Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Morgunblaöið/Árni Sæberg Frá æfíngu á „Einum þætti“ eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, sem Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir á þriðjudag. Leikfélag MH frumsýnir „Einn þátt“ eftir Kjarval LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frurasýnir á þriðjdagskvöld tvo einþáttunga, eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval og spænska skáldið Federico Garcia Lorca, og ber sýningin heitið „Listin? — Astin?“. Fimm sýningar hafa verið ákveðnar en stefnt er að því að halda sýningum áfram út nóvembermánuð. Undanfarinn mánuð hafa staöið yfir æfingar hjá Leikfélagi Mennta- skólans við Hamrahlíð á einþátt- ungi Jóhannesar S. Kjarval, „Einn þáttur" og einþáttungi Federico Garcia Lorca, „Ást don Perlimplins til Belisu í garði hans“ sem Guð- bergur Bergsson hefur þýtt. „Þetta er ástarharmleikur og ég veit ekki til þess að hann hafi áður verið sýndur hér á landi," sagði Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri, er rætt var við hana nú fyrir skömmu. Sagði hún að þeirri spurningu væri velt fyrir sér hvers eðlis ástin sé, hvort hún sé andlegs eðlis eða líkamiegs. „Einn þáttur" hefur áður verið sýndur, er Herranótt Menntaskól- ans í Reykjavík sýndi hann fyrir nokkrum árum, „við ákváðum að taka þetta verk meðal annars í til- efni 100 ára afmælis Kjarval," sagði ein stúlkan úr leikhópnum. „En ekki eingöngu þess vegna," hélt hún áfram, „líka vegna þess að þetta er mjög gott og skemmtilegt stykki." „Já þetta er ákaflega sérkennilegt verk,“ skaut þá Ingunn leikstjóri inn í. „Textinn sveiflast milli ótrúlegrar visku og ótrúlegs barnaskapar og í þessu verki má finna ádeilu á þá sem eru listamenn bara til að vera listamenn, þó þeir séu það kannski ekki í raun, en Kjarval varpar fram ýmsum spurningum um listina í þessu verki, til dæmis um samband hennar við náttúruna og hvort hún sé að fjarlægjast náttúruna." Ingunn kom til íslands í fyrra eftir þriggja ára nám í leikstjórn við Borgarleikhúsið í Köln, en sem fyrr segir leikstýrir hún einþáttung- unum tveimur. Hún vann einnig leiktjöld og búninga með leikhópn- um. Frumsýningin á þriðjudag hefst kl. 20.30 en næstu sýningar á eftir verða 20., 21., 23. og 24. nóvember næstkomandi. Greiðslukorta- \iðskipti Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt auglýsingar sínar meö VISA og EUROCARD. Auglýsendur geta hringt inn augiýs- ingar, gefið upp kortnúmer sitt og verður þá reikningurinn sendur kort- hafa frá VISA og EUROCARD. m" VtSA ■i JROCABD Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá munum viö veita þeim sem staögreiöa auglýsingar 5% afslátt. JMtargtisiMfttoifr Auglýsingadeild Hrólfur Sveinsson: BLÓRAR Ekki er það bóla, að merkar menningarstofnanir verði fyrir aðkasti þeirra, sem vilja fyrir hvern mun hafa sig í frammi. Nú hefur Helgi vinur minn Hálf- danarson rétt einu sinni beizlað gandinn í Morgunblaðinu, og til þess að sýna, að hann ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægst- ur, geysist hann að sjálfu Ríkis- útvarpinu, hrakyrðir sjónvarpið fyrir að innræta börnum mann- dráp og aðra ókurteisi, og þó sér í lagi hófleysi í mat og drykk; krefst þess að fá það sem honum sjálfum þykir boðleg tónlist í staðinn fyrir popp, og heimtar góð vín í staðinn fyrir viskí, sem hann setur í sama gæðaflokk og kogara og frostlög. Ekki er ég raunar hissa á því, þótt gamlir kogarakaupmenn og eiturbyrlar- ar vilji leggja dúndur og viskí að jöfn. Hitt kann ég illa við, að kenna sjónvarpinu um slæma borðsiði ungra manna. Ljóst er það raunar, hvað fyrir HH vakir. Hann vill beita Ríkis- útvarpið sama ofríkinu um efnis- val og hann vill hafa í frammi við alla þjóðina um það tungu- mál sem hún talar. En það skal hann vita, að ekki er ég einn um að vilja ráða því sjálfur, hvers konar íslenzku ég tala og hvort ég yfirleitt tala nokkra íslensku eða ekki; og eins vil ég vera frjáls að því, hvers konar kvikmyndir ég sýni mínum eigin börnum, eins þótt í sumum þeirra geti orðið glatt á hjalla og jafnvel slái menn þar í eina bröndótta, ef svo bera undir; ég vil fá að