Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Náttúruhamfarirnar í Kólumbíu Ekki um hraun- gos að ræða Bogota, 15. nóvember. AP. RUBEN Dario Llinas, eldfjallafræð- ingur við háskólann í Bogota, segir að ekkert benti til þess að hraungos sé hafið í eldfjallinu Navado del Ruiz í Kólumbíu. Þegar fjallið gaus í gær spúði það glóðheitri gosösku og hraunögnum og væru það ein- kenni sprengigoss. Kvað Llinas sjón- arvotta ekki hafa greint nokkur merki þess að hraun streymdi niður hlíðar fjallsins seint í gærkvöldi. Gosið, sem hófst rétt fyrir mið- nætti á miðvikudag, hleypti af stað flóðum og aurskriðum. Flæddi yfir fjóra bæi og biðu tugþúsundir manna bana í fjalladal um 170 km norðvestur af Bogota. Llinas segir að um tvær spreng- ingar hafi verið að ræða. Sú fyrri hafi átt sér stað klukkan hálfellefu að staðartíma í miðvikudag, en sú einni og stærri á miðnætti. „Smásjárgreining á ösku úr eld- fjallinu hefur leitt í ljós að hún er að hluta til eldfjallaaska, eða hraun, sem verður til við kraft- mikla sprenginu," segir Llinas. Hann kvað ógjörning að segja til um það á þessu stigi málsins hvort hraungos væri að hefjast í eldfjallinu. Það yrði að fylgjast með öllum hræringum á jarð- skjálftamælum. En kæmi til jarð- skjálfta væri voðinn vís, sagði Llina, sem rannsakað hefur eld- fjöll og eldvirkni í 13 ár. Mannskæðustu eldgos sögunnar Hér á eftir fer listi yfir mannskæó- ustu eldgos, sem vitað er um. Eins og sjá má eru Skaftáreldar 1783 á yfirlitinu, en þá varð mesta hraungos, sem sögur fara af á jörðinni. Afleiðing- ar gossins sem hófst 8. júní, voru hin ægilegu Móðuharðindi, en talið er að 10.000 manns hafi beðið bana í þeim, úr hungri, sótt eða kvillum. Auk þess féllu um 11.500 nautgripir, eða helm- ingur allra nautgripa í landinu, um 190.000 sauðfjár, eða 80% alls sauð- fjár, og 28.000 hross: 79 — Eldgos f Vesúvíus á S-Ítalíu. Mannfall óljóst, en Pompeii og tvær aðrar borgir grófust undir gosefnum. 1669 — Etna á Sikiley. Um 20.000 manns biðu bana. 1783 — Síðueldar í Lakagígum. Um 10.000 manns biðu bana af völdum gossins á árun- um 1783-86. 1792 — Unzen-Dake í Japan. Af völdum gossins og eðjuflóða týndu 10.452 manns lífi. 1815 — Tamboro í A-Indíum. Alls fórust 92.000 manns. 1883 — Krakatá í Indónesíu. I gosinu og flóðbylgju, sem fylgdi í kjölfarið, biðu 36 þúsund manns bana. 1902 — Mont Pele á Martinique. Alls fór- ust 38.000 manns, þar af 29.000 i borginni Saint-Pierre einni. 1902 — Kelud á Java. Mikil eðjuflóð fylgdu gosinu og grófu þau 5.100 manns. 1948 — Villarrica, nærri Santiago i Chile, byrjaði að gjósa 18. október. Rúmlega eitt hundrað manns biðu bana. 1951 — Lamington-fjall i A-Nýju-Gíneu. 4.000 manns biðu bana í gosinu, sem hófst 21.janúar. 1951 — Hibok Hibok-fjall á Camiguin- eyju f Filippseyjaklasanum tók að gjósa 4. desember. 475 manns biðu bana. 1963 — Agung, Bali. Eldgos hófst 20. marz og biðu um 2.000 manns bana. 1965 — Taal, Filippseyjum. Eldgos hófst 4. október. 38 manns fórust. 