Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 26

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 26
vso 26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 2,2 milljónir f prófkjörsbaráttu: Árni, Vilhjálmur og Júl- íus kostuðu mestu til — eftirSigurð Sigurðarson Varlega áætlað lítur úr fyrir að 23 frambjóðendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna hafi samtals lagt í kosningabaráttu sína um 2,2 milljónir króna. Þetta þýðir að meðaleyðsla hvers frambjóðenda hafi verið um 96.000 krónur. Ellefu frambjóðendur kostuðu engu til í kosningabaráttu sinni eftir því sem best verður séö. Undanteking- arlítið urðu þeir frambjóðendur mjög aftarlega. Ljóst er að sá sem kostaði mestu til er Árni Sigfússon. Hann mun hafa kostað til um 215.000 krónum. Næst mestu eyddi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, rétt tæpum 200.000 krónum. Júlíus Hafstein kostaði til sinnar kosningabaráttu um 185.000 krónum. Af þessum 23 frambjóðendum kostaði Vilhjálmur G. Vilhjálms- 3, *ókin er ómissandi fyrir alla, sem láta sig íslenska myndlist varða: Listamenn, frœðimenn, námsmenn, listunnendur og aðra, sem kunna vilja skil á menningararfi okkar. Kynningar- verO Glæsilegt framlag III íslenskrar bökadtgáfu 'é^ókin Listasafn íslands 1884-1984 er sérstaklega falleg listaverkabók og jafnframt aðgengilegt uppsláttar- og heimildarrit. Hér er á einum stað heildarskrá íslenskra verka í eigu safnsins, æviatriði höf- unda peirra og ágrip af sögu listasafnsins. Alls eru í bókinni 167 litmyndir. Kjörin gjöftil vina og viðskiptamanna innanlands sem utan ÍFi* yrst um sinn verður bókin á sérstöku kynningarverði: kr.3.705. Pað er gott verðfyrir mikla bók. Tryggðu þér því eintak við fyrsta tækifœri. Listasafn íslands 1884-1984 fæst hjá bóksölum. Dreifingu annast bókaútgáfa Arnar & Örlygs. LISTASAFN ÍSLANDS son minnstu til, eða aðeins um 16.000 krónum, en það var lítil tveggja dálka auglýsing í Morgun- blaðinu. Næst minnstu eyddi Guðrún Zoéga, um 32.000 krónum, og Kristín Sigtryggsdóttir eyddi um 34.000 krónum. Þeir þrír sem fyrst var getið voru kjörnir sem borgarfulltrúar, en Vilhjálmur, sem nú er varaborgarfulltrúi, lenti í 18. sæti. Guðrún lenti í 19. sæti en Kristín aftar. Kosningabarátta frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er háð á nokkuð hefð- bundinn hátt. Frambjóðendur auglýsa fyrst og fremst í Morgun- blaðinu og DV, og dæmi eru til um auglýsingar í útvarpi, sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Nefna má að nú auglýsti Jóna Gróa Sigurðar- dóttir í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag. Hún lenti í 9. sæti í próf- kjörinu. Þórir Lárusson auglýsti einu sinni í Helgarpóstinum í vik- unni fyrir prófkjör. Hann lenti í 17. sæti. Flestir frambjóðendur auglýstu í Morgunblaðinu. Samtals birtust 73 auglýsingar í því blaði, alls 4.949 dálksentimetrar. í DV birtust 30 auglýsingar, alls 3.796 dálksenti- metrar. Til kynningar gáfu 17 frambjóð- endur út bækling eða bréf sem kjósendur fengu send heim til sín. Kostnaðurinn við þessa bæklinga var mismunandi. Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kostuðu greinilega mest til sinna. Árni gaf út 8 síðna blað í dagblaðs- broti, sem stuðningsmenn hans leituðust við að dreifa persónulega til kjósenda. Vilhjálmur gaf út tvíbrotinn bækling sem prentaður var í fjórlit öðrum megin, en tvílit hinum megin. Kostnaður við bækl- ing sem þennan er margfaldur á borð við einfaldari bækling í einum eða tveimur litum. Mestu munar um litgreiningu, aukna filmu- skeytingu og fleiri keyrslur í gegn- um prentvél. Líklega hefur Þórir Lárusson kostað hvað minnstu til í bækl- ingagerð. Hann sendi kjósendum lítið spjald sem var 17 sm á lengd og 7 sm á breidd. Frambjóðendur létu sér ekki nægja að auglýsa og gefa út bækl- inga. Þeir settu margir hverjir upp kosningaskrifstofur. Á sumum kosningaskrifstofanna voru ráðnir starfsmenn sem þáðu laun fyrir störf sín. Sá kostnaður er ekki inni í þeim útreikningum sem birtast hér, enda erfiðara að sannreyna hann. Ekki heldur er hér getið um símakostnað frambjóðenda. Marg- ir þeirra skipulögðu almennar hringingar til kjósenda og sáu stuðningsmenn um þær, frambjóð- endum að kostnaðarlausu. Fjármögnun Mörgum leikur forvitni að vita hvernig frambjóðendur standa undir þeim kostnaði sem þátttaka i prófkjöri leiðir af sér, sé það á annað borð staðfastur vilji fram- bjóðenda að kynna sig rækilega. Langflestir frambjóðendur greiða kostnaðinn úr eigin vasa. Ljóst er þó að ýmsir frambjóðend- ur eiga á að skipa stórum hópi stuðningsmanna, sem gæta þess vandlega að frambjóðandinn þurfi ekki að kosta baráttu sína sjálfur, nema að mjög litlu leyti. Meðal þessara lánsömu frambjóðenda eru Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Hafstein, Katrín Fjeldsted, Anna K. Jóns- dóttir og fleiri. Stuðningsmenn þessara frambjóðenda standa fyrir samskotum og öngla saman lang- mestum hluta útlagðs kostnaðar. Þessu til viðbótar leggja fjölmarg- ir stuðningsmenn frambjóðenda fram ómælda vinnu, bjóða fram- bjóðendum upp á ókeypis afnot af síma, húsnæði og jafnvel matföng Sigurður Sigurðarson „Borgarfulltrúi er lík- lega med um 25.000 krónur á mánuöi auk launa fyrir nefndar- störf. A fjögurra ára tímabili þýðir þetta um 1,2 milljónir króna. MeÖ lánum ættu jafnvel þeir sem mestu kostuðu til aö geta greitt kostn- aöinn úr prófkjörinu.“ fyrir stuðningsmenn á annatím- um. Þetta er ekki nýtt í prófkjörs- baráttu. Margir þekktir stjórn- málamenn í Sjálfstæðiflokknum hafa stuðst við slík samskot. Nefna má Davíð Oddsson, Þorstein Páls- son, Friðrik Sophusson, Birgi fsleif Gunnarsson, Albert Guðmundsson og fleiri. Til gamans má hér geta þess að sá síðast nefndi hefur ætíð átt að skipa afspyrnu duglegum stuðningsmönnum, svo duglegum að þegar upp hefur staðið eftir ýmisleg framboð og prófkjör þá hefur drjúgur skildingur verið í hagnað. Ýmsir hafa haft það á orði vegna þessa að hinn svokallaði „hulduher" Alberts Guðmundsson- ar sé ekki síður málaliðaher. Flestir frambjóðenda í síðasta prófkjöri verða þó að greiða kosn- ingakostnaðinn úr eigin vasa. Slíkt er verulegur biti fyrir suma. Árangurinn er svo slakur að nær vonlaust er að þeir komist á lista og verði varaborgarfulltrúar á launum fyrir nefndarstörf og fundasetur. Störf borgarfulltrúa eru þokka- lega launuð. Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar fá fyrir nefndarstörf föst mánaðarleg laun. Varaborgarfulltrúar fá að- eins greiðslu fyrir hvern þann borgarstjórnarfund sem þeir sitja. Þeir eru þó allflestir fulltrúar í ýmsum nefndum á vegum borgar- innar og fá fyrir það fastar greiðsl- ur. Ekki þarf sérlega reiknings- glögga menn til að sjá, að laun þeirra sem verða borgarfulltrúar duga vel fyrir útlögðum kostnaði í prófkjörinu. Borgarfulltrúi er líklega með um 25.000 krónur á mánuði auk launa fyrir nefndarstörf. Á fjögurra ára tímabili þýðir þetta um 1,2 millj- ónir króna. Með lánum ættu jafn- vel þeir sem mestu kostuðu til að geta greitt kostnaðinn úr prófkjör- inu. Frambjóðendur renna þó margir blint í sjóinn í þessum efnum. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir af háttvirtum kjósendum, en vogun vinnur... o.s.frv. Aörar baráttuleiöir Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins láta sér ekki nægja að kosta til auglýsinga og bæklinga. Þeir setjast margir hverjir niður og ígrundar greinar um borgarmálefni og annað sem tengist stjórnunarstörfum. Les- endur kíma margir hverjir og velta því fyrir hvað þessi eða hinn sé að vilja upp á dekk. Fyrir suma eru þessi skrif frumraun. Þetta er þó heiðarleg tilraun til að vekja athygli, koma á framfæri sjónar- miðum sem hingað til hafa aðeins verið viðraðar í tiltölulega fá- mennum hóp. Þá birtast alltaf nokkrar greinar eftir stuðningsmenn hinna og þessara frambjóðenda. Oft skipu- leggja stuðningsmenn slík skrif. Þau hafa ætíð mikil áhrif, sérstak- lega þegar forystumenn flokksins í borgarmálum eða landsmálum eiga hlut að máli. Nefna má að skrif Geirs Haarde til stuðnings Árna Sigfússyni og Önnu K. Jóns- dóttur þóttu hafa mikil áhrif. Sama má segja þegar Gísli Hall- dórsson skrifaði til stuðnings Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Um 28 greinar birtust í síðustu prófkjörsbaráttu. Ýmist voru þetta greinar eftir frambjóðendur eða stuðningsmenn þeirra. Sam- tals voru þetta um 1.760 dsm. Prófkjöriö gagnrýnt Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa talsvert verið gagnrýnd að undanförnu. Margir telja óeðlilegt að fé frambjóðenda ráði vali kjósenda og þess vegna sé tími til kominn að hætta próf- kjörum eða finna þeim nýjan og ódýrari farveg. Þessu er iðulega mótmælt. Fé frambjóðenda í auglýsingum og bæklingum ráði ekki vali kjósenda, heldur vekji fyrst og fremst at- hygli kjósenda á frambjóðendum. Þetta er rökstutt með því að benda á þann fjölda sem leggur umtals- vert fé í kosningabaráttu en er langt frá því að komast í öruggt sæti eða varamannasæti. Rætt hefur verið um að fastar reglur verði settar um eyðslu frambjóðenda í kynningarstarfi fyrir prófkjör. Þannig verði fram- bjóðendum tryggt fjárhagslegt jafnræði eins og best verði á kosið. Þeir sem leggjast gegn þessari hugmynd, svo og þeirri að leggja niður prófkjör og færa val á fram- boðslista flokksins til sérstakrar uppstillinganefndar, færa þessi rök fyrir máli sínu: Með prófkjöri er fullkomlega komið í veg fyrir að „annarleg" sjónarmið ráði vali á framboðslita. Frambjóðendum er í sjálfsvald sett hversu miklu þeir eyða í kosningabaráttuna. Það ætti ekki að teljast löstur á fram- bjóðanda hafi hann yfir miklu fé að ráða eða öflugum stuðning- mönnum. Slíkt sé fyrst og fremst merki um dugnað og hagsýni. Hafa skal þaö sem sannara reynist Samantekt sú sem hér birtist yfir útlagðan kostnað frambjóð- enda er byggð á áætlun. Gert er ráð fyrir að dálksentimetrinn í Morgunblaðinu kosti 260 krónur, og ekki sé veittur afsláttur. Á DV er veittur um 20% aflsáttur frá sama verði, þ.e. 208 krónur fyrir dálksentimetrinn. Kostnaður við bæklinga og bréfaútgáfuna er mjög hóflega áætlaður, og miðast við stærð bæklingsins, litafjölda, o.s.frv. Yfirlit þetta er fyrst og fremst unnið til að leiðrétta missagnir og tröllasögur sem gengið hafa manna á meðal um tilkostnað frambjóðenda í þessari prófkjörs- baráttu. Ekki hefur verið leitað til frambjóðenda og upplýsingar þessar bornar undir þá. Sé hér ekki farið með rétt mál, þá skal þaö vera sem sannara reynist. Mjög auðvelt er að reikna kostnað- inn. Fyrir liggja þær auglýsingar sem birst hafa, verð á dálksenti- metrum er opinbert og nokkuð vandalítið er að áætla annan kostnað. Höfundur er blaðmmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.