Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 Stefán Benediktssonar: Veltir okurlánamarkaðurinn tveimur milljörðum króna? Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) veittist hart að ríkisstjórninni — í utandagskrárumræóu um okurlána- starfsemi á Alþingi í gær — fyrir það sem hann kallaði okurveizlu. Þar sætu okurmangarar við veizluborð stjórnarinnar en allur almenningur stæði úti í kuldanum. Hér verður drepið á örfá efnisatriði úr ræðum þingmanna. Okurlán — lögleg og ólögleg Steingrímur J. Sigfússon (Abl.) sagði okurlánastarfsemi viðgang- ast bæði leynt og ljóst, löglega og ólöglega, með margvíslegum og miður góðum afleiðingum. Hann beindi ýmsum fyrirspurnum til viðskiptaráðherra, forsætisráð- herra og fjármálaráðherra. Hann spurði hve langt þessi okurlána- starfsemi ætti að ganga; hvort rfkisstjórnin hyggist grípa til sér- stakra aðgerða; hvort okurmálið verði svæft; hvern veg eftirlits- skyldu Seðlabanka og bankaeftir- litsins væri háttað; hversvegna itrekuðum viðvörunum til Seðla- banka um okurlánastarfsemi hafi ekki verið sinnt; hvort ávísanir frá ríkisbönkum hafi verið þrep í okurkerfinu; hversvegna ákvæðum „Ólafslaga" um að fjárskuldbind- ingar skuli ætið skráðar á nafn hafi ekki verið framfylgt; hver væri stefna rikisstjómarinnar i vaxtamálum t.d. varðandi ríkis- skuldabréf o.s.frv. Ræðumaður staðhæfði að vaxta- stefna stjórnvalda, sem fyrst og fremst bitnaði á framleiðsluat- vinnuvegum og húsbyggjendum, hafi ekki aukið heildarsparnað með þjóðinni en steypt mörgum í örvinglan. Nauðsyn innlends sparnaðar Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, taldi mikilvægt að efla innlendan peningasparnað, sem nánast hafi verið lagður í rúst í gengnum verðbólguárum. Ekki aðeins til að tryggja æskilegt fjár- magnsframboð heldur einnig til að hamla gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Þetta meg- inatriði hefði að sjálfsögðu áhrif á vaxtastigið. Ráðherra minnti á að það væru ekki fyrirtæki, sem þyrftu á sínu að halda til rekstrar og fjárfest- inga, sem ættu sparifé í lánastofn- unum, heldur hinn almenni þegn. Aðstoð við Kólumbíu: Samstarfs- nefnd þing- flokka? ÞAÐ kom fram í umræðu á Alþingi I gær að ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja einni milljón króna til aðstoðar á elds- umbrotasvæði í Kólumbíu í Suður-Ameríku og hefur falið Rauða krossi íslands milligöngu um ráðstöfun fjárins. Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár um aðstoð af hálfu íslendinga vegna eldsumbrota í Kólumbíu. Taldi hann að aðstoðin ætti að vera umtals- verð. Lagði hann til að stofnað yrði til samstarfsnefndar þing- flokka um það, hvern veg yrði að þessu máli staðið. Þingmenn tóku almennt vel í þessa málaleitan. Ef horfið yrði frá raunvöxtum, þann veg að tekið væri fyrir pen- ingasparnað i lánastofnunum, myndu okurlánin fyrst blómstra. Hinsvegar er nauðsynlegt að koma lögum yfir lögbrjóta og að að því væri stefnt, sagði ráðherra. Hann boðaði og framlagningu Box I: 55% lána- fjármagns hérlendis erlent. Box II: frumvarpa varðandi bankamál og verðbréfamarkað: Frumvarp um vcrdbréfamarkaó, sem væntanlega yrði lagt fram fyrir jól. Þar væri, eins og í löggjöf nágrannaþjóða, gert ráð fyrir því að leyfi ráðherra þurfi til slíkra viðskipta og það háð ákveðnum skilyrðum. Hann minnti og á að Verðbréfaþing íslands hæfi störf næstu daga. Ávöxtun þess yrði birt opinberlega. Frumvarp um Seðlabanka íslands, en nýlega hafi verið sett lög um viðskiptabanka og sparisjóði. Unnið er að frumvarpi um bann við okri og