Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Minning: Þór Þorsteins- son bóndi, Bakka Fæddur 19. október 1899 Dáinn 26. október 1985 Síðastliðinn laugardag, 2. nóv- ember, fór fram á Bakka í Öxnadal útför Þórs Þorsteinssonar bónda þar, sem átt hafði heima á Bakka í nær þrjá aldarfjórðunga. Laugardaginn þann 19. október hringdi ég þangað norður og ætlaði að tala við Þór, gamlan vin og leikbróður; hann átti þá afmæli, varð 86 ára. Hann var farinn að tapa heyrn, svo hann treysti sér ekki í síma, en dætur hans, Björg og ólöf, sem er bóndi á Bakka, töluðu við mig og sögðu pabba sinn hressan eftir aldri. Að vísu hefði hann fengið smá áfall í fyrra, sem ekki hefði jafnað sig að fullu, svo hann hefði ekki farið í fjós síðan né sinnt útiverkum, en læsi mikið sér til skemmtunar. Mér þótti vænt um að heyra það, átti erfitt með að sætta mig við það, að hetjan Þór á Bakka byggi við örkuml. En ekki liðu nema tveir dagar; þá var hringt til mín og mér tilkynnt, að hann hefði fengið annað áfall og væri kominn á Akureyrarspítala. Svona getur allt brugðist á skömmum tíma. — Þór fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal þ. 19. okt. 1899. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson frá Fornastöð- um í Fnjóskadal, sem um árabil hafði verið ráðsmaður á Möðru- völlum hjá foreldrum mínum, og kona hans, Ólöf Guðmundsdóttir, fóstursystir móður minnar, frá Helgavatni I Vatnsdal í A-Húna- vatnssýslu. Þau höfðu gift sig í slægjunum á Möðruvöllum þá um haustið við mikla gleði heima- manna. — Og svo, nokkru seinna, var ljósmóðirin og skáldkonan ól- öf á Hlöðum sótt, og drengur fæddist, stór og mikill, var vatni ausinn og skirður því myndarlega nafni Þór. Heyrði ég þess getið sem barn, að drengurinn hefði þótt mikilúðlegur, þá hann kom í heim- inn, og því verið spáð, að hann yrði dugnaðarmaður sem og varð. Við Þór lifðum okkar bernsku saman á Möðruvöllum. Allt lék I lyndi á því skemmtilega og mann- marga heimili. Fleiri börn voru á staðnum, svo hægt var að leika sér eftir vild, hvort heldur var á Ösku- hólnum, í Barnalautinni eða á grundinni góðu norðan við túnið. Alls staðar voru leikföngin, stein- völur til að byggja bæ og penings- hús, og ekki vantaði skepnurnar; nóg var til af leggjum, hornum og skeljum, hvað þá fallegum gler- brotum, sem notuð voru innan- bæjar, t.d. sem matarílát. Og svo liðu árin, og við vorum höfð til snúninga, látin reka úr túninu, sækja kýrnar á kvöldin eða hross upp í fjall. Þannig unnum við saman frá morgni til kvölds okkar bernskuár. Svo kom að því, að okkur var trúað fyrir kúnum allan daginn og áttum líka að moka fjós- ið. Setið var yfir kúnum niðri í Flóa, sem er talsvert langt frá bænum, úti við Neskotshóla. Okkur fannst það erfitt í fyrstu. Kýrnar sóttu í Nesið, sem var grösugt engi fyrir neðan Flóann, og þá urðum við að fara fyrir þær og reka aftur til baka, því þá þekktust ekki girðing- ar. Neskotshólarnir eru talsvert háir melhólar. Á hæsta hólnum byggðum við okkur byrgi til að skýla okkur þegar kalt var; að vísu var það þaklaust, en þaðan var gott útsýni og gott að fylgjast með kúnum. Þarna í byrginu hófum við brátt búskap og undum glöð við störf og leik. — Einn var sá staður í Flóanum sem við óttuðumst. Það var tjörn, sem kölluð var Dauða- tjörn. Var okkur sagt, að hún væri botnlaus og enginn kæmi lifandi úr henni, hvorki menn eða skepnur, en sem betur fór varð aldrei neitt slys, sem slys skyldi kalla, og árin liðu, og þrír drengir bættust í hóp- inn á Möðruvöllum: Ármann, Rút- ur og Kári. Árið 1910 seldi faðir minn bú sitt á Möðruvöllum, en Þorsteinn leigði jörðina í eitt ár, flutti síðan Minning: Jónína Guðmunds- dóttir frá Nýjabœ Þann 29. október síðastliðinn lést á öldrunardeild Landspítalans i Hátúni 10B Jónína Guðmunds- dóttir mágkona mín, eða Jónína á Njálsgötunni eins og við nefndum hanagjarnan. