Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 ÖSUH Komizscri Kosningaskrifstofan í Lækjargötu 2 3. hæö (Nýja bíó) er opin klukkan 16-22 og 10-22 um helgina. Símar 11933 og 621808 Stuðningsmenn Aðalfundur Landssambands íslenskra rafverktaka: Ingólfur Árnason kjör- inn formaður AÐALFUNDUR Landssambands íslenskra rafverktaka var haldinn 1. og 2. nóvember sl. á Hótel Sögu. Fundinn sóttu um 50 tafverktakar víðsvegar að af landinu. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál rafverktaka, vinnu- og efnissala, menntamál, norræn samvinna, orlofsheimili o.fl. Davíð Sch. Thorsteinsson fram- kvæmdastjóri flutti erindi um vöruþróun og Bjarni Sivertsen tæknifræðingur hjá VSÍ flutti erindi um námskeiðahald. Tryggvi Pálsson, sem verið hefur formaður sambandsins sl. 8 ár, baðst undan endurkjöri en í hans stað var kjör- inn Ingólfur Árnason. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir en þeir eru Ingólfur Bárðarson, Hannes Vigfússon, Guðmundur Jasonarson og Unnar Heimir Sig- ursteinsson. (Frétutilkynning frá LÍR) Djúpivogur: Fallþungi dilka minni en í fyrra Djúpavogi, 18. nóvember. SÍLDARSÖLTUN lauk hér um síð- ustu mánaðamót. Saltaðar voru 16.180 tunnur. Fryst hefur verið sfld, nærri 400 tonn, fyrir Englandsmark- að. Heimabátur okkar, Stjörnutindur, lagði upp 650 tonnum af síld, sem hefur einkum veiðst í fjörðum hér eystra svo og á Hvalbakssvæðinu. Gamli góði Berufjörður hefur skiiað drjúgum afla eins og undanfarin haust. Slátrun lauk um síðustu mánaða- mót. Slátrað var um 11.600 fjár. Meðalþungi dilka var 13,4 kíló sem er 800 grömmum minna en í fyrra. Um 10 íbúðarhús eru hér í smíðum á ýmsum byggingarstigum og má ætla að smíði 10 húsa sé í undir- búningi. Prestkosning var hér 6. október síðastliðinn. Séra Sigurður Ægis- son var einn í kjöri og hlaut hann lögmæta kosningu, rúm 70% at- kvæða þeirra sem á kjörskrá voru. Hins vegar gilda þau lög um prest- kosningar að þeir sem ekki eru heima á kjördegi fá ekki að kjósa. Rúmlega 90% þeirra hreppsbúa sem heima voru, greiddu séra Sig- urði atkvæði. tagámr Ofsarok undir Skarðsheiði Hvannatúni í Andakíl, 18. nóvember. Gífurleg veðurhæð var undir Skarðsheiði norðanverðri á föstudag- inn. Mikið tjón varð á tveimur bæjum í Andakíl, sérstaklega á Innri- Skeljabrekku. Þar skemmdist svínahús og þakplötur fuku af stórri hlöðu og skemmdist austur- endi hennar niður á grunnvegg. I slíku vatnsveðri skemmdist hey að sjálfsögðu þegar hlöður opnast alveg. Á bænum Ausu fauk allt járn af fjóshlöðunni, á fleiri bæjum urðu meiri- og minniháttar skemmdir vegnajárnfoks. Vegna þess að jörð er enn ófreðin, fóru girðingar einnig illa í óveðrinu. I Skarðsheiðinni brotnaði staura- samstæða á erfiðum stað og víðar í Borgarfirði brotnuðu rafmagns- staurar. Á Kleppjárnsreykjum er gróður- húsahverfi og varð þar líka mikið tjón. Einn bændanna var að reyna að huga að gróðurhúaum sínum þegar vindhviða þeytti honum þannig til, að hann þrírifbrotnaði og varð að flytja hann á sjúkrahúsið á Akranesi. Að sjálfsögðu tók það langan tíma, þar sem leiðin undir Hafnarfjalli er ein sú hættulegasta á landinu í slíku veðri. DJ. 24. og 25. nóv. 1985 Prófkjör Sjálfstæðismanna MITSUBISHI PAJERO Þeir, sem eiga hann, dá hann. Þeir, sem ekki eiga hann, þrá hann. A Okkar verö er miðað við fulibúinn bíl, og þá meinum við: O Framdrifslokur O Tregðumismunadrif <70% læsing) ~ 7 ^ 0 Aukamidstöd undir aftursæti 0^* % &ÉL O Rafhituö framsæti Q Rúllubíibelti í öllum sætum A Fullkiædduf að innan FulHg^dd 0 AÍUtýri 0.fl é.R. A*A REYNSLA t. BÍLAINNFLUTNlNr.1 OC ÞIONUSTU LaLX£atet?gi 1 T72 Sími 212 AC ■Hl •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.