Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985
67
Iðngarðar opnaðir
á Egilsstöðum
HgiLsstöóum, 1. desember.
IÐNGARÐAR voru formlega opnað-
Morgunblaöiö/ólafur
Iðngarðar eru á jarðhæð hússins Lyngás 12, sem áður var verkstæði Brim-
áss hf.
Norðmenn og
varnir þeirra
Það er ekki hægt að skiljast svo
við áðurnefnt skrif Björns, að ekki
sé vakin athygli á eftirfarandi
klausu í grein hans:
. þá ætla Norðmenn að verja
land sitt þar með því að heyja
skæruhernað 1 fjöllum og tefja
framrás óvinarins með öllum til-
tækum ráðum, svo sem með því
að sprengja vegi og brýr. Vegirnir
í Norður-Noregi eru ekki lagðir til
þess að vera flutningaleiðir á
ófriðartímum og stuðla að því að
byggð haldist í þessum hluta
Noregs eins og annars staðar.
Meðal þeirra raka sem Norðmenn
nota til þess að verja byggðastefnu
sína eru þau að öryggi landsins
krefjist þess að fólk búi í nágrenni
sovésku landamæranna. Hafa
Norðmenn notað þessi rök í
fjáraflaskyni vegna vegagerðar?"
Norðmenn virðast hvorki trúa á
„kjarnorkuvetur", né það að
„kjarnorkuvopn veiti manninum
mátt til að gjöreyða öllu lífi á
jörðunni“ þó svo að Björn hafi
uppfrætt okkur um þær staðreynd-
ir. Þeir virðast samt hafa komið
auga á byggðagildi vegakerfis á
friðartímum og látið því NATO
borga fyrir það purkunarlaust. Þó
það sé það fyrsta sem þeir ætla
að sprengja í ófriði! Ekki kem ég
auga á hvað verður um íbúana við
landamærin, skv. upplýsingum
Björns, sem verða eins og lýs milli
tveggja nagla, annarsvegar
sovézka bjarnarins og hinsvegar
sprengjusveita norska hersins,
sem sprengja upp undankomuleið-
ir þessara norsku framvarða. Fyrir
hverja var þá öryggið sem fólst i
búsetu þeirra þarna? Skyldu Norð-
menn vera sammála þessum her-
fræðiopinberunum Björns og
stríðsáætlunum? Gera Norðmenn
ráð fyrir takmörkuðu stríði og fórn
minni hagsmuna fyrir meiri?
Hvernig ætli mönnum gangi að
verjast geislaveikir á fjöllum í
kjarnorkuvetri með eyddar byggð-
ir að baki sér?
Enginn sér fyrir endann á nýrri
heimsstyrjöld. Það er í sjálfu sér
ágætt að gylla afleiðingarnar ekki
fyrir neinum. En það má heldur
ekki stuðla að uppgjöf með til-
gangslausu svartsgallarausi á borð
við grein Björns. Mannkynið mun
ekki deyja út í kjarnorkustyrjöld
og jörðin mun rísa aftur iðjagræn
úr Surtarloga. Jarðsöguna munar
ekkert um það þó endurreisnin
taki einhverjar árþúsundir. Ég
hygg til dæmis, að Gísli okkar á
Uppsölum myndi ekki einu sinni
heyra um styrjöldina fyrr en löngu
eftir að henni lauk. Hann færi
kannski að undrast ef Mogginn
kæmi ekki lengi í Selárdal. Og
þannig mætti bollaleggja enda-
laust.
Að lokum
Kannske skilur okkur Björn
fyrst og fremst á um það, að hann
kýs sér að falla í fyrstu hrinu
styrjaldar, en ég, vegna meðfædds
bleyðiskapar, vil fresta þeirri
aðgerð sem lengst.
Eg vil hinsvegar trúa því fram
I rauðan dauðann, að þar sem er
vilji þar er vegur. Ég er á móti
hverskonar uppgjafarhugsunar-
hætti og brýni fyrir mönnum ein-
kunnarorð skátanna: Vertu við-
búinn.
Ég held að engan skaði að búa
sig undir hið versta, því það góða
skaðar ekki, eins og Gunnar heit-
inn Thoroddsen minnti menn á
stundum.
Umfram allt er áríðandi fyrir
almenning að láta sig þessi mál
varða og láta ekki sjálfskipaða
„sérfræðinga" taka fyrir sig af-
drifaríkar ákvarðanir, án rök-
semdafærslu og umræðna.
Mannsins eigin skynsemi verður
ávallt það dýrmætasta sem hann
á. Þegar um er að ræða stríð eða
frið stígur þessi eiginleiki fram
sem eina von mannkynsins. Rækt-
um hana því sem bezt öllum stund-
um.
Því skiptir meginmáli að við
séum ávallt árvökur á eigin kostn-
að.
ir hér á Egilsstöðum í dag aö viö-
stöddum sveitarstjórnarmönnum og
leigjendum iöngaröanna.
I máli Einars Rafns Haraldsson-
ar, formanns atvinnumálanefndar
Egilsstaðahrepps, við opnunarat-
höfnina í dag kom m.a. fram að
samþykkt var í sveitarstjórn fyrir
réttum tveimur árum að undan-
genginni könnun að koma á fót
sérstökum iðngörðum hér á Egils-
stöðum til að treysta atvinnuupp-
byggingu í sveitarfélaginu.
I framhaldi þeirrar samþykktar
var ákveðið að festa kaup á fyrrum
verkstæðisrými Byggingafélagsins
Brúnáss hf. að Lyngási 12. Um er
að ræða 980 ferm. rými sem þykir
henta bærilega til þessara hluta.
Kaupverð var um 10 millj. króna
og voru kaupin fjármögnuð með
lánum úr Iðnlánasjóði og Byggða-
sj >ði.
í haust hefur verið unnið að
innréttingu iðngarðanna en sex
fyrirtækjum hefur verið úthlutað
rými í hinum nýju iðngörðum:
Prjónastofunni Dyngju, Innrömm-
un og speglagerð Páls Péturssonar,
Birkitré (trésmíðafyrirtæki bræð-
ranna Þorvarðar Bessa og Jóns
Einarssonar), Trésmíðaþjónustu
Kristins Kristmundssonar, Svæð-
isstjórnum málefna fatlaðra á
Austurlandi vegna verndaðs
vinnustaðar og Rafvélaverkstæði
Unnars Heimis Sigursteinssonar
— sem þegar hefur flutt starfsemi
sína í hið nýja húsnæði. Önnur
fyrirtæki munu flytja starfsemi
sína í iðngarðana næstu vikurnar.
Leiga í iðngörðunum er að sögn
Einars Rafns undir markaðsverði
en vísitölubundin. Gert er ráð fyrir
því að leigjendur kaupi húsnæðið
að ákveðnum leigutíma liðnum —
en söluandvirðinu verði varið til
frekari uppbyggingar atvinnuhús-
næðis.
í máli sveitarstjóra, Sigurðar
Símonarsonar, kom m.a. fram að
sveitarstjórn lætur nú kanna
möguleika á viðbyggingu til suðurs
við núverandi húsnæði iðngarð-
anna — þar sem eftirspurn hefur
verið mikil. — Ólafur
, •.» 'í-''"'"
>|V V
-> H. HELGASON SIMAR 18493-22516
Cjs FÁST
AÐEINS Á
HÁRSNYRTISTOFUM.
Höíundur er verkfræðingur.