Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 53 Kveðjuorð: Jóhann S/captason fv. sýslumaður Nýlega er fallinn frá, Jóhann Skaptason, fyrrverandi sýslumað- ur Þingeyinga, 81 árs að aldri. Með Jóhanni er genginn maður sem hafði áhrif á umhverfi sitt og skildi eftir sig djúp spor á lífsferli sínum. Farinn er gegn maður, sem setti svipmót á hvert verkefni, sem hann tók sér fyrir hendur. Mann- gerðin var sérstæð, rammíslensk og dæmigerð fyrir mann sem hafði í heiðri viðhorf og mannkosti sem hafa reynst þjóðinni til heilla um gengnar aldir. Hann var ung- mennafélagi á aldamótavísu. Mað- ur þjóðlegra framfara, sem ætíð huggði að hinu forna og arfi liðins tíma, þegar áformuð voru nývirki. Merkast dæmi um þetta er Safnahúsið á Húsavík. Saman fór rækt við fornar dyggðir og fram- farahugur um að búa safninu því besta sem krafist er um húsakynni og aðbúnað. Það er á engan hallað þótt sagt sé að Þingeyingar eigi þetta framtak Jóhanni Skaptasyni að þakka öðrum fremur. Safnahús- ið með látleysi sínu, ásamt hinni stílhreinu kirkju staðarins, gera Húsavík menningarlegri en ella. Safnahúsið er meira en fyrir aug- að. Það er vísir að menntasetri Þingeyinga, en sá var draumur Jóhanns Skaptasonar. Það hefði verið mjög að skapi Jóhanns, að Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóð- anna og Norræna eldfjallastöðin fengju þar aðsetur vegna viðfangs- efna í tengslum við lifandi kviku þingeyskrar náttúru. Jóhann Skaptason átti ættir að rekja til þeirra þingeysku byggða, sem eru vestan Ljósavatnsskarðs. Honum var annt um þennan hluta Þingeyjarþings og vildi í engu vægja um endurskoðun héraðs- markanna andspænis Akureyri. Svo vel hélt hann á málum sínum að ekki hvarflaði að vestanbyggða- mönnum að gerast þegnar yfir- valda á Akureyri, þótt þægilegra væri um embættisþjónustu. Sjálf- ur rakti hann vel frændsemi sína í Grýtubakkahreppi og sérlega við þá í Skarði. í landi Skarðs helgaði hann sér reit til skógræktar og átti í skógarlundinum snoturt sumar- hús. Þennan stað valdi hann sér til dvalar öllum stundum, þegar embættisannir eða vetrarfærð hömluðu ekki og á meðan heilsan leyfði. Sýslunefndarstörfin voru Jó- hanni hugstæðri, en sum önnur skyldustörf sýslumanna. hann stýrði sýslunefndum Þingeyjar- sýslna með skörungsskap og vildi í engu víkja frá því hlutverki, að þær væru héraðsvettvangur hinna ólíklegustu málefna, er komu upp í sýslunum. Hann hlutaðist til um að Þingeyjarsýslur og Húsavíkur- kaupstaður gæfu út sameiginlega árbók fyrir héraðið í heild. Þetta er víðkunnugt og annálarit og menningarsögulegt safnrit. Sýslu- maður átti stóran þátt í þeirri breiðu samstöðu, sem náðist um stækkun sjúkrahússins á Húsavík. Honum var annt um Lauga í Reykjadal og taldi Þingeyinga setja niður, ef héraðsskólinn yrði afhentur ríkinu. Slík var mála- fylgja hans, að skólLnn var ekki afhentur meðan hann gegndi starfi oddvita sýslunefndar. Jóhann braut upp á mörgum málum í sýslunefnd, og má þar nefna orkumálin. f samstarfi Þingeyjarsýslu og Húsavíkurkaup- staðar var haldinn fundur um að vekja athygli stjórnvalda á virkjun Jökulsár á Fjöllum og stóriðju á Norðurlandi. Sýslumaður var einn þeirra manna, sem skipaður var í orkumálanefnd á sameiginlegum fundi Austfirðinga og Norðlend- inga 1962, til að vinnna að virkjun Jökulsár á Fjöllum. Bæði í sýslu- nefnd og á fjórðungsþingum braut hann upp á þeirri tillögu, að orku- vinnslufyrirtækin greiddu orku- gjald þeim byggðarlögum, sem létu í té fallvötnin og jarðhitann. Ljóst er að, ef þessi hugmynd hefði ekki komið til framkvæmda að hvorki hefði komið til Laxárdeilu eða Blöndudeilu. Sýslumaður var náttúruvernd- armaður, en fyrst og fremst hags- munagæslumaður sinna byggða. Með þessu hugarfari réðist hann í það ófæruverk að leysa Laxár- virkjunardeiluna á sínum tíma. En þar réðu ferðinni á báða bóga menn sem ekki hirtu um leikslokin og afleiðingar þeirra. Það var fjærri Jóhanni Skaptasyni að hall- ast að