Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 „Byrgjum — eftir Júlíus Hafstein Svo lengi sem sögur herma hefur verið í tísku að tala um vandamál æskunnar. Á öllum tímum hefur þeim sem eldri eru fundist æskan taka of lítið tillit til vilja síns og skoðana, jafnframt því sem ólík viðhorf og viðfangsefni aldurs- hópanna hafa iðulega leitt til tor- tryggni og efasemda. Hversu góð sem mannanna verk eru, þá eru þau aldrei fullkomin og æskufólk á hverjum tíma telur sig hafa úrræði á takteinum til að bæta um betur. Æskunni er þó nauðsyn að staldra við og meta það góða sem gert hefur verið á sama hátt og eðlilegt er að hún gagnrýni það sem miður gengur. Vissulega eru til æskulýðs- vandamál í okkar þjóðfélagi. Það verður þó að hafa í huga að slík vandamál eru sprottin úr þjóðlífs- aðstæðum sem ráðandi kynslóð á hverjum tima hefur skapað. Ýmsir telja að alvarlegustu æskulýðs- vandamálin séu bundin við eitur- lyfjaneyslu og skemmtanafíkn ýmiskonar. Þessir hlutir eru ekk- ert einangrað fyrirbrigði, sem gerist eingöngu meðal æskufólks. Þessi vandamál eru til i öllum aldurshópum. Munurinn er hins vegar sá að með því að gefa gaum að þörfum æskufólks, hlúa að heilbrigðu fé- lagsstarfi þess og örva það til já- kvæðrar þátttöku i uppbyggjandi starfi, er hægt að ná verulegum árangri. Árangri, sem takmarkar þann vanda æskunnar sem þegar er fyrir hendi, knýr á um að fólk hagi lífi sinu skynsamlega og móti heilbrigð lífsviðhorf. Munurinn að þessu leyti á æskunni og þeim sem eldri eru, er sá að það eru ótal möguleikar til að sinna þörfum æskunnar og leiða hana á rétta braut, á meðan það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. í störfum mínum að íþrótta- og æskulýðsmálum í Reykjavík hef ég iðulega tekið eftir því hvað lítið þarf til að koma frá því opinbera til að skapa öflugt starf. Þeir fjár- munir sem Reykvíkingar verja til jákvæðra æskulýðsstarfa skila sér margfalt til baka í bráð og lengd. í lok síðustu styrjaldar áttu Þjóðverjar í miklum erfiðleikum með sitt æskufólk. Þeir voru sigruð þjóð. Vonleysið og eymdin blasti hvarvetna við. Þá var gripið til þess ráðs að verja hlutfallslega verulegum fjármunum til að setja á stofn æskulýðsmiðstöðvar, þar sem unga fólkið fékk að ráða miklu um tilhögun starfseminnar og tók jafnframt ríka ábyrgð. Þetta, auk stuðnings við frjálsa félagsstarf- semi, gaf ótvírætt mjög góða raun. Vafalaust hefði fátt verið hægt að gera, sem hefði komið sér betur fyrir framtíðaruppbyggingu þýsks þjóðfélags en einmitt skilningur á þeirri þörf sem var fyrir jákvætt félagsstarf. Mönnum sést oft yfir þá stað- reynd að á æskuárunum sækist fólk meira en á nokkru öðru ævi- skeiði eftir því að vera innan um helst sem stærstan hóp félaga. Þessari þörf þarf að sinna. Stefna vinstri flokkanna Því nefni ég þetta hér að iðulega hafa fulltrúar vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur haft allt á hornum sér og jafnvel hæðst að málum, sem stuðla að eflingu æskulýðs-, íþrótta- og útilifs í borginni. í sjálfu sér er ekkert brunninn óeðlilegt við það að vinstriminm- hlutinn' hafi sitthvað við hug- myndir og tillögur okkar sjálf- stæðismanna að athuga. Ýmsir kynnu að segja að þeir vildu fara aðrar leiðir að sama marki. Svo kann að vera, en staðreyndin er einfaldlega sú að tillögur þeirra í þessum efnum