Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 45 þeim sem kynntust þeim báðum. Svo samstæðir voru þeir um gerð og mannkosti. Guðmundur gekk að eiga Elínu Guðmundsdóttur frá Bæ. Elín var nokkru yngri en Guðmundur. Hún kom í ófeigsfjörð á barnsaldri til þeirra hjóna, Ingibjargar og Pét- urs, þegar heimili foreldra hennar leystist upp og faðir hennar dó um aldur fram frá mörgum börnum, sumum ungum. Elín varð myndar- leg og tápmikil stúlka. Hugir þeirra Elínar og Guðmundar féllu saman og þau bundust ástarbönd- um, sem fæddi af sér tvíburasyst- urnar Báru og Sjöfn, áður en þau gengu í hjónaband. Um sólstöðurnar 1942 var mikið um að vera í ófeigsfirði. Þrenn pör voru þá gefin saman í hjónaband. Þau voru Sigríður Guðmundsdótt- ir í ófeigsfirði og Sveinbjörn Guðmundsson frá Þorfinnsstöðum í Önundarfirði, Guðmundur Guð- mundsson bóndi á Melum, systur- sonur Sigríðar, og Ragnheiður Jónsdóttir frá Broddadalsá, og Guðmundur Pétursson, sá sem hér er minnst, og Elín Guðmunds- dóttir. — Það var stór og eftir- minnileg stund þegar þessi frænd- systkini voru gefin saman í heilagt hjónaband í heimahúsum föður og afa þeirra þriggja, Sigríðar og Guðmundanna, að viðstöddu miklu fjölmenni sveitunga þeirra, ætt- ingja og vina nær og fjær, við mikinn mannfagnað og veislukost, sem sómt hefði stórhöfðingjum. Þó gamla húsið í ófeigsfirði væri stórt og sátt og samlyndi einkenndi heimilislífið í Ófeigs- firði, varð of þröngt um þrjár fjöl- skyldur þar þegar fjölgaði í fjöl- skyldu þeirra Guðmundar og Elín- ar. Réðust þau þá í að byggja nýtt og vandað íbúðarhús skammt frá gamla húsinu, sem byggt var eftir húsbrunann 1914, og var eitthvert stærsta og vandaðasta íbúðarhús sinnar samtíðar á sveitabæ, og stendur enn með mikilli reisn. Eins og áður sagði átti Guð- mundur ekki nema lítinn hluta jarðarinnar, eða % part hennar, og hlunnindahlutur hans framan- af heldur smár. Safnaðist þeim því ekki auður, en fjölskyldan stækk- aði svo nokkurs þurfti við. Þau hjónin eignuðust 8 börn, fimm syni og þrjár dætur. Þau eru: Bára, fædd 16/9 1937, Sjöfn, fædd sama ár og dag, Pétur, fæddur 23/61944, Ingibjörg, fædd 30/6 1946, Guð- mundur, fæddur 3/6 1950, dáinn 4/10 1965, Torfi, fæddur 23/11952, Ásgeir, fæddur 20/12 1954, og Boðvar, fæddur 30/10 1963. Eru 7 þeirra á lífi og afkomendur þeirra orðnir 40. Ófeigsfjörður er stór og gagn- auðug bújörð. Hlunnindi eru þar mikil og fjölbreytt, s.s. æðarvarp mikið og selveiði, trjáreki óþrjót- andi á langri strandlengju og margt annað nýtilegt ber þar að landi. En erfitt er til túnræktar þar heima við, en slægjulönd góð og útibeit á vetrum, að ótöldu fossaflinu í fallvötnum jarðarinn- ar, sem er eitt hið mesta í Vest- fjarðakjálkanum. Til að nýta þessi miklu hlunnindi þurfti mannafla og dugnað. Þar við bættust erfiðir aðdrættir til heimilis og búrekstr- ar, sem allir urðu að fara fram sjÓleiðina á bátnum. Allt var þetta erfitt og fólkinu fækkaði. Börnun- um þurfti að koma til náms og fram úr því urðu þau meira að heiman. Það fór því að verða erfitt að standa undir öllu því sem þessi stóra og gagnmikla jörð bjó yfir. Einkum þyngdist róðurinn eftir skyndilegt fráfall Sveinbjarnar manns Sigríðar 1955. Börn