Morgunblaðið - 10.12.1985, Síða 41
41
varpi eru svo mikils metnar í lög-
um, að með 176. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940 er sér-
ákvæði um refsinæmi þess verkn-
aðar að trufla þessa starfsemi með
ólögmætum hætti. Engin ástæða
er til að ætla, að löggjafinn hefði
ákveðið einkarétt til útvarps rík-
inu til handa, nema aðeins í órjúf-
anlegum tengslum við þá megin-
hugsun útvarpslaganna, að út-
varpað væri. Einkaréttinum fylgir
því skylda til útvarps. Sé henni
ekki sinnt fellur einkarétturinn
vitaskuld niður a.m.k. meðan svo
stendur.
Þegar ákærðu sendu út útvarps-
efni dagana 5. og 6. október höfðu
allar útsendingar íslenzka ríkisins
á útvarpsefni verið felldar niður.
Sýknukrafa þeirra byggist á því,
að þar með hafi einkarétturinn
skv. 1. mgr. 2. gr. laganna verið
fallinn niður.
Vegna lögskýringarinnar að
þessu leyti er nauðsynlegt að átta
sig á gegn hvaða hagsmunum sá
maður telst brjóta, sem útvarpar
á tíma þegar ríkið hefur fellt niður
sitt útvarp. Ekki brýtur hann gegn
neinum hagsmunum ríkisins af
útsendingum sínum, þar sem þeir
eru engir, meðan ekki er sent út.
Alveg var af hálfu ákærðu ljóst
að útsendingar þeirra myndu falla
niður, þegar ríkið byrjaði aftur að
útvarpa. Reyndar hættu þeir strax
eftir að hinar takmörkuðu frét-
taútsendingar ríkisútvarpsins 6.
október hófust á ný og það jafnvel
þótt með þeim útsendingum væri
í reynd verið að veita öðrum aðil-
anum í harðri kjaradeilu einkarétt
til útvarps (sem sá aðili notaði sér
á mjög ósvífinn hátt). Það var því
ekki brotið gegn neinum „útsend-
ingarhagsmunum" íslenzka ríkis-
ins. Og ekki var brotið gegn nein-
um réttindum eða hagsmunum
almennings á ísafirði. Þeir sem
vildu hlusta gátu gert það, hinir
þurftu þéss ekki. Hverjir voru þá
hagsmunirnir, sem brotið var
gegn? Svarið við því er augljóst.
Einu hagsmunirnir voru þeir sem
starfsmenn ríkisútvarpsins (og
aðrir starfsmenn ríkisins) töldu
sig hafa af því að stöðva alla fjöl-
miðlun í landinu til að knýja á um
bætt kjör sín. Og þá blasir næsta
spurning við: Eru það þessir hags-
munir, sem verið er að vernda með
ákvæði 2. gr. útvarpslaga? Auðvit-
að ekki. Þetta sýnir mjög vel hina
lagalegu stöðu. Þeir hagsmunir,
sem einkaréttarákvæðinu er ætlað
að vernda, þ.e. hagsmunir ríkisins
af því að ástunda útsendingar
sínar í friði fyrir samkeppni frá
öðrum, voru ekki til staðar. Þar
með var einkaréttarákvæðið orðið
óvirkt.
1.2. Þegar ákærðu hófu útsend- '
ingar sínar var ríkjandi neyðar-
ástand í landinu á sviði fjölmiðlun-
ar frétta og annars efnis. Engin
blöð komu út og ríkisfjölmiðlarnir,
hljóðvarp og sjónvarp höfðu stöðv-
ast. Þetta leiddi til slíkrar einangr-
unar borgaranna í landinu, að það
fær engan veginn staðizt í þjóð-
félagi nútímans, þar sem frétta-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
flutningur og opinber umfjöllun
um hvers kyns málefni er eitt af
megineinkennum. Slíkri einangr-
un fylgir bæði mikið öryggisleysi
fyrir borgara, auk þess sem með
nokkrum hætti má segja, að hið
opna, lýðræðislega stjórnkerfi sé
tekið úr sambandi. Fólkið í landinu
hefur verið svipt möguleikanum
til að fylgjast með gerðum stjórn-
málamanna og valdsmanna og
hefur þar með í reynd verið svipt
réttinum til löglegra afskipta af
gerðum þeirra t.d. með fundar-
höldum, félagssamtökum og opin-
berri tjáningu svo eitthvað sé
nefnt. í reynd hafa því menn verið
I sviptir öllum raunhæfum mögu-
| leikum til að neyta réttinda til
afskipta, sem þeim eru tryggð með
beinum ákvæðum í stjórnar-
skránni.
