Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 ÚTVARP/SJÓNVARP Svart og hvítt Quartetto Baselius eða Kvartett- inn nefndist mánudagsmyndin ættuð sunnan frá Italiano. Greinir þar frá fjórum mönnum er hafa starfað um 30 ára skeið í frægri kammerhljómsveit: Quartetto bas- elius. Við upphaf myndar deyr einn félaganna og verða þá hinir eins og vængbrotnir fuglar enda hefir tónlistin verið þeirra ær og kýr. Þá bankar uppá ungur fiðlu- snillingur og enn á ný hverfa þre- menningarnir inní hinn lokaða heim tónlistarinnar. En sjálft lífið hefir farið hjá garði og skyndilega standa þremenningarnir frammi fyrir þeirri staðreynd að þeir hafa elst án þess að takast á við sinn innri mann. Einn úr hópnum uppgötvar þannig að hann er kynhverfur er ástin til unga fiðlu- snillingsins verður að ástriðubáli. Sá brotnar reyndar og hverfur inní heim skáldskaparins og draumór- anna. Annar leitar að æskuástinni sinni í Feneyjum. Hún er gift kona bðrnin hafa eignast börn og nú er heilsa þessa ágæta manns tekin að gefa sig. Hann á raunar aðeins um það að velja að missa heyrnina eða kreppast af liðagikt. Þriðja leiðin er farin. Sá þriðji úr hinum aldna Quartetto Baselius sættir sig við takmörk sín og gerist undir- leikari hjá fiðlusnillingnum unga. íupphafi skal.. Eins og lesendur sjá endar mynd þessi afar dapurlega. Að vísu tórir einn úr hinni frægu kammersveit en myndin var hlaðin slíku svarta- gallsrausi að ég myndi hiklaust mæla með henni sem lyfi gegn bjartsýni. Væri ekki úr vegi að sýna myndina á fundum LÍU eða bændasamtakanna svona til að koma fundarmönnum í rétta stemmningu. Ekkir veitir af að þjálfa tárakyrtla grátkórsins. En til allrar hamingju fyrir sálartötr- ið var ekki bara suðrænt þunglyndi á dagskrá ríkisfjölmiðlanna síð- astliðinn mánudag. Sigurður Atla- son trésmiður frá Hólmavík talaði í þættinum: Um daginn og veginn og var hvergi banginn er hann minntist á erfiðleika þjóðarinnar. Hreyfði Sigurður við ýmsum óþægilegum kýlum eins og því að á sama tíma og þær hörmungar- fréttir bærust að 15 manns hefðu látist f umferðarslysum þá féllu miklu fleiri íslendingar fyrir eigin hendi — á mánuði hverju. Þá upplýsti hann að í ónefndu plássi úti á landi ætti utanbæjarmaður er aldrei kæmi í plássið skuttogara staðarins. Hefði þessi ágæti út- gerðarmaður eignast togarann með hjálp föður síns en sá er fram- sóknarþingmaður. Þannig hefði útgerðarmaðurinn reykvíski feng- ið lán úr ónefndum sjóði til að kaupa togarann erlendis frá, en málin æxluðust þannig að togarinn var smíðaður hér á landi. Já það er ekki sama Jón og séra Jón. Nú en áfram hélt sigurður smiður og varpaði fram þeirri spurningu hvernig forystumenn launþega- samtakanna gætu samvisku sinnar vegna skrifað undir samn- ing um laun sem væru svo lág að ... fyrirsjáanlegt væri að menn gætu ekki lifað af þeim. Rek ég ekki frekar tölu Sigurðar Atlason- ar hún hófst í gleðisnauðum tón en er leið á ræðuna fylltist Sigurð- ur af bjartsýni og hann sór þess heit að takast á við erfiðleikana með bjartsýnina að vopni. Per- sónulega fannst mér afar hress- andi hinn glaðbeitti málflutningur smiðsins frá Hólmavfk. Við verð- um að efla til áhrifa slika óspillta alþýðumenn í þjóðlffi voru. Gefa þeim færi á að viðra skoðanir sinar i 'fjölmiðlunum til mótvægis við silkimjúkt tungutak þeirra er hafa alist upp f ráðherrabústöðunum. Ólafur M. Jóhannesson David Suzuki Maður og jörð — tengslin við náttúruna ■ Fjórði þáttur 4Q kanadíska — heimilda- myndaflokksins „Maður og jörð“ hefst í sjónvarpi kl. 20.40 í kvöld og fjallar sá um tengsl mannsins við náttúruna. Umsjónarmaðurinn David Suzuki leitast við í þessum þætti að gera grein fyrir sambandi mannsins við ýmis dýr og tekur m.a. sem dæmi hvað liggi að baki því að svo margir vilji hafa fjöl- skylduhund inni á heimil- inu og slær hann því fram að ástæðan sé sú að mað- urinn leitist ævinlega við að stjórna náttúrunni í kring um sig. Barnaútvarpið Ný framhaldssaga Stundin okkar ■ f Barnaútvarpi 00 í dag hefst lest- — ur nýrrar fram- haldssögu um Ivik bjarn- dýrsbana. Guðrún Guð- laugsdóttir les. Sagan er eftir Pípaluk Freuchen í þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar. Alls eru lestr- arnir sex talsins og verða þeir lesnir á mánudögum og miðvikudögum. Sagan gerist á Græn- landi. Þetta er saga um dreng sem lendir í mikilli raun og kemst þannig frá þeim erfiðleikum að hann verður meiri maður fyrir. Honum tekst að leggja að velli bjarndýr og þannig komast í tölu mikilla veiðimanna og ekki síst að forða sveltandi fjöl- skyldu sinni frá hungur- dauða. Þetta er saga frá þvf Grænlandi þar sem Pípaluk Freuchen ólst upp, áður en siðmenningin hélt að marki innreið sfna í landið. Pípaluk Freuchen er grænlensk að uppruna í móðurætt. Faðir hennar var hinn kunni danski landkönnuður og rithöf- undur Peter Freuchen. Hann hefur skrifað marg- ar bækur um veru sína f Grænlandi. f einni af bók- um sfnum getur hann þess að í einu byggðarlagi í Grænlandi hafi kona ein aldurhnigin tekið honum forkunnar vel. Töluvert seinna komst hann að raun um hver var orsök góðvilja hennar að hluta til. Peter var með afbrigð- um nefstór maður og kona þessi átti dóttur með