Alþýðublaðið - 16.01.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1932, Blaðsíða 4
4 XfeÞTÐQBIIJCÐIÐ „Gloríus", Mð geysimikla flugvéla-lendingaskip bnezka flotans. farpegaskipið „Florida". (Jm daginm og veginn DIÖNU-félagar em beðnir að mæta á fundi á morgun tiíl að taka á móti aðgöngumöð- um að skemtunmn:. Nýir fé- Jagar fá aðgöngumiða ókeyp- is. Gæslumenn. Heilsufarsfréttir. (Frá skrifstofu landlæknisins.) Vikuna 3.-9. p. m. veiktust hér í Reykjavik af hálsbölgu 46, af kvefsótt 99, af iðrakvefi 20, af munnbólgu 4, af giktsótt 3, af kvefl-ungnabólgu, taksótt, hlaupa- bólu og umferðagulu 2 af hverri og 1 af blóðsótt. Mannalát 3 [)á viku. Vestur-íslendingur kemur heim. Jónas Guðmundss.on, gaimall Rieykvíkingur, sem dválöð hefisr í vesturhluta Kanada í 18 ár, kom Mngað 8. þ. m. með „Mandi“. Vestra hefir hann stundað búskap og járnbrautarvinnu. Hann á hér móður og systkini. Enn er óá- kveðið, hvort hann sezt hér að eða ekká'. „Lagleg stúlka gefins“ verður leikin annað kvöld kl. 8i/2. Árshátið verkamannafélagsiins Hlífar í Hafnarfirði var haMin s. 1. priðju- dagskvöld eins og til stóð. Há- tíðin hófst kl. 8 með sameigin- legrii kaffidrykkju, en meðan set- ið var að borðum voru fjölda- maTgar bráðsnjailar ræður flutt- ar. Karlakórinn 1. maí söng mörg lög, sjónleikur var sýndur og síð- an var danzað til kl. 5V2 um xriorguninn. Fór hátíðin hið bezta fram. „Dagsbrun". > Fundur í kvöild ki. 8 í templ- arasalnum við Bröttugötu. Rúss- landssendinefndiin segir frá för- inni. Umræður á eftir. ---------1------------ HvaA er að frétta? Nœturlœknir er í riótt Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sírni 272, og aðra nótt Halildór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Nœturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur og lyfjabúð- inni Iðunni. Messur á morgun: í dómkirkj- unni kl. 11 séra Friðrik Frið- riksson, kl. 2 barnaguðspjónusta séra Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 messar séra Fr. H. 1 fríkirkjunnii kl. 2 séra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju kl. 10 f. m. há- messa, kl. 6 e. m. guðs,pjónusta með predikun. Útvarpiö í kvöld: Kl. 18,40: Barnatími. (Gun.nar M. Magnús- son kennari.) Kl. 19,05: Fyririiest- ur Búnaðarfélags Isiands: Fram- tíð sveitanna. (Metúsalem Stef- ánsson.) Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Fyrirlestur Búnaöarfé- lags íslands: Klæðum landið. (Sigurður Siigurðsson.) KL. 20: Leikpáttur. (Soffía Guðlaugsdóttiir o. fl.) Kl. 20,30: Fréttir. Kl. 21,05: Söngvélar-hljómJeikar. — Þríspil útvarpsdns. — Danzlög til kl. 24. — Á morgun: Kl. 10,40: Veður- fregnir. Kl. 11: Messa í dóm- kirkjunni. (Séra Bj. J.) Kl. 13,40: Barnatími. (Margrét Jónsdóttir kennari.) Kl. 19,15: Söngvélar- hljómleikar. Margrödduð óperu- lög. Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 39,35: Erindi: Hljóðfæri og hljóm- sveitiir, II. (Emil Thoroddsien.) Kl. 20: Erindi: Handrit Nýja Testamientislns.. (Magnús. Jónsson guðfræðikennari.) Kl. 20,30: Frétt- dr. Kl. 21,05: Söngvélar-hljómleiik- ar. Síðan danzlög til kl. 24. Pétur Sigurdsson flytur eriindi í Varðarhúsinu annað kvöld k!. 8V2, sem hann kallar: „Stokn hjörtu, sakleysi selt í præklóm." Bi'ndindi.s- og kriistindómsi-vinir eru sérstaklega hvattiir tiil að koma. AlLir velkomnir. Lánardrottnarödd. Frá Wash- limgton er símað: George öldunga- deildarpiingmaður, sem á sæti í fjárhagsnefnd deildarinnar, hefir sagt út af ritstjófnargreirahni í er við Gíbraltar rakst á franska „Popolo Italia", er áÖur var sím- að um, að pað sé svo greimilegt að Bandaríkin séu andvlg frekari tilslökunum í skaðabóta- og skulda-málum, hvað pá uppgjöf, að eigi sé pörf að ræða pað nú. (FB.) Of fljót á sér heflr United Press orðið að síma, að pað hafi Veriið opinberlega tiilkynt, að Hoover verði aftur í forsetakjöri. Nú er konrið svohljóðandi UP.