Við þessar aðstæður, sem upp
voru komnar, þegar ákærðu sendu
út útvarpsefni dagana 5. og 6.
október, verður að telja, að við
háttsemi þeirra hafi átt 13. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/
1940.
felldu um útsendingar þess, þó
viðurkenndur sé neyðarréttur í
tilviki, þegar engar útsendingar
eiga sér stað.
Um neyðarréttasjónarmiðin vil
ég svo að lokum benda á að for-
svarsmenn ríkisútvarpsins og
kjaradeilunefndin komust að
þeirri niðurstöðu að hér væri
a.m.k. slík vá fyrir dyrum, ef ekk-
ert væri útvarpað, að nauðsyn
bæri til að útvarpa tveimur frétt-
atímum á dag hjá ríkisútvarpinu.
Var þetta ákveðið á grundvelli
ákvæðis 26. gr. laga nr. 29/1976
og þar með fellt undir nauðsynlegá
öryggisvörslu og heilsugæslu.
Minni ég á að ákærðu hættu sínum
útsendingum strax og þessar tak-
mörkuðu útsendingar ríkisút-
varpsins hófust á ný.
1.3. Við skýringu á 2. gr. útvarp-
slaganna og beitingu hennar á þau
atvik, sem hér eru til meðferðar
verður að hafa í huga að lagafyrir-
mæli um einkarétt íslenzka ríkis-
ins til útvarps voru á þeim tíma,
sem hér um ræðir áreiðanlega
komin mjög í andstöðu við ríkjandi
um er einkaréttur ríkisins til út-
varps felldur niður sbr. 2. gr. lag-
anna. Þetta sýnir betur en nokkuð
annað hversu einkaréttarákvæði
útvarpslaga voru komin úr tengsl-
um við réttarvitund þjóðarinnar
þegar þeir atburðir urðu, sem
ákært er fyrir.
c) í mörg undanfarin ár hafa
verið reknar hljóðvarps- og sjón-
varpsstöðvar víða um land. Skulu
hér nefndar stöðvar sem rekið
hafa kerfi til útsendinga á sjón-
varpsefni t.d. á Akranesi, Borgar-
nesi, Ólafsfirði, og Ólafsvík auk
fjölmargra staða í Reykjavík. Út-
varpsstöð var um tíma rekin á
Skagaströnd, svonefnt „Kántrýút-
yarp“ og í mörgum skólum hafa
um árabil verið reknar útvarps-
stöðvar, t.d. Samvinnuskólanum
að Bifröst í Borgarfirði. Fyrirtæki
í Reykjavík hafa lengi starfað við
að útbúa fréttaefni á spólum fyrir
þessi sjónvarpsútsendingarkerfi.
Sú starfsemi sem hér er lýst
hefur ekkert farið leynt. Frá henni
hefur mörgum sinnum verið skýrt
í öðrum („löglegum") fjölmiðlum,
Tíu Ísfírðingar dæmdir í sektir fyrir óiöglegan útvarpsrekstur í BSRB-verkfaiiinu:
Ekki fallist á að neyðarréttur
hafi réttlætt útvarpssendingar
TÍU MRNN á Wlrái í f*r d**dir í féæktir fyrir a* kafa atarírækt
filltlrrTi itTirprlft ^r ( bnun (tro daga ( verkfalli BSRB ( fyrrakauaL
f\mm Mrra, aem mjwdmto „útrarpará*“ atMrarimmar, roni dmmdir í 5.000
kréaa aekt krer mm afif ea ffaaiu aérir. aem rora atarfanmaa atMrariaaar,
f 3.000 króaa ækt krer. TU rara komi rarékaki í ffanm of krjá dafa. Lfkleft
..........................-.............* ‘ “ ~i eiaa kinaa aakfellda
klukkustund annan daginn, sem
sent var út, aft sögn Úlfars Ágústs-
sonar. Tlmenningarnir eru vift-
riftnir fjölmiftlun á ísafirfti og
nokkrir eru starfsmenn rafeinda-
fyrirtaekisins Pólsins þar (bæ.
var Jón Steinar Gunnlaugsson hri.
Sex önnur mál vegna sömu «etl-
uftu brota eru nú til meftferftar í
dómskerfinu, þrjú i Reykjavfk, tvö
á Akureyri og eitt á Siglufirfti.
