Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG A RDAGUR16. NÓVEMBER1985 Hollustubyltingin/ Jón Óttar Ragnarsson Blóðþrýstingsefnin Háþrýstingur (of hár blóð- þrýstingur) er einn hættulegasti sjúkdómur sem til er. Sem betur fer er hann einn þeirra sem nú er yfirleitt unnt að „halda niðri“ með lyfjum. Háþrýstingi fylgja oft engin einkenni í upphafi enda þótt hann geti, áður en yfir lýkur, haft mjög alvarlegar afleiðingar m.a. fyrir heila, hjarta, sjón og nýru. Sem dæmi um útbreiðslu sjúk- dómsins má nefna að einhvers staðar á milli fimmtungur og sjöttungur allra fullorðinna ís- lendinga gengur með hann. Rannsóknir sýna að margir áhættuþættir koma við sögu. Má þar nefna erfðir, streitu, offitu, kyrrsetur, reykingar ... og ekki síst mataræði. I fæðinu virðast nokkur svo- kölluð aðalsteinefni geta skipt sköpum. Nánar tiltekið eru þetta steinefnin natríum og kalíum, kalk og magníum. í stuttu máli er það ofneysla á natríum annars vegar og skortur á kalíum, kaiki og magníum í fæði sem virðist geta átt þátt í þessum sjúkdómi. Hvað er háþrýstingur? Háþrýstingur er það nefnt þegar þrýstingur innan í æðun- um verður hærri en eðlilegt er. Þrýstingur þessi er mældur út frá hæðinni (í millimetrum, mm) á kvikasilfursúlu. Venjulegur þrýstingur er 120 mm (samdrátt- ur) og 80 mm (í slökun). „Eðlilegur“ blóðþrýstingur er því 120/80 mm. Þegar þessar tölur fara yfir 169/95 er hins vegar talað um háþrýsting, þ.e. of háan blóðþrýsting. Natríum Natríum fáum við einkum úr matarsalti. Er nú talið að ofneysla á matarsalti sé ein meginorsök hárrar tíðni háþrýstings meðal Vesturlandabúa. Ofneysla á natríum stafar af því að matarsalti er nú bætt í fjöldamörg matvæli svo neysla hefur margfaldast. Er t.d. meðal- neysla íslendinga um 9 grömm á dag. Talið er æskilegast að þessi neysla minnki niður í um það bil 5 grömm á dag, þ.e. niður í aðeins rösklega helming þeirrar neyslu sem nú tíðkast. Saltríkustu fæðutegundirnar eru m.a. ýmiss konar „snakk", hvers konar pylsur og saltað álegg, en auk þess bætist oft við mikið salt við matarborðið. Kalíum Kalíum fáum við einkum úr grænmeti og ávöxtum og svo korni og mjólkurdrykkjum. Virðist það vernda okkur gegn ofneyslu natr- íums bæði beint og óbeint. í fyrsta lagi er yfirleitt lítið natríum í þeim fæðutegundum sem eru ríkastar af kalíum þannig að neysla þessara efna er í öfug- um hlutföllum. f öðru lagi virðist kalíum í líkamanum geta unnið gegn áhrif- um of mikillar natríumneyslu enda þótt ekki sé fyllilega vitað hvernig þau áhrif eru. Það er því afar erfitt að skilja á milli ofneyslu á natríum annars vegar og vanneyslu á kalíum hins vegar. Mestu skiptir að hvorugt sé fyrir hendi. Þetta þýðir að besta leiðin til þess að sporna gegn háþrýstingi er líklega sú að borða mikið af græn- meti og ávöxtum, korni og fljótandi mjólkurvörum. Kalk En það koma fleiri þættir við sögu en aðeins natríum og kalíum. Kalk og magníum virðast einnig geta haft hér talsvert áhrif. Rannsóknir sýna t.d. að of lítil kalkneysla er algeng meðal fólks sem þjáist af háþrýstingi. Auk þess er oft of lítið kalk í blóði slíks fólks. Auk þess — eins og