Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER1985 Höfum áhyggjur af atvinnuöryggi okkar — segir Valur Páll ÞórÖarson, formaður Starfsmannafélags Hafskips „VIÐ HÖFUM vissulega áhyggjur af atvinnuöryggi okkar og afkomu. Vinnumarkaðurinn er erfiður um þessar mundir. Þó svo að rekstur Hafskips verði yfirtekinn af öðrum aðila ógnar það starfsöryggi okkar,“ sagði Valur Páll Þórðarson, formað- ur Starfsmannafélags Hafskips, í samtali við Morgunblaðið. Starfsmannafélagið hélt á fimmtudag fund um stöðu mála, þar sem vakið var máls á stöðu starfsfólksins. Inn á fundinn barst stuðningsyfirlýsing fjögurra stétta- og launþegasamtaka. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Vegna þeirra umræðu, sem átt hefur sér stað að undan- förnu í fjölmiðlum og nú síðast á Alþingi, skorar almennur fundur haldinn í Starfsmannafélagi Haf- skips hf. þann 14. nóvember 1985 á Álþingi, bankaráð Útvegsbanka íslands, stjórn Hafskips hf. og stéttarfélög hinna ýmsu starfs- hópa innan félagsins að beita sér fyrir því, að gera þær ráðstafanir, sem duga til að halda starfsemi félagsins áfram og tryggja þar með starfsöryggi á fjórða hundrað starfsmanna félagsins og afkomu fjölskyldna þeirra og um leið eðli- lega samkeppni í siglingum.“ Fundinum barst eftirfarandi kveðja frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands, Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur, Verkamannafélaginu Dagsbrún og Sjómannafélagi Reykjavíkur: „Framangreind stéttar- og laun- þegasamtök lýsa yfir áhyggjum sínum vegna atvinnuöryggis og afkomu hundruða starfsmanna Hafskips hf. ef fyrirtækið verður að hætta starfsemi sinni. Við bein- um þeim eindregnu tilmælum til viðkomandi bankastofnanna og stjórnvalda að þau leiti sameigin- lega allra leiða til að Hafskip hf. geti haldið uppi áframhaldandi öflugri atvinnustarfsemi í sigling- um. Samvinna stéttarfélaganna við Hafskip hf. hefur verið góð og á ýmsan hátt til fyrirmyndar." Morgunblaöið/Emílla Veðurofsinn setti sitt mark á störf 12. þings Verkamannasambands íslands í gær á meðan Guðmundur J. Guð- mundsson mælti fyrir ályktun um kjaramál — eins og sjá má á myndinni. Miklar umræður um kjaramál á Verkamannasambandsþingi: Endurheimt kaupmáttar ’83 og 22.000 kr. lágmarkslaun Óveörið í Hafnarfírði: Fuku og fót- brotnuðu TVÆR fullorðnar konur í Hafn- arfirði fótbrotnuðu í óveðrinu, sem gekk yfir vestan- og sunnan- vert landið í gær. Slysin urðu með fárra mínútna millibili um hádegisbilið, á svo til nákvæm- lega sama stað, í sundinu við Kaupfélag Hafnarfjarðar í norð- urbænum. Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði voru miklar annir vegna óveðursins. Þurfti bæði að að- stoða gangandi vegfarendur, sem áttu í erfiðleikum, og eins var leitað aðstoðar lögreglu vegna fokhættu. Þakið á verk- smiðju Lýsis og mjöls hf. fauk að mestu af húsinu og víðar losnuðu þakplötur. Strætis- vagnaskýli losnuðu á nokkrum stöðum, sum fuku alveg og önnur að hluta. Síðdegis í gær fauk svo strætisvagn frá Land- leiðum út af veginum á Arnar- neshæð og sat þar fastur í forinni. — tillögur afgreiddar í dag eða á morgun MIÐA skal kröfugerð í væntanlegum kjarasamningum við að ná mcðalkaup- mætti ársins 1983 og í áfongum skal endurheimta kaupmátt ársins 1980. Verkamannasambandið gerir kröfur um kaupmáttartryggingu og bætt lífs- kjör og er reiðubúið til viðræðu um nýjan kjarasamning án þess að gera kröfur um að gamla vísitölukerfíð verði aftur upp tekið. Ástand, þar sem allt er í reynd verðtryggt nema