Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 49

Morgunblaðið - 10.12.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 49 Helga Ingólfsdóttir ItFGoodrich Mest seldu JEPPADEKKIN á Islandi Kynnió ykkur veró og greióslukjör P175 75R13 31xl050R15LT 35x12 50R151T LT235 75R15 32xll.50R15LT 31xl0.50Riq.5LT LT255 85R16 33x12 50R15LT 33xl2.50R16 5LT 30x9 50R15LT A14RT sf Vatnagörbum 14 Reykjavik s.83188 Helga leik- ur Bach á sembal Hljómplötur ÁrniJohnsen Johann Sebastian Bach heitir hljómplata sem Fálkinn gaf út með Helgu Ingólfsdóttur þar sem hún leikur á sembal franskan for- leik, ítalskan konsert og franska svítu nr. IV. Fágun Helgu í t'úlkun þessara verka, öryggi hennar og tilþrif undirstrika þá miklu leikni sem hún býr yfir á hljóðfæri sitt, en upptaka plötunnar var gerð í Garðakirkju á Álftanesi í júní- mánuði sl. ár. Bach varð skjótt víðfrægur á sínum tíma bæði sem tónskáld og ekki síður sem óvenju- legur snillingur í hljóðfæraleik. Tónlist hans einangraðist nokkuð um skeið vegna þess að hún þótti of erfið í flutningi og of flókin til áheyrnar. Verk hans voru svo flók- in, margslungin og meitluð að samtímamönnum þóttu þau yfir- þyrmandi og réðu ekki við þau, en þegar timar liðu og menn höfðu haft tækifæri til þess að læra að umgangast verk þessa snillings þá fóru perlurnar að njóta sín smátt og smátt og það er einmitt þéttleiki tónverkanna sem seinni tíma menn hafa dásamað mest í sköpun Bachs. Þau verk sem Helga leikur á plötunni eru gott sýnishorn af því hvernig Bach sótti efni til ýmissa strauma tónlistarinnar sem léku á hans tíð um Evrópu og smíðaði úr þeim á þann hátt að hann nýtti það besta sem hægt var að byggja á úr hverri átt og oftast það sem erfiðast var að fást við. Forleikurinn að frönskum hætti og Konsertinn í ítölskum stíl gaf Bach út saman í einu hefti árið 1735 undir nafninu Clavierubung II. Bæði verkin eru skrifuð fyrir tveggja borða sembal. Franski forleikurinn er svíta af dönskum eftir hefðbundnum frönskum hætti, en ítalski konsertinn er saminn eftir sniði einleikskonserts með hljómsveit. Um frönsku svítuna segir Reynir Axeslsson í ritgerð á plötuumslagi um franskan stíl og ítalskan hjá Bach: „í svítunni í Es-dúr gætir vart áhrifa frá frönskum stíl nema í fyrsta þættinum, hann er skrifað- ur í svonefndum style brié, líkir eftir lútutónlist með brotnum hljómum og var mikið eftirlæti franskra tónskálda sem Bachs sjálfs. Næsti þáttur, Courante, er í rauninni glæsileg itölsk corrente, en framhald svítunnar er að mestu að hefðbundum þýzkum hætti." Tónmeistari á Bach-plötu Helgu var Bjarni Rúnar Bjarnason, en semballinn er smíðaður af Mark Stevenson í Cambridge árið 1982, en fyrirmynd er semball eftir J.D. Dulcken í Antwerpen frá árinu 1745. Full ástæða er til að óska Helgu til hamingju með þessa glæsilegu hljómplötu. Verð áður kr. í 1.950,- Jólatilboð kr. 9.950,- Að sjálfsögðu fylgir segulband með í kaupunum. F ÁRMÚLA11 SfMI 8*1500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Þór hf., Ármúla 11 HAFNARFJÖRÐUR: KEFLAVÍK: VESTMANNAEYJAR: SELFOSS: HVOLSVÖLLUR: Bókabúð Braga við Hlemm Kf. Hafnfirðinga Stapafell hf. Kjarni sf. Radio & Sjónvarpsstofan Kf. Rangæinga HÖFN: EGILSSTAÐIR: REYÐARFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: Kf. Austur- Skaftfeliinga Kf. Héraðsbúa Kf. Héraðsbúa Stálbúðin Bókav. Þórarins Stefánssonar AKUREYRI: SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: fSAFJÖRÐUR: BOLUNGARVfK: BORGARNES: AKRANES: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfirðinga Kf. Húnvetninga Póilinn Ljósvakinn Kf. Borgfirðinga Bókaskemman » t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.