Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985 AP/Símamynd Ungfrú heimur, Hólmfríöur Karlsdóttir (fyrir miðju) og stúlkurnar tvær, sem næstar urðu í keppninni. Vinstra megin er breska stúlkan Mandy Saires, sem varð í öðru sæti, og hægra megin er bandaríska stúlkan Brenda Denton, sem varð í þriðja sæti. MorgunblaAið/RAX Karl Guðmundsson og Asta Hannesdóttir reyndu að ná sambandi við Hólmfríði dóttur sína er úrslitin voru Ijós. Fóstra úr Garöabæ fegursta stúlka heims: Vonum að Hólmfríður verði landi sínu og þjóð til sóma ár — segja foreldrar hennar, Asta Hannesdóttir og Karl Guðmundsson London. 14. nóvember, frá VaMimar l'nnari VaMimarssyni, fréUaritara MorgunblaAsins. 22 ÁRA fóstra úr Garðabæ, sem vinnur á barnaheimilinu við Vífils- staöi, Hólmfríður Karlsdóttir, var í kvöld kosin Ungfrú heimur — feg- ursta stúlka heims. „Ég er svo hamingjusöm að ég á ekki til orð,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið eftir krýninguna. Foreldrar Hólmfríðar, Ásta Hannesdóttir og Karl Guðmunds- son, verkfræðingur, voru ekki síður hamingjusöm þegar blm. Morgunblaðsins hafði samband við þau eftir að úrslitin lágu fyrir. „Við erum alveg í skýjunum!" sagði Karl. „Við eigum alveg eftir að átta okkur á þessu. Við höfum svifið í lausu lofti undanfarna daga en nú erum við vitaskuld ósköp ánægð. Við vonum bara að þetta færi Hólmfríði gæfu og að hún verði landi og þjóð til sóma,“ sagði Karl. Hundruð milljóna manna fylgdust með keppninni í beinni útsendingu. Það var ljóst af allri umfjöllun blaða hér í Bretlandi fyrir keppnina, að Hólmfríður var talin eiga mjög góða möguleika á sigri. Var það mál flestra, að hún myndi líklega etja kappi við nítj- án ára sagnfræðinema frá Jama- ica, Alison Barnett. 78 stúlkur tóku þátt í keppninni í Royal Albert Hall í kvöld. Að baki var langur og strangur und- irbúningur - álagið hafði verið gífuriegt síðustu dagana fyrir keppnina, erfiðar æfingar og við- töl við dómarana. Stúlkurnar höfðu raunar verið í hálfgerðri einangrun og þess stranglega verið gætt, að óviðkomandi kæm- ust ekki þar að. Fyrst komu þær fram í kvöld- kjólum og mynduðu frambærileg- an kór og sungu saman hugljúft lag, sem hljómaði vel í Royal Albert Hall. Eftir samsönginn hurfu dömurnar á braut en komu síðan ein af annarri inn á sviðið í baðfötum. Greinilegt var á undirtektum, að áhorfendur kunnu vel að meta Hólmfríði. Síðan var gert hlé áður en til- kynnt var hvaða fimmtán stúlkur kæmust í undanúrsiit og voru Hólmfríður og Alison Barnett í þeim hópi. Eftir það var tilkynnt hvaða sjö stúlkur kæmust í úrslit — og enn voru þær tvær þar á meðal. Eftir þetta kom stóra stundin — fegurðardrottningar heimsálf- anna. Þar féll stúlkan frá Jamaica úr keppninni - fegurðardrottning Ameríku varð Ungfrú Bandarík- in. Hólmfríður var valin fulltrúi Evrópu. Þegar hér var komið sögu var svo mikil spenna í salnum að hann nær titraði. Meðal áhorf- enda var allstór hópur íslendinga og mátti sjá nokkra þeirra tár- fella þegar úrslitin voru tilkynnt. í undanúrslitunum voru tekin viðtöl við stúlkurnar hverja fyrir sig. Hólmfríður stóð sig mjög vel, var mjög örugg í allri framkomu, talaði góða ensku, var hispurslaus og hversdagsleg fyrir framan 500 