Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 33 Hrönn Haflidadóttir hefur tekið við hlutverki spákonunnar Ulricu af Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Bóka- og tímaritauppboð á Hótel Borg: Ein elsta bók hér á landi á uppboði 85 ára afmælis Eski- fjarðarkirkju minnst HÁTÍÐ verður haldin á morgun, sunnudag, í Eskifjarðarsöfnuði. Þess er þá minnst að 85 ár eru nú liðin frá því að kirkjuhús safnaðarins var reist og vígt. Bygging Eskifjarðarkirkju hófst síðla hausts 1898 og var hún vígð af sr. Jóhanni Luther Sveinhjarnarsyni 15. sunnudag eftir Þrenningarhátíð, þ.e. 23. sept. árið 1900. Hún er timburhús og mun vera byggð eftir teikningu dansks verkfræðings, Brincks að nafni, en byggingarlagið mun vera norskt. Áður höfðu Eskfirðingar átt leiða söng. Organisti verður David kirkjusókn að Hólmum, en með bréfi landshöfðingja 30. nóvember 1899 var hinni fornu Hólmasókn skipt og Eskifjarðarsókn lögfest og skildi önnur kirkja vera þar. Síðan 1930 hefur presturinn setið á Eskifirði. Dagskrá afmælisins hefst með barnastund í Eskifjarðarkirkju sunnudaginn kl. 10.30. Börnum úr Reyðarfjarðarsöfnuði verður boðið til þeirrar stundar og mun rúta leggja af stað frá Reyðarfjarðar- kirkju kl. 10. Hátíðarguðsþjónusta verður i Eskifjarðarkirkju kl. 14. Þar mun sóknarprestur, sr. Davíð Baldurs- son, þjóna fyrir altari. Vígslubisk- up, sr. Ólafur Skúlason, mun préd- ika. Kórar prestakallsins, Eski- fjarðar- og Reyðarfjarðarkirkna, íslenska hljómsveitin: Tónleikar til Roscoe og organisti Reyðarfjarð- arkirkju, Mairi Robertson, mun aðstoða. Eins og áður sagði ætlar sr. ól- afur Skúlason vígslubiskup í Skál- holtsstifti að heiðra söfnuðinn með nærveru sinni. í för með honum verður organisti Bústaðakirkju, Guðni Þ. Guðmundsson, ásamt blönduðum söngkvartett. Við und- irleik og stjórn Guðna mun kvart- ettinn sem skipaður er þeim: Ingi- björgu Marteinsdóttur, Einari Erni Einarssyni, Eiríki Hreini Helgasyni og Stefaníu Valgeirs- dóttur, syngja bæði við guðsþjón- ustu og í kaffisamsæti, sem efnt verður til í samkomuhúsinu Val- höll að messu lokinni. í Valhöll verður boðið uppá dagskrá, sem hefst með ávarpi formanns sókn- arnefndar, frú Maríu Hjálmars- dóttur. Að kaffiveitingum stendur kirkjufélagið Geislinn ásamt sókn- arnefndinni. Þess er vænst að fólk geri hátíðina sem mesta og gleði- legasta með almennri þátttöku. Sóknarnefndin Þjóðleikhúsið: Sýningar á Grímu- dansleik hefjast á ný SÝNINGAR á óperunni Grímudans- leik eftir Verdi hefjast á ný í Þjóð- leikhúsinu í kvöld, laugardags- kvöld. Sýningum lýkur í fyrri hluta desembermánadar. Hrönn Hafliðadóttir hefur tekið við hlutverki Ulricu spákonu af Sigríði Ellu Magnúsdóttur, sem er erlendis urri þessar mundir. Þetta er frumraun Hrannar í Þjóðleikhúsinu en áður hefur hún sungið nokkur hlutverk í tslensku óperunni. Hrönn nam fyrst söng hjá Engel Lund og sfðan í Söng- skólanum í Reykjavík, þar sem aðalkennari hennar var Garðar Cortes, auk þess sem hún naut tilsagnar Más Magnússonar. Að loknu einsöngvaraprófi frá Söng- skólanum var Hrönn einn vetur við nám í Vínarborg hjá Helene Karusso og