Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Bókmenntaþættír Rnkmpniltir ur, hinar birtast hér í fyrsta sinn, Matthías drepur á nokkur verk -5 ^ K o VTm unnLnvt oom fiallar nm hanc mp^fll flnnarrfl Fiflllkirkiiinfl PfllTEiGnHIAIA VITAITIG 15, 1.86090,06065. Opiö í dag og á morgun kl. 1-5 Þverbrekka — góð 2jaherb. 55 fm. V. 1550-1600 þ. Bollagata — kjallari 2ja herb. 45 fm. V. 1250 þús. Njálsgata — 2. hæö 2jaherb.50fm. V. 1350 þús. Grettisgata — 1. hæö Einstaklingstb. 40 fm. V. 1,2 m. Njálsgata — kjallari 2ja herb. 45 fm. V. 950 þús. Laugavegur — steinhús 2ja herb. 60 fm. V. 1500-1550þ. Æsufell — 2. hæö 2ja herb. 55 fm. V. 1,5 millj. Öldugata — jaröhæö 2ja herb. 40 fm. V. 950 þús. Sörlaskjól — kjallari 3ja herb. 85 fm. V. 1,8 millj. Vesturberg — 1. hæö 3jaherb.90fm. V. 1850 þús. Engjasel — bílskýli 3ja herb. falleg íb. á 2. hæð. V.2,1 millj. Vesturberg — 2. hæö 4ra herb. 100 fm. V. 2,3 millj. Blöndubakki — 2. hæö 4ra herb. ib. auk herb. í kj. Suöursv. V. 2250-2300 millj. Vesturberg —4. hæö 4raherb. 100fm.V. 2250 þús. Dalsel — bílskýli 110 fm. 4ra herb. V. 2,4 millj. Leifsgata — 1. hæö 4raherb. 100fm.V.2,3millj. Víðimelur 170 fm sérhæö + 75 fm í risi. 32 fm bílsk. V. 7,5 millj. Hlíðarhvammur — einb. 255 f m + 30 fm bílskúr. Hlíðarhvammur — einb. 125 fm + 40 fm bílSk.V.4,1 m. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. Erlendur Jónsson Matthíás Johannessen: Bókmenntaþættir 378 bls. Almenna bókafélagid. Reykjavík 1985. Ein af fyrstu bókunum, sem Matthías Johannessen sendi frá sér, var á sviði bókmenntafræði: Njála f íslenskum skáldskap. Bók- menntaþættir þeir, sem nú hefur verið safnað saman til útgáfu, tengjast fyrri ritum höfundarins, svo sem bókunum Hugleiðingar og viðtöl og Félagi orð. Eiríkur Hreinn Finnbogason segir í eftir- mála: »Um þrír fjórðu hlutar rit- gerðanna hafa verið prentaðir áð- Hafnarfjörður Opið í dag frá kl. 13-16. Til sölu m.a.: Miövangur. 3ja herb. enda- íb. á 8. hæö (efstu) aö Miövangi 41. Verð 1,7-1,8 millj. Hólabraut. 3ja herb. sem ný íb. um 87 fm á 2. hæð í sex íb. húsi. Verð 1,8-1,9 millj. Álfaskeið. 3ja herb. ib. á 3. hæö 96 fm. Bílsk.réttur. Suöur- svalir. Verð 1.8-1.9 millj. Miövangur. 2ja-3ja herb. íb. 73 fm. á 2. hæö. Verö 1,7 millj. Vallarbarð. 6 herb. nýtt timburhús aö mestu fullfrágeng- ið.Verö3,4millj. Suöurvangur. 4ra-5 herb. falleg íbúö á 2. hæö. Skipti á 2ja-3ja herb. íb. koma til greina. Noröurbraut. 4ra-5 herb. 90 fm einnar hæöar einbh. Verö aðeins 1,9 millj. Mikið úrval af öörum eignum I Ámi Gunnlaugsson m. Austurgötu 10, slmi 50764. SIMAR 21150-21370 SOIUSTJ LARUS Þ VALOIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDl Lítiö sýnishorn úr söluskrá: Vantar þig sérbýli í vesturbænum? Magum við bjóða þér um 20 ira mjög gott endaraöhús akammt fré Einimal. Húsiö er meö 4ra-5 herb. íbúö vel meö fariö. Skuldlaus eign. Laus um nseetu éramót. Skipti möguieg á minni eign til dæmis í nágrenninu. Eyjabakki - Vesturberg - Holtagerði Bjóöum til eölu ágætar 