Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 50

Morgunblaðið - 06.11.1985, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 50 Minning: Margrjet Arnadótt- ir frá Höfnum Fædd 12. ágúst 1884 Dáin 29. október 1985 Margt er mér óljóst frá bernsku, en þó leita á hugann minningar um komur mínar í Kúldshús og kynnum af fólkinu þar. Þótt síðan séu liðin nálega 70 ár hefur ekki slegið á þær greinanlegum fölva. Undir haust 1912 fluttust til Stykkishólms Páll Vídalín Bjarna- son og Margrjet Árnadóttir kona hans, en þau höfðu árið áður verið gefin saman norður á Sauðárkróki, þar sem hann hafði verið sýslu- maður í sjö ár. Heita mátti, að Páll væri að flytja í heimahaga, því að hann var breiðfirskur í báðar ættir. Bjarni E. Magnússon, faðir hans, sýslumaður Vestmanney- inga og síðar Húnvetninga, alinn upp í Skáleyjum, var sonur Þóru, dóttur Guðmundar Schevings í Flatey og Magnúsar Gunnlaugs- sonar smiðs þar. En Hildur, móðir Páls, var dóttir Bjarna amtmanns Thorarensens og Hildar Bogadótt- ur Benediktssonar á Staðarfelli. Margrjet var aftur á móti norð- lensk í báðar ættir. Móðir hennar, Jóninna Þórey, var dóttir Stein- varar Jónsdóttur og Jóns Sigfús- sonar smiðs og lengi bónda á Espihóli í Eyjafirði. Árni, faðir Margrjetar, var hins vegar Hún- vetningur, sonur Sigurlaugar Jón- asdóttur og Sigurðar Árnasonar, bónda i Höfnum á Skaga, en við hann er Hafnaætt kennd. Þeir feðgar voru bændahöfðingjar, að- faramenn og margt sagt af kostum þeirra. Árni í Höfnum missti fyrri konu sína, Margrjeti Guðmundsdóttur, i júlimánuði 1878, en börn þeirra og hálfsystkini Margrjetar, sem hér er minnst, voru: Séra Arnór í Hvammi i Laxárdal, Sigurður, sem fór til Ameríku, Halldór sýslu- skrifari, Árni bóndi í Höfðahólum og Sigurlaug, kona séra Ludvigs Knudsens. Ári síðar kvæntist Árni í Höfn- um Jóninnu, heimasætu frá Espi- hóli. Hún var þá 27 ára og hafði áður verið í kvennaskólanum á Laugalandi. Sambúð þeirra stóð aðeins í sjö ár, því að Árni lést í júlimánuði 1886. Þau eignuðust fjögur börn, og komust tvö þeirra á legg: Sigurður, sem síðar varð bóndi í Höfnum, og Margrjet, fædd 12. ágúst 1884. Jóninna hélt áfram búskap í Höfnum með miklum skörungs- skap í nærfellt þrjátíu ár. Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, sá ágæti fræðimaður, segir þannig frá Jón- innu. Hún var hæglát kona og stillt, en stjórnsöm og vinsæl mjög bæði af hjúum sínum og öðrum. Rausnarbrag þeim hélt hún uppi, er einkennt hafði búskap manns hennar og föður hans og hélt flestu í sama horfi, hafði stórt landbú, nokkurn útveg og á stundum voru 30 manns i heimili. Hafnir voru mikil plógsjörð, selur, reki og æðarvarp, svo að dúntekja var þar 125 kg, þegar best lét. Til að segja fyrir verkum utan bæjar hafði hún ráðsmann, en bústjórnin hvíldi að öðru leyti á herðum hennar. Margrjet hafði því náin kynni af búskap eins og hann var marg- breytilegastur i þann tíð og stærst- ur i sniðum. Árni faðir hennar hafði á vetr- um kennara fyrir börn sín og tók þá jafnan heim að Höfnum börn fátækra manna i Nesjum, sem annars höfðu farið á mis við fræðslu. — Jóninna fékk síðar kennara í Hafnir og meðal þeirra var Halldóra Bjarnadóttir, þá ung að árum. Síðar hafði hún oft orð á því, að sig hefði furðað á því, þegar húsmóðirin leiddi fyrir hana fullorðna vinnumenn og vinnukon- ur og bað hana einnig að kenna þeim ásamt Margrjeti og Árna stjúpsyni sínum. Með Margrjeti og Halldóru tókst þá vinátta sem hélst meðan báðar lifðu. Veturinn 1901—1902 var Margrjet við nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík og lærði þá jafn- framt teikningu og tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni. Utan fór