Morgunblaðið - 15.11.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR15. NÓVEMBER1985
31
icjö^nu-
ípá
HRÚTURINN
21. MARZ—19.APRfL
Það væri ekki úr vegi að vakna
snemma svona einu sinni. Þetta
slór gengur ekki lengur. Þú
hefur verk að vinna og hefur
ekki tíma til að liggja í leti.
Taktu þig á.
NAUTIÐ
20. APRÍL-20. MAl
Það þjðir ekki aA æsa sig upp
út af öllu. Þú ferð bara illa meö
sjálfan þig. ÞaA borgar sig aA
taka hlutunum meA ró. Þú veist
aA þaA er ekki gott fyrir blóA-
þrýstinginn að æsa sig.
TVÍBURARNIR
21 MAl-20. JÚNl
Nú er um að gera að vera í góðu
skapi í vinnunni. Þér gengur
miklu betur að leysa öll verkefni
ef þú ert með bros á vör. Vinnu-
félagarnir eru líka almennilegri
ef þú ert glaður.
'm KRABBINN
21. JÍINl—22. jíilI
Þú ættir að tala í trúnaði við
fjölskyldu þína um ákveðið mál.
Þú getur ekki leyst það upp á
eigin spýtur. Þú bíður ekki ósig-
ur þó að þú leitir hjálpar. Skokk-
aðu í kvöld.
ÍSílLJÓNIÐ
Síf ^23- JÚLÍ—22. ÁGÚST
Þú ættir að íhuga vel tilboð sem
þér hefur borist. ÞaA gæti verið
mjög freistandi að taka því.
GaumgæfAu samt vel annmark-
ana sem fylgja tilboðinu. Vertu
heima í kvöld.
MÆRIN
23. ÁGÚST-22. SEPT.
Helltu úr skálum reiAi þinnar í
dag. Þú getur ekki endalaust
látið troða á þér. Þú ert búinn
að vera þolinmóður nógu lengi.
Það mun eitthvað gerast í dag
sem fyllir mælinn.
Qk\ VOGIN
23. SEPT.-22. OKT.
Gættu vel að mataræði þínu. Það
er ekki sama hvað þú borðar
né magn þeirrar fæðu sem þú
sporðrennir. Taktu þig nú á og
byrjaðu á leikfimisæfingum af
kappi.
DREKINN
23. OKT.-21. NÓV.
Þetta verður ágætur dagur.
Vinnan er áhugavekjandi og þú
færð margar góðar hugmyndir.
Varaðu þig á persónum sem
smjaðra of mikið fyrir þér.
Mundu að vera beima í kvöld.
IJjM bogmaðurinn
ImXU 22. NÓV.-21. DES.
Þú ert mjög ævintýragjarn um
þessar mundir. Reyndu samt að
hemja þig ofurlítið og gerðu
ekki neina vitleysu. Taktu mið
af fjölskyldunni 1 ráðabniggi
þínu. Gerðu eitthvað skemmti-
legt í kvöld.
STEINGEITIN
22. DES.-19. JAN.
Láttu verða af þvi að bjóði
vinum heim. Þú hefur ekki ger
það lengi svo að nú er komim
tlmi til að gera eitthvað í þessun
málum. Það verður örugglegi
gaman hjá þér í kvöld.
iu
VATNSBERINN
20. JAN.-18. FEB.
Þú getur ekki farið neitt út i
kvöld. Þú átt svo mörgu ólokið.
Lokaðu þig inni f herberginu
þínu og Ijúktu við verkefnin sem
bíða þín þar. Það þýðir ekki að
slá slöku við.
2 FISKARNIR
19. FEB.-20. MARZ
Margir atburðir munu halda þér
föngnum i dag. það verður svo
mikið að gera hjá þér í dag.