frumvarpi um dráttar- vexti, þar sem mið er tekið af breytt- um aðstæðum í vaxtamálum. Málinu verður hraðað Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra minnti á að lögum um Rannsóknarlögreglu ríkisins hafi nýlega verið breytt, ekki sízt til þess að hægt væri að hraða með- ferð fjársvikamála. Það að rann- sókn umrædds okurmáls gengur svo hratt, sem raun ber vitni, er að hluta til ávöxtur þessarar nýju löggjafar. Ráðherra sagði að þessu sérstaka máli yrði hraðað sem kostur væri. Hann kvað stefnt að því að stórherða viðurlög við fjár- og skattsvikabrotum. Ennfremur að löggilda frumvarp um verð- bréfamiðlun, sem kvæði á um nafnskráningu bréfa sem gengju kaupum og sölum, og strangt eftir- lit með þessari starfsemi allri. Þá þurfi að setja lög um útgáfu skuldabréfa. Ráðherra nefndi sitt- hvað fleira, sem lög þyrfti að setja giÞinai um, svo sem greiðslukort og verð- tryggingu verksala. Hann sagði og að til þess að „taka þrýstinginn af mjög þröngum peningamark- aði“ kæmi til greina að leyfa lán- tökur erlendis, án ríkisábyrgðar, sem stuðlað gæti að vaxtalækkun innanlands. Fullur vilji stendur til þess, sagði ráðherra, að leita leiða til að leysa vanda húsbyggjenda sem eru í vandræðum „af eðlilegum sökum". Forsætisráðherra sagði að ná- lægt 55% af því fjármagni, sem lánað væri í peningakerfinu, væri erlent fé, ekki sízt í sjávarútvegi, og innlend stjórnvöld hefðu ekki áhrif á vexti erlendra lána. Þessi staðreynd hefur áhrif á vaxtastig hérlendis. Erfitt er að halda vöxt- um hér langt frá því sem viðgengst umhverfis okkur, þar eð stór hluti þjóðarbúskapar okkar er út- og innflutningur vöru og þjónustu. Vextir færu hinsvegar lækkandi á erlendum fjármagnsmörkuðum. Spariskírteini ríkissjóðs Þorsteinn Pálsson fjármálaráó- herra svaraði fyrirspurn frá máls- hefjanda varðandi vexti og spari- skírteini ríkissjóðs. Innleyst ríkis- skuldabréf frá áramótum fram til ágústloka námu 1.094 m.kr. Seld rikisskuldabréf námu hinsvegar 850 m.kr. eða 77,7% innleystra bréfa. Síðan versnaði staðan enn. Frá 1. september til 29. október námu innleyst bréf 495 m.kr. en seld 182 m.kr. eða 36,7% inn- leystra. Þess vegna var gripið til þess, í skammtíma, að selja spari- skírteini á lægra verði til að örva sölu þeirra. Það tókst. Frá áramót- um til 8. nóvember sl. námu inn- leyst bréf 1.645 m.kr. en seld 1.332 m.kr. eða 81% innleystra. Nú eru þessi bréf aftur seld á nafnverði. Ríkissjóður hafði til skamms tíma forréttindi á lánamarkaði í sölu skírteina. Þessi forréttindi eru ekki lengur fyrir hendi. Ríkis- sjóður má heldur ekki ganga of langt á almennum lánamarkaði, því slíkt gæti ýtt undir hærra vaxtastig. Þessvegna er mjög mikilvægt að ná jöfnuði milli tekna og gjalda ríkissjóðs á fjár- lögum. Ráðherra kvað vexti of háa í sumum tilfellum, öðrum ekki. Til dæmis héldu vextir á almennum bankabókum naumast í við verð- lagsþróun. Vaxtastig verður ekki lækkað með pennastriksaðferðum. Hafa verði í huga hátt hlutfall erlends fjármagns á innlendum lánamarkaði. Eigum við að greiða erlendum sparendum hærri vexti en innlendum? Verðlagsþróun hefur og áhrif á vexti. Sama má segja um rikissjóð, ef rekinn er með halla. Þessvegna er mikilvægt að ná niður halla ríkissjóðs, er- lendum skuldum og verðbólgu. Og það situr sízt á þeim, sem stofnuðu til verðbólgunnar, erlendu skuld- anna og rikissjóðshallans að gagn- rýna afleiðinguna, sem m.a. kemur Frumvörp um verð- bréfamarkað og dráttarvexti á næsta leyti. fram i vaxtastiginu. Okurlánastarfsemi, sem er ekki nýtt fyrirbæri, þarf hinsvegar