öfgum í málameðferð og það var ekki við hann að sakast um hvernig fór og það öllum í óhag. Tengsl Jóhanns Skaptasonar við landið og söguna mörkuðu viðhorf hans öðru fremur. Hann beitti sér fyrir, í sýslunefnd Suður-Þingeyj- arsýslu, að sýslan fengi yfirráð yfir hinum forna þingstað Þingey á Skjálfandafljóti. Þar hugðist hann endurreisa einskonar þing- Kveðjuorð: Sigurður S. Magnús- son prófessor Prófessor Sigurður S. Magnús- son er dáinn. Þessari harmafregn laust niður hér í Kaupmannahöfn í sl. viku. í einni svipan varð auðn í vitund mér þar áður var glaðvær lífsmynd Sigurðar. Ég kynntist honum árið 1974 er við þá um sumarið unnum saman í Sjúkra- húsi Keflavíkur. Hann var þá virtur sérfræðingur og doktor í sínu fagi nýkominn til starfa heima á Fróni, en ég ungur og óreyndur læknanemi. Ég hreifst strax af manninum og þar kom margt til. Hann var frábær læknir með gríðarlega þekkingu og kunni þá list að umgangast bæði sjúkl- inga og samstarfsfólk. Hann bjó yfir mikilli festu, sem oft kom sjúklingum hans til góða. Því hann var óþreytandi við leit lausna á flóknum sjúkdómstilfellum, gafst ekki upp við mótbyr, heldur reyndi aftur og aftur nýjar leiðir, sem svo einatt skiluðu árangri. Honum var kennsla eðlislæg. í daglegu starfi útskýrði hann jafnan gerðir sínar, svaraði spurningum, leiðbeindi og sýndi. Enda fylktust um hann nemar hinna ýmsu heilbrigðis- stétta. Hann spurði áleitinna spurninga og örvaði til sjálfstæðr- ar hugsunar. Þessi ræktarsemi Sigurðar við kennslu lengdi drjúg- an vinnudag hans, sem þó var ærinn fyrir. Oftsinnis vann hann dögum saman fram á kvöld og stundum fram á rauða nótt. Aldrei kvartaði hann bó eða sýndi óþolin- mæð' er lærlingar leituðu til hans og trufluðu í daglegri önn. t>að sem anart mig einna mest í fari Sigurðar var hversu vel og jafnt hanvi tók öllum hvort heldur leitað var til hans :iem ’.æknis, kennara eða manneskju. Hann gerði aldrei mannamun, var hæ- verskur og nærgætinn hvort sem áttu í hlut háir eða lágir. Með okkur Sigurði tókst vinátta frá fyrstu kynnum sem aldrei rofnaði. Leiðir skildu um hríð, en við urðum á ný samferða er ég, sem stúdent, lenti á Kvennadeild Landspítalans en hann var þá ný- tekinn við störfum, sem prófessor í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp. Enn kom Sigurður á óvart og sýndi á sér nýjar hliðar. Á undraskömmum tíma endurskipu- lagði hann alla kennsluhætti í fagi sínu bæði í læknadeild og ljós- mæðraskólanum og færði í nú- tímalegra horf. Naut hann góðrar skipulagsgáfu sinnar en sýndi fyrst og fremst fádæma elju og dugnað. Hann var bókstaflega hamhleypa við vinnu. Ég var vitni að því er hann á þessu tímabili, svo vikum skipti, nánast bjó á vinnustaðnum og neytti vart svefns eða matar. Honum vannst á fáum dögum það sem hefði tekið margan fleiri vikur að Ijúka. Metnaður og kapp Sigurðar duldist eigi þó vel með færi. Undir sléttu og felldu yfirborðinu glóði óhemju sterkur vilji og einbeiting, sem hann kunni fullkomlega að nýta sér til að koma fram ætlan sinni. Hann var góður og skemmti- legur fyrirlesari og átti auðvelt með að vekja áhuga og koma af stað umræðu. Þrátt fyrir mikil og tímafrek störf entist Sigurði tími til að uinna ýmsum liugðarefnum sínum. Hann aótti títí heim vini sína og gladdist ;neð þeim ú góðri otund. ’Hann var hrókur alls í agnaðar en einnig hjálpfús og traustur ef leit- að var til hans í erfiðleikum. Eftir að ég fór utan til frekara náms urðu samskipti okkar Sig- urðar minni en ég kosið hefði. Við hittumst þó alltaf er tækifæri gafst og reyndist hann mér oft ráðagóður og hjálparhella. Honum voru, er tímar liðu, falin mörg ábyrgðarstörf og margvíslegur sómi sýndur, sem ekki skal tíundað hér. Mér hefur oft, með undran, orðið hugsað til hinnar miklu lifsfylling- ar og árangurs, sem dagur hver skilaði Sigurði. Það var sem hver sólarhringur hans bæri mun fleiri en 24 stundir. Nú þegar hann er allur, bráðkvaddur á besta aldri, finnst mér eins