hún til Danmerkur 1906 og dvaldi þar eitt ár, m.a. í húsmæðraskólanum í Hilleröd. Þaðan lá leið hennar til Noregs fyrir atbeina Halldóru Bjarnadóttur, sem þar var þá kennari. Sumarið 1907 dvaldi Margrjet uppi í Guðbrandsdal og kynntist m.a. seljabúskap. Vorið 1908 kom hún heim ásamt Hall- dóru og fór að Höfnum og dvaldist þar, þangað til hún giftist Páli og fluttist til Sauðárkróks. Stutt var úr minu ömmuhúsi yfir í Kúldshús til Bjarna, sonar Margrjetar og Páls, en hann var tveim árum yngri en ég. Þótt mig rámi ekki i ýkja margt þaðan umfram gamanstundir okkar Bjarna, situr þó fast í mér, að sælt hafi verið að koma þangað af öðrum ástæðum. Þegar sýslu- mannshjónin fluttu úr Kúldshúsi í gamla apotekarahúsið skildu leið- ir okkar Bjama. Hann eignaðist nýjan leikfélaga. Skömmu síðar dó Bjarni, aðeins átta ára gamall, og urðu þá margir hnuggnir. Páll var ástsælt yfirvald, sem naut mikillar virðingar allra, er honum kynntust. Fundum okkar bar oft saman á unglingsárum mínum, og er mér margt í minni frá þeim, ekki síst er hann sýndi mér það traust, að trúa mér fyrir fé, er amma mín hafði arfleitt mig að og réð úrslitum um að ég gat hafið skólanám syðra. — Páll var mikill nákvæmnismaður og venju- fastur. Sumarið, sem ég var kúarektor Hólmara fyrir nálægt sextíu árum, bar svo við einn dag, er ég var á heimleið frá að koma gripunum í haga, að ég sá álengdar klyfjahest og tvo menn á hestbaki, er staldrað höfðu á Beygjunni svonefndu og tekið ofan. Þetta reyndust vera Guðjón bóndi á Saurum og Páll sýslumaður að hefja þingaferð. Síðar sagði Guðjón mér, að Páll staðnæmdist alltaf á Beygjunni í upphafi þingaferða, tæki ofan og hefði yfir ferðamannabæn. Á heimili Páls og Margrjetar voru mæður þeirra beggja um tíma saman. Hildur, móðir Páls, lést 1915, en Jóninna kom 1913 og var upp frá því hjá dóttur sinni. f mínum huga er gamla húsmóðirin frá Höfnum einstaklega viðmóts- hlý kona, er lét sér annt um að blanda geði við börn, þannig að hún gleymdist ekki né ömmusögur hennar og margvíslegur fróðleik- ur. Jóninna lést 14. april 1938, hátt á níræðisaldri og hafði þá átt heima í Stykkishólmi í nálega aldarfjórðung. Hótel var í Hólminum löngu fyrir mína tíð og alltaf síðan. Þangað fóru margir farþegar af kaupskipum, meðan þau voru af- greidd. Oft voru þar á ferð kunn- ingjar Margrjetar og Páls, sem þá heilsuðu upp á þau. Síðar hafði ég af því spurnir, að dáðst var að skyndiheimsóknum þangað. Margrjet var kát, spurul, jafn- framt ræðin og Páll settist að orgelinu og spilaði. I tíð Margrjetar var starfandi kvenfélag í Stykkishólmi, en þar gerðist hún aldrei félagi. Hins vegar varð hún frumkvöðull að stofnun heimilisiðnaðarfélags og var formaður þess. Mun þar mestu hafa ráðið áhugi hennar á hvers konar hand- og hugverkum kvenna og stöðugt samband við Halldóru Bjarnadóttur, sem var áhrifamikil í sínu vökustarfi með fyrirlestrum og ritinu Hlín. Þegar á þetta er minnst má ekki undan fella að geta Sigurborgar Kristjánsdóttur frá Múla, skólastjóra kvennaskól- ans á Staðarfelli, en milli þeirra þriggja var náið samband, og Sig- urborg vafalítið í þann mund í hópi best menntuðu íslenskra kvenna. Fyrr á árum var Búnaðarfélag íslands með námskeið úti á landi á vegum búnaðarfélaga og búnað- arsambanda, þar á meðal Búnað- arsambands Dala- og Snæfellsness veturinn 1923 og þá í Stykkishólmi. Páll sýslumaður var frumkvöðull að stofnun þess, fyrst formaður, ætíð áhuga- og áhrifamaður um eflingu þess. Á námskeiðinu í Hólminum var a.m.k. ein kvöld- vaka og þangað máttu allir koma. Þar var til umræðu íslenskur heimilisiðnaður og hve baðstofu- kvöldvakan hafði verið honum mikill aflvaki. Frá þessu kvöldi eru