Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 41 Ingibjörg Helga- dóttir - Minning Þann 5. þ.m. fór fram frá Ljungby gamla kyrka í Gautaborg útför Ingibjargar Helgadóttur. Það var 22. mars 1951, sum ég var svaramaður þessarar vinkonu minnar og skólasystur, en þá gekk hún í hjónaband með Bertil Kuts- back, sem er virtur starfsmaður hjá Svenska Lloyds í Gautaborg. Vígslan fór fram í sömu kirkju í Gautaborg og útförin er gerð frá í dag. Þetta var mikill hamingju- dagur í lífi Ingibjargar eða Ging Kutsback eins og hún hét eftir að hún giftist Bertil. Sólin skein og náttúran var að vakna af vetrar- dvalanum. Alla tíð síðan, eða í þrjátíu og fjögur ár, hefur hún búið með manni sínum í Gauta- borg. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Marianne Sigrún, sem var sannkallaður sólargeisli á heimil- inu. Marianne er nú gift og hefur eignast einn son, óskar, sem var í miklu uppáhaldi hjá ömmu og tók við hlutverki móður sinnar að vera miðpunktur fjölskyldunnar og gleðigjafi. Hér verður ekki rakin ævisaga Ging í smáatriðum heldur eiga þessi fáu orð að vera kveðja mín til sárt saknaðrar vinkonu. Leiðir okkar Ginging, eins og hún var þá kölluð, lágu fyrst saman 1936, en þá vorum við báðar nemendur í 1. bekk Kvennaskólans í Reykjavík. Það kom þá strax fram að hún bjó yfir heillandi persónuleika og miklum músík- hæfileikum. Hún var glöð og frjálsleg í framkomu og hvers manns hugljúfi. Þessir eiginleikar einkenndu hana til hinstu stundar. Á íslendingasamkomum og öðrum skemmtunum í Gautaborg var hún hrókur alls fagnaðar enda söng- elsk og hafði fallega söngrödd. Hún lagði líka rækt við sönglist- ina. Gautaborgarárin gerðist hún félagi í „Visans Vanner". Einnig kom hún oft fram í sænska útvarp- inu og sjónvarpinu. Það má segja að hún hafi sungið sig inn í hjörtu Svíanna með lagi sem hún gerði við ljóð eftir Hjalmar Gullbert, „Kyssande vind". í óskalagaþátt- um í útvarpinu er oft beðið um að fá að heyra hana syngja þetta lag. Ekki gleymdi hún uppruna sínum. Hún söng jafnan íslensk lög líka, þegar hún kom fram opinberlega og gat komið því við. Ging hefur ávallt verið hógvær og lítið fyrir að auglýsa sig. Kann það að vera skýringin á því hversu hljótt hefur verið um hana hér á landi. Eigi að síður hefur hún unnið landi og þjóð mikið gagn með list sinni og verið til mikils sóma með söng sínum og fágaðri f ramkomu. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmslis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg- gefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Wterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Nú er mikið skarð fyrir skildi í fjölskyldu Bertils og Marianne Sigrúnar og harmur þeirra þung- ur. Ging hefur runnið sitt æviskeið á enda. Ég þakka af alhug hin góðu kynni og langa vináttu, sem staðið hefur í nær hálfa öld. Þeim Bertil, og Marianne Sigrúnu og fjölskyld- um þeirra sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um góða eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu mun ilja þeim um ókomin ár. Guð blessi minninguna um hina látnu og sárt söknuðu vinkonu. Reykjavík, 5. nóvember 1985 , Sigrún Jónsdóttir Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekio á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend- ingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 16. nóvember verða til viötals Hulda Valtýs- dóttir, formaöur Umhverfis- málaráðs og í stjórn Kjarvals- staöa og Ásmundarsafns, og Jóna Gróa Siguröardóttir, full- trúi í atvinnumálanefnd, fræðsluráði og byggingu stofnana í þágu aldraöra. Gæðakaffi sem gnæfir uj Ný kaffitegund hefur verið að vinna á hér á landi. Þótt þú sért ánægður með það sem þú hefur, skaltu ekki fara á mis við Merrild kaffið. Það svíkur engann. II ur Því verður vart lýst með orðum hvernig Merrild kaffi bragðast, það verður hver að að reyna sjálfur. En við getum samt nefnt það sem Merrild hefur helst sér til ágætis: nefnilega þennan mikla en ljúfa keim sem situr lengur á tungunni en þú átt að venjast. Kaffið er drjúgt og bragðmikið, en aldrei rammt. I því eru aðeins heimsins bestu kaffitegundir frá Kolombíu, Brasiliu og Mið-Ameríku, en ekkert „Robusta". Merrild kaffið er í loftþéttum umbúðum, sem varðveita vel ferskt bragð og ilm í allt að einu ári. Ef þú geymir kaffipokann eftir að hann hefur verið opnaður í kaffibaukn- um, er kaffið alltaf eins og nýtt. Þú getur því hvenær sem þú óskar notið bragðs af eðal-kaffi, sem hefur hlotið með- ferð sem því hæfir. En sem sagt, reynið gæðin og njótið bragðs- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.