Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 21 Davíð Ólafsson varð skák- meistari TR Tveir ungir skákmenn, Davíð Ólafsson, 17 ára, og Andri Áss Grétarsson, 16 ára, háðu nýlega einvígi um sæmdarheitið „Skák- meistari Taflfélags Reykjavíkur 1985“. Þeir Davíð og Andri urðu í 2.-3. sæti á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur fyrr í haust. Sigurveg- arinn á mótinu, Guðmundur Hall- dórsson, er ekki félagi í TR, heldur Taflfélagi Seltjarnarness og getur því ekki borið fyrrnefndan titil, samkvæmt lögum TR. Einvígi þeirra Davíðs og Andra var afar spennandi, enda hafa þeir báðir hvassan og skemmtilegan stíl. Svo virðist sem flestir ungir skákmenn í dag taki sér sóknartaflmennsku nýja heimsmeistarans til fyrirmynd- ar. Úrslit einvígisins réðust ekki fyrr en í fjórðu og síðustu skák- inni, en fyrir hana var staðan jöfn, 1%— l'/i. Úrsiitaskákin var geysilega skemmtileg: Hvítt: Davíð Ólafsson Svart: Andri Áss Grétarsson Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6,6. Bg5 Hvassasta svarið við Najdorf- afbrigði svarts. 6. — e6, 7. f4 — Dc7, 8. Df3 — b5,9.(HM)-Bb7?! Gary Kasparov er meðal þeirra sem beitt hafa þessu tvíeggjaða afbrigði á svart, en hann leikur venjulega9. — b4. 10. Bxf6 — gxf6, 11. Dh5 — Dc5, 12. e5! Mun öflugra en 12. f5 — Ke7, 13. Dh3 — Rc6 eins og leikið var í skák Damjanovic og Barczay á Ítalíu 1971. 12. - b4 Byrjun svarts hefur misheppn- ast, það er erfitt að benda á betri leiki. 13. Rxe6 — Dc8 Tveir menn hvíts standa í uppnámi, en samt leikur hann þeim þriðja í dauðann. Þessi mannsfórn byggist á þvi að hvítu riddararnir ná að vinna skemmtilega saman í framhald- inu. 14. —axb5,15. Rxb5 — Ra6 Eftir 15. — Dxe6, 16. Rc7+ — Kd8, 17. Rxe6+ — fxe6 hefur svartur fengið þrjá menn fyrir drottninguna, en staða hans er samt sem áður vonlaus eftir 18. Df7. 16. Hxd6! — Be4 Fórnar drottningunni, því 16. - Be7, 17. Rg7+ - Kf8, 18. Dh6 endar með máti. 17. Hd8+ - Dxd8, 18. Rxd8 - Hxd8,19. exf6 — Hd5 Tapar liði, en svartur átti sér ekki viðreisnar von. Davíð Ólafsson 20. De2 — Rc5, 21. Rc7+ — Kd7, 22. Rxd5 — Bxd5, 23. Hdl — Kc6, 24. De8+ — Rd7, 25. Da8+ — Kc7,26. Dxd5 og hvítur vann. Með þessum sigri varð Davíð Skákmeistari TR, og er hann einn sá yngsti sem borið hefur þann titil. Kvennameistaramót íslands 1985 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem aðeins er þrettán ára, sigraði með yfirburðum á Kvennameist- aramóti íslands, sem lauk sl. þriðjudag. Hún vann allar fimm skákir sínar. Kunnustu skákkon- ur okkar tóku ekki þátt í mótinu að þessu sinni. Guðfríður Lilja er systir Andra sem varð í þriðja sæti á Haustmóti TR. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 5 v. af 5 mögulegum, 2. Guðný Karlsdóttir 3'A v., 3. Jóhanna Guðjónsdóttir 2'A v., 4. Berglind Steinsdóttir 2 v., 5.-6. Margrét Ágústsdóttir og Indíana ólafs- dóttir 1 v. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Urslitakeppni um landsliðssæti Hvorki meira né minna en sjö skákmenn deildu öðru sætinu í áskorendaflokki á Skákþingi ís- lands sl. vor. Þeir urðu því að tefla til úrslita um eitt sæti i landsliðsflokki 1986. Keppninni lauk í fyrrakvöld og varð Tómas Björnsson, 16 ára, hlutskarpast- ur. Hann sigraði Jóhannes Ágústsson f hreinni úrslitaskák í síðustu umferð. Jóhannesi nægði jafntefli í skákinni til að hreppa sætið, en hafði lengst af verri stöðu og lék loks af sér manni og tapaði. Úrslit aukakeppninnar urðu þessi: 1. Tómas Björnsson 5 v. af 6 mögulegum, 2.-3. Jóhannes Ágústsson og Hannes Hlífar Stefánsson 4 v. 4. Jón Þ. Þór 3 v. 5. Ögmundur Kristinsson 2% v., 6. Guðmundur Gislason 2 v., 7. Guðmundur Þ. Bergþórsson ’Av. Hannes Hlífar átti lengi vel möguleika á því að verða yngstur allra sem unnið hafa sér lands- Tómas Björnsson liðssæti, en hann tapaði síðustu skák sinni fyrir Jóhannesi Ágústssyni. Fyrir fram þóttu Jón Þ. Þór og Guðmundur Gíslason frá ísafirði iíklegir til að berjast um sætið, en þeir voru báðir langt frá sínu bezta. Jón Þ. Bergþórs- son hætti keppni eftir þrjár umferðir og hafði þá tekið hálfan vinning af Hannesi Hlífari. Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur hefst á morgun Bikarmótið hefst sunnudaginn 17. nóvember kl. 14. Mótið er öllum opið og er teflt í félags- heimili TR, Grensásdeild 44—46. Keppnin er með útsláttarfyrir- komulagi og falla keppendur út eftir 5 töp (jafntefli = % tap). Umhugsunartími er 30 minútur á skák. Teflt verður á sunnudög- um kl. 14 og á miðvikudögum kl. 20, með þeirri undantekningu að frí er sunnudaginn 24. nóvember, því þá fer fram hið árlega Flug- leiðamót á Hótel Loftleiðum. Smábátaeigendur í Garðinum: Hömlum á veiðar smá- báta mótmælt MORGUNBLAÐINU hefir borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Röst, félagi áhugamanna ura smá- bátaútgerð, en Röst er félag áhuga- manna um smábátaútgerð er félag smábátaeigenda í Garðinum. „Á fundi hjá félaginu nýlega voru samþykkt einróma mótmæli gegn þeim hömlum sem sjávarút- vegsráðherra hefir sett á veiðar smábáta á þessu ári og þær aðgerð- ir sem ákveðnar voru 20. sept. sl. óraunhæfar með öllu. Þá mótmælir fundurinn þeirri stefnu sem ráðherra boðar á næsta ári gegn smábátaútgerð í landinu. Telja fundarmenn að handfæra- og línuveiðar smábáta ættu að vera gefnar frjálsar. Eigendur smábáta i Garði hvetja sveitarstjórnir og þing- menn Reykjanesumdæmis til að standa vörð um hagsmuni þeirra manna sem stunda sjósókn á smærri bátum, hvort sem þeir hafa starfið að aðalatvinnu eða sem aukastarf". 1 Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! SÝNING í dag 16. nóv. kl. 10—1T GJörið svo vel og lítið inn Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. JPinnréttingar Skeifan 7- Reykjavík - Símar 83913 -31113 Míele Nú bjóðum við einnig hin vönduðu vestur-þýsku eldhústæki. Keramikhelluborð blástursofna, ör- bylgjuofna, viftur, stjórnborð, upp- þvottavélar. Samræmt útlit. Við mælum með Miele Annað er málamiðlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.