Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Minning: Torfi Guðbrands- son, Keflavík Fæddur 17. september 1905 Dáinn 9. nóvember 1985 I dag, 16. nóvember, verður Torfi Guðbrandsson, fv. bíóstjóri Fé- lagsbíós í Keflavík, kvaddur hinstu kveðju frá Keflavíkurkirkju. Hann lést í Landakotsspítala 9. nóvember sl. Torfi fæddist að Hallsstöðum í Dölum. Foreldrar hans voru Krist- ín Sigríður Halldórsdóttir og Guðbrandur Jónsson, búendur að Hallsstöðum. Guðbrandur var bóndi og smiður á tré og málm og vann i 14 ár í smiðju hjá Torfa Bjarnasyni í ól- afsdal, áður en hann hóf búskap á Hallsstöðum. Guðbrandur var blindur í 15 ár. Hann lést um það leyti, sem flutningar voru áætlaðir til Keflavíkur. — Kristín Sigríður, móðir Torfa, var sögð greind og skemmtileg kona. Torfi minntist hennar mjög og hversu tilfinn- ingalega tengd þau voru. Hún var ljóðelsk og hagmælt og svaraði gjarnan í hendingum og brá Torfi því oft fyrir sig. Hann var orðinn læs 5 ára gamall. — Kristín lést í brunanum mikla í Keflavik á gamlaárskvöld 1935. Torfi var yngstur 6 systkina. Þau voru: Halldór, bóndi i Dölum, síðar í Stykkishólmi, Korpúlfs- stöðum, Njarðvikum. Var tvl- kvæntur. Hann var jarðsettur i Keflavík. Sigríður, drukknaði ung milli Breiðafjarðareyja og Staðar- fells, ásamt fleira fólki, sem var að koma úr heyskap. Saðarfells- skóli var reistur til minningar þessa atburðar. Jón, bjó að Halls- stöðum, síðar í Keflavík og stund- aði verkamannavinnu, smíðar og húsbyggingar. Hann var ókvænt- ur. Gaf Keflavíkurbæ elliheimilið Hlévang i Keflavík. Hann er jarð- settur í Keflavík. Vigdís, gift Sören Valentinussyni, seglasaumara í t Móöirokkar, AÐALBJÖRG BJÖRNSOÓTTIR, frá Borgarfiröi eystra, andaöist aö kvöldi 14. nóvember á sjúkrahúsi í Udde-valla í Svíþjóö. Fyrir hönd ættingja og vina. Börnin. Maöurinn minn. t GÍSLI JÓHANNESSON frá Bláfeldi, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 14. nóvember. , ... ..... Fjóla Luthersdóttir. t Faöir minn og tengdafaöir, GUONI SIGURÐSSON, Faxastíg 18, Vestmannaeyjum, áöur til heimilis aö Bólstaöarhlíö 48, Reykjavík, andaöist í Landakotsspitala aö morgni 15. nóvember. Erla Guðnadóttir, Helgi Pálmarsson. t Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GERDUR GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarkona, Akurgerói 9, Reykjavík. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. nóvember kl. 13.30 Sigurgeir Jóhannesson, Sigurvin J. Sigurgeirsson, Ólafur Sigurgeirsson, Auöur Ingólfsdóttir, Ingigeröur Sígurgeirsdóttir, Björn Sæmundsson og barnabörn. t Alúöarþak kir fyrir hlýhug og vinsemd vegna andláts ÁGÚSTU Þ. VIGFÚSDÓTTUR, Drápuhlíö 24, og virðingu sýnda minningu hennar. Matthildur Ó. Valfells, Ágúst Valfells, Ólöf Ólafsdóttiir, Ólafur Ásgeirsson, Sigríöur Asgeirsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Vigfús Ásgeirsson, Sólveig Brynjólfsdóttir, barnabðrn og aörir aöstandendur. Keflavík. Björn, bæjarverkstjóri og síðar forstjóri Félagshúss og bíóstjóri, dó 1957. Jarðsettur í Keflavík. Kvæntur Unni Stur- laugsdóttur. Torfi kvæntist eftirlifandi konu sinni Elínu Sigurjónsdóttur 14. nóvember 1942. Elín er fædd á Bala í Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu, 25. júlí 1905. Var faðir henn- ar Sigurjón Jónsson frá Bala, en móðir hennar var Guðlaug