vinnulaun, er óþolandi. Aukning og trygging kaupmáttar er krafa okkar og til þess að svo geti orðið þarf ríkisstjórnin að gerast ábyrgðaraðili að samningnum. Þetta er kjarni tillögu um kjara- Þegar Guðmundur J. Guðmunds- mál. sem formaður og varaformað- son, formaður VMSÍ, mælti fyrir ur Verkamannasambands Íslands lögðu fram við upphaf 12. þings sambandsins, sem hófst í Reykjavík í gær. I annarri tillögu, sem lögð var fram af tveimur félögum í Dagsbrún, er gert ráð fyrir að gerð verði krafa um 22 þúsund króna lágmarkslaun auk skýrrar og af- dráttarlausrar kaupmáttartrygg- ingar. Miklar umræður voru síð- degis í gær um kjaramál og í gær- kvöld héldu þær umræður áfram í nefnd. Aðrar nefndir störfuðu einn- ig fram eftir kvöldi. Almennar umræður halda áfram í dag en þinginu lýkur síðdegis á morgun. í máli allmargra þingfulltrúa, sem tóku þátt i umræðunum á þinginu í gær, kom fram að þeim þætti ekki reitt hátt til höggs í tillögu forystumannanna. Allir ræðumenn lögðu þyngsta áherslu á að tryggja yrði umsaminn kaup- mátt í væntanlegum samningum og að ríkisvaldið yrði að ábyrgjast þann kaupmátt. að iágmarkskaup megi ekki vera lægra en til dæmis 25 þúsund krón- ur og svo sannarlega er á því full þörf. En þegar talað er um kaup- mátt og kauphækkanir, þá er verið að tala um sinn hvorn hlutinn. 25 þúsund króna lágmarkskaup getur brunnið upp á augabragði en til að ná til dæmis 8% kaupmáttaraukn- ingu þá getur þurft að hækka kaup 15—20% eða jafnvel meira ef verð- hækkanir verða ekki stöðvaðar. Við erum að tala um að fá varanlegar kjarabætur. Og sá sem verður að skrifa upp á þann víxil er ríkis- stjórnin sjálf. Aukin verðbólga hefur aldrei reynst almennu verka- fólki kjarabót." ályktunartillögunni, sagði hann m.a. að víst væri verkafólk á íslandi „búið að fá nóg af kauphækkunum sem teknar eru af okkur jafnharð- an. Kaup í krónutölu hefur rösklega fimmfaldast síðan 1980 — en kaup- máttur umsamdra kauptaxta hefur minnkað upp undir þriðjung. Gamla vísitölukerfið var að vísu nokkur trygging en mikið óhugnar- lega oft var hún lagfærð atvinnu- rekendum og ríkisstjórnum í vil í gegnum tíðina." Síðar sagði Guðmundur: „Og þá kem ég að einu atriðinu, sem ég veit að margir verða okkur höfund- um þessarar ályktunar ekki sam- mála um. Og það er að í fyrsta áfanga verði kaupmáttur sá sami og hann var fyrir árið 1983. Hvað er þetta há krafa? Þetta er um 8% kaupmáttaraukning. Þeir hafa rétt fyrir sér sem segja að kaup verka- fólks sé svo lágt og ekki hægt að lifa á því, að kauphækkunin verður að vera meiri. Og þeir munu segja Bátur sökk í höfn- inni á Þingeyri Þingeyri, 15. nóveniber 1985. OFSAVEÐUR geysadi hér í morgun og í dag. Um klukkan 8.30 mældist meðalvindhraði á fíugvellinum 45-60 hnútar og þaðan af hærri og komst upp í 82 hnúta í hvössustu þotunum. Fimm bátar voru bundnir við bryggjur er veðrið skall á. Sex til sjö tonna bátur sökk í höfninni og vegna veðurofsans hefur ekkert verið hægt að athuga hvernig hann er útleikinn. Höfninni var lokað vegna þess að ekki var vitað ná- kvæmlega um staðsetningu báts- ins. í ráði er að fá varðskip til að athuga það strax og veður lægir. Tveggja tonna óyfirbyggður bátur rak upp í grjótuppfyllinguna milli hafnargarðanna og brotnaði í spón. Brakið úr honum rak upp á ytri bryggjuna og að sögn eiganda bátsins var brakið svo smátt að „Nýi Laugavegurinn“ opnaður í dag: Verslunareigendur standa fyrir skemmtun og karnivalstemmningu VERSLUNAREIGENDUR við „Nýja Laugaveginn" hyggjast efna til hátíðahalda í