og hann hafi numið þessar aukastundir frá kvöldi ævi þeirrar, er honum var ætluð. Þess nutu margir, en Sigurður og fjöl- skylda hans gáfu. — Fari hann heill í friði. Audrey, eftirlifandi eiginkonu Sigurðar, stoð hans og styttu, og börnum þeirra votta ég dýpstu aamúð mína. Xaupmannahöfn 29. okf. 1985, Hafur Liinarsson stað og samkomustað allra Þingey- inga. Leitt er að þessi hugmynd skuli enn ekki hafa komist í fram- kvæmd. Þetta er verkefni nýrra forystumanna í Þingeyjarþingi. Leiðir okkar Jóhanns Skapta- sonar lágu saman eftir að ég réðist sem bæjarstjóri til Húsavíkur 1958. Með okkur tókst góð vinátta, sem hélst alla mína tíð á Húsavík. Við höfðum eðlilega mikið saman að sælda vegna starfa okkar. Á þeirri tið var Húsavík að vakna af dvala eftir kyrrstöðutíma og var að breytast úr sjávarþorpi, þar sem þorri verkfærra manna sótti atvinnu sína á vertíðar og síld og yfir í bæ með vaxandi aflabrögð á heimamiðum, vetrarútgerð og vinnu í fiskiðjuverinu allt árið. Þá tíðkaðist sá háttur að bæirnir önnuðust lögreglukostnaðinn og jafnvel bæjarstjórnin ákvað tölu lögregluþjóna, ennfremur hverjir gegndu þeim störfum. Það kom að sjálfu sér að bæjarstjórnin, var treg að sinna kröfum tímans. Allt fór þetta vel að lokum. Lögreglu- þjónum var fjölgað. Keyptur lög- reglubíll. Byggð fangageymsla og lögregluvarðstöð. Þau voru ófá málin, sem við þurftum að takast á um og leysa okkar í milli. Jóhann var fálátur og óádeilinn, en þeim mun þyngri í málafylgju ef honum fannst að sér væri misboðið. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur, sanngjarn og réttlátur, en var ekki miskunnsamur við þá sem sviku lit í samskiptum við aðra. Jóhann var seinn til dóma og gat verið erfiður þeim, sem beittu lagastaf til að ná fram vilja sínum til að hnekkja á sanngjörn- nm málstað þeirra er minna máttu sín. Mér er það kunnugt að réttsýni hans og gott hjartalag var sterk- ara þegar á reyndi. Ég vil þakka drengilegan stuðn- ing í störfum mínum og á nýjum vettvangi og áhuga hans fyrir málefnum Fjórðungssambands Norðlendinga. Þingeyingar kvöddu hinn látna sýslumann sinn í Húsavíkurkirkju, laugardaginn 26. október. Jóhann Skaptason var borinn til hinstu hvíldar í Laufási þennan sama dag. Þar er fegurst útsýni á þing- eyskri grund við Eyjafjörð. Laufás var sóknarkirkja þeirra frænda í Skarði. Áskell Einarsson t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GÍSLI SIGUROSSON, fyrrverandi lögregluvaröstjóri, Hafnanriröi, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju miövikudaginn 6. nóv- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hanser bent á líknarfélög. Vigdís Klara Stefánsdóttir, Þóra Eyjalín Gísladóttir, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Gísli Grettisson, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, JÓNAS E.I. HELGASON frá Trostansfiröi, Furugrund 8, Kópavogi, er lést i gjörgæsludeild Borgarspitalans 28. þ.m. veröur jarösung- inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. nóv. kl. 10.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. fris Anja Honkanen, Kristinn Grátar Jónasson, Friöbjörg Sveinbjörnsdóttir. t Fööursystir mín, GUDBJORG SIGRÍÐUR HJÖRLEIFSDÓTTIR, hjúkrunarkona, Skaftahlíö 6, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Sigríöur Kristin Ragnarsdóttir. t Dóttir mín og systir okkar, HJÖRDÍS SÆVAR, sem andaöist 30. október sl., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Hrefna Bjarnadóttir, Óskar Þórhallsson, Höröur Þórhallsson. t Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁRSÆLS MARKÚSSONAR, Hákoti, Þykkvabæ, veröur gerð frá Hábæjarkirkju laugardaginn 9. november klukkan 14.00 Húskveöja veröur frá heimili hins látna klukkan 13.30. Ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni sama dag kl. 11.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö karlakórsins Stefnis. ■lörn, Lengdabörn og Oarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.