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Bjarnadóttir og Guðmund- ur Guðmundsson bóndi í Nýjabæ í Krísuvík. Þar fæddist Jónína þann 20. júní 1896. Hún var elst af 18 börnum þeirra Nýjabæjar- hjóna. Á þessu stóra sveitaheimili ólst Jónína upp að sjálfsögðu við kröpp kjör. Það er nærri óskiljanlegt hvernig húsráðendum þar tókst að koma upp svo stórum barnahóp við þau skilyrði sem þá voru í Nýjabæ, langt frá sjófangi á kosta- rýrri jörð sem var mjög einangruð. Dugnaður og ráðdeild húsbænda mun hafa ráðið mestu um, hve vel tókst til, en hjálp var einnig að Krísuvíkurbjarg lagði til egg og kjöt 1 búið svo að um munaði. Þegar Jónfna var gjafvaxta réðst hún til starfa hjá foreldrum mín- um á Kalmannstjöm og síðar gift- ist hún elsta bróður mínum Sig- urði. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Jónfna og Sigurður f Höfnun- um. Hann stundaði þar sjó á opn- um bátum en snéri sér sfðan að verslunarstörfum. Til Reykjavíkur fluttu þau um 1930, þar sem Sigurður rak forn- bókaverslun um áratugaskeið. Þau hjón eignuðust 5 börn, Kristínu, Ólaf, Steinunni, Vil- hjálm og Guðmund. Kristín, ólaf- ur og Steinunn eru nú látin. Eftir lát manns sfns bjó Jónfna með syni sínum, Vilhjálmi. Hann hefur reynst móður sinni sérstaklega vel og nú sfðustu árin, er heilsu henn- ar tók að hraka, hefur hann sýnt í Arnanes og bjó þar annað ár; þar fæddist fimmti sonurinn, Ingi- mundur. En svo var haldið að Bakka, og þar hefur Þór átt heima í 73 ár. Það var erfitt að skilja við Möðruvelli, en bót var í máli að eiga stöðugt athvarf hjá ólu og Steina og fá að vera á Bakka og vera um tíma á sumrin með litlu drengjunum, er ég leit á sem bræður mína. Þór var snemma kjarkmikill og duglegur. Minnist ég þess, að hann var sendur með hest og kerru frá Bakka til Akureyrar til að sækja björg í bú vorið, sem þau fluttu að Bakka. Hafði móðir mín orð á því við Þorstein föður hans næst þegar hann kom f kaupstað, að slíkt væri ofraun svo ungum dreng, aðeins 12 ára, að fara þessa löngu leið, sem er rúmir 30 km. Mamma bar ávallt Þór mjög fyrir brjósti: En Þór var hvergi smeykur. Þegar Þorsteinn flutti að Bakka, var jörðin í eigu Jóns á Flugumýri, og voru leigurnar fyrir hana 14 veturgamlir sauðir. Búskapurinn á Bakka var aldrei mjög stór í snið- um eftir nútíma mati, en talið var, að þeim hjónum búnaðist vel; allur búpeningur vel hirtur, og ekki var að spyrja að myndarskap Ólafar innanbæjar. Glaðværð ríkti á heimilinu, og fólkinu þótti vænt hveru um annað, en oft var unnið hörðum höndum. Ungir að árum voru Bakkabræður, þegar þeir voru sendir með fjárhópinn vestur henni þá hugulsemi og nærgætni sem best varð á kosið. Jónína var greind kona og hafði ánægju af lestri góðra bóka. Hins- vegar veitti lffið henni fá tækifæri til slíks munaðar. Hún var öllum stundum önnum kafin við að sinna þörfum afkomenda, ættingja og vina. Barnabörnum var hún sem móðir og reyndar ól hún mörg þeirra upp að mestu leyti. Til hennar voru allir velkomnir og ætfð reynt að leysa vandamál að þvf marki sem mögulegt var. Jónína hafði einstaka skapgerð, þótt erfiðleikar virtust yfirþyrm- andi þá haggaðist hún ekki. Hlý- hugur og ljúfmennska streymdi frá henni. Lengi vel þótti það sjálf- sagt að ættingjar og vinir utan af landi gistu hjá þeim hjónum er þeir komu til Reykjavíkur. Má nærri geta hvílíkt álag þetta hefur verið fyrir húsfreyjuna, en góðvild hennar og hjálpsemi var slík að henni virtist létt að bæta slíkum önnum á sig. Heilsuleysi háði Jónfnu nú síð- ustu árin og um alllangt skeið dvaldi hún á öldrunardeild Landspitalans. Hún hafði oft orð á því, hve vel væri hugsað um sig þar, hve hlýtt og notalegt starfsfólkið væri. Það er gott til þess að vita að undir lokin naut hún þeirrar nærgætni og tillitssemi sem hún hafði svo oft áður sýnt öðrum. Nú þegar Jóna er öll, þá er mér efst f huga þakklæti til hennar fyrir margar og ánægjulegar samverustundir á fyrri árum. Ég flyt hennar