Morgunblaðið - 15.11.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985
Lífíð leikur við
og hún fyrir o
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
MagnúsFinnsson,
SigtryggurSigtryggsson,
Ágústlngi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið.
Þögn um
utanríkismál
Rœtt við Anne-Sophie MutU
Af augljósum ástæðum hefur
athygli manna beinst mest að
þeim hjaðningavígum, er ein-
kenna starf Alþýðubandalagsins
og settu mestan svip á landsfund
þess. Fyrir bragðið hefur minna
verið rætt um þá stefnu, sem
ætlunin var að marka á lands-
fundinum. Þar var samþykkt
stjórnmálaályktun, sem er ein-
kennilega losaraleg. Annars vegar
er ályktað um atriði eins og það
„að verulega verði dregið úr út-
flutningi á ferskum fiski" og hins
vegar látið hjá líða að minnast á
utanríkismál, ef marka má álykt-
unina eins og hún birtist í Þjóð-
viljanum.
Fyrir því kunna að vera margar
ástæður, að alþýðubandalags-
menn ákváðu að hafa ekki eitt
einasta orð um utanríkismál í
stjórnmálaályktun sinni. Á und-
anförnum árum hefur ábyrgðar-
laus stefna flokksins, sem miðar
að því að gera landið í senn hlut-
laust og varnarlaust átt undir
högg að sækja. Með aðild að ríkis-
stjórn 1978 án þess að krefjast
þess, að í stjórnarsáttmála væri
sett ákvæði um brottför varnar-
liðsins, hvarf Alþýðubandalagið
frá mikilvægu skilyrði fyrir þátt-
töku í ríkisstjórnarsamstarfi. Á
flokksvettvangi hafa alþýðu-
bandalagsmenn forðast að gera
þetta mál upp.
Svavar Gestsson gat ekki orðið
ráðherra 1978 nema að fallast í
verki á dvöl varnarliðsins. ólafur
R. Grímsson er virkur þátttakandi
i alþjóðlegum samtökum þing-
manna, sem hafa það hvorki á
stefnuskrá sinni að rjúfa samstarf
Atlantshafsbandalagsríkjanna né
veikja varnir þeirra með einhliða
afvopnun.
Aðeins þeir, sem hafa tögl og
hagldir í málefnum Alþýðubanda-
lagsins, geta skýrt það, hvers
vegna landsfundurinn ályktaði
ekki um utanríkismál, þegar tekin
var almenn afstaða til stjórnmála.
Á að skilja þögnina svo, að ekki
hafi tekist að sætta sjónarmið
sovétsinnanna og annarra innan
flokksins? Er andstaðan við vest-
rænt varnarsamstarf ekki lengur
það sameiningartákn, sem hún
áður var í Alþýðubandalaginu?
Nauðsynlegt er að fá svar við
spurningum sem þessum á opin-
berum vettvangi, þar sem hér er
um grundvallarþátt í íslenskri
stjórnmálabaráttu um áratuga
skeið að ræða. Morgunblaðið telur
síður en svo ástæðu til að ætla,
að þeir, sem ráða ferðinni í Al-
þýðubandalaginu, þegar til kast-
anna kemur, hafi fallið frá þeirri
æskuhugsjón smni, að hinn sov-
éski friður sé betri kostur en frið-
urinn, sem ríkt hefur í okkar
heimshluta í 40 ár.
Ein helsta ástæða uppdráttar-
sýkinnar í Alþýðubandalaginu er,
að þar hafa menn svo lengi reynt
að fela sitt rétta andlit í von um
að geta með því gengið í augun á
kjósendum. f því ljósi ber að skoða
þögn landsfundar Alþýðubanda-
lagsins um það, hvað gera þarf til
að tryggja sjálfstæði, öryggi og
varnir íslensku þjóðarinnar.
Flokksbroddarnir átta sig á því,
að gamla stefnan „ísland úr
NATO, herinn burt“ á ekki lengur
upp á pallborðið — jafnvel Samtök
herstöðvaandstæðinga átta sig á
því — þess vegna velja þeir þann
kost að þegja um utanríkismál í
stjórnmálaályktuninni. Þeir ætla
ekki að hreyfa við málinu að fyrra
bragði í von um að þögnin dugi
þeim best um þessar mundir.
Gamli gunnfáninn verður ekki
dreginn upp að nýju, fyrr en æðsta
takmarkið hefur náðst, ráðherra-
stólarnir.
Ævagömul
risafura
og trénað
skrifræði
Igær lauk hrakningasögu gjafar
þeirrar, sem Bandaríkjastjórn
ákvað að færa íslensku þjóðinni á
árinu 1974 í tilefni af því að 11
aldir voru liðnar frá upphafi ís-
landsbyggðar. Hér er um að ræða
mikla þversneið af þrettán hundr-
uð ára gamalli risafuru í Kalifor-
níu. Eins og sjá má af frásögn
Morgunblaðsins í gær af 11 ára
píslargöngu bandarísku þjóðar-
gjafarinnar hafa Bandaríkjamenn
skorið tvær slíkar þversneiðar
fyrir íslendinga. Hin fyrri komst
aldrei hingað vegna féleysis gef-
anda og var hún söguð niður í
skilti.
