Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 27 Bjartsýn um að Shcharansky hljóti frelsi — segir kona hans Washington, 14. nóvember. AP. AVITAL Shcharanski, kona sovéska fangans og andófsmannsins Anatoli Shcharanski, segist bjartsýn um að maður sinn verði látinn laus bráðlega og honum leyft að flytja frá Sovét- ríkjunum. Avital Shcharanski segir fund Reagans og Gorbachevs kjörið tækifæri til að fá einhverju ágengt í máli manns- síns og annarra andófsmanna, sem nú sitja í fang- elsi. Avital hóf á miðvikudag mót- mælavöku fyrir utan sovéska sendiráðið í Washington til þess að vekja athygli á máli eiginmanns síns nú þegar leiðtogafundurinn í Genf er á næstu grösum. Anatoli Shcharanski var ötull í baráttunni fyrir mannréttindum. Hann var dæmdur í 13 ára fangelsi 1978 fyrir njósnir í þágu banda- rísku leyniþjónustunnar CIA. ÞORSKTAMNING kann að verða snar þáttur í fiskeldi Norðmanna, áður en langt um líður, að því er fram kemur í viðtali Oslóarblaðs- ins Aftenposten við Victor Olestad, sérfræðing hjá norsku hafrann- sóknastofnuninni, nú í vikunni. í janúarmánuði verður 3.000 tömd- um þorskseiðum sleppt í sjó inn- flrðis í grennd við rannsóknastöð stofnunarinnar í Austvoll fyrir vestan Björgvin. „Það er ekkert því til fyrir- stöðu nú að hefja stórfellt þorsk- seiðaeldi og nýta þorskinn miklu meira en gert hefur verið til fiskeldis," segir Olested í við- talinu við blaðið. „Það er nú þegar notuð miklu fullkomnari sjálfvirkni við fóðrun þorskseiða en þekkt er í hefðbundnu fiskeldi. Og það er einmitt fóðrun seið- anna, sem byggist á tamningu og kallmerkjum og er aðalinntak þessarar nýju tækni," segir 01e- stad. „Kallmerkið, sem minnir á hljóðið í málmblásturshljóðfær- inu túpu, er látið berast neðan- sjávar, og hafa tilraunir leitt í ljós, að þorskurinn er mjög fljót- ur að læra að hegða sér að óskum Victor Olested hjá norsku hafrannsóknastofunni heldur því fram í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten, að ekkert sé nú til fyrirstöðu að hefja stórfellt þorskseiðaeldi og temja seiðin, svo að þau hlýði kalli og skili sér á ákveðinn stað á „matmálstímum". þannig eiga þau að geta orðið stór og góður matfískur eins og sá sem Ingvar Huse, forstöðumaður Austvoll-rannsóknastöðvarinnar í Björgvin, er með í fanginu. uppalandans. Það er furðulega og leikur einn að temja seiðin á auðvelt að koma þessu í kring þremurdögum. Fráþeirri stundu koma þau eins og lömb í hvert skipti sem þau heyra kallið," segir hann. „Tölva sér um að stjórna merkjagjöfinni og fóðrunin fer því fram reglulega, og algerlega sjálfvirkt, á ákveðnum tímum dagsins. Og þar gerist því ekki þörf fyrir starfskraft af neinu tæi,“ segir 01estad við Aften- posten. Eins og búsmali á beit í janúarmánuði ætla starfsmenn Austvoll-rannsóknastöðvarinnar að sleppa tömdum þorskseiðum í fjarðarkrika í nágrenni stofn- unarinnar. Verða það 3.000 seiði af sérstökum stofni, svokölluðum grunnsjávarþorski, sem nýttur hefur verið við eldið. Slík seiði hafa verið alin í stórum stíl frá 1983 og um 40.000 seiðum hefur þegar verið sleppt í nágrenni Austvoll. Það hefur komið í ljós, að hægt er að sleppa tömdum fiski og „gæta“ hans síðan á afmörk- uðu svæði - næstum jafnauðveld- lega og búsmala á beit. Tamning- in og kallmerkin gera þar gæfu- muninn. Danska þjóðþingið: Stjórnin taki upp and- stöðu við kjarnavopn — jafnt í austri sem vestri DANSKA þjóðþingið samþykkti í dag umdeilda ályktun, sem skuld- bindur dönsku stjórnina til þess að taka upp andstöðu við uppsetningu allra nýrra kjarnorkuvopna eða endurnýjun á eldri kjarnorkuvopn- um hvort heldur í austri eða í vestri. Oljóst var í dag, hve langt minnihluta stjórn Pouls Schluter Félagar í frið- arhreyfingu handteknir Moskvu, 14. nóvember. AP. FÉLAGAR í einu óháðu friðar- hreyfíngunni í Moskvu voru handteknir er þeir voru á leið til bandaríska sendiráðsins til að afhenda undirskriftalista varð- andi væntanlegan fund Gorbach- evs og Reagans, að sögn félaga í samtökunum. Yuri Medvedkov, fulltrúi í nefnd sem vinnur að því að skapa traust milli Banda- rfkjanna og Sovétríkjanna, sagði að 9 meðlimir samtakanna hefðu verið handteknir en síðan sleppt aftur. Hann sagði að félagarnir tveir, Nikolai Khramov og Larisa Chukayeva, hefðu verið hand- teknir af óeinkennisklæddum lögregluþjónum. Medvedkov sagði að samtök- in hefðu staðið fyrir dreifingu opins bréfs til Gorbachevs og Reagans, þar sem þeir væru