4ra herb. íbúöir viö þessar götur. Ennfremur eru á söluskránni 11 4ra herb. íbúöir. Nokkrar á mjög góðu veröi. Hjarðarhagi - Barmahlíð - Furugrund Bjóöum til eöfu góöar 3ja herb. ibúölr viö þessar götur. Ennfremur eru á söluskránni 12 aörar 3ja herb. íbúöir nokkrar á mjög góöuveröi. Ný og glæsileg meö bílskúr 4ra-5 herb. endaibúö á neöri hæö í 4-býlishúsl í Artúnsholti, 123,5 fm. Föndurherb. á jaröhæö, 21 fm. Bílskúr innbyggöur á jaröhæö, 30 fm. Skipti æskileg á góöri 3ja-4ra herb. íbúö. Einbýlishús — raðhús — parhús Meðal annars glæsilegt steinhús. Ein hæö um 190 fm nettó viö Markar- flöt í Garöabn. Um 15 ára bðskúr. Um 55 fm stór ræktuö lóö. Mjög góð kjðr. Ennfremur góðar eignir við: Reynihvamm, Álfhölsveg, Brúarás, Heiöarbæ, Hetöargeröi, Blesugróf, Ystabæ, Flúðasel, Kambasel, Rauöás, Byggóarholt, Ásgarö. Teikningar fyririiggjandi. Margskonar eignaskipti möguleg. Á efstu hæð í vesturborginni Sem nnst Grund viö Hringbraut óskast góö 3ja herb. íb. Má þarfnast endurbóta. Mikil og góö útborgun. Afhending eftlr samkomulagi. Einn af okkar fjársterku viöskiptavinum óskar eftir nýlegri 4ra-5 herb. íb. í borginni. Býóur meiri útborgun viö samning en venjulegt er í fasteignakaupum. Við Háaleitisbraut eða í nágrenni Óskasf góö 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæö. Skipfi möguleg á 3ja-4ra herb. sérhæö í Heimunum meö miklu útsýni, eóa útborgun é kaupveröi. Sem næst Landakoti Lseknir sem flytur til landsíns eftir margra éra störf erlendis, óskar eftir góóri húseign sem næst Landakoti. Eignin mé þarfnaet endurbóta. Opið í dag kl.1-5 aíödegis. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370 ur, hinar birtast hér í fyrsta sinn, þ.e. Um uppkast, sem fjallar um Halldór Laxness, Jón úr Vör: Þorpið og meginhluti ritgerðanna um Sturlu Þóröarson.« Eiríkur Hreinn tekur fram að hér sé ekki á ferð- inni neinn heildarútgáfa af bók- menntaritgerðum Matthíasar; gæti ef til vill kallast víðtækt úr- val. Nokkur orð um Grím Thomsen nefnist fyrsta ritgerðin. Þar eð höfundur fjallar bæði um fornar bókmenntir og nýjar i bók sinni er verðugt að Grími skuli skipað fremst því ekkert skáld á nítjándu öld sameinaði með sérstæðari hætti fornan bókmenntaarf og ný áhrif. Grímur Thomsen þótti ekki vera maður alþýðlegur. Var talið að kvæði hans hefðu goldið þess meðan hann lifði. En Matthías Johannessen bendir á að ný bók- menntastefna hafi verið komin til sögunnar þegar kvæði Gríms voru loks gefin út (hann var þá orðinn sextugur) og sú hafi verið ein ástæðan til að þau nutu ekki strax í upphafi þeirrar hylli sem þau áttu skilið. Matthías upplýsir margt sem áður hefur verið á huldu um tíma- bil það I ævi Gríms sem hann starfaði í utanríkisþjónustunni dönsku. Ekki hugnaðist Grími vistin á þeim glæsivöllum ef dæma má af kveðskap hans, t.d. þessum ljóðlínum: — lakast var, að upp til ýta annaraégvarðaðlíta, en — ofan horfðu menn á mig. Þó Grímur væri að vissu leyti formsnillingur (þrátt fyrir »yfir þrjú Hundruð braglýta!