stórt nef. Eftir að Peter kom í byggðarlagið var dóttirin ekki lengur með stærsta nefið þar um slóðir og því fannst henni Peter verð- skulda mikla góðvild af sinni hálfu. Þetta broslega atvik varpar nokkru ljósi á hve hugmyndaheimur Grænlendinga var ólíkur þeim sem fbúar norður- landa bjuggu við. Bókin um Ivik bjarndýrsbana hefur komið út á mörgum tungumálum og gefið mörgum innsýn inn í líf Grænlendinga eins og það var þegar Pípaluk Freuch- en var að alast þar upp. Seinna flutti höfundurinn til Danmerkur þar sem bókin um Ivik bjarndýrs- bana varð til. ■i Stundin okkar 00 frá sl. sunnu- — degi verður á dagskrá sjónvarps kl. 19.00 í kvöld. Umsjónar- menn eru Jóhanna Thor- steinsson og Agnes Johan- sen. Meðal efnis í þættinum eru Aravísur eftir Stefán Jónsson. Sverrir Guðjóns- son og Gísli Guðmundsson flytja með söng og tákn- máli. Jónas Þórir leikur undir. Þá flytja börn af skóla- dagheimilinu Langholti leikritið Hrokkinskinnu og fluttur verður lát- bragðsleikur með tónlist, lítil ástarsaga, sem frönsk-íslensk börn sjá um. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember 7.00 Veðurfregnír. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 750 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynníngar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams. Sig- rlöur Thorlacius þýddi. Bald- vin Halldórsson les (18). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 945 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmðl Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður I umsjá Siguröar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesiö úr forustugreinum dagblaöanna. 10^*0 Hin gömlu kynni Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Úr atvinnullfinu — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 1150 Morguntónleikar Þjóölög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrð. Tilkynningar. 1250 Fréttir. 1245 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónlelkar. 1350 i dagsins önn — Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristln H. Tryggvadótt- ir. 14.00 Miödeglssagan: .Skref tyrir skref" eftir Gerdu Antti. Guörún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jó- hannsdóttirles(21). 1450 Operettutónlist 15.15 Hvaö finnst ykkur? Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 1545 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1650 Slödegistónleikar a. Planólög eftir Sergei Rakhmaninotf. Victor Yer- esko leikur. b. Tvö lög eftir Fritz Kreisler. lan Hobson leikur á planó. c. Timofey Dokschutzer og 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 17. nóvember. 1955 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Sðguhorniö — Sigriður Eyþórsdóttir segir sögu slna Gengiö á reka. Sögur snáksins meö fjaörahaminn — spænskur teiknimyndaflokkur meö þjóösðgum indiána og Bjarni getur allt — norsk barna- mynd. Abram Zhak leika smálög á planó og trompet. 17.00 Barnaútvarpið Meöal efnis: „Ivik bjarndýrs- bani" eftir Pipaluk Freuchen. Guörún Guðlaugsdóttir byrj- ar lestur þýöingar Siguröar Gunnarssonar. Stjórnandi: Kristin Helgadóttir. 1740 Sfödegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 1945 Málræktarþáttur Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Jón Asgeirs- son framkvæmdastjóri MIÐVIKUDAGUR 20. nóvember (Nordvision — Norska sjón- varpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirogveður. 2050 Auglýsingar og dagskrð. 2040 Maöurogjörö. (A Planet for the Taking). 4. Tengslin viö náttúruna. Kanadiskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins viö uppruna sinn, náttúru og dýrallf og firringu hans frð umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður Rauða kross Islands flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn Elln Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 2050 Máttur dulvitunarinnar. Þáttur I umsjá Boga Arnars Finnbogasonar. 20.50 Tónamál Soffla Guðmundsdóttir kynnir. (Frá Akureyri.) 2150 Skólasaga — Vlgslusiöir og inntökuathafnir fyrr á öldum. Umsjón: Guölaugur R. Guðmundsson. 22.00 Fréttir. Dagskrð morgun- dagsins. 22.15 Veöurfregnir. OrÖ kvölds- ins. 2255 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. David Suzuki. Þýöandi og þulur Öskar Ingimarsson. 2145 Dallas. Systkinin. Bandarlskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 2240 Úr safni sjónvarpsins. Maöur er nefndur Olafur Tryggvason frá Hamraborg. Steingrlmur Sigurðsson ræöir við hinn kunna hug- lækni og rithöfund sem lést áriö 1975. Aöur á dagskrá sjónvarpsins sumariö 1970. 23.15 Fréttlr I dagskrárlok. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Miövikudagur 20. nóvember 10.00—1200 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00—15.00 Eftirtvö. Stjórnandi. Jón Axel Ölafs- son. 15.00—16.00 Núerlag. Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 10.00—17.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son. 17.00—18.00 Þræöir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagöar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 2050—2200 Tekiöárás. Bein útsending frá ýmsum (þróttaviöburöum kvöldsins. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.