Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 13 Skotveiðifélagið og Slysavamafélagið; Gáfu út ábendingar um útbúnað í vetrarferð- ir á fjöllum SKOTVEIÐIFÉLAG fslands og Slysa- varnafélag íslands ákváðu á fundi sínum fyrir skömmu að gefa út lista raeð ábendingum um útbúnað sem hafa þarf í vetrarferðum til fjalla. Fundur þessi var haldinn þann 5. nóvember í tilefni þess að helgina 2. - 3. nóvember höfðu 2-300 björgunar- sveitarmenn leitað að 8 rjúpnaskytt- um á þremur mismunandi stöðum á Suð-Vesturlandi. Á þessum lista er aðaláhersla lögð á svokallaðan neyðarútbúnað sem allir eiga skilyrðislaust að taka með sér ef þeir fara í fjallaferðir, en hann er eftirfarandi: 1. áttaviti 2. landakort 3. lítill og léttur skyndihjálparpakki sem þó hefur að geyma nauðsynlegustu hluti 4. úr eða klukka 5. flauta 6. eldspýtur 7. álpoki. Þá er bent á þær sjálfsögðu örygg- isreglur að skilja bíllyklana ávallt eftir við bílinn og að láta vita um ferðaáætlunina, hvert verður farið og hvenær komið til baka. Ymislegt annað er gott að hafa með í fjallaferðir. Má þar nefna vasahníf, snæri, vasaljós, hitatæki, labb/rabb-tæki, ferðaútvarp, kerti, stormgleraugu, andlitshlíf, hæðar- mæli, þrúgur eða skíði, mannbrodda og snjóspaða. Bent er á mikilvægi þess að hafa hlýjan og skjólgóðan fatnað. Allur fatnaður sem nefndur er á listanum er úr ull en einnig er nefnd vindheld hettuúlpa i áberandi lit. Besti skó- fatnaðurinn er annað hvort úr mjúku leðri eða gúmmíi, eftir að- stæðum. Flatkökur eða kornbrauð með góðu og matarmiklu áleggi er nefnt sem dæmi um gott nesti og einnig kjötbiti. Lögð er áhersla á að menn taki með sér heita drykki á hita- brúsa og kalda drykki svo sem þykkan og sætan ávaxtasafa. Þeir sem fara í fjallaferðir að vetri til eru varaðir við að drekka kalt fjalla- vatn því oftast nægi að skola munn- inn með köldu vatni. Þá er mælt með fyrirferðalitlu varanesti eins og þurrkuðum ávöxtum, súkkulaði, harðfiski, þrúgusykurtöflum, salt- töflum og kexi eða brauði. Sverrir Scheving Thorsteinsson formaður fræðslunefndar Skotfé- lagsins sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að auk þeirra ábendinga sem væru á listanum vildi hann benda á að mjög mikil- vægt væri að huga vel að veðurspá og veðurútliti og að ferðast aldrei einn. Hann sagði að þeir sem færu til fjalla þyrftu að vera í góðri þjálf- un og að rétt væri að spara kraft- ana. Ef fólk villtist ætti það alls ekki að fara langt frá þeim stað sem það gaf upp í ferðaáætluninni. Halda á kyrru fyrir þar því þar verður fyrst leitað. Sverrir sagði að nú væri þessum lista dreift í allar sportvöru- og skotfæraverslanir og myndi af- greiðslufólk afhenda listann öllum þeim sem kaupa skot. „Þetta er til- raun til að koma í veg fyrir að fólk fari vanbúið til fjalla. íslensk nátt- úra er ekkert til að leika sér að og fólk sem fer í slíkar vetrarferðir verður að virða umhverfi sitt og fólkið sem fengið er til leitar ef einhver týnist. Við í Skotveiðifélaginu viljum að komið verði á fót verklegum nám- skeiöum í meðferð vopna og auka kynningu á útbúnaði varðandi veiði- skap og vetrarferðir. Nú eru milli 4 og 5.000 manns með vopnaleyfi og meirihluti þeirra fer á rjúpnaveið- ar,“ sagði Sverrir að lokum. AUSTURSTRÆT117 - STARMÝRI 2 VIÐIR Útsala á lambakjöti stendur ennþá yfir... s STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI Lambakjöt í 171 skrokkum Tilbúin rúllupylsa úr slögunum fylgir. 152 Kindabjúgu un ,00 UV.00 LúxusBeikon ( Uvnnum 348“ t wSB** Pörulaust, niðurskorið Notið tækifærið Á KYNNINGAR YERÐI: Kryddlegið buff Gúllas Framhryggur Appelsínur^ 9 Epii 2! Q.00 7 pr.kg. Cola Cola SodastreamU 1 Itr. 8-50 Niðursoðnir ávextir: Perur S9\^L Jarðarber *]z. 1.80 w 1/1 dós Ferskjur 5S 1.00 f 1/1 dós Blandaðir '7C ávextir ' ^ |.00 1/1 dós Aprikósur ^Q.OO 1/1 dós Bakaðar a> baunir 4C ;.oo * 1/2 dós Spagetti 1/2 dós " S.oo KatódryKwH'3 i Hamborgarar > ,aU09We'SiMtaS ' So\abuOOa \s\enskumg* Buff File Mörbráð Beinlausir fuglar T.bone Mínútusteik Hakk Innra læri Baconbauti Karbonaði Trippa buff Trippa gúllas Reykt folaldakjöt Saltað hrossakjöt ^Grót^ark^ dönskuppskr'O- vesen! 339 .00 2 stk. 29-8° 2 rúllur X2-90 Coke 1,1/2 líter 65’00 þvouaeúii 59lo°s 2 kg. ^.90 Consort no 50 | 0 110 pokar JG 't ^C oo 'Eins i -**• Sanitas ses 19-80 malt flaskan Pepsi Cola 2 lítrar 00 .00 ColgOnÍt uppþvottavélar. uppþvottaduft r 1 kg. 88-00 AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 1.16 í Mjóddinni en tíl kl. 12 í Starmýri og Austurstræti. STÖRMARKAÐUR MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.