mér minnisstæðar ræður Hannes- ar Jónssonar dýralæknis og Margrjetar. Mesta undrun mína vakti hversu mælsk hún var og hve skipulega hún rakti mál sitt. Duld- ist engum að heimanfylgjan frá Höfnum sagði þarna til sín. Heimilisiðnaðarfélagið í Stykk- ishólmi reyndist ekki nafnið tómt. Fyrir atbeina þess var komið upp í Hólminum myndarlegri sýningu á heimilisiðnaði snæfellskra kvenna og karla. Hún var ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík. Ég hef lítillega vikið að henni í þætti, sem ég skrifaði löngu síðar og kallaði: „Konan sem gaf mér reyrvisk." Mikið starf var að koma upp þessari sýningu, því að safnað var til hennar munum vítt og breitt um Snæfellsnes og Hnappadal. Mest hvíldi það á herðum Marr grjetar, sem var frumkvöðull og' verkstjórinn, en löngu síðar sagði hún mér, að sér hefði reynst þetta illkleift ef ekki hefði við notið Rannveigar Jónsdóttur, sem við Hólmarar kölluðum saumakonu, og Guðlaugar Jóhannsdóttur, konu Sigvalda Valentínussonar, er var alla tíð náin vinkona Margrjetar. Löngum mun sýslumannsfrúin hafa haft tvær vinnukonur, voru þær Snæfellingar eða Dalamenn. Ég kynntist mörgum þeirra og dáðust þær að húsmóður sinni, en umfram annað, hversu þær hefðu lært þar margt, sem síðar hafði komið þeim vel, hvort heldur þær urðu húsmæður í Dölum, Reykja- vík eða vestur í Bolungarvík. Á sýslumannsheimilinu var m.a. einskonar tóvinnuskóli og þar naut ekki síður tilsagnar Jóninnu en Margrjetar. Oftar en ekki kom þar tali okkar Margrjetar, er hún háöldruð minntist veru sinnar í Hólminum, hversu hún hafði verið hjúasæl og nefndi þá vinnukonur sínar, en við þær hafði hún löngum síðar mikið samband og þær við hana. Gamall maður, kunningi minn, var fjós- Minmng: \Þórður Sigurbjörns- son fv. deildarstjóri Fæddur 27. nóvember 1907 Dáinn 23. október 1985 í dag kveðjum við Þórð Sigur- björnsson, fyrrverandi deildar- stjóra við tollgæsluna í Reykjavík. Hann fæddist 27. nóvember 1907, í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Sigurðsson og kona hans Margrét Þórðardóttir. Ungur á árum hóf Þórður störf hjá Landsverslun. Sú stofnun annnaðist m.a. um innflutning á tóbaki og starfaði Þórður við merkingar og afgreiðslu á þeim vörum. Þegar Landsverslun var legð niður, tók tollgæslan við tób- aksmérkingunum og hélst sá hátt- ur uns Tóbaksverslun Islands tók til starfa. Þórður hóf störf hjá tollgæsl- unni 16. janúar 1926, en sú ráðn- ing mun hafa tengst þeim breyt- ingum, sem áður er getið. Þegar vöruskoðunardeild tollgæslunnar tók til starfa árið 1934, gerðist Þórður verkstjórnarmaður þeirrar deildar. Vöruskoðunardeildin sinnti aðallega tollafgreiðslu inn- fluttra vara. Síðar þegar flug- samgöngur tii annarra landa hóf- ust og þar með vöruinnflutningur með flugvélum, kom varsla flug- sendinga og tollafgreiðsla þeirra í hlut Þórðar. Hann stjórnaði far- angurs- og flugfraktardeild toll- gæslunnar um langt árabil. öll þau ár, sem Þórður og sam- starfsmenn hans önnuðust um skráningu, vörslu og tollafgreiðslu flugfraktar, veitti hann jafnframt viðtöku aðflutningsgjöldum af þeim vörum. Störf þessi jukust ár frá ári. Öll aðstaða í tiltæku hús- næði tollgæslunnar í Hafnarhús- inu, sem þessari starfsemi var ætluð, var fyrir löngu orðin ófullnægjandi, þegar flugfélögin tóku við vörslu flugfraktarinnar haustið 1968. Starfsferill Þórðar Sigur- björnssonar í þágu tollgæslunnar varð bæði merkur og langur, eða 52 ár. Ýmis mikilvæg trúnaðar- störf hlóðust á hann. Örugg stjórn og æðrulaus framkoma hins reynda fyrirliða bera mannkost- um Þórðar gott vitni og vöktu traust og virðingu, jafnt innan stofnunarinnar sem utan. Þórður hætti störfum sem deildarstjóri fyrir aldurs