flutningsfærs vegar eftir Grimstunguheiði endilangri hefur dreifing fjárins um heiðina breyst mjög til batnaðar svo að í meginat- riðum er hún orðin góð. g) Lembingarhólf. Fyrir all- mörgum árum var sett upp hólf við veginn nálægt miðri Gríms- tunguheiði bændum til þæginda við að láta fé lemba sig. Frá þessu hólfi var stórum hluta af því fé sem flutt var á heiðina sleppt í nokkur ár. Batnaði þá dreifing fjárins til muna en sá böggull fylgdi skammrifi að kringum þetta hólf hefur í tímans rás orðið ofnýt- ing á takmörkuðu svæði, einkum vegna þess að ærnar leita sér í furðu ríkum mæli náttbóls þar sem þeim er sleppt á vorin, sérstaklega eftir að nótt tekur að dimma seinni hluta sumars. h) Fjölgun lembingarhólfa. Fyrir tveimur árum var sett upp annað lembingarhólf innar á heiðinni auk þess sem bændur láta í auknum mæli féð lemba sig á víðavangi eftir að þeim varð ljóst hvert stefndi umhverfis elsta hólfið. i) Fækkun sauðfjár. Hin síðari ár hefur orðið veruleg fækkun sauð- fjár á Grímstunguheiði. Virðist sú fækkun nema um eitt þúsund vetr- arfóðruðum kindum á ári eða nokkuð á þriðja þúsund fjár að hausti. Hér hafa að framan verið talin í 9 stafliðum atriði sem lúta að stórnun og styttingu beitartíma á heiðunum. Sumu af þessu hefur þróunin valdið. Sumu hefur Land- græðslan átt hlut að, þó hvorki því upprunalegasta né því mikilvæg- asta. Stærstum hluta af áður- nefndum aðgerðum valda bændur sjálfir með framkvæmdum og stjórnun. Þessar framantöldu aðgerðir eru það sem doktorinn segir um „að of hægt hafi gengið að stilla sóknarþungann". Já, þá fyrst var hraðinn nógur þegar krafist hafði verið ítölu sem ógnaði byggð í a.m.k. öðrum af hreppun- um sem hlut eiga að máli. Af aðgerðunum sem taldar voru upp hér að framan má vera ljóst að sú ásökun sem doktor Andrés orðar þannig: „ ... sveitarstjórn Sveinsstaðahrepps hefur ekki vilj- að viðurkenna að um nein beitar- vandamál sé að ræða og lítt verið til viðtals um úrbætur" — er al- gjörlega rakalaus. Það er sitt hvað að fara þann meðalveg sem best kemur til góða lífsafkomu fólks og gróðri landsins og á hinn bóginn að taka undir áróður þeirra sem sjá gróðrinum best borgið með öngþveiti í byggðarmálum. Það er skylda sveitarstjórna að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna jafnt og gróður landsins. Doktor Andrés kveður mjög til vitnisburðar með sér erlenda menn sem látið er í veðri vaka að séu vísindamenn í beitarmálum. Vel má vera að svo sé, en hversu vís- indalegar eru aðfarir þeirra á Grímstunguheiði? Vitað er um ferð þessara manna inn á heiöina nú síðsumars. Þeir voru fluttir á bíl eftir áðurnefndum fjárflutn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.