hlusta á hressilega popptónlist eftir mínum eigin smekk fremur en annað verra; og ég vil vera fjáls að því, hvar og hvenær mér þóknast að drekka hvaða drykk sem mér sýnist, ’nvort sem hann heitir viskí, kogari, bjór eða frostlögur. Ef einhver kýs annað drykkjulag en HH kallar við hæfi, þá skal honum vera það að fullu frjálst; enda ekki nema grundvallar mannréttindi, að hver sem vill, fái að fara í hund- ana, og beita til þess hvaða að- ferð sem honum er geðfelldust. Hitt er svo annað mál, að hollt fresli er skki spenmylkingur neins umburðarlyndis. Hver og einn skal bera fulla ábyrgð á því sem hann gerir af frjálsum vilja, og ekki kenna sí og æ öðrum um, þegar á bjátar. En nú á dögum eru menn svo krosslagðir af umburðarlyndi, að skammar- strik eru einíægt einhverjum öðrum að kenna en þeim sem fremja þau. Og þá trúi ég vilji stundum gleymast, að blessað umburðarlyndið er viðsjálsgrip- ur. Um Bakkus karlinn er það að segja, að hann kann ýmsar brellur til að koma ár sinni fyrir borð, og ein þeirra heitir um- burðarlyndi. I skjóli þess tekst honum að koma rækt í margan gróður sem hann ella neyddist til að rífa upp með rótum. Þeir sem áður fyrr kærðu sig lítið um að vera kallaðir drykkjusvolar, hafa fengið lausn frá allri blygð- un og heita nú því virðulega nafni „alkóhólistar". Og drykkjudrabb er ekki lengur löstur, sem nein- um er til vansa, heldur heitir það „áfengisvandamál" og er fín veiki. En fyrst orðið „veiki“ hefur fært út kvíarnar í þessa áttina, er þess kannski skammt að bíða, að leti verði líka talin til sjúk- dóma, og síðan sviksemi, og svo hvaða afbrotahneigð sem nöfn- um tjáir að nefna. Og hver veit nema menn átti sig á því að iokum, að þarna sé um býsna algeng fyrirbæri að ræða, þegar að er gáð, og verði þá allir lestir taldir hið rétta mannlega eðli, sem hláleg hræsni sé að afneita; og fer þá að styttast í það, að heiðarleiki og reglusemi teljist til sjúkdóma. Allt þetta mætti HH hugleiða áður en hann gerir fleiri stofnan- ir en sjónvaprið að blóraböggl- um. Hugmyndir um stofnun mjólkursamsölu á Norðurlandi: Milljónatugir gætu sparast með sam- einingu samlaganna FUNDUR um skipulag mjólkuriðnaðar á Norðurlandi samþykkti nýlega álykt- un þar sem segir að tímabært sé „að kanna gaumgæfílega hvernig hagræða megi mjólkurvinnslunni í fjórðungnum". Beindi fundurinn þvf til félaganna sem reka mjólkursamlögin fímm i Norðurlandi að þau tilnefni menn í sameiginlega nefnd er geri tillögur um aukið samstarf og samræmingu, til dæmis í formi mjólkursamsölu i Norðurlandi. Fundurinn var haldinn dagana 8. og 9. nóvember á Illugastöðum í Fnjóskadal. Ráðstefnuna sóttu 40 manns, stjórnir kaupfélaganna, samlagsráð, kaupfélagsstjórar, samlagsstjórar og fleiri. Á fundinn voru mættir fulltrúar Hagvangs sem gert hafa athugun á nánari samvinnu og/eða samhæfingu mjólkurvinnslu á svæðinu. Miklar umræður urðu um stöðu atvinnu- vegarins eftir þær breytingar sem orðið hafa eftir samþykkt búvöru- laganna á síðasta Alþingi og ákvarðanir um frekari samdrátt mjólkurframleiðslunnar. Töldu fundarmenn að þessi nýju viðhorf í vinnslu- og markaðsmálum mjólkur í landinu snertu mjólkur- framleiðendur og mjólkurbú á Norðurlandi jafnvel enn meira en aðra vegna þess fyrirkomulags sem verið hefur á þessum málum. Fimm mjólkursamlög eru á Norðurlandi: á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík. Þau taka við 45-48 milljónum lítra af mjólk á ári, sem er rúmlega 40% innveginnar mjólkur í landinu. Allt eru þetta vinnslubú, það er samlög sem hafa lítinn neyslumjólkurmarkað. í skýrslu Hagvangs kom meðal annars fram að hægt væri að spara verulegar fjárhæðir með samein- ingu mjólkursamlaga á Norður- landi. Ef Mjólkursamsala Norður- lands yrði stofnuð, tæki hún við stjórn allra samlaganna og yrði eitt samlagið þá væntanlega lagt niður. Við það myndu sparast milljónatugir. I skýrslunni segir að þróun mjólkuriðnaðar í ná- grannalöndunum hafi verið í átt til meiri samvinnu, samræmingar og sameiningar mjólkursamlag- anna. Bættar samgöngur og minnkandi mjólkurmagn muni vissulega kalla á sömu þróun hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.