sakir um áramót 1977-1978. Þórður var hlédrægur maður að eðlisfari og flíkaði ekki skoðunum sínum. Þeir sem þekktu hann, vissu að hann hafði næma tilfinn- ingu fyrir hlutskipti náungans og samúð með minnimáttar. maður hjá sýslumannshjónunum og taldi sig hvergi hafa notið slíks atlætis og hjá Margrjeti og hefði hann þó víða verið. Nokkrir ungir Hólmarar voru á Alþingishátíðinni 1930. Þar var einnig Páll sýslumaður. í lok há- tíðarinnar hélt hann ásamt þeim í bíl áleiðis heim í sumarbjartri nótt og um Kaldadal. Hann kunni þar deili á öllum örnefnum, hafði oft farið þessa leið á skólaárum sínum og minntist nú þeirra á ógleymanlegan hátt. En engan þeirra grunaði þá, að hann væri að fara með sitt svanastef. Síðla um haustið veiktist hann skyndi- lega og varð ekki við ráðið. Hann lést í Reykjavík 28. október. Margrjet hélt áfram að búa með börnum sínum í Stykkishólmi, fluttist ekki þaðan fyrr en 1938, að móðir sinni látinni, og þá til Reykjavíkur, þar sem hún átti heima upp frá því. Auk Bjarna voru börn hennar og Páls: Bergur, lengi starfsmaður í Stjórnarráðinu. Kona hans var Valgerður Briem. Börn þeirra eru þrjú. — Hildur, kona Halldórs hæstaréttardómara. Barn hennar var Unnur Þorvaldsdóttir. — Jón- inna er gift Franz E. Pálssyni deildarstjóra og eiga þau fjóra drengi. Yngstur barna Margrjetar og Páls er Einar, en hann hefur lengi verið heilsuveill. f nálega tuttugu ár var Margrjet á heimili Hildar og Halldórs og duldist engum, sem til þekkti, að þar undi hún hag sínum vel, enda 1 engu til sparað að svo mætti verða. — Barnabörnin áttu þá tíðfarið til hennar og hvort tveggja var, að þau sóttu þangað bæði skemmtun og lærdóm, og hún naut unaðsstunda. Einnig hafði hún oft á orði við mig, að vel væri ef aðrir eignuðust tengdabörn á borð við hana. En sjálfsagt var það gagn- kvæmt. — Síðustu þrjú árin var hún á Droplaugarstöðum og naut þar frábærrar umönnunar. Þegar ég gamall Hólmari, kom- inn um hálfáttrætt, reyni að gera mér grein fyrir Margrjeti Árna- dóttur frá Höfnum og sýslumanns- frúar f Stykkishólmi í 18 ár, stansa ég við þetta: Hún var fríð kona, svipmikil, en dálítið hörð á brún- ina og ekki viðhlægjandi allra, enda ekki mannblendin. Ég heyrði suma Hólmara hafa á orði, að hún væri stolt og ennfremur dómhörð. En þeir sem á annað borð þekktu hana vissu betur. Hún gat verið býsna þykkjuþung ef henni fannst gert á hlut sinn eða þeirra, sem henni var annt um, jafnvel þótt óskyldir væru, einkum þeirra, sem hún vissi lítið mega sín og áttu fáa formælendur. Margt var Margrjeti frá Höfn- um andhverft, en hún bugaðist aldrei, heldur hélt reisn sinni klökkvalaus. Veri hún kært kvödd af mér og öðrum, sem hana þekktu og henni unnu. Lúðvík Kristjánsson. Útför hennar fer fram frá Ás- kirkju í dag, miðvikudag, kl. 15. Þórður var tónlistarunnandi og átti gott hljómplötusafn, sem hann naut í frístundum. Einnig safnaði hann bókum, en lestrará- hugi hans beindist einkum að þjóðlegum fróðleik, ævisögum og ættfræðiritum. Hann lagði einnig rækt við frímerkjasöfnun og átti ágætt frímerkjasafn. Siðustu þrjú árin fór heilsu hans hrakandi. Hann var um tíma í sjúkrahúsi og undir læknishendi þess á milli. Hann hafði fótavist til hinsta dags. Þórður andaðist á heimili sínu að Sogabletti 2 við Sogaveg þann 23. október sl. Þann 8. desember 1935 var Tollvarðafélag íslands stofnað af 13 tollvörðum í Reykjavík og var Þórður Sigurbjörnsson þeirra á meðal. Við tollverðir munum minnast þessa frumherja með þakkarhug. Eftirlifandi eiginkonu Þórðar, frú Ragnhildi Einarsdótt- ur, dætrum þeirra hjóna og öðru skyldmenni, vottum við dýpstu samúð. Jón Mýrdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.