Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 71

Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Æ.M Umferðarmenningin: Nýstárlegar tillögur for- svarsmanna í Garðinum Arnór Ragnarsson í Gerðum í Garði skrifar: Fyrir nokkrum dögum sendi sveitarstjóri Gerðahrepps dreifi- bréf inn í hvert hús í Garðinum þar sem íbúarnir eru hvattir til að aka hægar um götur bæjarins. Þessi aðferð er mjög nýstárleg þótt ekki sé dýpra í árinni tekið og gefur vonandi betri árangur en þær sem beitt er í höfuðborginni, en þar er búið að drita niður út um allan gamla bæinn skiltum þar sem tilkynntur er 30 km hámarks- hraði og enginn fer eftir þeim. Það eru einkum tveir af þéttbýlisþjóð- vegunum sem talið er að umferðin sé of hröð, Garðbraut og Skaga- braut, en þessar götur fengu báðar bundið slitlag í haust og jókst þá umferðarhraðinn verulega. Það má því segja að um leið og eitt vandamál hafi verið leyst í haust hafi annað vandamál orðið til og augljóst að hreppsnefndina skortir ekki verkefni. Ekki þarf að hafa áhyggjur af of hröðum akstri á öllum götum í Garðinum — þær ákveða sjálfar hámarkshraðann fyrir alla venju- lega bíla. En hvað um það. Til hamingju með þessar nýstárlegu tillögur hreppsnefndar og Ellert Eiríksson sveitarstjóri. Vonandi verður komist hjá því að setja upp hraðahindranir vegfarendum til leiðinda. Hámarkshraði í Garðinum er 45-50 km. SKRIFSTOFA GERÐAHREPPS SVEITARST J ó R I Tll íbúa Gerðahrepps. Hreppsnefnd Gerðahrepps beinir beim tilmfflum til bópjarbúa. að ailir leqqlst á eitt með að halda umferöahraða innan löqleqra hraðat.iknjrkana. Serstaklega a þetta við um Garðbraut og Skagabraut bar sem mörgum h<rttir til að aka of greitt. I!reppsnefndin vill í lengstu lög komast hjá uppset^nlngu hraðahindrana á ak- brautir, en í stað þess treysta á samheldni b«ejarbúa. 4 nrstu dögum verða teknar upp radarhraðam*!!ngar hcr f Oarö' «>g • ij»p viðeigandi umferðarmerki. Það er ósk hreppsnefndar að bætt umferðarmenninq Garðbúa verði öðrum landsmönnum til eftirbreytni. SP£22íí0^ spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Innskt velsæmi? Ég hringi til að lýsa megnril L óánægju með sýningu finnskul 1 myndarinnar í sjónvarpmu nóvember sl. Tekift skal fram að égl sá aðeins fjðrar til fimm mínutur l i af myndinni en það var líka alveg [ nfW Hún hrejnlg— f™m-au Finnska myndin mannbætandi Hneykslaður sjónvarpsáhorfandi skrifaði nýlega í Velvakanda um finnsku myndina er sýnd var í sjónvarpinu 25. nóvember sl. Ég dreg það í efa að sá bréfritari hafi ekki fylgst lengur með myndinni en í 4 mínútur, því þá hefur hann gleymt að nefna atriðið þegar stúlkurnar lágu á baðströndinni og sleiktu sólina. Formæling sjónvarpsáhorfenda á myndinni virðist stafa af hvoru tveggju þekkingarskorti og þröng- sýni því hann nefnir myndina „klám og ekkert annað". Klám merkir sem ég býst við að flestir viti: „Gróflegt illa unnið verk“. Vilji einhver halda því fram að mannslíkaminn, sköpunarverkið, sé klám, þá er það að mínu viti guðlast. Eg fylgdist með margumræddi mynd af áhuga. Hún var óvenjuleg í sjónvarpinu okkar og hún var listræn. Það kemur svo sem oft fyrir að sýnt er í sjónvarpinu sem nefna má klám svo sem „Popp“ eða „Skonnrokk" o.fl. Þar er verið að afskræma sönglistina með öskrum og fíflalegum tilburðum. Einnig má nefna glæpamyndir. Þar eru sýnd slagsmál og alls kýns óheil- indi, sem fylgir jafnan amerískum myndum. Finnska myndin var algjör and- staða við það sjónvarpsefni sem að jafnaði er haldið að sjónvarps- áhorfendum. Hún var gamansöm, listræn og vakti hlýju. Hún var mannbætandi. Svanberg Sveinsson Um þjóðskrána og heim- sendingar happdrættismiða Spurt: í fjölmiðlum hefur undanfarið birst auglýsing Hagstofu íslands þess efnis að skv. lögum geti menn fengið nöfn sín út af þeim skrám sem gerðar eru á vegum stofunnar til