dag í tilefni opnunar hans. Borgarstjóri klippir formlega á borðann kl. 10.30 og Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt lög. Þá munu Stúdentaleikhúsið og hljómsveitin Kukl sjá um skemratun auk þess sem Medusa-hópurinn heldur uppi karnivalstemmningu frá 13.00 til 16.00 og verða allar verslanirnar opnar til kl. 16.00. Þá verða vörukynningar í gangi og ýmis sértilboð verslunareigenda sem kynnt verða sérstaklega. Á blaðamannafundi sem nokkr- ir verslunareigendur við götuna efndu til kom fram almenn án- ægja með framkvæmdirnar. „Það vitað fyrirfram að sá tími sem fór í þær kæmi misjafnlega niður á mðnnum og var þetta vægast sagt erfitt á köflum,“ sagði Skúli Jó- hannesson, einn forsvarsmanna hópsins. Fram kom á fundinum að Reykjavíkurborg hafi ávallt sýnt mikinn áhuga á verkinu, en for- saga málsins er sú að fulltrúar kaupmanna sömdu um hitalagnir í gangstéttar við Laugaveginn. Reynslukafli var þá gerður við nokkur hús þá um haustið sem kom vel út þar sem snjóaveturinn mikli kom í kjölfarið. í framhaldi af þessu komu fram óskir um frekari fegrun götunnar t.d. nýja ljósastaura, bekki og símaklefa. Að tillögu borgarstjóra var skipuð nefnd undir forystu Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar borgar- fulltrúa. Kaupmannasamtök Is- lands tilnefndu tvo fulltrúa í nefndina, þá Sigurð E. Haralds- son, formann Kaupmannasamtak- ana, og Skúla Jóhannesson, versl- unarmann í Tékk-Kristal. Einnig áttu Strætisvagnar Reykjavíkur fulltrúa og allir flokkar í borgar- stjórn. Reynt hefur verið að auka ör- yggi vegfarenda þar sem allt milli 3 og 5.000 manns fara um götuna á sumardögum. Lögð verður áhersla á að SVR aki áfram Laugaveginn, en aðeins ein ak- grein er nú á umræddum kafla þar sem áður var hálfri akgrein betur. Markmiðið er að hægja og jafna umferð Laugavegarins og verður nú í tilraunaskyni bannað að beygja inn á Laugaveginn frá Vatnsstíg, Vitastíg og Barónstíg. Bilastæði við kaflann hafa aukist um tvö - eru nú 11 í stað 9 áður. Sigurður E. Haraldsson sagði að svo virtist sem almenningur væri meira vakandi fyrir umhverfi sínu en áður og „heyrist mér hugur manna í nefndinni beinast að þvi að halda áfram frekari fegrun á þeim hluta Laugavegarins sem er fyrir ofan Klapparstíg." það hefði mátt taka það í nefið. Þriðji báturinn skemmdist lítil- lega. Elstu menn hér muna ekki annað eins flóð samvara óveðri eins og var hér í dag. Mikill sjór gekk upp fyrir smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar. í Haukadal urðu allmiklar skemmdir á hlöðum og gripahús- um. Síðdegis fauk þak af hlöðu Kristjáns Gunnarssonar í Miðbæ. Hann og mágur hans áttu fótum fjör að launa að verða ekki fyrir þakinu. Á Húsatúni f Haukadal tók plöt- ur af nýlegu gripahúsi. Gamalt gripahús sem notað var fyrir hlöðu er horfið með öllu og farið var að lofta undir þak á hlöðunni. Ekkert var hægt að aðhafast vegna veðu- rofsans. í morgun, er húsmóðirin á Húsa- túni var að fara til vinnu, slasaðist hún er hún var að bagsa við stórt hlið ásamt annarri konu. Hún var flutt landleiðina á sjúkrahúsið á Isafirði. Ekki er enn vitað hversu mikið hún slasaðist. Klukkan 18.45 fór rafmagnið af öllum firðinum, en kom fljótlega aftur. Hulda. Tafir á blaðburði VEGNA veðurofsans, sem geisaði f Reykjavík í gær urðu nokkur brögð að því að ekki var hægt að bera út Morgunblaðið. Eru áskrif- endur blaðsins beðnir velvirðingar á því og verður blaðinu komið til alrila otrflY n(T Vfiðlir levfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.