«) er spurning hvort það er ekki ein- faldleiki af þessu tagi sem fremur skírskotar til þeirra sem mætur hafa á kvæðum hans — hlífðarlaus hreinskilni hins skapmikla skálds? Ritgerð Matthíasar Johannessens sýnir Grím í nýju ljósi, mann og skáld. Næst er ritgerðin Fornar ástir eftir Sigurð Nordal. Píslarsaga og uppgjör. Þessir ljóðrænu þættir, sem Sigurður Nordal skrifaði og sendi frá sér ungur maður, munu seint fyrnast. óhætt er að segja að ljómi hafi leikið um nafn Nor- dals, verk hans og persónu. Þegar Nordal kom heim frá námi var hann orðinn — eins og Grímur hálfri öld áður — menntaður heimsborgari. Matthías fer grannt ofan í Fornar ástir list Nordals og lffsskoðun eins og hvort tveggja birtist í þessum fáguðu æskuverk- um. Þá er stuttur þáttur: Um Gunnar Gunnarsson. Gunnar var þrem árum yngri en Nordal en freistaði gæfunnar í Danmörku eins og fleiri á þeim tíma. Matthías segir »með ólíkindum hversu fljótt hann náði góðum tökum á þessu fram- andi rnáli*. Gunnar Gunnarsson var næmur fyrir hræringum þeim sem skóku heiminn um hans daga. Matthías drepur á nokkur verk hans, meðal annarra Fjallkirkjuna og Aðventu, og segir frá Fjalla- Bensa sem var fyrirmynd Gunnars að síðar nefndu sögunni. Þáttur þessi er að nokkru leyti byggður á persónulegum kynnum þeirra, Matthíasar og Gunnars. Gullna hliðið er næst á dagskrá. Það var frumsýnt af Leikfélagi Reykjavíkur 1941 og prentað sama ár. Fá íslensk skáldverk hafa hlot- ið betri viðtökur strax í upphafi. Matthías minnir t.d. á að bókin hafi selst miklu betur en dæmi séu til um prentuð leikrit. Var Gullna hliðið slíkt öndvegis verk sem margir vildu vera láta? Eða áttu vinsældir þess ef til vill rót að rekja til annarra orsaka? Þeim spurningum svarar Matthías ekki beint og lætur þá hlið mál- anna raunar liggja milli hluta; fer þess í stað ofan í verkið sjálft; kryfur það gagngert með hliðsjón af efnivið þeim sem skáldið notaði; greinir innviði þess og bendir á lífsskoðun þá sem að baki því iigg- ur. Hann tekur fram að »skáldið fer í senn frjálslega með þjóðsög- una og gjörbreytir anda hennar«.v En hann minnir á að áhrif Gullna hliðsins á bókmenntir og leikritun hafi »ekki orðið þau sem margur hefur vafalaust ætlað því íslenzk leikritaskáld hafa snúið sér að öðrum nærtækari viðfangsefnum en þjóðsögum*. Stríðið við herrann og höfuðskepn- urnar nefnist þáttur um Guðmund G. Hagalín, en einkum þó tvær skáldsögur hans, Kristrúnu í Hamravík og Márus á Valshamri. Með samanburði leiðir Matthías í ljós að margt er sameiginlegt með þessum tveim skáldverkum sem Hagalín skrifaði — annað ungur, hitt á efra aldri. í báðum sögunum lýsir Hagalín fornum siðgæðis- og trúarhugmyndum sem eiga sér meginstoð í Passíusálmunum og Vídalínspostillu. Kristrún í Hamravík vakti í fyrstunni mesta eftirtekt vegna stíls og málfars sem þótti með fádæmum kjarn- mikið og sérkennilegt. Og menn tóku að spyrja: Er þetta vest- firska? Eða er þetta bara stíll sem Hagalín hefur sjálfur fundið upp, bókmál tilbúið