1980 — St. Helens í Washingtonríki í norðvesturhluta Bandarikjanna. Gífurlegt sprengigos hófst 18. maí. 57 manns biðu bana. 1982 — E1 Chiconal í Mexfkó. Eldgos hófst 3. marz. 21 maður beið bana. AP/SImamynd MANNI bjargað úr eðju í borginni Armero sem varð illa úti í eldgosinu í Kólumbíu. Björgun- armenn áttu erfitt með að komast á vettvang þar eð vegir eyðilögðust í náttúruhamförunum, sem eru einhverjar hinar mestu á öldinni. Fréttir um mannfall voru óljósar en óttast að um hræðilegan harmleik hafi verið að ræða og að tugir þúsunda hafi beðið bana. Ár náttúruhamfaranna Tugþúsundir manna hafa beðið bana í náttúruhamförum á árinu New York, 15. nóvember. AP. NÁTTURUÖFLIN hafa verið heldur óbiíð á þessu ári og látið til sín taka á þéttbýlum svæðum. Að meðtöldum hörmungunum I Kólumbíu í gær liggur fyrir að tugir þúsunda manna hafa beðið bana í náttúruhamförum og tjónið nemur stjarnfræðilegum upphæðum. Á þessu stigi er óljóst hversu mannskætt eldgosið í Nevado del Ruiz í Kólumbíu hefur orðið en talað er um tugi þúsunda manna. Grófust fjórar borgir svo til undir eðjuflaum, en samtals voru íbúar þeirra um 70 þúsund. Þar til í gær voru hörmungarnar í Bangladesh í maí þær mannskæð- ustu í ár. Fellibylur gekk inn á Bengalflóa og fylgdi honum flóð- bylgja, sem sópaði burt allri byggð og öðrum mannvirkjum á eyjum meðfram strönd landsins. Sumar Land kaffis og kókaíns KÓLUMBÍA er stórt land eða nær tíu sinnum stærra en ísland. íbúar þar eru um 28 milljónir, flestir tala spænsku og yfirgnæfandi meiri hluti þeirra er rómversk-kaþólskrar trúar. Kólumbía varð spænsk ný- lenda á 16. öld, en öðlaðist sjálf- stæði árið 1819. Lengstum hafa tveir stjórnmálaflokkar, fhalds- flokkurinn og Frjálslyndi flokk- urinn, mótað hið pólitíska líf í landinu. Stundum hefur ágrein- ingur þeirra leitt til vopnaðra átaka. Þá hafa skæruliðar kommúnista haldið uppi hernaði gegn stjórnvöldum um árabil. Nú situr íhaldsmaðurinn Bel- isario Betancur Cuartas í hinu valdamikla embætti þjóðkjörim forseta landsins, en Frjálslynd flokkurinn hefur hins vegai meirihluta á þingi. Þegar Betan- cur tók við embætti 1982 veitti hann mörgum stjórnarandstæð- ingum sakaruppgjöf og lýsti yfii stefnu sem var mun róttækari en stefna Frjálslynda flokksins í henni fólust m.a. aukin ríkisút- gjöld til menntamála, heilbrigð- ismála og húsnæðismála; barátta gegn glæpum og spillingu og aukið aðhald að stóreigna- og fjármálamönnum. Tilraunir forsetans til að koma á friði innanlands og semja við skæruliða hafa ekki borið þann árangur sem hann vænti og stefna hans í því efni hefur mætt nokkurri mótspyrnu frá hernum. Þá hefur umbótastefna hans í efnahagsmálum ekki skil- að verulegum árangri. Landbúnaður er höfuðatvinnu- vegur Kólumbíumanna og tekjur sínar hafa þeir aðallega af sölu kaffis, en landið er annar stærsti kaffiframleiðandi veraldar með 16% af heimsmarkaðnum. ólög- mæt verslun með marijuana og kókaín er talsvert stunduð í Kól- umbíu og mikið af þessum fíkni- efnum flutt úr landi. Hafa yfir- Frá Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Stórborg með yfir 4 millj. íbúa. völd