Bandaríkjamenn kenna skrif-
ræði og Watergate-málinu um hve
illa tókst til í fyrra skiptið með
risafurusneiðina. Að vísu er erfitt
að sjá, hvernig Watergate-málið
hefur getað spillt fyrir framgangi
þessa máls nema þá á þann veg,
að allt stjórnkerfi Bandaríkjanna
hafi verið svo lamað í kjölfar
afsagnar Richards Nixon, að jafn-
vel lítið mál eins og þetta fór úr-
skeiðis.
Því ber að fagna að nú er svo
komið, að bandaríska stjórnkerfið
getur staðið þannig að fram-
kvæmd ákvarðana um gjafir til
annarra bjóða, að þær berist þeim,
sem bíða í eftirvæntingu en kunna
ekki við að kvarta, svo sem fram
kom hér í blaðinu í gær. Risafuran
þolir þessa bið, enda hefur hún
þegar vaxið í rúm þrettán hundruð
ár. Það hefði verið átölulaust af
okkar hálfu þótt hún hefði ekki
verið afhent fyrr en eftir önnur
þrettán hundruð ár úr því sem
komið var.
Anne-Sophie Mutter býr í
smáþorpinu Wehr sem er í
Svartaskógi þar sem heitir
þriggjalanda-horn: þaðan er
spölkorn til Frakklands eða
Sviss, þar er töluð mállýskan
allemanska sem sver sig í ætt
við þýskuna sem Bernarbúar
nota og mörgum þykir falleg.
Það er söngur í því máli. Við
fyrstu kynni gæti maður haldið
að Anne-Sophie Mutter væri
ósköp venjulegur meiður á
þeim mannkvisti sem þarna
vex í súrregnisskugga
himinhárra lauftrjánna, að hún
væri afgreiðslustúlka í lyfjabúð
sem hefði verið svo heppin að
vinna íslandsferð í einhverri
samkeppni á vegum vikuritsins
Bunte og væri hingað komin
til að njóta lífsins á norðlægum
slóðum, glaðlynd og reifin,
barnslega glöð yfir því hvað
hún var heppin. £n látum ekki
glepjast við fyrstu sýn. í
gærkvöldi steig þessi ósköp
venjulegi þýski þorpsbúi fram
á sviðið í Háskólabíói, mundaði
Stradivaríusinn Lord Dunn
Raven frá 1710. Þeir sem
þekkja til segja hana einn
þriggja færustii fiðluleikara
heims um þessar mundir. Ég
hitti Anne-Sophie Mutter
skömmu eftir að hún kom til
landsins á miðvikudaginn þar
sem hún sat í hótelsvítu sinni
og borðaði grafiax með bestu
lyst þrátt fyrir klígjukennt
betrekkið á veggjunum. Hún
sagði mér fyrst frá fjölskyldu
sinni:
— Það er engin tónlistarhefð
í minni ætt. Faðir minn er blaða-
maður sem níu undanfarin ár
hefur verið framkvæmdastjóri
útgáfufyrirtækis sem hefur
bækistöðvar sínar í Wehr. Bræð-
ur mínir eru báðir við háskóla-
nám, annar í Freiburg, hinn í
Munchen, og sá eldri, Christoff,
leikur á píanó. Ég hef ekki
minnstu hugmynd um hvað
vakti áhuga minn á tónlist.
Foreldrar mínir unnu báðir
hljómlist, en varla skýrir það
neitt. Ég veit það bara að þegar
ég var fimm ára gömul þurfti ég
að spila, og spila á fiðlu. Þetta
var ekki venjuleg löngun, engin
hugdetta, heldur mikil ástríða
sem ég varð að lúta. Ég var svo
heppin að í Wehr bjó kona ein
sem verið hafði nemandi rúss-
neska fiðlusnillingsins Carl
Flesch og sjálf allþekktur fiðlu-
leikari á árum áður. Hjá henni
lærði ég. Sjö ára gömul lék ég í
fyrsta sinn fyrir áheyrendur og
níu ára hélt ég fyrstu hljómleika
mina. Strax þegar ég var sjö ára
var farið að tala um mig sem
undrabarn og hinir og þessir
sóttust eftir því að fá mig til að
halda tónleika. En sem betur fer
spornaði faðir minn gegn því að
ég festist í þeirri rullu. Ég hélt
áfram að læra og 13 ára gömul
vann ég fyrstu verðlaun í alþjóða
tónlistarsamkeppni æskunnar
sem haldin var í Luzern.
Skömmu síðar fékk ég boð frá
meistara Herbert von Karajan
að koma til Berlínar. Hann vildi
hlusta á mig.