eru vægast sagt mjög fátæklegar. Mér hefur virst að afstaða þeirra væri aðllega að vera á móti hverju skrefi, sem stigið hefur verið án þess að benda á neitt í staðinn. Þetta er því miður sá dapri veruleiki sem við blasir, en ber vinstri minnihlutanum hins vegar það vitni, að honum er ekki treystandi til þess að búa æskunni góða aðstöðu í borginni. Sem formaður ÍBR og form. íþróttaráðs Reykjavíkur hef ég leitast við að fá fram skoðanir allra, jafnt minna eigin flokks- systkina, sem hinna, en það hefur valdið mér vonbrigðum, hversu takmarkaðan áhuga andstæðing- arnir hafa í raun á framkvæmdum sem eru fallnar til að efla æsku- lýðsstarf. Aðkoman ’82 Aðkoman eftir vinstri stjórn í Reykjavíkurborg var í samræmi við þann takmarkaða áhuga sem andstæðingar okkar hafa á æsku- lýðsmálum. Framkvæmdir voru litlar og stuðningur við íþróttafé- lögin fór minnkandi. Við sjálf- stæðismenn töldum því ástæðu til þegar við fengum til þess meiri- hlutaforystu að gefa þessum mála- flokki verulegan gaum og verkin tala sínu máli í þessum efnum. Staðið hefur verið að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja með myndarlegum hætti, ekki ein- göngu fyrir keppnisfólk, heldur Júlíus Hafstein „AÖkoman eftir vinstri stjórn í Reykjavíkurborg var í samræmi við þann takmarkaöa áhuga sem andstæöingar okkar hafa á æskulýðsmálum. Framkvæmdir litlar og stuðningur við íþróttafé- lögin fór minnkandi.“ einnig þá borgarbúa sem áhuga hafa á að nýta sér æfinga- og útilífsaðstöðu. Unnið hefur verið að eflingu frjáls félagastarfs m.a. með því að hækka rekstrarstyrki til íþróttafélaganna og auðvelda þeim að byggja upp aðstöðu á fé- lagssvæðum sínum. Uppbyggingu félagsmiðstöðva æskunnar hefur verið haldið áfram. Auk þess sem ég nú hef nefnt, má benda á að lagður hefur verið grunnur að markvissri stjórnun íþrótta- og æskulýðsmála með stjórnkerfis- breytingu, sem kemur til fram- kvæmda eftir næstu kosningar. Gervigrasið í Laugardal Ég get ekki látið hjá líða að minnast á eina framkvæmd í þess- um málaflokki, sem olli verulegum deilum, en það var uppbygging gervigrasvallar í Laugardal. Sú framkvæmd kostaði vissulega mikið fé og var ein af þeim sem vinstriminnihlutinn hafði hvað mest á móti. Gervigrasvöllurinn hefur hvað sem öðru líður orðið það mörgum Reykvíkingum til ánægju og dægrastyttingar að úti- lokað er að halda öðru fram en að þeim fjármunum, sem var varið til hans, hafi verið vel varið. Sem dæmi um þetta má nefna að mán- uðina janúar til septemberloka í ár hefur völlurinn verið notaður í 1.913 klukkustundir og fjöldi þeirra borgarbúa sem hafa nýtt völlinn þennan tíma nálgast 26.000 eða tæpleg þriðji hver Reykvíking- ur. Þessar tölur sýna ótvírætt að okkar stefna var rétt en vinstri- minnihlutinn hugsar ekki í takt við skoðanir allflestra Reykvík- inga. Æskulýðs- og íþróttastarf í Reykjavík hefur miðað að og á að miða að því að koma sem flestu ungu fólki að notum og til nokkurs þroska. Við skulum ekki gleyma þeim gamla málshætti „það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í“. Þess vegna skulum við taka höndum saman um að efla frjálst æskulýðs- og íþróttastarf til að takmarka svo sem kostur er æskulýðsvanda í Reykjavík. Höfundur er formaður ferðamála- nefndar Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Sjilfstæðis- flokksins. GÓÐA