milljónir manna. Baldvin Jónsson, umboðsmaður Fegurðarsamkeppni íslands, var að vonum ánægður eftir að úrslit- in voru kynnt. „Það var markmið mitt þegar ég tók við keppninni heima, að koma íslandi á kortið, eins og sagt er,“ sagði hann. „Fyrir þremur árum var íslensk stúlka í fjórða sæti, árið eftir var íslensk stúlka í sjötta sæti og nú eigum við fegurstu stúlku heims. Þetta var markmið okkar — ef við ætlum að taka þátt í þessari keppni á annað borð, þá þarf að standa vel að því heima. Eg held að það hafi skilað sér. Þetta er stórt mál - kannski miklu stærra en menn gera sér almennt grein fyrir,“ sagði Baldvin Jónsson. GT-húsgögn: Fimm ákærðir TVEIR stjórnarmenn og þrír fyrnim starfsmenn fyrirtækisins GT-húsgögn hf. í Reykjavík voru í gær ákærðir fyrir söluskattsvik, fjárdrátt, umboðs- svik, undanskot eigna, fólsun, rangan framburð og tilraun til fjársvika. Málið er höfðað fyrir sakadómi Reykjavíkur. Meint brot voru öll framin í tengslum við gjaldþrot fyrirtækis- ins. Stjórnarmennirnir tveir, annar þeirra framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, eru í fyrsta lagi ákærðir fyrir söluskattsvik með því að hafa dreg- ið undan veltu ársins 1984 rúmar 12 milljónir króna. í öðru lagi er þeim gefið aö sök að hafa dregið að sér fé úr fyrirtækinu, sameigin- lega og hvor í sínu lagi, samtals um 1,2 milljónir króna, og í þriðja lagi er talið að þeir hafi haft á brott með sér úr fyrirtækinu fyrir gjaldþrot þess fjármuni, einkum áhöld, efni og vélar, samtals að fjár- hæð um 400 þúsund krónur. Þrír fyrrum starfsmenn fyrir- tækisins eru ákærðir fyrir að hafa rangfært stimpilkort fyrir nóvem- ber á fyrra ári, skömmu fyrir gjald- þrotið, og bætt á þau óunnum vinnustundum, fráþrjátíu stundum og upp í 70 stundir. Þannig lögðu þeir kortin til grundvallar fjárkröf- um í þrotabúiö. Samkvæmt lögum frá 1974 ábyrgist ríkissjóður launa- greiðslur í gjaldþrotum, þannig að sýnt þykir að þremenningarnir hafi ætlað að svíkja fé á þennan hátt út úr ríkissjóði. Þá eru starfsmennirn- ir einnig taldir hafa aðstoðað við að skjóta eignum félagsins undan skÍDtunum. Þrotabú GT-húsgagna er enn til skipta í skiptarétti í Reykjavík. Ógreiddar kröfur í búið nema nú um þrettán milljónum króna en eignir félagsins eru taldar sáralitl- ar, skv. upplýsingum Markúsar Sigurbjörnssonar skiptaráðanda. Helsta eign hlutafélagsins er há fjárkrafa í þrotabú framkvæmda- stjóra félagsins - um eða yfir fimm milljónir króna. Þessa dagana er verið að koma eignum hans í verð og standa þá vonir til að hægt verði að ljúka skiptum á þrotabúi félags- ins. Rannsóknir á gjaldþrotamálum hafa verið tekin fastari tökum á undanförnum mánuðum, skv. upp- lýsingum blaðsins. Munu nokkur gjaldþrotamál nú vera í svipuðum farvegi og mál GT-húsgagna. Flestir fylgjandi kvóta til tveggja ára Morgunblaðið/RAX Mutter fagnað á tón- leikum Sinfóníunnar Á FISKIÞINGI í gær kom fram þrenns konar álit úr fiskveiðinefnd og að auki tillaga um ad miðað verði við ákveðinn afla þorsks og annarra botnlægra tegunda ár hvert næstu fimm ár án tillits til veiðistjórnunar. 