Guð- mundar voru heldur ekki reiðubúin að festa sig við búskap á þessu stórbýli og ættaróðali sínu. Því fóru að verða blikur á lofti og úr vöndu að ráða. — Það f6r að verða erfitt að standa frammi fyrir þess- um vanda. Ræturnar til ættaróð- alsins og sveitarinnar var erfitt að slíta. — En þó kom að þeirri þungbæru ákvörðun að gefa upp bú og byggð og hverfa á vit ann- arra lífsmöguleika og lífshátta. Sumarið 1965 var ákveðið að allar fjölskyldurnar, sem þarna höfðu lifað við rausn og myndar- skap og löngum veitt forustu í málum sveitar sinnar, ákváðu að taka upp bú sín og flytjast burtu frá öllu sínu og skilja jörðina eftir sem eyðibyggð. I fyrsta áfanga fluttust þau Guðmundur og Elín með sína fjöl- skyldu til Bolungarvíkur og voru þar í sjö ár, áður en þau fluttu suður. En gömlu hjónin, Pétur og Ingibjörg ásamt Sigríði fluttu til Reykjavíkur. — F6r hér sem oftar að „sem hafið gleypir höfuðstaður- inn alla". Það var mikil örlagastund þegar allt þetta góða og menningarlega fólk yf irgaf höf uðból sitt og heima- byggð, ekki einungis fyrir það sjálft, heldur einnig fyrir byggðina og þá sem eftir sátu. — Það segir enginn hverjar tilfinningar þessa fólks voru, þar verður hver og einn að ráða af líkum. Það bar þær ekki á torg og talaði fátt um. En allir vissu að þar voru þung örlaga- spor stigin. — Ofan á þann sárs- auka bættist það, að stuttu áður en heimilið var yfirgefið varð Guðmundur, sonur þeirra hjóna, 15 ára efnispiltur og hugljúfur, eins og hann átti kyn til, fyrir slysi á heimaslóðum og beið bana. Síð- asta athöfn þess, áður en heimilið yrði yfirgefið, var að fylgja jarðn- eskum leifum hans til grafar í kirkjugarði sinnar heimasveitar. Það var þungbær raun ofan á annað. En engin æðruorð voru sögð. Örlögunum var tekið með þögulli ró, á yfirborðinu. — En þessir atburðir urðu einnig öðrum erfiðir. Það var sárt að sjá á bak öllu þessu góða fólki, sem ávallt hafði borið uppi hróður sveitar sinnar með reisn og sóma. — Þetta var ailt svo kvikusárt, að menn veigruðu sér við að ræða það, og svo hefur verið æ siðan. — Engu varð um þokað. — Ég sagði í upphafi þessara orða minna: „Vinur minn Guð- mundur," og það í fyllstu mein- ingu. — Allt frá því ég kom í ófeigsfjórð til dvalar, 16 ára gamall, á heimili afa hans, Guð- mundar Péturssonar, og Sigríðar, dóttur hans, tókst innileg vinátta milli mín og þeirra tvíburabræðr- anna, Guðmundar og Ketils. Sú vinátta hélst með sama hætti öll þau 6 ár, sem ég dvaldi í Ófeigs- firði. Og sú vinátta hefur enst mér ævilangt upp frá því, þó hún hafi breytt um svip eftir að leiðir okkar skildi og hver fór að sýsla við sitt lífsstarf þar sem vík varð milli vina. — Þeir bræður voru 7 árum yngri en ég, en það breytti engu um það að þeir löðuðust að mér og ég að þeim. Þeir auðsýndu mér strax barnslega vináttu og hlýleik, sem mér var mikils virði. Þeir voru einstakir gæðadrengir, hlýir og drenglundaðir í öllum háttum sín- um og alla tíð drengskaparmenn fram í fingurgóma, eins og stund- um er sagt. Við áttum leiki og störf saman og þar bar aldrei útaf þó stundum yrði ég, kannski, helstil harðleikinn í leik okkar og átökum þegar mér fór að aukast þróttur og þurfti að neyta þess svo sem