Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 áster... .... varanlegt htmdtak. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved »1SB5 Los Angeles Times Syndicate ðeðtiMi Ég sit í baðkarinu! Þeir eru að biðja okkur að koma til þeirra á rannsókn- arstofuna til þess að skoða nýja límið, sem þeir eru búniraðfinnaupp? * L'ATrU EKKI E/NS 06 pú HAFIR ALPZEI Séo GOLFBRAUT 'AÐOK! " Óvenjuleg framkoma í viðskiptum Vegna skrifa Matthíasar G. Pét- urssonar í Velvakanda í gær, þykir mér rétt að gera eftirfarandi at- hugasemdir: Matthías segir í pistli sinum, að hann hafi keypt umrætt blöndunartæki í verzlun okkar fyrir nokkru . Við þetta er það að athuga, að í samtali við Harald Bjarnason, sölustjóra, sagðist Matthías hafa keypt tækið í verzl- un okkar að Skúlagötu 30, en þaðan flutti verzlunin árið 1981, þannig að það sem Matthías kallar „fyrir nokkru" eru raunverulega u.þ.b. 4 ár. Ekki gat Matthías lagt fram nótu til staðfestingar á því að varan hafi yfirleitt verið keypt hjá okkur, enda hefur komið í ljós, að Matthías er alls ekki viss um hvar tækið var keypt, þar sem hann fór áður í Byggingavöru- verzlun Isleifs Jónssonar hf. og fullyrti að tækið væri þaðan komið og leitaði eftir endurgreiðslu þar. Fullyrðingar Matthíasar um ólið- legheit eru út í hött, þar sem honum var annars vegar boðið að taka tækið í umboðssölu fyrir hann eða taka við tækinu gegn innleggs- nótu, sem hann gæti notað til út- tektar á öðrum vörum. Þetta er boðið, þrátt fyrir að ekki liggur fyrir að tækið hafi verið keypt hjá okkur, en þó svo væri, þá fyrir 4 árum. í verzlun sem verzlar með byggingavörur er það daglegt brauð að vörum sé skilað eða skipt, þar sem t.d. tengihlutir eru oft keyptir í ríflegu magni svo að ekki þurfi að senda menn af bygginga- stað ef eitthvað vantar upp á. Þetta gerum við dagiega án nokk- urra árekstra, enda vitum við að viðskipti byggjast að miklu leyti á lipurð og kurteisi beggja aðila. Þetta hefur okkur tekist nokkuð vel í þau hartnær 70 ár sem fyrir- tækið hefur starfað. Mér þykir Rjúpnayeiðimenn sýni skynsemi Nú er rjúpnavertíðin hafin enn einu sinni og menn farnir að villast í fjöllum landsins. Það er annars furðulegt að menn skuli vera að þvælast í þoku og slagviðri uppi um regin fjöll og kunna ekki að gæta fóta sinna. Það er dýrt að leita, með öllum miður að Morgunblaðið skuli ekki leita sjónarmiða beggja aðila í máli sem þessu, einkanlega þar sem beinlínis er farið rangt með staðreyndir og ómaklega vegið að starfsmanni fyrirtækisins í grein Matthíasar. Ég vona að Matthíasi takist að selja blöndunartækið sitt sem allra fyrst, en hann er þá væntanlega reiðubúinn til þess að endurgreiða kaupandanum tækið eftir svo sem 4 ár, ef í ljós kemur, að viðkomandi hefur ekki not fyrir tækið. Með þökk fyrir birtinguna. Hjörtur Örn Hjartarson, framkv.stjóri J. Þorláksson & Norðmann hf. þeim mannafla og tækjum sem beitt er þegar menn týnast. Það verður því að gera þá kröfu til rjúpnaveiði- manna, sem og annarra, er fara um öræfi landsins, að þeir hagi ferðum sínum af skynsemi og forsjá. Að álpast upp á fjöll þegar skammdegið nálgast og allra veðra er von, er varhugavert ef menn eru ekki ferða- vanir og vel útbúnir. En af því að ég er farinn að tala um rjúpuna þá hefir mér oft fundist ýmsir fordæma veiðina óþarflega og með hálfgerðum slepjutón. Hitt er svo annað mál, að það ætti að banna með öllu notkun snjósleða við þessar veiðar eins og mun tíðkast í Þingeyjasýslum. Rétt væri að tak- marka veiði við tiltekinn fjölda fugla, t.d. 30 rjúpur hver veiðimað- ur. Sumir eru farnir að stunda þetta og hætta annari vinnu meðan skot- veiðitíminn er. Þetta er óhæfa og of mikil græðgi. Fjárgræðginni fylg- ir gjarnan ofurkapp og gírug augu, sportveiði þekkja þessir menn ekki. Veiðimaður spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Um leik Liverpool og Coventry Knattspyrnuunnandi spyr: Hvernig stóð á því að auglýstur leikur Liverpool og Coventry var