að taka föstum tökum — og að þvi er stefnt. Losa þarf bankakerfið við stjórnmálamenn Kristín S. Kvaran (BJ) sagði stjórnmálamenn stýra peninga- málum þjóðarinnar. Þeir sætu i stjórnum og ráðum sjóða og lána- stofnana. Um þeirra hendur færu 80—90% fjárstreymisins. í miður góðar fjárfestingar, stundum. Og lán sem væru íhugunarverð, svo sem til Hafskips. Losa þurfi bankakerfið frá stjórnmálamönn- unum. Skattsvikin — okur- starfsemin Jón Baldvin Ilannibalsson (A) taldi 10—15% þjóðarframleiðsl- unnar fara fram hjá skattakerf- inu. Okurstarfsemin væri hin hlið- in á skattsvikunum. Þar væri á ferð fjármagn, sem færi gegnum möskva skattakerfisins, bæði lög- lega og ólöglega. Ég hefi litla trú á endurreisn efnhagslífsins í samstarfi við flokk Steingríms Hermannssonar, sagði Jón Baldvin. Vandi húsbyggjenda á rætur í fimm höfuðþáttum, sagði hann. Húsnæðislánakerfið var svipt helzta tekjupósti sínum fyrir all- nokkrum árum og sett á jötu óhag- stæðra lána. Annar höfuðþáttur er misgengi launa og lánskjara, sem mestur var 1982—1983. Sá þriðji er gífurleg vaxtahækkun 1984. Hinn fjórði er kaupmáttar- skerðing. Og loks kemur til verð- fall á íbúðarhúsnæði, fyrst í strjál- býli, nú á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mál hafa nánast þróast í eignaupptöku hjá þeim sem verst eru staddir. Sjúkdómur meö hroðaleg einkenni Stefán Benediktsson (BJ) lýsti okurlánastarfseminni sem sjúk- dómi með hroðaleg einkenni. Hún væri ekki séríslenzkt fyrirbæri. Heldur engin nýlunda. Þegar sú staða væri komin upp að þessi starfsemi tengdist eiturlyfjainn- flutningi þyrti að ráðast að vand- anum með allri þeirri hörku sem til væri. Okurlán eiga rætur i fjármagns- eftirspurn umfram framboð, sagði þingmaðurinn. Sá okurlánari, sem nú er i rannsókn, á sér líklega 10 til 12 starfsbræður á höfuðborgar- svæðinu. Meira og minna nafn- kunna menn. Ef þeir velta álíka og sá, sem i athugun er, er um tveggja milljarða króna veltu að ræða, utan lögsögu venjulegs eftir- lits. Hvers vegna er ekki gengið að þeim? Þingmaðurinn lét að þvi liggja að bróðurpartur þessa fjármagns væri hjá verzlunar- og þjónustu- fyrirtækjum, sem ekki fengju nægjanlega fyrirgreiðslu annar- staðar, og almenningur borgaði brúsann i hærra verðlagi. Okur- karlar eru léleg - einkunn fyrir stjórnvöld á íslandi, sagði þing- maðurinn að lokum. Horfa á vandann aögerðarlausir Svavar Gestsson (Abl.) taldi svör ráðherra ófullnægjandi. Hér dygðu ekki orð heldur athafnir. Ráðherrar ættu að flytja frumvarp gegn okurlánum og fylgja því eftir, dagfari og náttfari, unz að lögum yrði. Það ætti að kveða á um nafn- skráningu allra skuldabréfa, eftir- lit bankaeftirlitsins með verð- bréfafyrirtækjum, skattskyldu vaxtatekna og samræmingu útlána banka og annarra aðila. Ráðherrar horfa á vandamálin aðgerðarlausir, jafnvel þó nú sé verið að setja á fót fyrirtæki í London til að koma erlendu fjár- magni inn á okurlánamarkaðinn hér, verðbréfamarkaðinn, saman- ber viðtal í Morgunblaðinu. Ráð- herrar eru skilningslausir á mann- leg vandamál, sem stjórnarstefnan er að leiða yfir heimilin og lands- fólkið, sagði Svavar. Umræðu lauk ekki og var frestað fram á fimmtudag. ■ a Gamla pósthúsid opið á ný PÓSTHÚSIÐ R-l, eða gamla pósthúsið við Pósthússtræti, var opnað aftur á fóstudaginn eftir gagngerar endurbætur og lagfæringar sem hafíst var handa við í vor. Þessi mynd var tekin af starfsfólki pósthúss- ins á föstudaginn. Þá var viðskiptavinum boðið upp á kaffí og kökur í tilefni opnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.