beðnir að stuðla að afvopnun og friðsamlegum samskiptum stórveldanna. Hann sagði að þrem meðlimum friðarhreyf- ingarinnar hefði tekist að hitta sendiráðsstarfsmenn í grennd við bandaríska sendiráðið i Moskvu og afhenda þeim bréfið ásamt 50 undirskriftum. Frið- arhreyfingin, sem var stofnuð í júní 1982, styður stefnu sov- éskra stjórnvalda í friðarmál- um en gagnrýnir jafnframt vígbúnaðarkapphlaup Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. forsætisráðherra myndi ganga í því að fylgja eftir ályktuninni, sem ýmsir Danir telja vera í ósamræmi við aðild Danmerkur að NATO. Það voru jafnaðarmenn, sem báru ályktunartillöguna fram og var hún samþykkt með 69 atkvæð- um gegn 4, en þingmenn íhalds- flokks Schluters og hinna stjórn- arflokkanna þriggja sátu hjá. Samkvæmt ályktuninni er ríkis- stjórninni falið að taka upp and- stöðu við uppsetningu nýrra kjarn- orkuvopna eða endurnýjun eldri vopna af þeirri tegund, jafnt í Austur-Evrópu og á Vesturlönd- um. Aðal deiluefnið er þó, hvaða áhrif þetta kann að hafa á mögu- leika Danmerkur til að styðja NATO I hernaðartilliti. Blaðið Jyllands-Posten kallaði í dag ályktunina „skref burt frá NATO“. Schlúter lýsti því yfir í dag, að orðalag ályktunarinnar gengi ekki lengra en orðalag ályktunar Þjóð- þingsins 1984, þar sem lýst var yfir andstöðu við meðaldræg og skammdræg kjarnorkvopn. Diana prinsessa sýnir vel skapaða leggi sína er hún stígur út úr bíl við ástralska þinghúsið þar sem hún og Karl Bretaprins mættu í mót- töku hjá ríkisstjórninni á dögunum. Air India-slysið: Vopnaleitar- tæki bilað Nýju Delhí, 14. nóvember. AP. KOMIÐ hefur í Ijós að gegnumlýs- ingartæki á flugvellinum í Toronto, sem notað er til þess að koma í veg fyrir að vopn eða sprengjur komist um borð í flugvélar, var bilað, er flugvél Air India-félagsins lagði upp í hina örlagaríku för, sem lauk með því að hún fórst undan írlands- ströndum. Vélin, sem var á leið frá Toronto til Nýju Delhí með viðkomu í London, fórst með 329 mönnum innanborðs 23. júní í sumar. Leikið hefur grunur á að sprengja hafi grandað vélinni, en engin sönnun- argögn hafa komið fram þar um, þó ýmislegt bendi til þess að sprengja hafi grandað vélinni. Tveir síkhar hafa verið hand- teknir í Kanada sakaðir um að hafa komið fyrir sprengju í vélinni, sem og annarri sprengju sem sprakk á flugvellinum í Tókýó sama dag og drap tvo burðarmenn. Sprengjan var í farangri sem kom frá Toronto og átti að fara um borð í flugvél indverska flugfélags- ins Air India. Danmörk: Sveitarfélögin taki þátt í að greiða erlendu skuldirnar Kaupmannahöfn, 14. nóvember. AP. DANSKA stjórnin vill að sveitarfélögin taki þátt í að greiða erlendar skuldir þjóðarinnar og að á fjárlögum þeirra verði gert ráð fyrir ákveðinni upphæð til þeirra hluta. Sagði danska sjónvarpið frá þessu í gær. Danska hagstofan skýrði frá því árið. Til að ráða bót á þessum í gær, að greiðsluhallinn á fyrstu níu mánuðum ársins væri 17,1 milljarður danskra króna og því miklu meiri en að hafði verið stefnt. Hafði stjórnin spáð því, að hann yrði um 15 milljarðar allt halla, ætlar stjórnin að flytja um það tillögu á þingi, að 8—9 millj- arðar danskra króna verði færðir frá sveitarfélögunum til ríkisins. Verður þetta fé tekið með tvennum hætti, annars vegar með því, að sveitarfélögin skeri niður fram- kvæmdir, og hins vegar með hærra orkuverði. „Skorður verða einnig settar við launaskriðinu en vegna þess m.a. hefur neyslan aukist og greiðslu- hallinn aukist," segir Anders Andersen, efnahagsmálaráðherra, í viðtali við sjónvarpið. Mogens Camre, talsmaður jafn- Noregur: Þorsktamning kann að verða snar þáttur í fiskeldinu aðarmanna í efnahagsmálum, seg- ir, að sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu séu erlendar skuldir Dana álíka miklar og margra þriðja heims ríkja. Á fyrstu níu mánuð- um ársins er greiðsluhallinn 50% meiri en í fyrra og er búist við, að hann verði um 22—23 milljarð- ar danskra króna í árslok. Þrátt fyrir að erlendar skuldir Dana vaxi stöðugt, heldur stjórnin fast við þá ætlan sína, að greiðslu- gallinn verði úr sögunni árið 1988. Paul Schlúter, forsætisráðherra, bar þessar fregnir danskra sjón- varpsins til baka og kallaði þær óábyrga blaðamennsku. Sagði hann engar slíkar fyrirætlanir uppi, en sagði að efnaghagsástand- ið yrði skoðað í lok ársins og þær rástafanir gerðar sem teldust nauðsynlegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.