Gunn- arsdóttir frá Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. Torfi og Elín eignuðust 2 dætur: Kristínu Sigríði, gift Henry L. Gilson. Börn: Elín Dawn og Henry Lee. Guðlaug, kennari að mennt og líffræðingur. Vinnur á rann- sóknastofu Landspítalans. Fyrir hjónaband var Torfi í sambúð með Margréti Jónsdóttur. Þau eignuðust 3 börn. — Jón Hauk, börn hans eru: Jakob Grétar, Hilmar, Hrönn og Þórir. — Krist- ín, lést ungabarn að aldri og Svan- hildur ósk, lést í nóv. sl. Eftirlif- andi maður hennar er Sverrir Sigurjónsson. Börn þeirra: Mar- grét, Guðrún Linda og Sverrir Már. Torfi var til 9 ára aldurs í for- eldrahúsum að Hallsstöðum, en þá fór móðir hans með hann til bróð- urdóttur sinnar, Matthildar Björnsdóttur (dóttur Björns) Halldórssonar að Smáhömrum í Steingrímsfirði á Ströndum og Matthildar Benediktsdóttur og Jóns H. Jónssonar, kennara, til verka og til að stunda skóla að Heydalsá í Steingrímsfirði, Ströndum, og var hann þar til 14 ára aldurs. Frá dvöl sinni að Heydölum minntist hann oft Halldórs Ólafs- sonar, Fögrubrekku, Hrútafirði, sem hann taldi sig hafa lært mikið t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar STEFANÍU GUÐBRANDSDÓTTUR frá Borgarnesi. Geir Jónsson, Péfur Geirsson, Hlíf Steinsdóttir, Guöbrandur Geirsson, Margrát Einarsdóttir, t Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug í minningu eigin- konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, FINNU LEU PÉTURSDÓTTUR, Ólduslóð 10, Hafnarfiröi. Jón Egilsson, Egill Jónsson, Kristjana Magnúsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Viöar Jónsson, Helga Lea, Jón Freyr. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu vegna fráfalls eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, GUORÍÐAR ADALSTEINSDÓTTUR, Hvassaleiti 8, Reykjavík, Guðmundur Guölaugsson, Margrét Guömundsdóttir, Guóbjörg Guömundsdóttir, Björn Johnsen, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HELGU BENÓNÝSDÓTTUR, fyrrverandi húsfreyju aö Haukabergi í Dýrafiröi. Haraldur Kristinsson, Valgeröur Sörensen, Paul Johnsen, Fjóla Haraldsdóttir, Hallur Stefánsson, Þráinn Haraldsson, Unnur Kristjánsdóttir, Ágústa Þórey Haraldsdóttir, Níels Björgvinsson, Kristinn Haraldsson, Karen Ragnarsdóttir, Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Þuríóur Aöalsteinsdóttir, Halla Bergey Leifsdóttir, Haraldur Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Viö þökkum af alhug öllum þeim, sem sýnt hafa virðingu, samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar. tengdaföö- ur, afa og langafa, EINARS KRISTINS GUDFINNSSONAR, Bolungarvík, Guöfinnur Einarsson, Halldóra Einarsdóttir, Hjalti Einarsson, Hildur Einarsdóttir, Jónatan Einarsson, Guömundur Páll Einarsson, Jón Friðgeir Einarsson, Pétur Guöni Einarsson, Maria Haraldsdóttir, Haraldur Ásgeirsson, Halldóra Jónsdóttir, Benedikt Bjarnason, Halla P. Kristjénsdóttir, Kristín Marsellíusdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Helga Aspelund barnabörn og barnabamabörn. af. J6n Brandsson prestur hvatti Torfa til áframhaldandi náms og hefði Torfi þá kosið að læra til prests, en þrá hans heim til móður sinnar réði því, að hann fór aftur til Hallsstaða. Torfi vandist strangri vinnu l sveitinni, eins og hún var á þeim tíma, áður en véltæknin kom til sögunnar. Hann fór þá