nánustu innileg- ar samúðarkveðjur. Jónfna verður jarðsett frá Foss- vogskirkju kl. 13.30 í dag. Oddur Ólafsson yfir fjöllin, að Flugumýri; var oft gaman að he.vra ferðasöguna. Eftir 12 ára búskap á Bakka er Þorsteinn farinn að missa heils- una, og Þór tekur við búi vorið 1924, aðeins 24 ára að aldri. Er hann þá ógiftur, en haustið 1929, þann 30. nóv., gengur hann í hjóna- band. Kona hans, Björg Jóhannes- dóttir, var bóndadóttir frá Engi- mýri í Öxnadal. Var Björg mikil ágætiskona, sem öllum þótti vænt um, er kynntust. Hjónaband þeirra var mjög ástríkt, en því miður bagaði Björgu oft heilsuleysi, og lá hún á sjúkrahúsi tímunum saman; var það manni hennar mikil raun. Þá þurfti Þór að sinna bæði innan- og utanbæjarstörfum. Það var eins og Þór gæti allt, og aldrei var kvartað. Hann hlakkaði til á morgnana að takast á við verkefni komandi dags. Öðru hverju var hlaupið undir bagga, þegar mest lá við. Sumum fannst Þór stundum hrjúfur í viðmóti, en hann átti til mikla bliðu og hjarta- hlýju, þegar því var að skipta. Því kynntist ég á okkar bernskuárum. Þór kaupir svo Bakka 1941 fyrir 14.00 kr. Þegar fram í sótti, kunni hann því illa að vera leiguliði. Hann byggði upp á Bakka bæði bæjar- og peningshús, og eftir að bú fóru eitthvað að gefa af sér í Eyjafirði, varð hann stórtækur í ræktun og jók mjög bústofnninn. Oft hef ég glaðst yfir búskap ey- firskra bænda, þegar ég hef farið um Eyjafjörð og séð, að öll kotin, sem ég man eftir frá bernsku minni, eru orðin stórbýli. Bændur stóðu þá yfir fáeinum kindum á vetrum og prjónuðu smábands- sokka til að versla með fyrir jólin, oft kaldir á höndum. Það er af sú tíð sem betur fer. — Alltaf þykir mér vænt um Eyjafjörð og gleðst yfir öllu, sem betur fer þar nyrðra. Þrátt fyrir mikið annríki heima fyrir hafði Þór mörg trúnaðarstörf með höndum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti hreppsins í 16 ár. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Elstur var Símon. Hann þótti mikill hagleiksmaður, en var lengi heilsulaus og andaðist á Akur- eyrarspítala 8. jan. 1981. Þá er Björk, sem alltaf hefur verið heima á Bakka. Hún var fallegt barn, en varð fyrir áfalli í fæðingu, svo að hún átti fram eftir öllum aldri erfitt með gang og á það enn; góð og elskuleg stúlka, sem ávallt hefur liðsinnt heimilinu eftir bestu getu. Yngst er ólöf, sem nú býr stórbúi á Bakka — er dugnaðar- forkur eins og pabbi hennar og fleiri ættmenni. Hún er fædd 11. mars 1939. Tveimur árum áður dó Þorsteinn afi hennar, en ólöf var skírð við kistu ólafar ömmu sinnar þ. 17. júní 1939. ólöf á son, Helga Þór, sem er vel gefinn dugnaðar- piltur óg varð 21 árs daginn, sem afi hans dó, 26 okt. Margt rifjast upp, þá Þór er kvaddur, sem of langt er upp að telja. Gestrisni hefur t.d. verið mikil á Bakka öll árin, sem þetta fólk hefur búið þar, og bar margan gest að garði. Kirkjustaður er á Bakka, og þar fór jarðarfðr hetj- unnar Þórs fram. Sá siður hefur haldist þar fram á þennan dag, að veitingar eru bornar fram hvern messudag. í gamla daga fjöl- menntu Akureyringar oft að Hraunsvatni. Var þá lagt af stað frá Akureyri seinnipart laugar- dags og gist á Bakka. Tekið var lagið í Bakkakirkju, og mikil gleði ríkti í litlu stofunni á Bakka. Fljótt hefur verið farið yfir merka sögu og stiklað á stóru, en mig langaði til með linum þessum að senda mínu gamla vinafólki á Bakka einlægar samúðarkveðjur, um leið og ég þakka gömlum leik- bróður allt gott frá langri ævi. t Guðs friði. Hulda Á. Stefánsdóttir Hunangshringir! Jójó spámaðurinn segir að stjörnurnar mæli með Hunangsliring i dag. Hunangsliringimir eru einmitt þessa stund- ina að rúlla af stað upp úr pottunum í Ragnars- bakarii, glænýir og gómsætir. Hvernig væri að hlíta ráðum stj arnanna og skreppa út í búð eftir Hunangs- bringjum með kafflnu. Þeir verða örugglega þar á undan þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.