af hugkvæmum rithöfundi? Matthías fer nákvæm- lega ofan í inálfar beggja sagn- anna og rekur hvern þátt þess til síns upphafs ef svo má segja. Svo sérstæð þótti gamla konan að les- endur gerðu sér fljótlega í hugar- lund (og ekki að ástæðulausu) að Hagalín hefði stuðst við lifandi fyrirmynd. En ekki er alltaf allt sem sýnist í þeim efnum. Matthías hefur eftir Hagalín »að Sigrún nokkur Guðmundsdóttir, ráðskona í Smiðjuvík, hafi fullyrt að hann hefði stælt hana þegar hann samdi Kristrúnu í Hamravik og það hafi veldið sér óþægindum, m.a. væri hún aldrei kölluð sínu rétta nafni, heldur ævinlega Kristrún eða Kristrún í Hamravík. Skáldið benti gömlu konunni á að hann hefði aldrei séð hana fyrr en hún fluttist til ísafjarðar eftir að bókin var samin.« Næst er fjallað um ljóðlist Tóm- asar Guðmundssonar í þættinum Þaö var í þessari veröld sem ég átti heima. óhætt er að fullyrða að fá íslensk ljóðskáld hafi nokkru sinni notið meiri hylli en Tómas með yngri kynslóðinni á fjórða og fimmta tug aldarinnar. Matthías er handgengnari ljóðlist hans en nokkur annar, skrifaði t.d. bók sem byggð var á viðtölum hans og skáldsins: Svo kvað Tómas; annað- ist ennfremur útgáfu ljóða hans í skólaútgáfu og var persónuiega kunnugur skáldinu. Matthías hefur eftir Tómasi að skáldið hafi alltaf lagt áherslu á »að sagt sé satt i ljóði«. Og á öðrum stað segir Matthías: »Tómas Guð- mundsson hefur aldrei notað orð eins og aðrir. Hann hefur ekki heldur ort eins og neinn annar. Ljóð hans eru persónulegasti og sérstæðasti skáldskapur sem hugsazt getur. Hann hefur ekki einasta endurnýjað ytra borð tungunnar, orðin, heldur einnig innihaldið: hugsunina sjálfa.* Minnisstæða sögu segir Matthías í sambandi við orðið »konsert« sem kemur fyrir f kvæði Tómasar, Við Vatnsmýrina: »Setjaranum líkaði ekki „málvillan" og dönskuslettan „konsert" og breytti henni í hljóm- leik. Það líkaði skáldinu ekki og breytti enn í konsert. Ástæðan var sú að meiri háttar tónleikar þekktra erlendra hljómlistar- manna voru i þá daga kallaðir konsertar í Reykjavík og víðar og lóan, þessi aufúsugestur á vori hverju, varð að sitja við sama borð og beztu listamenn erlendir sem hingað slæddust.« Þá koma tvær ritgerðir um bækur eftir Laxness: Málþing um Guðsgjafaþulu og Um uppkast. Laxness sagði sjálfur um Guðs- gjafaþulu að hún væri ritgerðar- skáldsaga og útskýrði hugtakið svo: » ... í ritgerðarskáldsögu er aldrei vitnað í sagnfræðilega heimild, heldur eru heimildirnar, sem vitnað er í, tilbúningur frá rótum, þó þær eigi stað í veruleik- anum.