Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Brennið þiö vitar Það ríkti svolítið sérstakt andrúmsloft í spjallþætti Ragnheiðar Daviðsdóttur á rás 2 síðastliðinn fimmtudag. Þátturinn nefndist Gestagangur og gestur Ragnheiðar að þessu sinni var Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri Nýs-Lífs tískublaðs. Svo skemmti- lega vildi til að að á sama tíma og spjallþáttur Ragnheiðar þaut yfir iandiö á öldum ljósvakans, þá bárust fréttir frá „okkar manni" í London, en sá var staddur í hópi íslendinga í The Royal Albert Hall að berja augum fegurstu stúlkur heims, sjötíu talsins frá jafn mörgum þjóðríkjum. Undir- ritaður er mikill áhugamaður um fegurðarsamkeppni eins og lesend- ur hafa máski tekið eftir og því sperrti hann ekki síður eyrun þegar „okkar maður" lýsti kvenna- stóði: Miss World keppninnar á sviði The Royal Albert Hall en þegar Gullveig Sæmundsdóttir láyti því yfir að hún teldi stúlkurn- ar er taka þátt í Élite keppninni er Nýtt-Líf efnir hér til annað hvert ár — alltof ungar: Sem gamall kennari vil ég nú helst að þessar stúlkur séu í skóla og heima hjá sér ... Og ég get upplýst að við hjá Nýju-Lífi höfum ákveðið að hækka aldurstakmarkið í 16 ár. Gullveig ritstjóri hafði vart sleppt orðinu er „okkar maður" Guð- mundur Ingi hringdi ... Spennan er mikil og nú tilkynna þeir úrslit- in ... Það er fulltrúi íslands. Hólmfríður Karlsdóttir er Ungfrú Heimur. „Þær Gullveig og Ragn- heiður klappa og reka upp fagnað- aróp. í Mogganum í gær var upp- lýst að „okkar menn“ í London hefðu sumir tárfellt. Upphringing Fyrrgreindur spjallþáttur Ragnheiðar Davíðsdóttur snérist sum sé upp í eins konar sigurhátíð og ég sem hef svo gaman af spjall- þáttum. Annars hringdi ónefndur maður til mín í gær og andmælti þeirri skoðun minni að: Bókaþing Gunnars Stefánssonar á laugar- dagsmorgnum byggði full mikið á upplestri úr bókum. Það er allt of mikið af rabbþáttum í útvarpinu. Sitt sýnist hverjum og máski er nokkuð til í því að í útvarpinu eru hvers kyns rabbþættir orðnir ansi fyrirferðarmiklir á kostnað er- indaflutnings og upplestrar. Hitt tel ég augljóst að í sjónvarpinu er of lítið um slíka þætti. Ég tel til dæmis að sjónvarpinu beri skylda til að efna til umræðna í sjón- varpssal um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Væri ekki úr vegi að gefa áhugamönnum um ýmiss þjóðþrifamál kost á að tjá sig í sjónvarpssal. Hér kemur í hugann mál málanna í dag: eitur- lyfjainnflutningurinn en í Morgun- blaðinu á fimmtudaginn var birt- ust tvær merkar greinar er fjöll- uðu beint og óbeint um þennan mikla háska er kann að breyta voru friðsæla samfélagi í úlfa- greni, er hræðir hinn almenna borgara frá útivist að kveldi og getur jafnvel valdið því að fólk lifir í stöðugum ótta við innbrot og líkamsárásir en slíkt ástand hefir hvarvetna skapast þar sem hin sterkari eiturlyf hafa haldið inn- reið. En meðan ég man þá ritaði Sölvína Konráðs fyrri fimmtu- dagsgreinina: Allir í meðferð og hvað svo? og fjallaði hún um áfeng- isvandann er náttúrulega tengist eiturlyfjafárinu. Síðari greinin er rituð af Helga K. Hjálmarssyni og nefnist: Hugleiðing um peninga og fíkniefni. I greininni bendir Helgi á hvernig hinir svokölluðu „ósýnilegu peningar" er streyma um hendur hinna eftirlitslausu verðbréfasala og okurlána lenda stundum í hendur eiturlyfjamorð- ingjanna. Ég tel að sjónvarpinu beri skylda til að leita til fólks er ritar jafn skarplega um málefni dagsins og þau Sölvína Konráðs ogHelgi K. Hjálmsson. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Ævintýra- eyjan — síðasti þáttur ■■■■ Síðasta þætti 1 H 00 framhaldsleikrits L I — barna og unglinga um ævintýraeyjuna eftir Enid Blyton verður útvarpað á rás 1 kl. 17.00 í dag. Leikur- inn er í þýðingu Sigríðar Thorlacius. Höfundur út- varpsleikgerðar og leikstjóri er Steindór Hjörleifsson. f 5. þætti sluppu þau Anna, Finnur og Dísa með naumind- um úr klóm skuggalegra ná- unga sem þau rákust á í námugöngunum úti í Myrkey. En Jonni og Kíki höfðu villst í göngunum og urðu eftir þegar krakkarnir sigldu í land. Finnur fór strax til Villa eftir hjálp og komst þá að þvl að hann var með sterka talstöð heima hjá sér og heyrði hann tala á dulmáli við einhverja ókunna menn. Þegar þeir Villi og Finnur ætluðu að fara á bát Villa til að leita að Jonna var búið að vinna skemmdir á bátnum. Fyrir tilviljun fengu þeir vitneskju um forn neðansjáv- argöng sem lágu milli Sæ- hamra og Myrkeyjar. Þeir ákváðu að reyna að komast út í eyna eftir þessum göngum. Leikendur í 6. og síðasta þætti eru: Bessi Bjarnason, Halldór Karlsson, Ásgeir Friðsteinsson, Árni Tryggva- son, Valdimar Lárusson, Steindór Hjörleifsson, Knút- ur Magnússon og Jónas Jón- asson. Úr bresku bíomyndinni „Nikulás og Alexandra" sem fjallar um síðustu keisarahjónin í Rússlandi. Nikulás og Alexandra — bresk bíómynd frá 1971 ■I Breska bíómyndin „Nikulás og Alexandra" 4Q er mynd kvöldsins og hefst hún kl. 21.40. — Leikstjóri er Franklin Schaffner og með aðalhlutverk fara Michael Jayston, Janet Suzman, Laurence Olivier og Jack Hawkins. Myndin er um síðustu keisarahjónin í Rússlandi, ævi þeirra og atburði í Rússlandi frá 1904 til 1918 en þá var fjölskyldan tekin af lífi í kjölfar byltingar- innar. Þýðandi myndarinnar er Rannveig Tryggvadóttir. „Stungið í stúf ‘ — ærslaþáttur um þjóðmálin . i Davíð Þór Jónsson og Hallur Helgason. ■1 „Stungið í stúf“ - þáttur þar sem gantast oc er með þjóðmálin og einskis verða hluti - — verður á dagskrá rásar 1 I kvöld kl. 19.35. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Davíð Þór Jónsson og Hallur Helgason. Að þeirra sögn verður slegið á létta strengi, barðar gleðibumbur og umfram allt stungið í stúf. Þátturinn verður á dagskrá annan hvern laugar- dag kl. “tuttugu og fimm mínútur í átta“. ÚTVARP LAUGARDAGUR 16. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar 8.30 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður I umsjá Margrétar Jónsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. Öskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Bókaþing. Gunnar Stefánsson dag- skrárstjóri stjórnar kynning- arþætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.50 Hérognú. Fréttaþáttur (vikulokin. 15.00 Miödegistónleikar. a. Sönglög eftir Claude Debussy. Elly Ameling, Gér- ard Sousay, Michéle Com- mand og Mady Mesplé syngja. Dalton Baldwin leikur á píanó. b. „Piéces pittoresques" (Myndræn smálög) eftir Emanuel Chabrier. Cécile Ousset leikur á pfnaó. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. Esther Guðmundsdóttir tal- ar. 15.50 Islensktmál. Guðrún Kvaran flytur þátt- inn. * 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Ævintýraeyjan" eftir Enid Blyton. Sjötti og slðasti þáttur. Þýð- andi: Sigrlður Thorlacius. Steindór Hjörleifsson bjó til flutnings I útvarp og er leik- stjóri. Leikendur: Halldór Karlsson, Arni Tryggvason, Asgeir Friðsteinsson, Valdi- mar Lárusson, Steindór Hjörleifsson og Knútur Magnússon. Sögumaður: 14.45 Manchester United — Tottenham. Bein útsending frá leik þess- ara liða i 1. deild ensku knattspyrnunnar. 17.00 Móðurmálið — Fram- burður. Endursýndur fimmti þáttur. 17.10 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.30 Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pólós. (La Pietra di Marco Polo.) Attundi þáttur. Italskur fram- haldsmyndaflokkur um æv- intýri nokkurra krakka I Feneyjum. Þýðandi Þurlður Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Staupasteinn. Jónas Jónasson. Aður út- varpað 1961 og 1964. 17.30 Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar leikur. Hans Ploderstjórnar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Stungið I stúf. Þáttur í umsjá Davlðs Þórs Jónssonar og Halls Helga- sonar. 19.55 Harmonlkuþáttur. Umsjón: Einar Guðmunds- son og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri). 20.25 Kvðld I öngulsstaða- (Cheers.) Fimmti þáttur. Bandarlskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.10 Fastir liðir „eins og venju- lega". Þriðji þáttur. Léttur fjöl- skylduharmleikur I sex þátt- um eftir Eddu Björgvinsdótt- ur, Helgu Thorberg og Glsla Rúnar Jónsson leikstjóra. Aðstoðarleikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikendur. Júl- (us Brjánsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Heiðar örn Tryggvason, Jóhann Sigurð- arson, Friðgeir Grlmsson, Oddný Arnardóttir, Bessi Bjarnason, Guórún As- mundsdóttir, Baldvin Hall- dórsson, Þórunn Sigurðar- dóttir, Sigrlður Hagalln, Bryndls Pétursdóttir, Kristin hreppi. Umsjón: Jónas Jónasson. (Frá Akureyri). 21.25 Vfsnakvöld. Glsli Helgason sér um þátt- inn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Aferö. með Sveini Einarssyni. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. G. Magnús, Kristján Franklln Magnús, Siguröur Karlsson, Gunnar Rafn Guðmundsson og Andri Örn Cláusen. Upp- töku stjórnaði Viðar Vlkings- son. Þátturinn verður endur- sýndur sunnudaginn 24. nóvember. 21.40 Nikulás og Alexandra. Bresk blómynd frá 1971. Leikstjóri Franklin Schaffner. Aöalhlutverk: Michael Jays- ton, Janet Suzman, Laur- ence Olivier og Jack Hawk- ins. Myndin er um slðustu keisarahjónin I Rússlandi, ævi þeirra og atburði I Rúss- landi frá 1904 tll 1918 en þá var fjölskyldan tekin af llfi I kjölfar byltingarinnar. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 00.50 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 16. nóvember 10:00—12:00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Sigurður Blöndal. Hlé. 14KM—16:00 Laugardagur til lukku. Stjórnandi: Svavar Gests. 16:00—17:00 Listapopp. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17M0—18:00 Hringboröið. Stjórnandi: Erna Arnardóttir. Hlé. 20:00—21:00 A svörtu nótun- um. Diana Ross og The Su- premes, 3. þáttur. Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. . 21:00—22:00 Milli striöa. Stjórnandi: Jón Gröndal. 22M0—23:00 Bárujárn. Stjórnandi: Sigurður Sverris- son. 23:00—24:00 Svifflugur. Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 245X1—03:00 Næturvaktin. Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 16. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.