Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 Shaanxi Listsýningarflokkur frá Kína Leiklist Helga Magnúsdóttir Gestasýning í Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi hópsins: Zhou Dun. Aðstoóarstjórnandi og listrænn leiðtogi: Ye Zeng Kuan. Það er ekki á hverjum degi, að kínverskur listsýningarflokk- ur heimsækir ísland. Sl. fimmtu- dag og föstudag bar þó svo við, að Shaanxi-flokkurinn sýndi list- ir sinar á fjölum Þjóðleikhússins við góðar undirtektir áhorfenda. Shaanxi-listsýningarflokkur- inn var stofnaður 1940 í Xi’an sem var ein sex höfuðborga Kína til forna og er í Shaanxi-héraði, en þar er talið að vagga kin- verskrar menningar hafi staðið. Á þessum sama stað þróaðist einnig sú listgrein, að blanda saman fleiru en einu listformi, þ.e. hljóðfæraleik, söng og dansi. í leikskrá kemur fram að flokkurinn hafi það að markmiði að varðveita og rannsaka áður- nefnd listform, sem geta verið allt að því 2000 ára gömul. Árið 1981 tók flokkurinn sér það fyrir hendur, að rannsaka hefðir frá Tang-tímabilinu (618—907 e.Kr.) en listsýningar með tónlist og dansi voru í hávegum hafðar hjá hirðinni á þessum tíma. Afrakst- ur þessara rannsókna er einmitt þessi sýning, sem okkur hér á Fróni gafst kostur á að sjá. Frá fornu fari hefur hljóð- færaleikur, söngur og dans verið talinn hluti af trúar- og helgi- siðaathöfnum hjá kinversku þjóðinni. í bók Konfúsíusar, Lei Chi, skrifar hann um helgi- og trúarathafnir hjá hirðinni og kemur meðal annars fram, að tónlist og dans hefðu mjög góð áhrif á manneskjuna og væri sterkur þáttur í því, að vernda hana frá áhrifamætti illra anda. í sýningu Shaanxi-flokksins koma þessi einkenni einmitt vel fram og má í því sambandi nefna atriði eins og „Grímuklæddir stríðsmenn" og „Tónlist til að sigra óvininn“. Þá hefur flokkur- inn einnig reynt að líkja eftir búningum og hárgreiðslu frá þessu tímabili, svo og tónlist og hlj óðfæraskipan. Það vekur athygli í sýningu sem þessari, hversu tígulegir og um leið hógværir listamennirnir eru í allri framgöngu sinni. Dansararnir líða um sviðið, umburðarlyndir í hreyfingum sínum, ef svo má að orði komast. Þetta á ef til vill rót sina að rekja til þess tíma í Kína, er álitið var að of miklar og grófar hreyfingar gætu truflað andana. Því bæri að hafa allar hreyfingar hægar og virðulegar og frekar byggja dansana út frá ákveðnu mynstri, fremur en flóknum og miklum sporum. Það er þó helst í dönsum karlanna að fram kemur grófari og sterkari stíll, sem undirstrik- ar tvíþætt eðli kynjanna. Af atriðum sem undirritaðri fannst hvað mest til koma má nefna „Grímuklæddir stríðs- menn“, „Tónlist til að sigra óvin- inn“ og „Dans í hvítri Kínagras- skikkju" en í þeim dansi eru langar ermar notaðar óspart til að ná fram mynstri og mýkt í dansinum. Sams konar ermar koma mikið við sögu hjá Kín- versku óperunni. Að fornu voru þessar löngu ermar mjög út- breiddar í Kína og hafa t.d. stytt- ur fundist frá Tang-tímabilinu er sýna dansara í þess konar búningi. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu orðum án þess að minnast á einleikarana tvo, Ma Baoling, sem lék listavel á Zheng, sem er kínverskur sítar, og Wang Ling, sem lék á „pipa“ (eins konar lútu) af undraverðri snilld. Þá vakti trumbutónlistin mikla athygli og kátínu, sérstaklega atriðið „End- urnar bítast á“. Raddbeiting einsöngvaranna með sínum sérstaka blæ, bar vott um ögun klassískrar söng- þjálfunar og tókst þeim að skapa andrúmsloft austurlenskrar há- menningar. Auk ofangreindra tónlistar- manna verður að nefna það, að hljómsveitin í heild var einkar vel samstillt og greinilegt var að valinn maður var í hverju rúmi. Shaanxi-listsýningarflokkur- inn hefur víða farið með sýningu þessa, jafnt innan Kína sem utan og hefur hún hvarvetna hlotið mikið lof og fjölda viðurkenn- inga. Með von um fleiri heim- sóknir í framtíðinni skal kín- versku listamönnunum þökkuð eftirtektarverð og skemmtileg sýning. Stjómun fískveiða: Sjómannasamband ís- lands styður frumvarp sjávarútvegsráðherra — en er mótfallið sölu á aflakvóta SJÓMANNASAMBAND íslands ályktaði á stjórnarfundi sínum 16. nóvem- '-*■ ber sl. aö