Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÖVEMBER1985 59 ÆBt VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bjargar bjór mannslífum? Velvakandi góður! Morgunblaðið birti 30. október frétt frá fréttaritara sínum í London. Fréttinni er sett tvídálka fyrirsögn með stóru letri, enda er efnið merkilegt: „Bjór bjargar mannshTi.'* Síðan er frá því sagt að maður- inn sem í lífshættuna komst, Paul Jenkins heitir hann, hafi verið staddur á bjórkrá. Hann var í skyrtu úr eldfimu efni. Fréttarit- arinn segir að þetta hafi einhver drykkjufélagi hans vitað, því að hann hafi borið eld að manninum. Það virðist ekki þykja neitt frétt- næmt þó að reynt sé að kveikja í manni á bjórkrá í Bretlandi. Nú, skyrtan fuðraði upp, stóð í ljósum loga og eigandi hennar varð hræddur þar sem hann gerði sér ljóst að líf hans var í hættu. Neyð- aróp hans heyrðust langar leiðir. Og nú kemur að því sem er efni í tvídálka fyrirsögn. Nokkrir af fastagestum krárinnar voru svo klárir í kolli að þeir gerðu sér ljóst að hér var voði á ferðum. Þeir hvolfdu úr bjórkollum sínum yfir eldinn í skyrtunni og slökktu hann. Það bjargaði lífi mannsins sem að vísu er skaðbrenndur. nægir eindálka fyrirsögn 6 síðum aftar en fréttin frá London. H. Kr. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Bílalest rússneska utanríkisráðherrans Og fréttaritarinn dáist að fórn- fýsi og göfuglyndi fastagestanna „sem fórnuðu bjórnum sínum til að bjarga lífi hans“. Svo bætir fréttaritarinn því við „að eitt er víst að Paul Jenkins er ekki manna líklegastur til að beita sér fyrir bjórbanni í Bretlandi". Nú má vel vera að einhverjum finnist það vafasamir skemmti- staðir þar sem ekki þykir tiltöku- mál eða fréttaefni að kveikt sé í lifandi mönnum. Hvað veldur þeim ósköpum? í þessu sama Morgunblaði er sagt frá ályktun kirkjuþings um áfengismál á íslandi. Ritstjórninni finnst allt minna til um það. Þar Spurt: Sigurjón Gunnarsson hafði samband við Velvakanda vegna komu rússneska utanríkisráðherr- ans hingað til lands. Taldi hann að mikil slysahætta hefði skapast vegna akstursmáta bílalestarinnar í gegnum bæinn. Biður hann vinsamlegast um skýringar lögreglustjóra á akst- urslagi lögreglunnar og einnig spyrst hann fyrir um heimild lög- regluþjóna til að aka á ólöglegum hraða í gegnum þéttbýli þegar engin hætta er á ferðum og skapa þannig gífurlega slysahættu að ástæðulausu. Ætlar Sigurjón það varla í þágu rússneska utanríkisráðherrans eða íslensku þjóðarinnar að einu kynni hans af íslenskri menningu tengist ólöglegum akstri. Svarað: Velvakandi sendi spurningu Sigurjóns skriflega til Sigurjóns Sigurðssonar lögreglustjóra og fer svar hans hér á eftir: „Vísað er til bréfs Morgunblaðs- ins, varðandi heimild lögreglunnar til undanþágu frá reglum um há- markshraða. Ökutæki lögreglunnar eru, þeg- ar brýna nauðsyn ber til, undan- þegin ákvæðum umferðarlaga um hámarkshraða, enda séu notuð tilskilin ljós- og hljóðmerki. Þegar utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna kom í heimsókn til lands- ins 30. október sl. var lögreglunni falið að fylgja bifreiðum gestanna og fylgdarliðs þeirra, m.a. frá og til Keflavíkurflugvallar. Yfirleitt sér lögreglan um slíka fylgd við opinberar heimsóknir. Þá er um- ferðarlöggæzlan aukin og aksturs- leiðin valin fyrirfram. Lögreglu- bifreiðum og -bifhjólum, sem fylgja, er ekið með rauðum aðvör- unarljósum, heldur hraðar en í venjulegu eftirliti en að jafnaði innan leyfilegra hraðamarka. Þess er gætt að aksturinn valdi sem minnstri hættu. Rík áherzla er á það lögð við lögreglumenn að þeir aki ávallt með fyllstu aðgát, eink- um þegar þeir nota heimild til undanþágu frá reglum um há- markshraða. Lögreglumönnunum, sem fylgdu utanríkisráðherra Sovétríkjanna, bar að fara eftir þeim reglum sem hér hefur verið lýst og könnun hefur ekki leitt í ljós annað en að þeir hafi unnið starf sitt af sam- vizkusemi og áfallalaust." Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri. VÍKURBRAUT SF. KÁRSNESBRAUT 124, KÓP. S: 46044 _ /með_ Cremedas — hesta umhirda sem þú getur veitt húd þinni. Hin einstœða samsetning Cretnedas veitir húd þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar hreytilega loftslagi kulda, hita og vinda. Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt séreða undir „make up“, og Cremedas „bodykrem “ eða „bodylotion“ í hvert sinn eftir bað. JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 - SiMAR/39130, 39140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.