Við fórum þrjú til Berlínar að
haustlagi, pabbi, kennarinn
minn og ég. Eg var yfir mig glöð
yfir því að fá að hitta átrúnaðar-
goðið mitt von Karajan. Ég hafði
æft klukkustundar efnisskrá
með verkum m.a. eftir Mozart
og Mendelsohn. Við vorum látin
bíða drykklanga stund eftir
meistaranum. Það var eins og
stormsveipur færi um salinn
þegar hann kom inn, mikilúðleg-
ur, hrífandi, einbeittur. Hann
sagðist hafa tíu mínútur aflögu
til að hlýða á mig. Ég lék fyrir
hann Chaconne og tvo kafla eftir
Mozart. Þegar ég var búin kom
hann til mín og spurði mig hvort
ég vildi leika með honum á tón-
listarhátíðinni hans í Salzburg
um vorið. Ég varð orðlaus, hafði
ekki átt von á öðru en að vera
send aftur heim í Svartaskóg og
hitta þennan mikla mann aldrei
aftur. Þetta var árið 1977. Síðan
hefur rignt yfir mig tilboðum
um að halda tónleika um allan
heim. Ég hef þurft að æfa mig
í því að segja nei. Núna held ég
80—100 tónleika á ári, fer í tón-
leikaferð annað hvert ár til
Japan, árlega til Bandaríkjanna,
spila út um allar trissur.
Anne-Sophie Mutter segir frá
ferli sínum án yfirlætis en full
kæti eins og allt hafi þetta gerst
áreynslulaust, snilligáfu hennar
hafi rignt eins og manna af
himnum ofan. Og kannski er það
rétt. Ég spyr hana hvort hún
hafi verið taugaóstyrk fyrir fund
sinn með von Karajan.
— Hann spurði mig að því
öryggi á frið-
hættutímum
Innra
ar- og
— eftir Sigurð M.
Magnússon
Á undanförnum tveimur árum
hafa viðhörf í öryggis- og varnar-
málum breyst verulega. Að frum-
kvæði og undir forystu Geirs
Hallgrimssonar, utanríkisráð-
herra, hefur markvisst og örugg-
lega verið unnið að framkvæmd
svonefndrar íslenskrar varnar-
stefnu, þar sem áhersla er lögð á
aukna þátttöku og frumkvæði ís-
lendinga í þessum málaflokki; að
skapa þær aðstæður að fslending-
ar geti sjálfir metið varnarþörfina
og gert tillögur um varnir landsins
í samræmi við hana. Stefnu þar
sem fyrirkomulag varna landsins
er metið af okkur sjálfum, í sam-
vinnu við bandalagsþjóðir okkar í
Atlantshafsbandalaginu. Ég vil
því nota tækifærið og færa Geir
Hallgrímssyni, utanríkisráðherra,
sérstakar þakkir fyrir hans frum-
kvæði og forystu í þessum málum.
Sú stefna, sem hér hefur verið lýst,
svo og það trausta starf, sem fram
fer hjá varnarmálaskrifstofu ut-
„Hernaðarlegt mikil-
vægi landsins, umsvif
Sovétmanna hér á landi
og reynsla nágranna-
þjóða okkar af njósna-
og undirróðursstarfsemi
þeirra, ættu að vera
nægileg rök fyrir nauð-
syn þess að efla alla
öryggisgæslu innan-
lands stórlega.“
anríkisráðuneytisins, er þess eðlis,
að tæpast er þörf á leikmanns-
þönkum um það, sem er í raun
þungamiðja hvoru tveggja, stefn-
unnar og starfsins, að tryggja
„virkar varnir" gegn hættu, er að
okkur steðjar utan frá.
En við megum ekki beina sjón-
um okkar einvörðungu að þeirri
hættu, er steðjar að okkur utan
frá. Huga þarf vel að innra öryggi
og gera þarf nauðsynlegar ráðstaf-
anir til þess að erlend ríki eða
útsendarar þeirra geti ekki grafið
undan öryggi og sjálfstæði þjóðar-
innar. Vegna þess ber nauðsyn til,
í fyrsta iagi að taka upp eftirlit
með starfsemi erlendra sendiráða
hér á landi, í öðru lagi að takmarka
fjölda sendimanna í einstökum
sendiráðum erlendra ríkja hér,
a.m.k. setja ákveðnari skorður en
nú eru, í þriðja lagi að auka eftirlit
með ferðum erlendra rannsókna-
leiðangra um landið og í fjórða
lagi að gerðar verði áætlanir um
vernd lykilmanna á ófriðartímum,
svo og um eftirlit og gæzlu þeirra
stofnana og fyrirtækja, er gegna
hrkilhlutverki í íslensku þjóðfélagi.
I þessu skyni þarf að koma upp
sérstakri öryggislögreglu eða öllu
heldur öryggisþjónustu, sem ann-
ist öll mál, er lúta að innra öryggi
ríkisins og þjóðarinnar. Við vitum
vel hvaðan mesta ógnin kemur og
eigum þvi, nú þegar, að taka upp
virkt eftirlit með starfsemi
sovézka sendiráðsins og sendi-
manna þess.