Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR6. NÓVEMBER1985 63 Jón Páll sterkastur — Guðni handleggsbrotnaði í keppni við Hjalta JÓN PÁLL Sigmarsson vann í gær keppnina um sterkasta mann ís- lands 1985. Keppnin fór fram í Laugardalshöll aö viðstöddum fjölda áhorfenda. Jón Páll vann fimm greinar af sex og hlaut fyrir það 34 stig. Hjalti Úrsus Árnason varð í öðru sœti, hlaut 28 stig og voru þeir félagar í nokkrum sér- flokki. Þriöji varð svo Magnús Ver Magnússon. Þrír aðrir keppendur tóku þátt í keppninni og uröu þeir allir fyrir meiðslum. Guöni Sigurjónsson varð fyrir því óhappi að handleggsbrjóta sig er hann keppti við Hjalta í sjómanni. Keppnin hófst með undanrásum á sunnudaginn og var þá keppt í trukkadrætti, sem Jón Páll vann. Þar varö Torfi Ólafsson í öðru sæti og Hjalti Úrsus í þriöja sæti. Keppnin hófst í gærkvöldi meö keppni í „Sekkjahleðslu“. Þar var hart barist. Keppendur þurftu aö stafla sekkjum sem vógu 40 kg hver, taka tvo í einu og lyfta þeim uppog beraþá ákveöna vegalengd. í þessari grein reyndist Hjalti sterk- astur. Hann tók þessa 20 poka og flutti þá fimm metra vegalengd á 1 mín. og 25 sekúndum. Guöni Sigur- jónsson varö þar í ööru sæti og Jón Páll í þriðja. Baldur Borgþórsson fékk aösvif í þessari grein og varö aö hætta keppni. Þá var komið aö bíladrætti og Morgunblaðið/Ragnar Axelsson • Hér hnyklar Jón Páll Sigmarsson vöðvana framan í áhorfendur eftir að hafa sigrað ( keppnínni í gærkvöldi. Valur og Jóhannes héldu UMFN á floti gegn baráttuglöðum ÍR-ingum NJARDVÍKINGAR sluppu með skrekkinn gegn ÍR-ingum í úrvals- deíldinni í gærkvöldi er liðin öttu kappi í Seljaskóla. Sigruðu Njarö- víkingar með 102 stigum gegn 95 eftir fjöruga byrjun og spennandi lokamfnútur. í hálfleik var staðan 56-41 fyrir UMFN. Valur Ingimund- arson átti stórleik með UMFN og skoraöi 39 stig. Var hann samt utanvallar ( 7'A minútu í seinni hálfleík. Upphafsmínútur leiksins lóku bæði liöin hratt og vel og rataði hvert einasta skot ofan í körfuna framan af. ÍR-ingar voru sprækari fyrstu mínúturnar og komust í 15- 10, síöan 19-12 og 23-14 eftir átta mínútur. Um miðjan hálfleikinn tóku Njarövíkingar aö sækja á og ÍR-ingar voru ekki lengur nógu ákveönir i sóknarleik sínum, auk þess sem hittni þeirra varö lakari. Njarövíkingar komust fyrst yfir þegar tæpar átta mínútur voru til hálfleiks, er Valur skoraöi 3ja stiga körfu og kom liöi sínu í 32-30. ÍR- ingum tókst aö hanga í Njarövíking- um næstu mínúturnar og munaöi venjulegast tveimur til fjórum stig- um og var staöan t.d. 43-41 þegar rúmar fjórar mínútur voru til hálf- leiks. En þá kom slæmur kafli hjá ÍR- ingum og skoruöu þeir ekki fram aö hléi. Rataöi ekki eitt einasta skot þeirra í körfuna, en á sama tíma skoruðu Njarövíkingar 13 stig og náöu 15 stiga forystu í hálfleik, 56-41. Seinni hálfleikurinn fór ööru vísi af staö en sá fyrri, framan af gengu sóknir liöanna ekki upp. iR-ingar skoruöu fyrstu tvær körfurnar og minnkuðu muninn í 11 stig, en síöan náöu Njarövíkingar hverju hraöa- upphlaupinu af ööru og fyrr en varöi var staðan orðin 64-45. (R-ingar náðu ekki að hemja Njarövíkinga framan af seinni hálfleik og eftir rúmar 7 mínútur var munurinn orö- inn 22 stig, 78-56. Útlitiö var sem sé ekki björgulegt á þessu augnabliki hjá ÍR-ingum, en á næstu mínútum gjörbreyttist leikur þeirra. Breyttist varnar- og sóknarleikur þeirra til hins betra og á sama tíma tók aö halla undan fæti hjá Njarðvíkingum. iR-ingar náöu vel saman í sóknarleik sínum og munaöi þar mestu um stórleik Vignis Hjaltasonar hjá ÍR. Smám saman minnkaöi forysta Njarövíkinga. Höföu þeir 19 stiga forystu, 82-63, er 9 mínútur voru til leiksloka, en tæpum fimm mínútum síðar, þegar 4’A mínúta voru til leiksloka höföu (R-ingar minnkaö muninn meö mikilli og góöri baráttu í fimm stigum, 86-81. Þá tók Gunn- ar Þorvaldsson þjálfari UMFN til þess ráós aö setja Val og Jóhannes Kristbjörnsson, tvo beztu menn UMFN, inná, en hann haföi hvílt þá um