Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 70

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 19& * áster... ... að vera alltaf jákvœð. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all ríghts reserved * >978 Los Angetea Times Syndicate > i bi r'-- t 1 f * r HÖGNI HREKKVISI Jólalög útvarpsins Kæri Velvakandi. Þar sem ég sit hér við gluggann og horfi út á snjóbreiðuna, leiði ég hugann að því senn er stutt til jóla. Mig langar til að þakka útvarp- inu fyrir margt gott. Ég hlusta mikið á útvarp og það gerir heimil- isstörfin skemmtilegri, ef góð dagskrá er í útvarpinu. Nú fara jólaannirnar að hefjast, bakstur og fleira og því bíð ég eftir að heyra jólalögin leikin í útvarp- inu, sem gjarnan mættu fara að heyrast í byrjun desember. íslend- ingar eru farnir að hefja jólaund- irbúninginn fyrr en áður tíðkaðist, og þá skapa jólalögin réttu stemmninguna. Vissulega gæti ég sett jólaplötu á fóninn en það er ekki það sama og að heyra þá frá gamla Gufunesradíóinu. Með bestu kveðjum til útvarps- ins. H.H. Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við aö skrifa. Meöal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til aö beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálk- unum. 1500 trillukarlar fá 1 % ársafla Ef trillusjómenn hefðu sætt sig við aflaúthlutun sjávarútvegsráð- herra hefði þeim hlotnast 1% af ársafla landsmanna í ár, sem talið er að verði í heild um eða yfir eina milljón tonna. En sem kunnugt er varð afli trillumanna meiri, þann- ig að í þeirra hlut komu um 2% af heildaraflamagni. Um 6.000 menn eru skráðir fiski- menn í landinu og þar af eru um 1.500 svonefndir trillukarlar, eða 25%. Ef hinn mannlegi þáttur hefðu gilt um úthlutun veiðileyfa hefði a.m.k. 75.000 tonn átt að koma í hlut trillumanna í stað þeirra ellefu þúsunda sem úthlutað var til þeirra af þorski og ýsu. Vegna árgæsku varð aflinn yfir 20 þúsund tonn og flokkast eftir það sem lögbrot af ríkisvaldinu. Þá eru stærri veiðiskipin ein um allar veiðar, karfa, grálúðu, ufsa, og annarra fisktegunda og ekki má gleyma síld og allri loðnunni. Alls verður aflinn um eða yfir milljón tonn, þar af fá trillukarlar 2% en hinir 98% aflamagns af veiddum fiski á árinu. Það er ekki að ástæðulausu að smábátasjómenn eru óánægðir með sinn hlut og óviðeigandi er að kalla þá frekjuhundahóp. Ólafur Á. Kristjánsson Víkverji skrifar Breytingarnar, sem gerðar hafa verið á neðsta hluta Laugavegar eru ákaflega vel heppnaðar. Frágangur götunnar er skemmtilegur og til þess fallinn að laða að fólk og þar með við- skiptavini fyrir þær verzlanir, sem við götuna standa. Enda má heyra það á kaupmönnum við þennan hluta Laugavegar og raunar ofar að þeir telja að vel hafi til tekizt. Það er beinlínis skemmtilegt að ganga um nýja Laugaveginn á laugardögum, þegar verzlanir eru opnar þar til síðdegis og mikið er af fólki á ferli. Víkverji hvetur fólk eindregið til þess að leggja leið sína um Laugaveginn á þessum tíma dags og kynnast af eigin raun því fjölbreytilega mannlífi, sem þar má finna. Þessar skemmtilegu breytingar á neðsta hluta Laugavegar eiga áreiðanlega eftir að ýta undir óskir um að áfram verði haldið með framkvæmdir við Laugaveginn. Kannski er ekki fráleitt að láta sér detta í hug, að eftir nokkur ár verði komin lífleg göngugata frá Lækjartorgi inn á Hlemm, sem fljótt mundi fá á sig svipað yfir- bragð og Strikið í Kaupmanna- höfn, sem liggur milli Ráðhúss- torgsins og Kóngsins nýja torgs. Reykjavík er að verða skemmtileg borg og borgarlífið er nú þegar orðið