til sjós, var á skútum frá Flateyri og kynntist þá lífi sjómannsins eins og það var þá. Hér í Keflavík hefur Torfi átt heima síðan 1931. Á fyrstu árum sínum hér vann hann við fiskað- gerð í landi hjá Elinmundi ólafs, sem þá var eigandi Keflavíkur- eignarinnar. Á þessum tíma kynntist hann verkalýðshreyfingunni og gekk hann snemma til liðs við hana. Var hann lengi í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og um langt skeið ritari félagsins. Fórst honum það starf vel úr hendi eins og vænta mátti, þar sem hann hafði mjög áferðarfallega rithönd. Þegar KR0N opnaði verslunina við Hafnargötu 30 varð Torfi þar afgreiðslumaður. Hélt hann síðan áfram störfum hjá Kaupfélagi Suðurnesja, er það var stofnað. Seinna stofnaði Torfi og rak Trésmíðaverkstæðið Þór í Kefla- vík. Hann var bæði húsgagna- og húsasmiður og byggði hann nokk- ur hús hér í bæ. Torfi var í eðli sínu listfengur og bera þess merki margir út- skornir munir á heimili hans. En það verk, sem honum var þó vafa- laust hugleiknast var stjórnun og framkvæmd við endurbætur á Hvalsneskirkju árið 1945, enda taldi hann sig hafa dreymt fyrir því verki og það oft hafa gengið upp á undraverðan máta. Ovenju há tré fundust rekin sem nothæf voru í turn kirkjunnar, en efni í hann hafði verið ófáanlegt, því menn vildu hækka hann frá því, sem verið hafði. Tengsl Hallgríms Péturssonar við kirkjuna voru Torfa mjög kær og vildi hann því gera veg hennar sem mestan. Safnaðaðarfulltrúi Hvalsnes- kirkju, Gísli Guðmundsson, segir svo frá er hann lýsir viðgerð og endurbótum á Hvalsneskirkju sumarið 1945, í blaðinu Faxa: „Eg vil geta þess að okkur hafði langað til að fá gylltar stjörnur í hvelf- ingu kirkjunnar, en þær kostuðu svo mikið fé í Reykjavík, að ráða- menn kirkjunnar töldu frágangs- sök að leggja út f slík kaup, og hefði kirkjan orðið án þessarar skreytingar, ef henni hefði ekki borist óvænt hjálp. Það voru þeir Torfi og Guðni, sem veittu hjálp- ina. Torfi skar stjörnumótin út i tré, en Guðni steypti þau, og þann- ig atvikaðist það, að þrátt fyrir mikla erfiðleika, sem virtust um tíma mundu hamla þessari fram- kvæmd, blásir nú við augum kirkjugesta í Hvalsneskirkju fögur og stjörnusett hvelfing." Torfi lagði niður smíðaverk- stæði sitt vegna þess að hann bil- aði í baki. Var hann nú vigtarmað- ur við Keflavíkurhöfn skamma hríð uns hann tók við forstjóra- starfinu við Félagsbió f veikinda- forföllum Björns bróður síns. Var það upphaflega áætlað í hálfan mánuð, en urðu 12 ár, frá 1957 til 1969. Það kom f hlut Torfa að sjá um byggingu Félagsbiós, ekki einu sinni heldur tvisvar, vegna þess að húsið brann að nóttu, án þess vitað væri um eldsupptök. Við uppbyggingu hússins í bæði skiptin sýndi Torfi mikinn dugnað og hagsýni. Hann var af þeirri gerð, að hann lagði sig allan fram við að gera verkið sem best úr garði, án óhófs kostnaðar. Torfi var tengdur Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavfkur frá stofnun ^ess. Hann var ritari þess f fjölda ár og skilaði þar miklu og góðu starfi, sem aldrei verður full- þakkað. Um leið og ég þakka vini mfnum Torfa samstarf liðinna ára, sem aldrei bar skugga á, flytjum við hjónin konu hans, börnum, barna- börnum og öðru tengdafólki okkar hjartanlegustu kveðjur. Ragnar Guðleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.