skeiö. Skoraöi Jóhannes grimmt síöustu mínúturnar og sá til þess aö munurinn héldist. Hjálpaði þaö einnig upp á sakirnar fyrir UMFN aö of mikill asi var á ÍR-ing- um síöustu minúturnar. Lokakafli leiks IR og UMFN var stórskemmtilegur og spennandi. Valur og Jóhannes héldu Njarövík- ingum á floti gegn baráttuglööum ÍR-ingum. Voru þeir afburöa menn í liði sínu, en Isak var drjúgur í hraóaupphlaupum í seinni hálfieik og Hreiðar Hreiöars og Helgi Rafns stóöu sig með prýöi í varnarleikn- um. jR-ingar sýndu aö þeir geta staö- iö í og boöið hvaöa liöi sem er byrg- inn. I liöinu eru ungir menn meö mikla framtíö. Vignir átti mjög góö- an leik, Ragnar Torfa og Jóhannes Sveinsson einnig, en hann fékk sína fimmtu villu er tæpar 9 mínútur voru eftir og var því úr leik. Hjörtur Odds var góöur, en helzt til eigingjarn á stundum. Karl Guölaugs átti einnig góöan leik. Stig ÍR: Hjörtur Oddsson 19, Jóhannes Sveinsson 16, Karl Guðlaugsson 16, Raan- ar Torfason 14, Vlgnlr Hjaltason 12, Jón Orn Guðmundsson 8, Bragi Reynisson 6 og Benedikt Ingþórsson 4. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 39, Jó- hannes Kristbjörnsson 23, isak Tómasson 14, Kristlnn Einarsson 9, Hrelðar Hreiðars- son 6, Helgi Rafnsson 5, Árni Lárusson 4 og Ellert Magnússon 2. ágás. Næsta grein á dagskránni var sjómaöur. Þar var mikiö tekiö á og í upphafi varð Guðni Sigurjónsson fyrir því óhappi er hann reyndí sig viö Hjalta, aö hann handleggs- brotnaöi á upphandlegg. Torfi varö einnig fyrir því aö togna og varö aö hætta keppni. Jón Páll var lang- sterkastur í þessari grein og átti ekki í erfiöleikum meö aö fella alla andstæöinga sína léttilega. Hjalti keppti viö Jón Pál til úrslita og gaf Jón honum tvo möguleika á aö fella sig, bæöi meö vinstri og hægri, en Hjaltatókst þaöekki. Lokagrein keppninnar var svo aö lyfta upp Húsafellshellunni og ganga meö hana 15 meta í fanginu á tíma. Þarna var Jón Páll í essinu sinu og gekk léttiiega meö helluna þessa I5 metra. Hella þessi er 186 kíló. Hjalti gekk einnig meö helluna þessa vegalengd, en var ekki eins létt stígur og Jón Páll. Magnús Ver reyndi einnig viö þetta en honum tókst aðeins aö lyfta henni og er hann því hálfsterkur. Mikil stemmning var í Laugar- dalshöll og skemmtu áhorfendur sér vel. Jón Páll sannaöi enn einu sinni aö hann er okkar mesti afl- raunamaöur í dag. Hann er sem kunnugt er handhafi titilsins „Sterkasti maður heims 1985", og nú hlaut hann titilinn, „Sterkasti maður Islands 1985“. Lokastaöan í keppninni var þessi: Jón Páll SigmarMon, 34 stig Hjalti Úraus Arnaaon, 28 Magnús Var Magnússon, 21 Torfi Magnússon, 15 Guðni Sigurjónsson, 12 Baldur Borgþórsson, 5 • Jón Páll tekur við bikarnum sem Morgunblaöið gaf til keppn- innar. þar varö Jón Páll öruggur sigurveg- ari og Hjalti í ööru sæti aðeins einhi sekúnduáeftir. Jón Páll var einnig sigurvegari í rafgeymalyftu. Hann gat haldiö bílarafgeymi lengst allra, meö út- réttum öröum. Jón hélt honum uppi í 29,68 sek. Magnús Ver var í ööru sæti með 27,65 og T orfi í þriöja meö 22,99 sek. „Titillinn mér mikils virði“ segir sterkasti maður íslands viö meiösli aö stríöa aö undan- förnu. Þaö er mjög mikilvægt í svona keppni aö kunna sín takmörk og passa sig á aö keyra sig ekki út of fljótt. Menn veröa aö vera jafn- sterkir á bæöi þol og kraft. Keppnin var mjög skemmtileg og áhorfend- ur voru vel meö á nótunum,* sagöi sterkasti maöur Islands, Jón Páll Sigmarsson. „Þessi titill er mér meira virði en er ég vann titilinn „Sterkasti maöur heims“, ( Svíþjóð í fyrra- vetur,“ sagði Jón Páll Sigmarsson eftir að hafa orðið sigurvegari í keppninni um sterkasta mann íslands 1985, í Laugardalshöll í gærkvöldi. „Þetta var nokkuö erfitt, þó keyrði ég mig ekki alveg út. Hef átt • Hjalti Úrsus Árnason gengur hér með Kvfahelluna frá Húsafelli og átökin leyna sér ekki í andliti hans. Sagan segir að takist einstakling að bera helluna 12 metra sé hann „fullsterkur“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.