Ákærur i þeim málum, sem nú eru
En það er deginum ljósara, að
með starfsemi sinni leituðust
ákærðu við að vernda lögmæta
hagsmuni alls almennings á
ísafirði (sbr. áður) fyrir yfirvof-
andi hættu. Og svo sem áður er
komið fram, var þetta gert, án
þess að skertir væru neinir aðrir
hagsmunir. En jafnvel þó ekki
væri á það fallizt er þó engu að
síður ljóst að hinir skertu hags-
munir (íslenzka ríkið á eitt rétt á
að útvarpa, þó ekkert sé útvarpað
á þess vegum) eru miklum mun
minni, heldur en hinir vernduðu
hagsmunir (almenningur á ísafirði
á rétt á að fá að ganga að fréttum
og annarri umfjöllun um þjóð-
félagsleg málefni). Um almenn
skilyrði neyðarréttar sem refsi-
leysisástæðu leyfi ég mér að vísa
til rits Stephan Hurwitz: Den
danske kriminalret, alm. del, 4.
útg. Kh. 1969 bls. 194-206. Ég bendi
sérstaklega á það sem höfundur
fjallar um á bls. 202, og varðar
tillitið til almennrar löghlýðni, því
ætla má að sjónarmið sem tengjast
henni komi til athugunar i þessu
máli. Segir höfundur þar m.a., að
lögbrotið þurfi að vera þess eðlis,
að ekki sé stofnað í hættu hinu
almenna markmiði laganna, þó
viðurkenndur sé neyðarréttur. Hér
háttar einmitt svo til, að ekki er
ástæða til að ætla, að menn fari
almennt að líta framhjá einkarétti
ríkisútvarpsins, þegar allt er með
réttarviðhorf í landinu. Til þess
benda ýmis atriði:
a) í stjórnarskrárfrumvarpi,
sem flutt var á Alþingi 1982-1983
(sjá Alþingistíðindi 1982-1983
þingskjöl, bls. 2721-2753) af þáver-
andi forsætisráðherra Gunnari
Thoroddsen var lögð til gagnger
breyting á 72. gr. stjórnarskrár-
innar um tjáningarfrelsi, með því
að ekki var ráðgert að tjáningar-
frelsi skyldi vera bundið við prent
svo sem nú er, skv. texta 72. gr.
Hljóðaði 68. gr. frv. svo: „Virða ber
skoðanafrelsi manna. Hver maður
á rétt á að láta í ljós hugsanir
sínar. Þó verður hann að ábyrgjast
þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar
tálmanir á tjáningarfrelsi má
aldrei í lög leiða." Þetta frumvarp
fól í sér niðurstöðu stjórnar-
skrárnefnar, sem fulltrúar allra
stjórnmálaflokka áttu aðild að.
Var ekki neinn ágreiningur í
nefndinni um þetta ákvæði.
Enginn vafi er á að í þessu frum-
varpi felst skipan sem hefði í för
með sér að ekki mætti lögákveða
einkarétt ríkisins á útvarpi. Þar
með væru settar tálmanir á tján-
ingarfrelsi sem ekki fengjust
staðizt texta frumvarpsins. Fyrir
liggur því hér viljayfirlýsing um
þetta, sem allir stjórnmálaflokkar
í iandinu eiga aðilda að.
b) Nú hafa verið sett ný út-
varpslög nr. 68/1985, sem taka
gildi 1. janúar 1986. í þessum lög-
blöðum og ríkisútvarpi. Ég leyfi
mér því að fjalla um þetta hér sem
alkunnar staðreyndir (notorisk
facta), sem ekki þarf að sanna sér-
staklega í máli þessu. Sendi ég
með vörn þesari til framlagningar
í málinu blaðaúrklippur úr Morg-
unblaðinu frá því fyrir fáum dög-
um, þar sem skýrt er frá kapal-
kerfi í Ólafsvík, sem alþingismenn
hagnýta sér til að ná þar til al-
mennings. Er þetta lagt fram í
dæmaskyni.
Allt þetta sýnir vel hvert viðhorf
almennings í lar.dinu er orðið á
síðari árum gagnvart einkarétt-
arákvæðum í útvarpslögum.
1.4. Ég hlýt að benda á, að ákær-
an í þessu máli er sprottin af póli-
tískum hvötum. Svo er einnig um
ákærur í nokkrum öðrum málum,
sem nú eru rekin fyrir íslenzkum
dómstólum gegn mönnum, sem
hófu útsendingar útvarpsefnis,
þegar ríkið hætti því I október
1984. Það liggur nefnilega fyrir,
að aðeins hefur verið ákært í mál-
um, þar sem útvarp hófst gagngert
vegna stöðvunar ríkisútvarpsins.