útSendingar á auglýsingagögn- um, happdrættismiðum og þess háttar. Ég varð glaður við að heyra af þessu og hringdi í Hagstofuna þegar í stað og bað um að nafn mitt yrði tekið út af skrám öllum notuðum í þessu skyni. En því miður. Mér var tilkynnt að ég þyrfti að koma í Hagstofu íslands, Hverfisgötu 8-10 í Reykja- vík og fylla út sérstakt eyðublað sem þar fengist. Nú vil ég spyrja Hagstofu ís- lands: Hvernig komast menn inn á þessar skrár? Hví er ekki eyðu- blaðaskylda þá? Svaraö: Þjóðskráin þjónar margvísleg- um tilgangi og er ómissandi þáttur stjórnsýslunnar. Stuðst er við þjóðskrá við álagningu skatta og innheimtu þeirra, við greiðslu barnabóta, bóta almennatrygg- inga, við launagreiðslur ríkisins, og þjóðskrá er nýtt af fjölmörgum stofnunum hins opinbera, banka- kerfinu og ýmsum stórum fyrir- tækjum. Þá er hún undirstaða kjörskráa. Hagstofan — í samráði við tölvunefnd — hefur einnig heimilað, að þjóðskrá væri hagnýtt í þágu ýmissa félagasamtaka, einkum líknarfélaga, til að rita nöfn og heimilisföng á gíróseðla vegna happdrætta eða annarrar fjáröflunar. Hefur þá verið horft til þess, að félagasamtök þessi gegna mikilvægu hlutverki í þjóð- félaginu, sem ella væri hlutskipti hins opinbera og nauðsynlegt væri að kosta af skattfé. Þótt að ýmsu leyti sé eðlilegt, að þjóðskráin sé hagnýtt í þessum tilgangi er engu að síður nauðsynlegt, að henni sé ekki beitt í óhófi, þannig að fólk fái ekki í sífellu póstsendingar, sem það hefur ekki óskað eftir og ekki eru nauðsynlegar vegna þarfa hins opinbera. Af þessum sökum heimilar Hagstofan ekki að þjóð- skráin sé hagnýtt til útsendingar auglýsinga, dreifibréfa o.þ.h. Til að tryggja rétt fólks í þessum efnum eru jafnframt ákvæði í lögum um kerfisbundna skráningu er varða einkamálefni, þess efnis, að skylt sé að verða við óskum manna um að nöfn þeirra séu afmáð af skrám, sem notaðar eru til útsendinga auglýsinga, dreifi- bréfa, áróðurs o.þ.h. Hagstofan hóf ■ á þessu ári að vekja athygli fólks á þessum ákvæðum og gefa þeim, sem þess óskuðu, kost á því, að nöfn þeirra yrðu afmáð af þeim skrám þjóðskrárinnar, sem hag- nýttar eru til útsendingar sem þessara. var í þessu sambandi talið nauðsynlegt, að þeir sem óskuðu eftir þessu, gerðu það skriflega og staðfestu þá ósk með undirskrift sinni. Hagstofan hefur því ekki tekið við beiðnum í síma, en á hinn bóginn getur fólk sent Hagstof- unni bréf þar að lútandi þar sem fram koma nöfn þeirra, sem strika skal út, ásamt heimilisfangi og nafnnúmeri. Sérstök eyðublöð eiga jafnframt að liggja frammi á skrifstofum strætstu sveitarfélag- anna víðs vegar um landið og þau má fylla út og senda Hagstofunni. Loks getur fólk komið á afgreiðslu Hagstofunnar að Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík og fyllt þar út þessi eyðublöð. Varðandi spurningu bréfritara hvernig menn komist á skrá, er því til að svara, að menn eru teknir inn á þjóðskrá eftir fæðingarskýrslum. Hvað varðar símtal bréfritara við Hagstofuna virðist annað hvort hafa gætt misskilnings eða að starfsmanni Hagstofunnar hafi orðið á mistök. Ef svo er, biður Hagstofan bréfrit- ara velvirðingar á því. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri Hagstætt verö. Greiðslukjör. Stærð á boröi 95 sm og stækkun 40 sm. Litur: Ijóst og brúnbæsaö. Ný sending af boröstofuboröum og stólum í dökku beyki VALHUSG0GN ÁRMÚLA 4. SÍMI 82275. Mlcroline 182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! [V Kostimir eru ótvíræðir: • Þriðjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóðlátari en áður. • Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Ttengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furöa að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. fmmmm a M—mmmmr m IMIKROI Skeifunni11 Sírni 685610

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.