7 af 10 nefndarmönnum mæla með fiskveiðistjórnun, sem í megin atrið- um byggist á framkomnu frumvarpi sjávarútvegsráðherra, 2 mæla með Athugasemd frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins MORGUNBLAÐINU barst í gærkvöldi eftirfarandi athuga- semd frá Hallvarði Einarssyni, rannsóknarlögreglu ríkisins: „Vegna frásagnar þeirrar sem birtist í Helgarpóstinum 14. þessa mánaðar um okur- rannsókn þá sem nú fer fram af hálfu Rannsóknarlögreglu ríkisins, skal tekið fram að efni þessarar frásagnar er ekki byggt á upplýsingum frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins." tegundamarki og cinn með frjálsum veiðum með sóknarstöðvunum og veiðistýringu í aðrar tegundir í þorsk. Tillaga meirihluta fiskveiði- nefndar er að Fiskiþing samþykki í megin dráttum frumvarp um stjórn fiskveiða með eftirfarandi breytingum: Gildistími verði tvö ár f stað þriggja. Að veiðar smábáta verði stöðvaðar frá 15. desember til 15. janúar, en í 9. grein frumvarps- ins er gert ráð fyrir veiðistöðvun smábáta frá 15. nóvember til 9. febrúar. Að sama regla um veiði- leyfi nýrra skipa verði látin gilda um fiskiskip undir 10 lestum og yfir 10 lestum. Að framsalsréttur þeirra skipa, sem ekki eru gerð út, verði takmarkaður verulega. Loks segir í áliti meirihlutans, að Fiski- þing telji æskilegt, að við gerð reglugerðar-um sóknarmark, verði möguleikar þeirra báta, sem stunda þorskveiðar með netum, gerðir aðgengilegri með einhverri fjölgun sóknardaga. í þessu tilefni má geta þess, að smábátum fjölgaði úr 614 árið 1979 í 964 árið 1984. Vegna þess meðal annars telur meirihlut- inn ekki rétt að nýir smábátar fái leyfi til veiða fremur en ný st^erri_ skip. Tveir nefndarmanna leggja til að veiðum verði stjórnað eftir teg- undamarki líkt og var áður en kvót- inn var tekinn upp. Leyft verði að veiða 360.000 lestir af þorski á næsta ári og 300.000 lestir af öðrum botnlægum tegundum og skiptist þorskaflinn jafnt milli báta og togara. Árinu verði skipt í þrjú tímabil og miðað við ákveðinn aÖa hvert þeirra og ákveðið hlutfall þorsks í afla tilgreind tímabil. Einn nefndarmanna leggur til, að mörkuð verði veiðistefna til aukins frjálsræðis í veiðum og þorskafli næsta árs verði sem næst 350.000 lestum. í hlut báta komi 165.000 lestir og togara 185.000 lestir. Árinu verði skipt í tvö jöfn tímabil með ákveðnu aflamagni hvort tímabil og ákveðnum fjölda veiðistöðvana daga. Ekkert hámark verði á þorskafla einstakra skipa, en tilgreindur hámarks afli hvort tímabil ársins. Sjávarútvegsráðu- neytið fylgist með viðmiðunarafla hvors tímabils og fækki eða fjölgi stoppdögum eftir þróun veiðanna. Skilyrt verði, að í heildarafla hvers togara á árinu verði 30% annað en þorskur. „Anne-Sophie Mutter er stórkost- legur listamaður og tónleikarnir I heild voru stórkostlegir," voru fyrstu viðbrögð Jóns Ásgeirssonar tónlistargagnrýnanda Morgun- blaðsins að loknum tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands 1 gær- kvöldi. Einleikarinn var hvað eftir annað klappaður upp og tónleika- gestir risu úr sætum sínum og fögn- uðu henni og hljómsveitarstjóran- um Jean-Pierre Jaqcuillat. Myndin er tekin á tónleikunum í gærkvöldi. Jón Ásgeirsson sagði ennfremur að það væri tilhlökkunarefni að heyra Anne-Sophie Mutter leika Árstíð- irnar eftir Vivaldi á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.