Morgunblaðið - 06.11.1985, Qupperneq 58
v 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6, NÓVEMBER1985
MMMtt
t/\J\b cigum bru&kcuipsccfmatJi í d<xg.
Hún xtlarab fd piztu 05 'eg óeilcc cb
■ftL áamlaku mc& £kintcu ogostí."
'
'
Aster
........að slá á
rétta strenginn.
TM Reg U.S. Pat. Off.—all rights reserved
®1985 Los Angeles Times Syndicate
Örbylgjuofn í andlits hæd,
hrað.suðuhellur til beggja
handa, grillteinar og tveir
hitastillar og svo ertu að búa
til hafragraut?
Með
morgimkaffinu
1015
Þá er ég búinn að losa um
lokið á hraðsuðupottinum
og ná þurrkunni úr gufu-
gleypinum. Var það fleira?
HÖGNI HREKKVÍSI
y/SATr A€> ÍSS7A ÉG HÓ A&RA
PJÓHUSTU i HU6A."
Et in Arcadia ego ...
Ég er nú ekki þrasgjarn maður
en nú get ég ekki lengur orða bund-
ist... Tvívegis hef ég hringt til rás-
ar tvö til þess að leiðrétta það sem
mér þykir bera vitni um óþarfa
fáfræði starfsmanna þar, en í hvor-
ugt skiptið hafa þulir séð ástæðu
til þess að geta athugasemdanna.
Báðar vörðuðu hið sama: nafn
hljómsveitarinnar Arcadia sem
mér skilst að sé einhvers konar
afsprengi Duran Duran. Hljóm-
sveit þessi hefur komið lagi hátt á
vinsældalista rásarinnar og það er
því mikið spilað og ætlast verður
til þess að plötusnúðirnir viti hvað
þeir eru að segja þegar þeir fræða
unga fólkið um goðin sín.
sagður halda sig ásamt skógardís-
um og satýrum, hjarðmönnum og
heimasætum. Með tímanum varð
Arcadia eins konar tákn fyrir hina
fullkomnu sveitasælu þar sem ástin
sigrar og fegurðin ríkir; sagan um
Dafnis og Klói og ýmis kvæði Virg-
ils eru til að mynda ljómandi dæmi
um Arcadiu-þemað. Listamennirn-
ir, sem síðan hafa notast við sama
þema, eru fleiri en svo að hér sé
unnt að telja þá upp; nægir að nefna
ensk skáld eins og Marlowe, Shake-
speare, Spenser, Milton, Arnold og
síðast en ekki síst Shelley; tónskáld
á borð við Bach, Debussy og Ravel;
málarana Poussin, Claude o.fl. Sú
náttúrusæla sem ótal skáld ís-
lenskrar rómantíkur hafa lýst í
kvæðum og sögum á meira skylt
við Arcadiu en harðneskjulegan
raunveruleika sveitanna hér áður
fyrr.
Látum vera þó plötusnúðir rásar
tvö hafi aldrei komið til Arcadiu.
Mér þykir það hins vegar vera
vottur um töluvert virðingarleysi
við hlustendur að geta ekki leiðrétt-
inga þegar rangt er farið með. Þó
bðrnin hafi gaman af Duran Duran
er ekki þar með sagt að þau eigi
ekki rétt á svolítilli uppfræðslu,
jafnvel þó svo hreinræktaðir
Arcadiu-söngvar kæmust líklega
seint á vinsældalista rásar tvö...
Illugi Jökulsson
Verkstjórar — verkamenn
En á því virðist vera misbrestur.
Fyrir um það bil hálfum mánuði
sagði plötusnúður einn, sem ég man
ekki lengur hvað heitir, að nafnið
Arcadia væri merkingarleysa, lík-
lega einhver útúrsnúningur af
„arcade". Ég hringdi til þess að
leiðrétta þetta og vingjarnleg
stúlka á símanum kvaðst mundu
koma því til skila. Leið og beið og
ekki leiðrétti plötusnúðurinn þessa
djarflegu etýmólógíu sína. Ég tók
það reyndar ekki mjög nærri mér
og var hálft í hvoru búinn að
gleyma þessu þegar Páll Þorsteins-
son kynnti sama lag á fimmtudags-
kvöldið var og lét svo um mælt að
nafnið Arcadia þýddi „nákvæmlega
ekki neitt“. Aftur hringdi ég en allt
kom fyrir ekki.
Mér finnst satt að segja að full-
orðnir menn ættu að vita nokkur
deili á Arcadiu. Mig minnir að vísu
að ég hafi lesið einhvers staðar
haft eftir félögum hljómsveitarinn-
ar Arcadia, að nafnið ætti ekki að
standa fyrir neitt sérstakt en það
breytir ekki því að Arcadia er
Arcadia; auk þess sem rómantísk
væmnistónlistin sem hljómsveitin
virðist flytja er vissulega arkadí-
önsk, en að sönnu í heldur útvatn-
aðri túlkun.