hefur síðan sótt nám- skeið hjá henni bæði í Vín og hér heima. Fréttatilkynning frá Þjóðleikhúsinu. EIN ELSTA bók, sem til er hér á landi, verður á boðstólum á bóka-og tímaritauppboði, sem haldið verður á Hótel Borg á sunnudag. Um er að ræða verk eftir síðmiðaldahöfundinn Theodosius Macrobius Macrobii de somni Scipionis ned non de Satur- nalibus libri summa diligentia suo nitori. . sem prentað var í Bret- landi í janúar 1501. í frétt frá Bókavörðunni og Listamunauppboði Sigurðar Bene- diktssonar, sem standa að upp- boðinu, segir að bók þessi sé prent- uð tæpum 30 árum áður en farið var að prenta bækur hér á landi. f bókinni sé einnig hið fræga „Mappemond" heimskort, þar sem „Thule“, sem talið var vera ísland, er merkt inn norðvestur af Britan- iu (Bretlandi). Á uppboðinu á Hótel Borg, sem hefst kl. 15 í Gyllta salnum, verða tæplega 200 númer bóka og rit- verka í flestum greinum fagur- fræða og vísinda. Af einstökum bókum má nefna Supplement til islandske ordböger eftir dr. Jón Þorkelsson, 1.-4. bindi; Leiðarvísir Háskóli íslands: JÖRN Lund, prófessor í danskri málfræði við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Aðalfundur Kántrý rokk stuð AÐALFUNDUR „Kántrý rokk stuð“ verður haldinn f vélstjórasal að Borgartúni 18 í dag, laugardag, kl. 18.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. (0r rréiutilkynningu.) um orðasöfnun eftir Þórberg Þórð- arson; íslenskar þjóðsögur í sam- antekt Jóns Árnasonar, 1-2, (frum- útgáfan 1862 - 1864); Menn og menntir eftir Pál Eggert ólason o.fl. Einnig munu verða boðnir upp margir „lukkupottar" með 4-40 titlum. Þá verða boðnir upp fyrstu átta árgangarnir af Klaustur- pósti Magnúsar Stephensen dóm- stjóra. Bækurnar á uppboðinu verða til sýnis á Hverfisgötu 52 frá kl. 14-18, laugardag. Skemmtifundur þingeyskra kvenna FÉLAG Þingeyskra kvenna heldur sinn árlega jóla- og skemmtifund á morgun, sunnudag, og hefst hann kl. 15. Allar þingeyskar konur í Reykjavík og nágrenni eru vel- komnar. Fréttatilkynning Háskóla fslands og Det danske Selskab laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 13.00 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Fra Hoegh-Guldberg til Bertel Haard- er. Danskfagets historie í Dan- mark með særligt henblik pá den aktuelle debat" og verður fluttur ádönsku. Jorn Lund er einn þekktasti núlifandi málvisindamaður Dana. Hann situr í dönsku málnefndinni og er einkar kunnur fyrir umfjöll- un sína um danskt mál í fjölmiðl- um. Öllum er heimill aðgangur. (Krétt frá Háskóla Islands.) DeSom.Sc:. tus m'bís msagninM pct<ittn«r.Q uod iút öix-t noörant tubi'iabii-: in íjailjin umi.::bu* íatioutn. íu <*.Wm Jcf.iíptíotu- potcrimu. édwcmm. K vn uuamo kutgiv* c;> tropír u* ci« ut t.mrctuiwtuli .íko. rcmo ívm tKrtkáo* :i iiWiNiv mguntor c^uu uuúuius <iu% 'm aröuwertrmú tacuii iXCJ-.ÍXC cotmahniKJXviuJko *otí Dtcf bogúmimc uop.c. afc uttjsp ws JiiWndit.I-Ýcnkf umrcsoctr.KxkuUíc tvJUi .blv mvd» rnmlé eU JíxcrúUrc ua ois mrj csi* X iKomu* < :a.l :x lcíVc okbKí otwíf .xffcnpui.