Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUPAGUR 20. NOVEMBER1985 er að skipta þessari framleiðslu niður því framleiðslan á síðasta verðlagsári var um 111 milljónir lítra. Meðaltal þriggja síðustu verðlagsára er 107,2 milljónir lítra, eða svipuð og samningurinn gefur. Með því að taka inn bú- markið að % hlutum, eins og Framleiðsluráð gerir tillögur um, verða þó verulegar sveiflur á milli héraða. Kemur útreiknings- reglan vel út í þeim héruðum þar sem framleiðslan hefur dregist saman á undanförnum árum, en að sama skapi illa í þeim héruð- um sem nýtt hafa framleiðslurétt sinn, svo sem í Eyjafirði, Skaga- firði, og á Suðurlandi. 1980 var búmarkið í mjólkinni 125,3 millj- ónir lítra, en er nú komið í 142,1 milljón litra. í Eyjafirði (Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu vestan Ljósavatnsskarðs), verða bændur að draga saman framleiðsluna um 1,4 milljónir lítra, eða 6,3% miðað við framleiðslu síðasta verðlagsárs til að fá fullt verð fyrir alla sína mjólk. Dæmið lítur enn verr út hlutfallslega í Skaga- firði, þar sem fullvirðismarkið (það mjólkurmagn sem sam- kvæmt búvörusamningunum kemur í hlut þess héraðs), er 8,4% lægra en framleiðslan í fyrra. Einnig er útlit fyrir mikinn samdrátt í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Ef samlagssvæði Mjólkurbús Flóamanna er tekið sem heild nemur samdrátturinn 1.575 þúsund lítrum frá því sem var í fyrra, eða 3,9%. Við þann samanburð verður þó að hafa í huga að það sem af er yfirstand- andi verðlagsári hefur mikil aukning orðið á því svæði vegna góðs árferðis og verður samdrátt- urinn á seinni helmingi ársins því enn meiri en samanburður við síðasta ár gefur til kynna. Verulegur samdráttur (9%) verður einnig í Austur-Skafta- fellssýslu, og samdráttur er einn- ig fyrirsjáanlegur í Norður- Múlasýslu, Þingeyjarsýslum, Vestur-Húnavatnssýslu, Vestur- Barðastrandarsýslu, Vestur- ísafjarðarsýslu, Dalasýslu, Mýrasýslu og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Framleiðendur sem leggja inn í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, þ.e. Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Borgarfirði sunn- an heiðar, fá rúmt búmark. f Gullbringusýslu geta bændur tvöfaldað framleiðslu sína, en hún er svo lítil fyrir að sára litlu skiptir í lítrafjölda, þó hlutfalls- talan sé há. Möguleikar eru til aukningar á norðanverðu Snæ- fellsnesi, Norður-ísafjarðar- sýslu, Strandasýslu og á Austur- landi. Önnur héruð, svo sem Austur-Húnavatnssýsla og Borg- arfjarðarsýsla og fleiri geta nokkurn veginn haldið sínu mið- að við síðasta ár. Árferðissveiflur eru alltaf nokkrar og verður að hafa slíkt í huga við samanburð á milli tveggja ára eins og hér er aðallega gert. Kindakjötsframleiðslan: Mesti samdrátturinn í sýslu landbúnaðar- ráðherra Vandinn er mun minni í kinda- kjötsframleiðslunni vegna þess að í búvörusamningunum var bændum tryggt fullt verð fyrir 12.150 tonn af kindakjöti á yfir- standandi verðlagsári, sem er litlu minna en framleiðslan var í fyrra og áætlað er að hún verði í ár. Samið var um að á næsta verðlagsári verði bændum tryggt fullt verð fyrir 11.800 tonn af kindakjöti. Meðalframleiðsla síð- ustu þriggja verðlagsára var 12.639 tonn. Heildarbúmarkið 1980 var 17.724 tonn af kindakjöti en er nú komið upp í 18.438 tonn. Það sem kemur í hlut héraðanna er þó í mörgum tilvikum talsvert innan við framleiösluna í fyrra. Skaftafellssýslurnar koma verst út, með 11,5—12% samdrátt. Verulegt svigrúm til aukningar er hvergi nema í Árnessýslu, Borgarfirði öllum og sunnan- verðu Snæfellsnesi. Kostir KASKO eru augljósir! Sparifé á Kaskó er óbundið og því alltaf hægt að losa fé ánfyrirvara Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. WRZWNflRBANKINN -vúutovi Hteð fi&i (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.