Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
23
Sýning á
glerlist í
Jónshúsi
Jóiutaúsi, 27. aÓTember.
NÚ STENDUR yfir I Jónshúsi sýn-
ing á verkum glerlistakonunnar Piu
Rakelar Sverrisdóttur. Var sýningin
opnuð 15. nóvember og eru þar
bæði vegg- og gluggaskreytingar og
skilar, fagrir og óvenjulegir munir
og hafa nokkrir þeirra þegar selzt
Pia Rakel er fædd í Edinborg
1953 og fluttist barn að aldri með
foreldrum sínum til íslands. List-
nám sitt hefur hún lengst af stund-
að hér í Kaupmannahöfn, fyrst við
Det Kongelige Kunstakademi frá
1973 til 1979 og síðar í Skolen for
Brugskunst 1980—1982, en 1979
var hún nemandi í glerlistarskól-
anum í Orrefors í Svíþjóð. Þá fékk
hún námsstyrk 1984 til starfa í
„workshop" með þekktum lista-
mönnum í Pilchuck í Washington.
Undanfarin 2 ár hefur listakon-
an haft eigið verkstæði og er nú
fyrir skemmstu flutt í nýtt verk-
stæði á Nörrebro. Hún vinnur
glerið með því að bræða það í
keramískum ofni, en blæs það ekki
eins og algengt er, og gerir einnig
skreytingar með sandblástursað-
Ljósmynd/Nanna Btichert
Skái geró af Piu Rakel Sverrisdótt-
ur.
Morgunblaðiö/Hrönn Axelsdóttir
Eitt listaverkanna sem eru á sýning-
unni í Kaupmannahöfn.
ferð. Pia helgar sig einkum gerð
glertextila og skála með fjölbreyti-
legu og fíngerðu mynstri.
í bæklingnum Glerbrot ’85, sem
gefinn var út um íslenzka glerlist
með styrk frá menntamálaráðu-
neytinu, segir Pia Rakel m.a. í
viðtali við Aðalstein Ingólfsson:
„Gler höfðar til mín vegna tvíeðlis
síns. Annars vegar er það fljótandi
og heitt, hins vegar hart og kalt.
En þótt það sé hart, hefur það til
að bera mjúka, næstum ósýnilega
hrynjandi, sem kallar á mann.
Gagnsæi þess svo og ljósbrotið í
því skiptir mig mestu. Ég reyni
að byggja upp glerfleti þannig að
ljósið brotni í þeim eins og í vatni.
Efnið er fast en í því er samt
flæði. Þannig líkist það lífinu
sjálfu."
Verk Piu hafa prýtt fjölmargar
list- og listiðnaðarsýningar í 5
löndum og voru hinar síðustu í
Listiðnaðarsafninu í Kaupmanna-
höfn í sumar og í Alkmaar í Hol-
landi í september. Hlotnaðist
henni mikill heiður, er verk hennar
voru valin til sýningar á hinni
frægu glerlistarsýningu í Coburg
í Þýzkalandi. Ýmis listasöfn og
félög hafa keypt verk Piu Rakelar,
þ. á m. af vorsýningunni 1985 á
Charlottenborg, eins og þá greindi
frá hér í blaðinu. Er sýning lista-
konunnar í Jónshúsi 11. sýningin,
sem hún tekur þátt i á árinu, og
mun glerlist hennar verða til sýnis
hér fram í miðjan desember.
G.LÁsg.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á
móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum
borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa.
Laugardaginn 7. des. veröa til viðtals Sigurjón Fjeldsted
formaöur veitustofnana Reykjavíkur og SVR og I stjórn
fræösluráös, Margrét S. Einarsdóttir varaf ormaöur heilbrigó-
isráös og {stórn fólagsmálaráös og dagvistunarstofnunar
Reykjavíkurborgar og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson fulltrúi (
umhverfismálaráöi og félagsmálaráöi.
ÍSLENSK
ALMANÖK
Vönduð íslensk almanök til vina
og viöskiptamanna um jöl
og áramót.
Útsölustaöir: Kamniageröin
og hokaverslanirnar.
SEjmTJUM í póstkröfu
Pósthólf 20 - 270 Varmá -
Simi 91-666620 -
JÓLIN
NALGAST
og því er ekki seinna vænna
aö fara aö huga að jolaundirbun-
ingnum. Viö erum reiöubúin til
aöstoöar. <
Viljum aöeins minna á aö þaö er
óþarft aö þeytast um allt þegar
hægt er aö fá allt til jólanna í einni
ferö i Vöruhús Vesturlands.
HATVÖRUDEILD
Það er löngu orðinn þjóðlegur
siður að gera vel við sig og sína í mat
um hátíðarnar. Við höfum á boð-
stólum alla matvöru, hátíðarmat
sem meðlæti. Og vitaskuld alla
hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til
þarf.
VEFNAÐARVÖRUDEILD
Jólakötturinn gengur ekki laus
lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn
að lenda í honum því við eigum
fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl-
skylduna. Til dæmis buxur og
skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla
fjölskylduna. (stuttu máli sagt: Allan
fatnað, frá toppi til táar, yst sem
innst.
GJAFAVÖRUDEILD
Láttu ekki tal um gjafaaustur jól-
anna slá þig út af laginu. Það er
góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í
gjafavörudeildina hjá okkur og þu
sannfærist um að jólagjafir eiga
fullan rétt á sér. Við eigum ávallt
smekklegt úrval gjafavöru, s.s.
bækur, leikföng, búsáhöld o.fl.
RAFTÆKJA-
OG SPORTVÖRUDEILD
Hafi einhver haldið að gjafavara
fengist aðeins í gjafavörudeildinni
leiðréttist það hér með. í sportvöru-
og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval
raftækja og tómstundavöru. Nyt-
samar jólagjafir, smáarog stórar. Og
hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór-
gjöfina.
BYGGINCAVÖRUDEILD
Það eru ekki bara húsbyggjend-
ur sem eiga erindi við okkur. í
byggingavörudeild Vöruhúss Vest-
urlands sást sjálfur jólasveinninn
velja sér 1. flokks áhöld til leik-
fangasmíðinnar. Þannig tekur bygg-
ingavörudeildin ekki hvað minnstan
þátt í jólaundirbúningnum.
Góð áhöld gleðja alla.
Það er óneitanlega kostur að fá allt sem
þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands
sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár.
Vöruhús Vesturlands
Borgarnesi sími 93-7200