í h ohnnt". lo;ú; iKc<fi*rio dí occano adi. ciaf^ya th u::«u noic Cc pormií okics N'álíoTaptKÍ no* arkúwú ai: rr. iicctma^uú mcdf.lc raJo tii ckipiatJu': ikirvmMgr': mJcrix-ú cxift tcr.j «:guú Cr & púcVúvjuod Jtukit nó pofiir ic prc*. I.ítc af.c rri' tJi mvuitas ;jin Jiiigc nrrs aiíctuur.ut patut jvn.kuUuu: amfcttutn fáota Síða úr bókinni þar sem getur að líta hið fræga heimskort. heiðurs íslensk- um tónlistar- konum ÍSLENSKA hljómsveitin heldur tón- leika í Safnaðarheimilinu á Akranesi á morgun, sunnudag, kl. 15.30. Yflr- skrift tónleikanna er „Konur í ís- lensku tónlistarlífí" og í fréttatil- kynningu frá hljómsveitinni segir að þeir séu haldnir til heiðurs íslenskum tónlistarkonum í lok áratugar kvenna. Jean-Pierre Jacquillat stjórnar hljómsveitinni og leikin verða verk eftir Jórunni Viðar, Karólínu Ei- ríksdóttur, Mist Þorkelsdóttur og Wolfgang A. Mozart. Tónleikadagskrá þessi verður síðan endurflutt í Selfosskirkju nk. mánudagskvöld kl. 20.30, i félags- bíói í Keflavík nk. miðvikudags- kvöld á sama tíma og í Langholts- kirkju í Reykjavík nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Regnboginn sýnir: La Caza eftir Carlos Saura Kvikmyndaklúbburinn sýnir spænsku myndina La (’aza eftir * Carlos Saura í Regnboganum, E-sal, í dag, laugardag, kl. 15 og 17. Myndin fjallar um Enrigue, pilt um tvítugt, sem fer á veiðar ásamt þremur eldri mönnum. Vín er haft um hönd og þegar líður á daginn eru mennirnir þrír orðnir ill- skeyttir. Skyndilega dregur til tiðinda, voðaverka, og pilturinn flýr þennan heim þr sem honum finnnst sér enginn samastaður búinn. Leikstjóri og höfundur handrits er Carlos Saura en með aðalhlut- verk fara Ismael Merlo, Alfredo Mayo, José María Prada og Emilio Gutierrez Oaba. Krétt*tiikynning Basar Eyfirð- ingafélagsins Eyfírðingafélagið í Reykjavík heldur basar á Hallveigarstöðum á morgun, sunnudag, og hefst hann kl. 14. Á basarnum verða á boðstólum jólavörur, handavinna, kökur og margt fleira. Öllum ágóöa af söl- unni verður varið til góðgerðar- starfsemi. Fréttatilkynning Leikfélag Siglufjarðar sýnir leikritið Sólsetur eftir Sólveigu Trausladóttur kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.00. Almennur Dansleikur frákl. 23.00-03.00. Hljómsveitin (ioðgá. Gest- ur kvöldsins er Selma llauksdóttir frá Siglufirði. Fyrirlestur um dönsku- kennslu í Danmörku Flytjendur á Kjartanskvöldi. Kjartanskvöld í Hveragerði Hveragerði 15. nóvember. LEIKFÉLAG Hveragerðis verður með kynningu á verkum Kjartans Ragnarssonar í Hótel Ljósbrá í kvöld, 16. nóvember, klukkan 21.00. Sýningin hlaut nafnið Kjart- anskvöld. Höfundurinn verður heiðursgestur kvöldsins. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Þetta er fyrsta verkefni LH á þessum vetri. Um 30 manns taka þátt í sýningunni, syngja, lesa upp og flytja leikin atriði. Undir- leik annast hljómsveit Kristjáns Ölafssonar, sem einnig leikur lítið breytt fyrir dansi, eftir sýn- inguna. Vegna dansleiksins er aldurs- takmark 18 ár. Upphaflega átti aðeins að vera ein sýning á Kjartanskvöldi, en vegna fjölda áskorana bæjarbúa er í athugun að hafa aðra sýningu sem yrði opin öllum aldurshópum. Sigrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.