Ekki hefur verið ákært í málum
fjölmargra annarra útvarpsstöðva
í landinu sem störfuðu fyrir októ-
ber 1984 og hafa einnig haldið
áfram starfsemi síðan með blóma.
Þetta er þeim mun undarlegra,
þegar þess er gætt, að þessar
stöðvar útvarpa ekki á grundvelli
neinna sérstakra sjónarmiða um
réttlætingu starfsemi sinnar svo
sem var um stöðvarnar í október.
Þessar stöðvar byggja ekkert á því
að einkaréttur ríkisins sé niður
fallinn, þar sem ekki sé sent út,
né höfða þær til neyðarréttar til
réttlætingar starfsemi sinni. Þær
einfaldlega brjóta gegn einkarétt-
inum viðvarandi ogótímabundið.
En starfsemi þessara útvarps-
stöðva er ekki stöðvuð með lög-
regluvaldi. Og engar ákærur eru
gefnar út í tilefni þeirra. Þær
starfa áfram í blóma og átölulaust
af ríkissaksóknara og lögregluyfir-
völdum. Hvers vegna? Hvaða
ástæður liggja til þess að lögregla
og ákæruvald fer af stað með of-
forsi gegn októberstöðvunum, sem
eiga sér augljósar lagalegar rétt-
lætingar en ekki gegn hinum sem
engar slíkar réttlætingar eiga?
Ástæðan er pólitízk. Hún er sú,
að opinberir starfsmenn í verkfalli
hrópuðu á lögregluaðgerðir gegn
októberstöðvunum. Þeir vitdu fá
að stöðva allt útvarp í landinu til
að knýja fram kjarabætur sér til
handa. Ög undan þessu var látið.
Lögregla og ákæruvald virðast
hafa kynnt sér sérstaklega hvaða
stöðvar í landinu voru reknar í
óþökk BSRB og ráðizt gegn þeim
en sleppt hinum, sem opinberum
starfsmönnum var sama um.
Meðferð lögreglu- og ákæru-
valds er vandasöm. Þar ber aðeins
að fara eftir lögum, en ekki póli-
tízkum hagsmunaþrýstingi. Allir
eiga að vera jafnir fyrir lögunum.
Svo er ekki ef sakfellt verður í
þessu máli. Sé það gert hefur dóm-
stóllinn lagt blessun sína yfir þann
hátt, að refsingum verði því aðeins
beitt í tilteknu falli, að nógu há-
værar pólitízkar kröfur séu uppi
um það. Yrði það niðurstaðan,
væri það meira í takt við aðferðir
í alræðisríkjum, þar sem refsing
ákveðst af stjórnmálaástæðum,
heldur en aðferðum í réttarríkjum,
þar sem refsingar ákveðast af
hlutlausri almennri lagafram-
kvæmd.
2. Um brot gegn
fjarskiptalögum.
Allar röksemdirnar í 1. lið eiga
við um sýknukröfuna gegn þessum
ákærulið, nema að sjálfsögðu rök-
semdin í lið 1.1. um að einkaréttur
ríkisins til útvarps falli niður ef
ekki er útvarpað. Einkum er hér
vísað til sjónarmiðanna um neyð-
arréttinn. Þessu til viðbótar er
nauðsynlegt að benda á, að ákærðu
höfðu ekki nein tök á að sækja um
ráðherraleyfi til fjarskipta skv. 2.
mgr. 2. gr. laga nr. 73/1984, þar
sem öll póstþjónusta lá niðri í
verkfallinu. Er væntanlega ljóst,
að verði neyðarréttur talinn eiga
við um fyrri ákæruliðinn, verður
vart sakfellt fyrir þennan lið á
þeim grundvelli, að sækja hefði
átt um leyfi til fjarskipta til að
mega „neyta neyðarréttarins".
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
\ fleira
„Vift Islendingar stönd-
um í þeirri trú, aö við
séum velvakandi um
menningarerfðir okkar
og annt til dæmis um
minningu okkar
fremstu andans leið-
toga. Þó er það nú svo,
að það var dönsk kona
sem setti upp skjöld á
húsið þar sem Jónas
Hallgrímsson fótbrotn-
aði...“
Kopp að nafni, hengdi fram skilti
um það, að í verslun hans þyrftu
íslendingar ekki að vænta þess að
fá afgreiðslu. Sá góði Koppur er
reyndar kominn á hausinn núna,
Sveinn Einarsson
eða að minnsta kosti kominn á
annan stað. Nú, hér heima setjum
við auðvitað ekki skilti á gömul
sögufræg hús. Við rífum þau bara
og búum til bílastæði.