stjórnun fiskveiða væri nauðsynleg til þess að byggja upp fiski- stofnana í Ijósi þeirra upplýsinga sem fiskifræðingar Hafrannsóknarstofnun- ar hafa látið frá sér fara um ástand nytjastofna á íslandsmiðum. Ýmsar stjórnunarleiðir, hvað varða fiskveiðar, koma til greina að áliti stjórnar Sjómannasam- bands íslands, til að ná settu markmiði, og hefur meðal annars verið rætt um kvótakerf ið og ýms- ar útfærslur á hinu svonefnda skrapdagakerfi. Sjómannasam- bandið telur að kvótaleiðin sé vænlegasti kosturinn til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að og telur að á þeim forsendum beri að styðja í meginatriðum framkomið frumvarp sjávarút- vegsráðherra um stjórnun fisk- veiða. í frétt frá Sjómannasambandi íslands er bent á nokkur atriði í frumvarpinu sem að mati sam- bandsins mættu betur fara og er Mývatnssveit: Hitaveita í flest hus Mývatnmveit lg. nóvemher. NÚ ER bái<} aÓ tengja flest hús, sem fá hitaveitu á þessu ári í Mývatnssveit. Alls verða mith 20 og 3p hús sem tengj- ast h'itaveitunni. Má segja að ^ hér sé um stórkostiegt frarh- tak að ræða, sem búið er að ganga ótrúíega vel. þar fyrst nefnt ákvæði 12. greinar frumvarpsins um flutning afla- marks milli skipa. Orðrétt segir í fréttinni: „SSl lýsir andstöðu sinni við að aflakvótar gangi kaupum og sölum og telur að sala á óveidd- um afla eigi ekki að eiga sér stað. Slíkt bjóði aðeins upp á misrétti og gróðabrask með afla sem ekki er vitað hvort hægt verður að ná.“ Þá telur Sjómannasambandið að þeir sem af einhverjum ástæðum ekki geti nýtt aflakvóta sem þeim sé úthlutað, eigi að skila honum til Sjávarútvegsráðuneytisins. Ráðuneytið eigi síðan að úthluta þeim aflakvótum sem skilað er í samráði við hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi. „Með því móti væri komið í vegfyrir spillingu og brask sem fylgir kvótasðlum," segir orð- rétt í ályktun stjórnar SSÍ. Sjómannasambandið telur að mörkun fiskveiðistefnunnar til þriggja ára sé of langur tími, því þær forsendur sem stjórnun fisk- veiðanna byggiet á, geti breyst á stuttum tíma og kippt grundvellin- um undan nauðsyn fiskveiðistjórn- ar í þeirri mynd aem frumvarpið geri ráð fyrir. Telur sambandið að vegna bráðabirgðaákvæðis frum- varpsins um endurskoðun laganna fyrir L nóvember 1986, í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, sé það viðunandi að fiskveiðistefn- an verðr mörkufftiltveggja ára. Sjómannasambandið álítur að skrapdagakerfið svonefnda hafi ekki fært mönnum þann jöfnuð sem til var ætlast og telur ólíklegt að það kerfi leiði af sér hagkvæma nýtingu fiskveiðistofnanna og hagkvæmni í útgerð. Orðrétt segir í ályktun stjórnar Sjómannasam- bandsins: „Með því að takmarka afla við hvert skip er jöfnuður og réttlát skipting milli byggðarlaga tryggð. Á þann hátt telur SSÍ að hagur umbjóðenda sinna sé best tryggður. Einnig er sú aðferð heppilegri til að ná sem mestri hagkvæmni við veiðarnar. Með þeim breytingum sem bent er á í ályktun þessari, styður sambands- stjórn SSÍ frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um stjórnun fiskveiða." Fyrirlestur um félags- legar aðstæð- ur geðsjúkra Geðhjálp heldur fyrirlestur um félagslegar aðstæður geðsjúkra á morgun, fimmtudag, kL 20.30. Marta Bergman, félagsráðgjafi, sem hefur rannsakað þetta mái- efni flyt'ur erindið á Geðdeild Landspítalans 'í kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspurnir, umræður og kaffi . verða eftir fyrirlesturinn. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Þau eiga heima f Seljahverfi, Breiðholti, þessir krakkar. Þau efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Safnað- ist rúmlega 1.000 krónur. Krakkarnir heita: íris Björk, Inga Rut, Ró- bert Davíð, María Kristín og Ragnhildur. Þetta eru þau Magnús, Rut og Benjamín. Þau héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Þau söfnuðu rúmlega 500 krónum. Fyrir nokkru tóku þessar stöllur sig saman um að halda blutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. í Krfuhólum í Breiðholts- bverfi. Þær söfnuðu 800 krónum. Þær heita Lára Jónsdóttir og Signý Jóbannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.