ótrúlega fjölbreytt. Nýi Laugavegurinn á sinn þátt í því. XXX Afgreiðslutími verzlana á höf- uðborgarsvæðinu er að breyt- ast neytendum til hagsbóta. Nú eru t.d. ýmsar helztu matvöru- verzlanir opnar þar til kl. 16.00 á laugardögum. Af þessu er mikið hagræði fyrir fólk um leið og það skapár meiri ró á vinnustöðum. Arum saman hafa verzlanir verið opnar á sama tíma og vinnutími flestra launþega er. Þetta hefur leitt til þess að annað hvort er fólk að verzla á síðustu stundu og þá mikil þröng á þingi eða hitt, sem er öllu verra, að fólk er að hverfa af vinnustað til þess að sinna þessum einkaerindum sínum. Með því að hafa matvöruverzlanir og aðrar verzlanir opnar þar til síð- degis á laugardögum verður gjör- breyting á þessu og ekki ólíklegt, að laugardagar verði vinsælir verzlunardagar almennings. í öðr- um löndum þykir sjálfsagt, að verzlanir séu opnar á laugardögum en í þess stað lokaðar t.d. á mánu- dögum eða fyrri hluta mánudaga. Það er svo augljóst, að þessi af- greiðslutími er til mikils hagræðis fyrir hinn almenna viðskiptavin, sem áreiðanlega beinir viðskiptum sínum til þeirra verzlana, sem veita þessa þjónustu.í þessum efnum sem öðrum hefur sam- keppnin haft jákvæð áhrif fyrir neytendur. Samtökin, sem nýlega hafa verið stofnuð til þess að efla gamla miðbæinn, m.a. sem verzl- unarsvæði, hafa einmitt hvatt fé- lagsmenn sína til þess að hafa opið á laugardögum og veita með því stórmörkuðunum verðuga samkeppni. Það fer ekkert á milli mála, að þessi afgreiðslutími verzl- ana í gamla miðbænum ásamt nýja Laugaveginum og veitinga- og kaffihúsum í miðborginni laðar fólk að. XXX Annars er það umhugsunar- efni, hvað mikið er um það að fólk fer af vinnustað í vinnutíma til þess að sinna einkaerindum. Þetta er landlægt og þykir sjálf- sagt en veldur því auðvitað að vinnudagurinn verður ódrjúgur og afköstin ekki eins mikil og eðlilegt er. Þetta er ósiður, sem þjóðin þarf að venja sig af og á áreiðan- lega sinn þátt í því, hvað okkur gengur illa að halda til jafns við aðrar þjóðir í lífskjörum. Hjá ná- grannaþjóðum okkar ríkir mun meiri vinnuagi en hér. Vinnudag- urinn er tvímælalaust styttri en fólk er á vinnustað meðan á vinnu- tíma stendur. Vinnudagurinn hér er lengri en það er alltof mikið um það að fólk hverfi af vinnustað í miðjum vinnutíma í öðrum erinda- gjörðum. Verkalýðssamtök og vinnuveitendur þurfa að taka höndum saman og breyta þeim hugsunarháetti, sem veldur þesu háttalagi fólks. Auðvitað gerir enginn athugasemdir við það að starfsmaður fari til læknis eða sinni öðrum brýnum persónuleg- um erindum í vinnutíma, en að öðru leyti á það að vera regla, að fólk hverfi ekki úr vinnu meðan á vinnutíma stendur. Tækist almenn samstaða um slíkt mundi það fljótt skila sér í aukinni framleiðni og bættum lífskjörum þjóðarinnar. XXX Islendingur í háu embætti, sem starfs síns vegna hefur sótt þing Sameinuðu þjóðanna nokkur und- anfarin ár, hafði orð á því við Víkverja á dögunum, að mikil breyting hefði orðið á drykkju- venjum fólks á þeim vettvangi á þeim árum, sem hann hefði komið þar við sögu. í upphafi þess tíma- bils, hefðu sterkir drykkir verið áberandi í síðdegisboðum en nú sæist lítið af þeim en þeim mun meira ef léttum vínum og óáfeng- um drykkjum. Þessi frásögn stað- festir þá þróun, sem er að verða í hinum vestræna heimi að mjög er að draga úr drykkju og léttari vín og óáfengir drykkir ryðja hinum sterkari til hliðar og jafnvel áfeng- um bjór. Hafa menn orðið varir við sambærilega þróun hér?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.