Ég er hér ekki að fara fram á
það, að öllum tónskáldum landsins
verði umsvifalaust reistir minnis-
varðar, þó að ég nú reyndar viður-
kenni, að svona söguleg áminning,
eins og ég minntist á hér að fram-
an, gerir, þó kannski í litlu sé,
bæjarbrag og umhverfi meira lif-
andi; mikið finnst mér til dæmis
Seyðisfjarðarkaupstaður stækka
við minnsvarða Inga T. Lárusson-
ar. En erfitt held ég sé fyrir þann
grúa ferðamanna, sem þarna fer
um árlega, innlendra og erlendra,
að glöggva sig á þeirri merkilegu
sögu athafnalífs, sem hér átti sér
stað fyrir og um aldamótin og lesa
má úr byggingum þess tíma, sem
enn standa, eða þá menningarsögu,
sem lesa má úr merkri blaðaútgáfu
þessara ára þar eystra.
En víkjum nú aftur að tónskáld-
unum. Mér finnst hreinlega sagt
ankannalegt og illa við hæfi, þegar
sungnir eru sálmar, að höfunda
laganna sé að engu getið, líkt og
þessi lög hafi verið alsköpuð frá
því í árdögum og bar beðið þess
að sálmaskáldin gripu í skottin á
þeim, þannig að á sálminn væri
hægt að líma merkimiðann: Með-
sínu-lagi.
Ég var annars nýlega að blaða
í Nýju söngvasafni handa skólum
og heimilum, sem út kom 1949 og
þar sem safnað er saman þeim
lögum, sem um þær mundir þóttu
alþýðleg og líkleg til þess að fólk
færi að raula sér, ef það yndi sér
sæmilega við vinnu sína eða þegar
það kæmi saman í rútubíl. Tilefnið
var það, að spurningakeppni leiðir
iðulega í ljós, að við erum með
öllu grunlaus um, hverjir samið
hafa ljóð og lag við til dæmis
algengustu ættjarðarkvæði, sem
við þykjumst þó hafa kunnað frá
blautu barnsbeini. Það leiddi sitt-
hvað í ljós, að blaða í þessari bók.
Hversu margir eru til dæmis
kunnugur því, að Ef væri ég söngv-
ari og Út um græna grundu eru
eftir Weber (ég vona að það sé sá
sami), að A,b,c,d, er eftir Rameau,
Hann Tumi fer á fætur eftir
Mozart og Vorið góða grænt og
hlýtt eftir Mendelsohn, svo eitt-
hvað sé nefnt? En lögin í sálma-
bókinni eru eftir engan.
Og svo vel á minnst. Hvaða skáld
eru það, sem gegna heitinu M.
Joch, V. Briem, H. Hálfd., P. Jóns-
son, H. Pétursson, B. Halld. o.s.frv.
Eru þetta einhverjir útlendingar,
danskir kannski? Mér var barni
kennt það, að á Islandi gilti ekkert
minna en fullt nafn og að þar
væri stórum mikilvægara skírnar-
nafn en sú einkunn, sem felst í því
að kenna sig til föður eða móður.
Ritstjórar þjóðskrár, símaskrár og
annarra merkra skráa, hafa hing-
að til einnig verið á þessari skoðun.
Það hafa í rauninni ekki verið
nema einstaka verslunarmenn,
sem hafa tekið upp þennan útlenda
sið í nöfnun fyrirtækja sinna og
sjálfsagt þótt það gefa firmaheit-
inu heimsborgaralegrayfirbragð.
Þó að um smekk stoði sjálfsagt
ekki að deila, er mér ómögulegt
að víkja burt þeirri hugsun, að
íslenskri sálmabók beri að haga
sér í samræmi við íslenska mál-
venju og íslenska máikennd. Og
þó að skáldskapur hafi lengur
verið í heiðri hafður hérlendis en
tónlist, er samt ekki tími til kom-
inn að draga fram nöfn verka
manna í þeim víngarði úr
gleymsku. Tónsmíðir landsmanna
eiga ekki að þurfa að vera nein
feimnismál lengur.
Höfundur er leikstjóri og rithöf-
undur.