kemur fram í töflunni — er háþrýsting- ur fátíðari þar sem vatnið er hart, þ.e. þar sem vatnið er natríum- snautt, en kalk- og magníuraríkt. Þessir þættir, og fleiri, benda til þess að of lítið kalk, ekki síður en of lítið kalium og of mikið natríum, stuðli að háþrýstingi. Adrir fæðuþættir Ýmislegt bendirf til að mettuð fita og kóíesterol geti stuðlað að háþrýstingi, e.t.v. með því einu að ýta undir æðakölkun og þar með of háan blóðþrýsting. Á hinn bóginn virðast fjöl- ómettaðar fitusýrur jafnt í jurtaol- íum sem sjávardýraolíum (lýsi) geta spornað gegn háþrýstingi, eins og þær sporna gegn æða- kölkun. Ekki má heldur gleyma að koffein (kaffi, te, kóladrykkir og súkkulaði) getur einnig átt þátt í því að blóðþrýstingur hækkar um of. Á hinn bóginn hafa rannsóknir sýnt að í lauk og hvítlauk eru efni (þ. á m. prostaglandín) sem geta lækkað blóðþrýsting í háþrýst- ingssjúklingum. Lokaorð Af öllu þessu sést að það eru margir þættir sem geta orðið til þess að hækka blóðþrýstinginn, þ. á. m. nokkur svokölluð aðal- steinefni o.fl. næringarefni. En ekki má gleyma öðrum þáttum. Aðskotamálmurinn kadmíum getur borist úr pípum og öðrum málmhlutum yfir í vatnið og haft einnig áhrif til hækkunar. Þá getur offita stuðlað að há- þrýstingi og í sumum tilvikum nægir að fara í megrun og þá hverfa einkenni háþrýstings eins ogdöggfyrirsólu. Þá hafa rannsóknir sýnt að kröftug líkamsrækt getur valdið marktækri lækkun blóðþrýstings hjá stórum hluta háþrýstings- sjúklinga. Jafnvel reykingar og það eitt að læra að tala lítid eitt hægar, og hvíla sig á milli til að anda djúpt, getur stuðlað að lækkun háþrýst- ings. Sem betur fer hafa svokallaðir beta-blokkerar valdið byltingu í meðferð á háþrýstingi. Án þess- ara kröftugu lyfja væri þessi sjúkdómur miklu mannskæðari en raun ber vitni. Því miður gerir þó lyfjameð- ferð aldrei sama gagn og fyrir- byggjandi aðgerðir og þeir sem þurfa að búa við þennan sjúkdóm eiga ekki alltaf sjö dagana sæla. Háþrýstingur er því ennþá ein ástæða til þess að við ættum að borða hollari fæðu og raunar að lifa heilbrigðara lífi... yfirleitt. Tengsl aðalsteinefna og háþrýstings Staðreynd 1. Hjásumumhverfurháþrýstingur ef dregið er úr saltneyslu 2. Blóðþrýstingur í saltnæmum dýra- stofnum fer eftir saltneyslu 3. Hópar með mikla saltneyslu hafa oftar háþrýsting en aðrir 4. Hópar með litla saltneyslu hafa eðlilegan blóðþrýsting 5. Fólk á svæðum þar sem vatn er mjúkt hefur oftar háþrýsting en á svæðum þar sem vatn er hart* • Mjúkt vatn er miklu ríkara af natríum, en snauðara en hart vatn hugsanleg skýring of mikið nataríum of mikið natríum of mikið natríum of lítið kalíum of mikið natríum of lítið kalíum of mikið natríum of lítið kalíum kalk og magníum af kalíum, kalki og magníum- Juhkur a stórtækkuðu verði Verö áður 489.- nu 366-' Verð áður 715.- ™ 5» Verð áður 889.- nu666. Blómapottar Fallegir keramikpottar með skeliamynstm _ _ Helmingsatslattur Verð áður 242- ™ 121- Verð áður 365.- nu W- Verð áður 458- nu 226,- V* n.Suna,*™-*** ^ KKtfTW A. Meðal laga: Maístjarnan og Þökk sé þessu lífi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.