SKEMMTUN GERA SKAL „Góða skemmt- un gera skal“ Hörpuútgáfan á Akranesi send- ir nú frá sér nýja leikja- og skemmtibók eftir Jón Kr. ísfeld. f bókinni eru leikir af ýmsu tagi, leikrit, gátur, spilagaldrar, spilaspár, huglestur, töfrabrögð, skrítlur, spurningaleikir o.fl. „Þetta er handhæg skemmtibók fyrir samkvæmi í heimahúsum, skóla, félagasamtök og einstakl- inga,“ segir í frétt frá útgefanda. „Þessi nýja leikjabók er með svipuðu sniði og leikjabókin vinsæla „Leikir og létt gaman“ eftir séra Svein Víking, sem margir þekkja. Bókin er sann- kallað tómstundagaman fyrir alla aldurshópa." Bókin er 104 blaðsíður. Prent- uð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Teikningar í bókinni eru eftir Ragnar Lár. Kápu gerði Jean Pierre Biard. Morgunblaðið/Arni Sæberg Frá upptöku lagsins „Hjálpum þeim“ sl. sunnudag. Á A-hlið plötunnar verður lagið sungið og leikið en á B-hlið verður aðeins undirleikurinn. Æ’ Islensk hljómplata til styrktar munaðarlausum börnum í Eþíópíu — um 60 söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja lagið „Hjálpum þeim“ „HJÁLPUM þeim“ nefnist hljóm- plata sem væntanleg er á markað- inn í næsta mánuði og gefin er út af Hjálparstofnun kirkjunnar í samvinnu við Auglýsingastofuna Nýtt útlit hf. Hljómplatan er gefin út til styrktar munaðarlausum börnum í Eþíópíu og um 60 íslensk- ir hljóðfæraleikarar og söngvarar flytja eina lagið á hljómplötunni sem ber sama nafn, Hjálpum þeim. Allir hafa tónlistarmennirnir gefið vinnu stna, líkt og flestir sem lagt hafa hönd á plóginn við útgáfu þessarar islen.sk u „Live Aid“- hljómplötu. Hpfundur lagsins „Hjálpum þeim“ er Axel Einarsson en út- setningu önnuðust þeir Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson. Á A-hlið hlómplötunnar er lagið sungið og leikið, en á B-hlið hennar er einungis hljóðfæra- leikurinn. Textablað fylgir hljómplötunni ásamt upplýsing- um um þann mikla fjölda fólks sem komið hefur við sögu á einn eða annan hátt. Rúnar Sigurður Birgisson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Nýtt útlit hf., á sæti í undirbúningsnefnd að útgáfu hljómplötunnar. Sagði hann í samtali við Morgunblaðið að öllum ágóða af sölu hljómplöt- unnar yrði varið til byggingar vistheimilis fyrir um 250 munað- arlaus börn í Eþíópíu. Aðspurður sagði Rúnar að hugmyndin að útgáfu hljómplöt- unnar, sem fæðst hefði sl. vor, væri í raun komin frá höfundi lagsins, Axel Einarssyni. „Lagið, sem er mjög fallegt, er flutt af flestum okkar bestu popptónlist- armönnum. Auk þess slógust tveir óperusöngvarar í hópinn, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir og Kristján Jóhannsson," sagði Rúnar. „Allir sem einn hafa gefið vinnu sína. Þá kemur fjöldi fyrir- tækja og einstaklinga við sögu á einn eða annan hátt og svo til öll vinna sem tengist undirbún- ingi og framkvæmd útgáfunnar er gefin. Þetta hefði aldrei tekist nema með sameiginlegu átaki allra sem hlut eiga að máli,“ sagði Rúnar. Bætti hann þv{ við að takmarkið væri að selja ekki færri en 10 þúsund eintök af hljómplötunni. Undirbúningsnefnd að útgáfu hljómplötunnar skipa, auk Rúnars, Björgvin Halldórsson, Guðmundur Einarsson, Guð- mundur Jóhannesson, Sigurjón Heiðarsson og Kolbeinn Andrés- son, sem jafnframt hannaði umslag hljómplötunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.