Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 Þjóðtungur Norður- landa í hættu? TUNGUMÁL Norðurlanda kunna að vera í ört vaxandi hættu gagnvart heimsmálunum. Kemur þetta fram í könnun, sem félagsfrædingurinn Neil Postman hefur látið gera og gefin hefur verið út í Frankfurt. Hann heldur því fram, að innan skamms verði alþjóðleg sjónvarps- fyrirtæki þess megnug að senda út 500.000 klukkustunda sjónvarpsefni á ári. Mest af þessu efni verður sent út á ensku, sem þýðir, að áhrif ensk- unnar gætu vaxið gífurlega. Norðurlöndin verði því að vera undir þetta búin og grípa til ráð- stafana til verndar þjóðtungum sínum. í Danmörku er gert ráð fyrir, að þeim þýzku sjónvarps- stöðvum, sem þar verður unnt að ná til, eigi eftir að fjölga mjög á næstunni. Þar hefur því komið upp ótti við vaxandi áhrif þýskunnar og það svo, að sumir segja, að verði ekkert að gert, gæti danskan liðið undir lok með næstu kynslóð. ff ww Stjórnendur fyrirtækja og starfsmannastjórar Prammistööumat og samtalstcekni Allir stjórnendur og starfsmannastjórar hafa staðið andspænis erfiðleikum við að meta frammistöðu starfsmanna sinna og hæfni umsækjenda um stöður. Á námskeiði sem Stjórnunarfélag íslands heldur verður farið í atriði er auðvelda lausn þessa vanda. Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi: • Samtalstækni - nauðsynleg stjórnunarhæfni • Frammistaða starfsmanns og markmið borin saman • Samtalið og val starfsmanna • Hvernig á að framkvæma mat • Leit að toppstjórnendum • Dæmi um samtöl sem meta eiga frammistöðu LEIÐ- DA VID RANCE, sálfræðingur og starfar sem ráðgjafi í BEINANDI: stjórnun hjá ESSO, CARRERAS ROTHMANS og þekkt- um breskum ráðgjafarfyrirtækjum. Hann er m.a. ráð- gjafi starfsmannamála í einu stærsta lögfræðifyrirtæki Bretlands. Tími og staður: 27.-28. nóv. kl. 9.00-17.00 í Kristalssal Hótels Loftleiða Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Erling Stordal meó ratarann aem varar vlð hvere kyns hindrunum framundan. Uppfinningamaðurinn, Björn Rörbolt, fylgist með. Noregun Ratari handa blindum - varar við hindrunum framundan NORSKUR kunnáttumaður um raf hefur búið til gagnlegt hjálpartæki því er Oslóarblaðið Aftenposten kalla mætti „ratara", en hefur hlotið viðurnefnið „Leðurblak- an“, gefur notandanum merki, ef hindrun er framundan. Sendir það frá sér hátíðnihljóð og nemur endurkast þess frá umhverfinu. Um leið finnst mismunandi mikill titringur á ákveðnum snertifleti á tækinu og hljóð- merki, sem notandinn greinir, hækka eða lækka eftir nánd hindrunarinnar. Þá gefur tækið, sem gengur fyrir 9 volta rafhlöðu, frá sér sérstakt hljóð fyrir framan glugga og notandinn getur greint dyr í 10 metra fjarlægð. Erling Stordal og fimm aðrir blindir hafa notað tæki þetta til reynslu um nokkurra mánaða skeið og líkað vel. Stordal segir í viðtali við Aft- enposten, að fullsterkt sé að orði kveðið að segja, að „Leðurblak- •indatækni, Bjorn Rorholt að nafni, handa blindum og sjóndaufum, að greindi frá nýlega. Tækið, sem an“ gefi blindum „sýn“ til að komast allra sinna ferða, en það auðveldi notandanum að glöggva sig á umhverfinu. Tækið varar hinn blinda eða sjóndaufa við ýmsum hindrunum úr ríki náttúrunnar, t.d. trjám og öðru slíku, og það hjálpar notandanum að forðast árekstra við kyrrstæða bíla eða aðra hluti, sem á vegi hans verða, eins og t.d. viðvörunarmerki vegna gatnagerðarframkvæmda. Uppfinningamaðurinn telur, að tækið muni kosta um 2.000 kr. norskar (ríflega 10.000 ísl. kr.) verði það framleitt í fjölda- framleiðslu. Til, samanburðar getur blaðið þess, að leiðsögu- hundar kosti um 100.000 n.kr. (yfir hálfa millj. ísl. kr.) Tækið er þó engan veginn talið geta komið algerlega í stað slíkra ferðafélaga. Pólland: „Var djúpt snort- in af þessari samverustund" - sagði Joan Baez sem söng fyrir stuðningsmenn Samstöðu Varsjá, 18. nÓTember. AP. BANDARISKA þjóölagasöngkonan Joan Baez hitti Lech Walesa, leið- toga pólsku verkalýðssamtakanna Samstöóu, á sunnudag og hélt tón- leika í kirkju í Gdaásk fyrir hundruð stuðningsmanna samtakanna. „Þetta tókst frábærlega," sagði Baez, þegar fréttamaður AP náði í hana i síma í Gdansk eftir tón- leikana. „Og ég var djúpt snortin af þessari samverustund. Það, sem hafði mest áhrif á mig, var að finna það, sem svo víða skortir I heiminum nú um stundir, ekki sist heima í Bandaríkjunum - sam- stöðu og samkennd fólksins. Það var stórkostleg tilfinning." Walesa og Baez hittust við morgunme8su í kirkju heilagrar Birgittu í Gdaúsk. Eftir messuna söng hún fyrir um 1.000 manns út um glugga á prestssetrinu og var fagnað innilega. „Eg hef ekki upplifað neitt svona sterkt og þó svo fjarri ofbeldi frá þvi snemma á sjöunda áratugnum - með Martin Luther King,“ sagði Joan Baez. Söngkonan er i fylgd vina sinna á sex daga ferðalagi i Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.