Arcadia var hérað í Grikklandi
hinu forna, nánar tiltekið á Pelóps-
skaganum, og þar var guðinn Pan
Notkun hjálma við hverskonar
störf hefur komið í veg fyrir hina
alvarlegustu höfuðáverka. Því er
notkun þeirra sjálfsögð. Sér-
hannaðir skór með stálhettum
og styrktum sólum hafa oft
komið sér vel við þungavinnu og
margsannað notagildi sitt. Hlífð-
argleraugu til varnar kastögnum
við slípingu, skröpun og hliðstæð
störf eru sjálfsagður öryggis-
búnaður til verndar augunum.
Víkverji skrifar
eir, sem vilja fylgjast með
þeim þjóðlífsbreytingum, sem
eru að verða á Isiandi, ættu að
fara í ferð um stórmarkaði á höf-
uðborgarsvæðinu. Þar má sjá í
hnotskurn þá breytingu, sem er
að verða á verzlunarháttum og
neyzluvenjum okkar Islendinga.
Þessar verzlanir eru orðnar svo
stórar og bjóða upp á svo mikið
vöruúrval, að það stenzt fyllilega
samjöfnuð við slíkar verzlanir
erlendis. Mesta eftirtekt vekur þó
sú breyting, sem er að verða á
kjötvinnslu og fisksölu. I stórverzl-
unum má sjá, að nánast bylting
er að verða í vinnslu kjöts, sem
nú er boðið til sölu í mun aðgengi-
legra formi fyrir neytendur en
áður var. Kjötvinnslan var langt á
eftir í vöruþróun, en einkafyrir-
tækin á höfuðborgarsvæðinu hafa
tekið myndarlega til hendi og virð-
ast komin langt fram úr hinum
hefðbundnu sölusamtökum land-
búnaðarins, eins og sjá má t.d.
bæði í verzlunum Víðis og Vöru-
markaðarins. Annað, sem athygli
vekur, er að fisksalan er að færast
inn í stórmarkaðina. Þar er á sama
hátt og við vinnslu og sölu kjöts
lögð áherzla á að gera fiskinn
þannig úr garði að hann sé að-
gengilegur til matreiðslu. Fisksali
á höfuðborgarsvæðinu tjáði Vík-
verja, að veruleg aukning væri á
fisksölu í stórmörkuðum.
Fyrir nokkrum vikum birtist
bréf í dálkum Velvakanda, þar
sem athygli var vakin á því um-
ferðaröngþveiti, sem er snemma
dags á leiðinni frá Hafnarfirði,
Garðabæ og Kópavogi til Reykja-
víkur um Kringlumýrarbraut. Nú
virðast framkvæmdir standa yfir
við þriðju akrein á þeim hluta
Kringlumýrarbrautar, sem liggur
til Reykjavíkur og ætti það að
greiða mjög fyrir umferð á þessari
leið, þegar hún verður tekin í
notkun. Hægt er að koma þessari
akrein fyrir með því að taka af
graseyjunni milli akbrautanna.
Það er einnig hægt að gera á hinni
akbrautinni, vegna þess að ekki
er ástandið betra síðdegis, þegar
fólk fer frá vinnui til síns heima.
XXX
Orðið „atvinnutækifæri" tröll-
ríður fjölmiðlum. Þetta er eitt
af þeim orðum, sem embættis-
menn og sérfræðingar hafa komið
inn í málið. A forsíðu Morgun-
blaðsins í gær birtist frétt um
laxadauða í norskum ám. Þar eru
eftirfarandi ummæli höfð eftir
norskum sjúkdómafræðingi:
„Stjórnvöld virðast hins vegar
hafa lítinn áhuga á málinu. Ahugi
þeirra beinist alfarið að eldislaxin-
um og þeim atvinnutækifærum,
sem hann á að skapa." Hvers vegna
nota blaðamenn Morgunblaðsins
ekki einfaldlega orðið atvinnu eða
störf í stað þessa orðskrípis? Vík-
verji skorar á blaðamenn Morgun-
blaðsins að taka þetta til athugun-
ar.
XXX
Erfiðleikar rótgróinna atvinnu-
fyrirtækja hafa valdið mörg-
um áhyggjum. Einum frammá-
manni í atvinnulífinu varð að orði
þegar um þetta var rætt: „Vinstri
menn og kommúnistar eru búnir
að reyna áratugum saman en ár-
angurslaust að koma einkarekstr-
inum á kné, en það ætlar ekki að
taka Sjálfstæðisflokkinn nema tvö
og hálft ár að leggja einkafyrir-
tækin í rúst.“
XXX
Víkverja varð á í messunni í gær
þegar rætt var um merkimiða
í glugga Nestis í Fossvogi. Hið
rétta er að á merkimiða þessum
stendur bæði á íslenzku og ensku
að lágmarksgreiðsla með VISA sé
250 krónur. Er hér með beðið vel-
virðingar á þessu. En um leið
vaknar sú spurning hvers vegna
merkimiðinn er á tveimur tungu-
málum. Eru kannski einhverjir
þeirrar skoðunar, að það séu talað-
ar tvær tungur í þessu landi, ís-
lenzkaogenska?