títt er um unglinga, sem eru að vaxa. Það var mikilsvert að kynn- ast þessum góðu drengjum og vera samvistum við þá, og gott að eiga minningar um það. Eg var ekki einn um vináttu þeirra því þeir voru óllum ljúfir og kærir, sem voru þeim samtíða og kynntust þeim nokkuð. — Upp f rá því hlakk- aði ég ávallt til að koma í Ófeigs- fjörð. Þar stóðu ávallt vinir í varpa og fagna mér og bjóða mig velkom- inn í bæinn. — Fyrir það er ég þakklátur því fólki öllu. En ég var ekki einn um að njóta þess, svo var og um aðra. Þó Guðmundur tranaði sér ekki fram gat ekki hjá því farið, að honum væru falin ýmis trúnaðar- störf fyrir sveit sína og samfélag. Þau leysti hann af þeirri práð- mennsku, sem honum var í bl6ð borin, og af samviskusemi. — Hann var kosinn í hreppsnefnd 1954 og sat í henni óslitið þar til hann flutti burtu. Hann var í stjórn Lestrarfélags Árneshrepps 22 ár og lengi formaður þess. Formaður Ungmennafélagsins var hann um árabil, endurskoðandi Kaupfélags Strandamanna um langt skeið og í stjórn þess síðasta ár hans heima óg þá formaður stjórnar þess. Allt sýnir þetta hvert traust var til hans borið af samferðamönnum hans. Hann lét ekki mikið á sér bera, en var far- sæll og drenglundaður maður, sem allstaðar vildi láta gott af sér leiða. Eftir að Guðmundur flutti suður átti hann heima í Kópavogi. Stund- aði þar ýmsa vinnu eftir því sem til féll. Var m.a. á sanddæluskipinu Sandey um skeið. En á hverju vori hélt hann heim í ófeigsfjörð með fjölskyldu sína að nýta hlunnindi jarðarinnar, eftir því sem föng voru á, og njóta unaðar æskustöðv- anna. Naut hann þar aðstoðar Pét- urs sonar síns, sem orðinn var aðaleigandi ófeigsfjarðar með öll- um sínum hlunnindum, sem áður voru í margra eign. — Þó ófeigs- fjörður sé afskekkt í sveit settur og næstum veglaust þangað, þá kom það ekki í veg fyrir að á sumrin var jafnan mannmargt í Ófeigsfirði. Ættingjar og vinir sóttu mjög á heimaslóðir og undu sér vel. Okunnugir lögðu einnig þangað leið sína og nutu þar góðr- ar gestrisni. Menn fýsti að sjá þetta forna höfuðból og gullkistu, sem þó var ekki opnuð nema með ærinni fyrirhöfn. Þar í liggur gildi hennar. Guðmundur er nú horfinn sjón- um ástvina sinna og annarra, sem áttu með honum samleið. Allir sem kynntust honum minnast hans sem góðs drengs og vinar. Það ber að þakka. — Með þessum minning- arorðum um hann látinn færi ég honum hinstu kveðju mína og þakklæti fyrir mikilsverða vin- átt.u, sem hófst á unglingsárum okkar við fyrstu kynni og aldrei rofnaði. Fari hann í friði. Friður guðs hann blessi á nýrri vegferð hans. Hafi hann bökk fyrir allt og allt. Elínu vinkonu minni, börnum þeirra og öðrum ættingjum og vinum sendi ég innilega samúðar- kveðju mína, konu minnar og annarra vina á heimaslóðum hans og þeirra. Guðmundur P. Valgeirsson Marta Gísla- dóttir - Minning Þann 11. nóvember síðastliðinn lést í Landakotsspítalanum í Reykjavík Marta Gísladóttir, fædd þann 27. júlí árið 1893 að Austra- Horni í Landbroti. Marta ólst upp í mikilli fátækt hjá móðurbróður sínum vegna þess að foreldrar hennar skildu þegar hún var á fjórða ári. Eftir það sá hún aldrei föður sinn. Þegar Marta var komin um tívtugt ákvað hún að flytja suður og