X-9
CVy»<7y" Iprigreach hcji,r Aa£t í//J frtvrr/>oél sttt
(r&aponarn/r OTu, /><rrfmr '7p/?/S'er Awn/nn Áe/sn ■
OMAfí ///>// r£fí/p sA
B£ST/, /Wf’/tpsze/ffi/
/&////./fí/£Ac/piÆ/fí/£&4
ó-OEftv/rtfírt/fí /Cor/osr/
HA*// -S£fí»/ fíf'6
'£á £fí £///// //Ó£e/ S//JAU
9 y/£4 />AP £<f£fí
fí/ÓSAT/fí/, SEM y//u
Föee/fí/AA/p///// Aí£ s
F///VS &ÖSTA.
King Featuret Syndic«te. Inc Worid righit resærved
fíö/r/
DYRAGLENS
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
: • . •::• ..:::;• • •:
SMÁFÓLK
YOU DIDNT MAVE TO
6IVE TRE TEACHEK 50
MANV FLOUJERS, 5IR..
IT WASn't A
COMPETITION,VOLI KNOW
APMIT IT...VOU
UJERE OUTP05IEP!
Þú þurftir ekki að gefa kenn-
aranum svona mikið af blóm-
um, herra...
Þetta var ekki nein sam-
keppni, skilurðu?
Reyndu að þola ósigur,
Magga.
Viðurkenndu það, þú varst
kaffsrð í hlómum!
Umsjón:Guöm. Páll
Arnarson
Trompið er nógu sterkt í
slemmunni hér að neðan, en
hliðarliturinn gæti orðið erfið-
ur viðfangs.
Vestur
♦ 109872
V-
♦ D8542
♦ K109
Norður
♦ Á
¥ KD10654
♦ G
♦ ÁG632
Austur
♦ DG654
♦ 7
♦ K10973
♦ D7
Suður
♦ K3
¥ ÁG9832
♦ Á6
♦ 854
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 hjarta
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 4grönd Pass óhjörtu
Pass 6 hjörtu Allirpass
Hálf klunnalega sagt hjá
norðri að stokkva strax í ása-
spurningu, því þá hefur hann
engin tök á að meta hvort
alslemma gæti leynst í spilun-
um. Það þarf ekki annað en
víxla spaða og laufi suðurs til
að gera sjö óhnekkjandi.
En eins og spilið lítur út er
hálfslemma viðkvæm. Vestur
spilaði út spaðatíu, ásinn í
blindum átti slaginn og sagn-
hafi tók einu sinni tromp, spil-
aði tígli á ás, tók spaðakóng,
trompaði tígul, fór heim á
hjarta til að spila laufi á ás
og meira laufi.
Austur lenti inni á drottn-
ingunni og varð að gefa tromp-
un og afkast með því að spila
út í tvöfalda eyðu. Vestur gat
auðvitað ekki yfirdrepið því þá
fríast gosinn.
Vel spilað? Nokkuð svo, en
betra hefði verið hjá suðri
sagnhafa að taka strax laufás-
inn eftir að hafa tekið einu
sinni tromp. Ef vestur hefði
átt háspil annað { laufi væri
erfiðara fyrir hann að henda
því undir ásinn svo snemma.
En þegar sagnhafi hefur
hreinsað upp tígulinn og spað-
ann er það enginn vandi.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á áskorendamótinu í Mont-
pellier í Frakklandi um daginn
kom þetta endatafl upp í viður-
eign stórmeistaranna Jans
Timman, Hollandi og Kcvins
Spraggett, Kanada, sem hafði
svart og átti leik. Spraggett
hafði fórnað manni fyrir þrjú
peð og sterka stöðu og nú kom
vinningsleikurinn:
30. — Hd2! og Timman gafst
upp, því hann getur aðeins
valið á milli þess að tapa ridd-
aranum á d4 bótalaust og að
verða mát eftir 31. Hxd2 —
Hel. Timman teflir nú einvígi
við Tal um fjórða sætið á mót-
inu. Standi jafnt eftir sex
skákir kemst Timman áfram,
en ranghermt var áður í frétt-
um að Tal kæmist áfram í slíku
tilfelli.
* *
£■