ekki sýndur í sjónvarinu laugardaginn 9. nóvember sl. Ég missi aldrei af leik Liverpool og skipti því um vakt í vinnunni til að geta horft á leikinn. Varð ég því fyrir miklum vonbrigðum á laugar- daginn þegr sagt var að annar leikur yrði sýndur í staðinn. Svar Bjarna Felixsonar: Rétt er að fyrirhugað var að sýna nefndan leik í sjónvarpinu. Hins vegar komu skyndilega boð frá Englandi um að ekki ætti að taka upp þennan leik heldur leik Watford og Aston Villa og ákvað ég að fá þann leik sendan, frekar en engan. Kom ég boðum til allra dagblaða um breytingu á dagskrá og var skilmerkilega skýrt frá því í tæka tíð. Víkverji skrifar Eg er svo hamingjusöm, að ég á ekki til orð“, sagði Hólm- fríður Karlsdóttir meðal annars, þegar búið var að kjósa hana feg- urstu konu heimsins á fimmtu- dagskvöldið. Nokkrar umræður hafa jafnan orðið um gildi fegurð- arkeppni, þegar hún stendur yfir og sýnist sitt hverjum. Sigrar ís- lenzkra stúlkna í Fegurðarsam- keppni Norðurlanda og keppninni um titilinn Ungfrú heimur eru út af fyrir sig ánægjuefni, bæði fyrir stúlkurnar sjálfar og okkur hin. Víkverji sér ekki ástæðu til að amast við fegurðarsamkeppni, frekar en keppni á öðrum sviðum, svo framarlega sem vel er að mál- um staðið. Sú auglýsing, sem Hólmfríður Karlsdóttir er landi og þjóð þessa dagana, er af góðu tagi og sýnir, að þegar val okkar tekst vel, þá er kvennalandslið okkar á þessu sviði ekkert síðra mál, en önnur landslið; til að mynda í handbolta, knattspyrnu eða skák, nema síður sé. XXX að virðist liggja djúpt í eðli Reykvíkinga og annarra á Stór-Reykjavíkursvæðinu að vera jafnan seinir fyrir með vetrar- búnað bíla sinna. Alltaf er það svo, þegar fyrstu vetrarhálkur verða, að yfirgnæfandi fjöldi öku- manna er á vanbúnum bílum, sjálfum sér og öðrum til tións. Reyndar er rangt, að kenna höfuðborgarbúum einum slíkan trassaskap, því svo annað dæmi sé tekið, gengur engin rjúpnaveríð í garð, án þess að einhverjir veiði- menn týnist. Og þegar þeir finnast eftir mannmarga og erfiða leit, þá reynast þeir illa búnir til þessara ferða. Við fslendingar ættum að hafa það jafnan í huga, að þegar á haustið líður, svo ekki sé nú talað um þegar fram á vetur kemur, er það skylda okkar að hafa ekki öll segl við veðri. XXX Víkverji brá sér í verzlun um síðustu helgi og keypti vörur fyrir 199 krónur. Afgreiðslumað- urinn tók við 500 króna seðli og gaf 300 krónur til baka. Víkverji beið eftir einni krónu til viðbótar, en afgreiðslumaðurinn gerði sig líklegan til að afgreiða næsta mann. Víkverji spurði hverju sætti — hvort hann ætti ekki að fá eina krónu enn? — Nú, vildruðu fá hana líka? spurði afgreiðslumaðurinn. Þetta sýnir betur en margt annað hvar blessuð krónan okkar er á vegi stödd. XXX Nýr veitingastaður er nú kom- inn þar sem Hestamannafé- lagið Fákur hafði áður aðsetur við Breiðholtsbraut í Reykjavík. Það þykja varla tíðindi lengur, að menn hefji veitingarekstur — svo algengt er það nú — nema hvað þessi heitir því' íslenzka nafni Sprengisandur. Veitingahúsaeig- endur hafa verið gagnrýndir fyrir það hér í blaðinu að sækja nöfn á staði sína til útlanda og er því þessu nafni fagnað hér í dálkum Víkverja. XXX Hrakningasaga þjóðhátíðar- gjafar Bandaríkjmaanna til okkar fslendinga, risafurusneiðar- innar úr ríki Reagans, er öll hin neyðarlegasta. I forystugrein Morgunblaðsins er því haldið fram, að átölulaust hefði verið af okkar hálfu, þótt þessi gjöf hefði beðið önnur þréttán hundruð ár, úr því sem komið var. En 3neiðin er mætt til landsins. Ög nú blasir sá vandi við ráða- mönnum að koma henni fyrir þannig að ekki skyggi á annars ágæt samskipti okkar og Banda- ríkjamanna. Lausnin er auðvitað sú, að sneiðin verði geymd, þar sem enginn sér hana næstu þrettán hundruð árin og kemur Víkverji þeirri ábendingu hér á framfæri við stjórnvöld, að þau setji sneið- ina á stall í öðru óskabarni sínu, sem er Þjóðarbókhlaðan. M -.1' ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.