-.skeyti frá Washington: Það er eigi rétt, að opinber tiilkynning hafi verið gef- im út um pað, að Hoover verðii i kjöri í forsetakosnimgunum. Hims vegar mun tiilkynndmg um pað hafa verið samim, en frestað að opinhera hana. Það er pó engum vafa undirorpið, að Hoover verð- ur forsetaefni samveldiisma.nna. Skipafréttir. „Brúarfoss“ fór ut- an í gærkvéldi: „Vestri" kom í morgun að vestan. — Fiisktöku- skiipið „Mimer“ kom í gæikveidi Mrngað frá Akranesi og fisktöku- skipið „Eikhaug“ í morgun úr hrimgferð um landið. Togamrnir. „Skiallagrimur" kom af ueiðum í gær með upp undir 3000 körfur ísfi'skjar og fór í gærkveldi áleiðiis til Englands. „Ver“ fór á ueiðar í gærkveldi. Línaveiöorann „Gunnar Ölafs- son“ er ueráð að búa á veiðar hér. Medal farpega til útlanda með „Brúarfossi" í gær voru Ásgeáir Ásgeirsson fjármálaráðberra, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Bjarni Ásigeirsson alpm., Svafar Guðmundsson, Eiinar Olgeirsison og Fenger. 20 farpegar fóru tiJ Vestmannaeyja. Hjálprœöisherinn heldur betr- unar- og bæna-viku í samkomu- sal sínum 17.—24. p. m. Sérstak- ix ræðumenn hvert kvöld. Á morgun verða samfeomur kl. IO1/2 f. m. og 8 e. m. Ámi M. Jó- hanmesson stabskapt. talar.. Kl. 2 sunnudagaskóli'. Á mánudags- kvöld kl. 8 talar F. D. Holland. Veöriö. Kl. 8 í morgun var I stigs frost í Reykjiavík. Otiit hér á Suðvesturlan.dii: Suðuestan- og síðan vestan-átt, stundum allhvast og snjóél. tslenzka krónan er í dag í 58,63 gullaurum. Herskip fgrir luisnœöislau&a. Ákveðið befir verið í Svípjóð, aö taka herskipið „Njörð", sem lengi hefir legið við festar, og fá pað húsnæðiislausu fólki til íbúðar. í skipimu geta 300 manns búið. — Sjaldan mun lierskiip hafa komiö.að svona miklu gagni. Einkennileg hús. Allir gamlir trévagnar hafa nú verið teknir út úr pýzka járnbrautarkerfimi og stáluagnar hafia verið settir í staðrnn. Ýmsir hafa keypt tré- vagnana og haft p,á fyrir hús. Jack Diamond hét mesti og Sikæðasti keppinautur A1 Capones í Bandaríkjunum. Átti Jack Dia- mond að.setur í New York og var ókrýndur konungur afbrota- mannanna í pessari borg, en í Chicago er A1 Capone og ræður pax á sama hátt og hinn — Nýlega var Jack Diia- mond ákærður og tekiinn fastur, en honum tókst að smeygja sér úr höndum réttvis- innar með einhvers konar brögð- um; að minsta kosti var hanm látinn laus vegna ónógra sönnun- argagna. — En hann var ekki lengi frjáls, pví rétt er hann var kománn frá lögreglunni réði ein- hver bófi honum bana. Er talið að hjákona hans hafi haft hönd í bagga með að ryðja honum úr uegi. Hann (U'fleiddi stjömumqr. Pró- fessor nokkur í Bandaríkjunum, Watson að nafni, lézt fyrir 5 ár- um. Þegar arfleiðsluskrá hans var lesin, kom í' liós, að hann hafði arfleitt 22 reikistjörnur að öllum eignum sínum. Efti'rlifandi réttmætir erfingjar prófessorsins mótmæltu pesisu og reyndu að fá arfleiðsluskrána dæmda ómerka og þeim dæmdan arfinn. Dóm- ur hefir nýlega fallið í málinu og •— reikistjörnurniar unnu. Pró- fessorinn hafði mælt suo fyrir, að fénu sikyldi varið til að liauna stjörnufræðdnga til að hafa alt af auga með pesisum 22 stjörnum. Sjö vítisvélar í pósthúsinu. Það bar viö miðvikudaginn 30. dezem- ber, að tueir mienn komu inn í pósthúsiiið í Elasitoín, í Piens.ylvaníu og skiluðu pangað 7 bögglum. Sýndi utanáskriftin að bögglarnir áttu að fara til ítalska ræðis- mannsins í Pittsburg og ítalisikra og annara útlendra stórblaÖa i New York. Er mennirniir höfðu losað sig við bögglana, flýttu peir sér út. Póstþjónarnir fóru eitthvað að fást við böggl.ana, en þá hvað ait í einu við sprenging innan í einum pieirra. Féll einn póstpjónnlnn örendur, en tveir póstþjónar særðust mjög hættu- lega. I íjós kom,, að vítiisvélar voru innan í ölium böggiunum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafux Friðriksson. Alþýðupientsmiðian.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.