reynst að heita má ráðalaus gagnvart þessum vanda, sem talið er að fari vaxandi, og haft Kólumbískur kaffibóndi með kaffipoka til sölu ó markaðstorgi. Kaffi- rækt er helzta atvinnugrein í Kólumbíu. er fyrir satt að verðmæti fíkni- efnaútflutningsins sé meiri en hins löglega útflutningvarnings landsmanna. Á slðari hluta sjöunda áratug- arins og í byrjun áttunda áratug- arins var hagþróun í Kólumbíu meiri en nokkru öðru landi í Suður-Ameríku. Þjóðarfram- leiðsla jókst um 6,6% á árunum 1966-1976. Árið 1981 var hins vegar tekið að halla undan fæti og var vöxtur þjóðarframleiðslu þá orðinn 2,1% (en hafði verið 5,4% 1979) og árið 1983 var hann kominn niður í 1,5%. Ríkisstjórn tók erlend lán í æ meira mæli, sem aftur leiddi til mikillar verð- bólgu innanlands. Landið hefur samt farið betur út úr skulda- kreppu ríkja þriðja heimsins, en flest nágrannaríkin, og hefur enn lánstraust hjá alþjóðlegum lána- stofnunum. eynna sukku í sæ. Á annan tug þúsunda manna biðu bana. Hinn 19. september varð öflugur jarðskjálfti hinum megin á hnett- inum og skók hann stærstu og þéttbýlustu borg heims, Mexíkó- borg, á aðra mínútu með þeim afleiðingum að hinar hrundu stór- byggingar í borginni voru sagðar líkari pönnukökustafla en bygg- ingum. Skjálftinn mældist 8,1 stig á Richter-kvarða og að sögn stjórnvalda er talið að 7.000 manns hafi týnt lífi. óvenju öflugir jarðskjálftar skóku Chile 3. marz sl., sá aflmesti 7,4 stig. í höfuðborginni, Santiago, biðu 146 menn bana og á þriðja þúsund stórslösuðust. Hálf milljón manna missti heimili sín. Frekari skjálftar skóku Chile í haust og greip þá um sig mikil skelfing. Náttúruöflin hafa iíklega aldrei verið óblíðari við Bandaríkjamenn. Fimm fellibylir gerðu mikinn usla á árinu og tjónið í hverjum þeirra nam um milljarði dollara, eða 420 milljörðum króna. Aðeins tvisvar áður hafa fimm fellibylir dunið á Bandaríkjamönnum á einu og sama árinu. Auk þeirra gerðu hvirfilbylir og fárviðri usla og biðu t.d. 88 manns bana í hvirfilbyl, sem óð yfir Ohio og Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og Ontario í Kan- ada. Þrjátíu stunda skýfall átti sér stað í Puerto Rico í október og biðu um 150 manns bana er þeir grófust undir í skriðuföllum. Skóg- areldar lögðu á aðra milljón ekra gróðurlendis í rúst í vesturhluta Bandaríkjanna í sumar og Suður- ríkin voru lengi undir flóðvatni. Vatnavextir náðu allt norður í Potomac-ána, sem flæddi yfir bakka sína í höfuðborginni í haust. Þá biðu á þriðja hundrað manns bana í aur- og eðjuflóði í bænum Stava í nyrstu héruðum Ítalíu í júlí. Stífla í uppistöðulóni skammt frá þorpinu brast og ruddist vatnið á ógnarhraða niður þröngan dal- inn og tók með sér mannvirki og annað lauslegt. Sópaðist þorpið allt burtu, 20 hús og þrjú hótel. Loks reið fellibylur yfir Filipps- eyjar í október, sá öflugasti í 15 ár. Biðu a.m.k. 35 manns bana og 35.000 urðu heimilislausir. Einnig fórust hundruð manna í Indlandi og grannríkjum þess af völdum flóða og illviðris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.