« — Matthías fer allná- kvæmlega gegnum bókina með þessa skilgreining að leiðarljósi. Síðari þátturinn, Um uppkast, á sér þá sögu að Matthías skrifaði eitt sinn uppkast að ritgerð um skáldiö og bað Laxness að fara yfir. Laxness las uppkastið og skrifaði athugasemdir út á spáss- íur. Á þeim byggir þessi þáttur og er að því leyti sérstæður að hér eru sömu hlutirnir skoðaðir út frá tvennu mismunandi sjónarhorni. Þátturinn Jón úr Vör: Þorpið seg- ir frá lífsreynslu þeirri sem á bak við það verk liggur, auk þess sem drepið er á þátt þess í formbylting- unni. ’ Um kvæði Kristjáns Karlssonar er á hinn bóginn ritskýringarþáttur að mestu leyti. Kvæði Kristjáns bera nokkuð framandi svipmót. Er því ekki vfst að öllum veitist létt að átta sig á þeim við fyrsta íslensk tónverkamiðstöð og ríkisútvarpið gefa út fjórar hljómplötur: Islensk tónverk frá síðustu 15 árum ÍSLENSK tónverkamiðstöð hefur í samvinnu við Ríkisútvarpið gefið út fjórar bljómplötur með íslenskum tón- verkum og er ætlunin að gefa út fjórar plötur á ári næstu tvö árin, samtals 12 plötur, sem eiga að gefa sem heil- steyptasta mynd af skapandi tónlist á fslandi undanfarin 15 ér. Þetta kom fram é blaðamannafundi sem haldinn var í húsakynnum íslenskrar tón- verkamiöstöðvar á Laufásvegi f Reykjavík nú fyrir skömmu. „Þetta er upphafið á þriggja ára átaki, því ætlunin er að gefa út alls 12 hljómplötur með verkum þeirra tónskálda sem mest hafa látið að sér kveða i íslensku tónlistarlífi á siðustu árum,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson hjá íslenskri tónverka- miðstöð á blaðamannafundi sem boðað var til í Reykjavík nú á dögun- um í tilefni útgáfu fjögurra hljóm- platna með íslenskum tónverkum. Sagði Hjálmar að hugmyndin að því að gefa út 12 hljómplötur í sam- vinnu við Ríkisútvarpið, hefði komið upp í fyrra í tilefni árs tónlistarinn- ar. “Við vildum gera eitthvað sem væri varanlegt af þessu tilefni," sagði Hjálmar, „og það má segja að megintilgangurinn með þessari útgáfu sé að efla þekkingu á þessari tónlist og skapa grundvöllinn að kynningu á henni erlendis. Rlkisút- varpið kemur til með að dreifa 100 eintökum af hverri plðtu til útvarps- stöðva í Evrópu og vestanhafs, eða samtals 400 plötum." Útgáfufyrirtækið Vaka-Helgafell sér um dreifingu hérlendis og sagði Viðar Gunnarsson fulltrúi fyrirtæk- isins að plöturnar yrðu seldar í hljómplötuverslunum og boöiö yrði upp á sérstök vildarkjör, pf plöturn- ar fjórar væru keyptar í einum pakka. Upplagið er 1300 eintök af hverri plötu og er sama verð á þeim og flestum öðrum hljómplötum. Hljómplöturnar voru að lang- mestu leyti teknar upp í hljóðveri Ríkisútvarpsins í Háskólabíói og í Langholtskirkju og var Bjarni Rúnar Bjarnason upptðkustjóri. Fyrsta platan í þessum nýja hljóm- plötuflokki heitir “íslensk hljóm- sveitartónlist" og á henni flytur Sinfóníuhljómsveit Islands tón- smíðar eftir Leif Þórarinsson, John Speight og Jón Nordal. Einleikarar eru Kristján Þ. Stephensen óbóleik- ari og Einar Jóhannesson klarinett- leikari. Hljómsveitarstjórar eru Páll P. Pálsson og Jean Pierre Jac- quillat. Næsta plata ber heitið “Is- lensk fiðlutónlist" og á henni leikur Guðný Guðmundsdóttir verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Jón Nordal, Áskel Másson, Jonas Tómasson og Þorkel Sigurbjörnsson. Á þriðju hljómplötunni, sem ber heitið “ls- lensk píanótónlist" leikur Anna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.