skrifar bróður sínum sem þangað hafði flutt og biður hann að taka á móti sér. En þau hittust aldrei því að hann lést skömmu áður en Marta kom til Reykjavík- ur. Marta vann ýmis störf, var í vist, vann á spítölum og það sem til féll. Áhugi hennar á menntun vaknaði fljótlega og á eigin spýtur lærði hún þýska tungu þégar kennsla hófst í Ríkisútvarpinu. Marta þjáðist af gláku og þegar hún var rúmlega sjötug, hvarf sjónin alveg. Hún hafði safnað nokkrum bókum sem hún hugsaði sér að lesa í ellinni en gat ekki notið þeirra. Hún sneri sér til Blindrafélagsins og þegar nýbygg- ingin að Hamrahlíð 17 var tekin í notkun þá flutti hún þangað og vann við burstagerð á meðan heilsa og kraftar entust. Hún lét málefni félagsins mikið til sín taka, fylgdist vel með, tók þátt í öllum fundum og eftir að hún fór á Landakotsspítalann í nóvember 1980, þar sem hún dvaldi siðustu fimm árin, hélt hún áfram að fylgjast með gangi mála, enda sagði hún að „Blindrafélagið væri eina heimilið sitt". Marta arfleiddi Blindrafélagið að eigum sínum og þegar augndeild Landakotsspítalans tók til starfa gaf hún miklar fjárhæðir þangað. Þannig stuðlaði hún leynt og ljóst að velferð þeirra sem áttu bág augu. Þeir sem minnast Mörtu rifja gjarnan upp hversu gaman hún hafði af frásðgnum og hversu mikið minni hún hafði. í dag, 20. nóvember, er Marta borin til hinstu hvíldar. Ég vil þakka henni fyrir kynnin og minnast hennar með hlýju og þakklæti. Ég mun reyna að taka jafnaðargeð og góðlyndi hennar til fyrirmyndar. Gísli Helgason T/ VETRARSKOÐUN UMALLTLAND NI55AIM og 5UBARU Innífalið í vetrarskoðun er: 1. Rafgeymasamböndathuguö. 2. Viftureim athuguö. 3. Rafgeymir og hleosla mæld. 4. Vél þjöppumæld. 5. Skipt um platínur. 6. Skipt um kerti. 7. Skipt um bensínsíu 8 9. Frostþol vélar mælt. 10. Kúpling reynd. 11. Ljósabúnaöur athugaöur. 12. Loftsíaathuguo. 13. Bremsuvökvi athugaour. 14. Hemlar reyndir. 15. Rúöuþurrkurathugaöar. Vél stillt (kveikja, blöndungur, 16. Frostvarisetturárúðusprautur. ventlar). Verö aöeins 2.900,- miöaö viö 4ra strokka bensínvél Innifaliö íveröi: kerti, platínur, bensínsía, frostvari á rúöu- sprautur, rúðuskafa, frostvari í læsingar. Okkar menn um land allt annast þjónustuna. FriörikÓlafssonhf.. Velsm. Bolungarvíkur hf.. Bifr.verkst. Muggsog Oarra, Bifreiöaverkst. KA. Smiðjuvegi 14, Kóp. Hafnarqötu 57-59, Bol. Hólagötu 33, Vestm eyjum Selfossi. S. 77360. S. 94-7370. S. 98-2513. S. 99-1201. Spindlllhf., Vélaverkst Viðir, Lykillhf., Bfla- og vólaver k st. Vagnhöfða8.Rvk. Víðigeröi, V-Húnavatnss Reyðarfiröi. Kristóf ers Þorg nmssonar, S. 83900. S.95-1592. S. 97-4199. Iðavöllum 4b. Keflavik Blfr.verkst.Aklhf., Velsm. Homatjaröar hf . S. 92-1266. TómasJónsson, Sæmundarqotu, Sauöárkr. Hornafiroi. Bif reiðaverkstæðið Foss, Laugarnestanga, Rvk. S. 95-5141. S. 97-8340. Garöarsbraut 48, Húsavík. S. 39620. Auðunn Karlsson, JónogTryggvlhf., S. 96-41345. Vélabærhf, Nesvegi 5, Suöavik Ormsvöllum 3, Hvolsvelli. Bltreiöaverkstæói Bæ, Borgarflröi. S. 94-4932. S. 99-8490. Siguroar Vakfimarssonar, S. 93-5252. ¦ Óseyri 5a, Akureyri. S. 96-22520. INGVAR HELGASON HF. Varahlutaverslun. Símt 84510-11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.