Alþýðublaðið - 19.01.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1932, Blaðsíða 4
4 A£iP?ÐOBfil«Ð!Ð *ö skjóta upp höfðum innan F. U. J., til siinna réttu heámkynna, ®§ þeir geta ekki fundið dindiiim) á Einari Olgeirssyni. Ég læt mér í léttu rúmi liggja fx>tt Verklýðsbl. sé að hæðast að mér sem ungum jafnaðarmanni, |>ví það er áœiðanlega hægt að Hinna x F. U. K. mér miklu eldri menn. Læt ég svo staðar numið wm þetta, þvi tímanum er betur vaiið til axmars en eltast við aur- mokstur Verklýðsblaðsins. 16.—1.—’32. Jeus Pálsson. Fiskveiðar B eta oo íiskkaup. Lundúnum, 18. jan. UP.—FB. Landbúnaðar- og fiskveiða- ráðxmeytið hefiir tilkynt, að fis1' veiðar Breta hafi árið 1931 nuinið Blls 19 789 480 vættum, brezkum. sem að verðmæti voru 15 868 022 sterlingspund. Til samanburðar skal getið, að fiiskveiðar Breta árið 1930 námu 21 855 361 vætt og íog var verðmæti aflans það ár talið 18321076 stpd. Fiskur, innfluttur af erl'endum þjóðum áriö 1931, nam 2 957 442 vættum, en 1930 3 418 471 vætt. Ferðamannaland m al- Hjóðamál. Lichtenstein heitir lítið fursta- dæmi suður í Alpafjöllum. Landslag þykir þar mjög fagurt og streyma ferðalangar þangað hvaðanæfa, ekki aðeins úr þeim löndum, sem bezt liggja við (Sviss, Þýskalandi, Austurríki, ítaliu), heldur og lengra að, enda liggur járnbrautin milli Parísar og Vinar- borgar um landið. Á árinu 1930 gaf póststjórnin í þessu fagra landi út nokkur kort með myndum af ýmsum stöðum í því. Undir myndunum voru skýr- ingar á tveim málum: Þýsku og esperanto. Nú hefir hún gefið út tvo nýja flokka, 10 kort í hvorum. Eru skýringarnar á sömu málum og fyr Myndirnar eru prentaðar í tveim iitum. Kortin eru líka gefin út mynda laus, en eru engu að siður merki- legir gripir vegna frimerkjanna, sem á þeim eru. Frægur listamaður í Vínarborg, Kosel hirðráð, hefir teiknað þáu. Hann hefir líka tekið myndirnar.____________ Um daginn og veginn IÞAKA annað kvöld ld. 8V2- St. Skjaldbreið heimsækir. EININGIN nr. 14. Fundur annað kvöld kl. 8V2- Sýndar skugga- mundir af frægri leikkonu í ýmsum hlutverkum og skýrt frá efni þeirra. Félagar regl- unnar beðnir að fjöfmienna. Húsinu verður lokað kl. 9i/a. í Ástúnsbrekku. Á sunnudaginn fóru rúmlega 300 Reykvíkingar á skiðum upp í Ártúnsbrekku. Var veður mjög gott fyrri hluta dagsins, en versnaði mjög um kl. 12. Torvö skíðakennari sýndi margs konar stökk. Stökk hann lengst um 18 mietra, en í Noregi hefir hann stokkið 47 metra á Holmenkol- len. Reykvikingarnir stukku sum- ir prýðilega, en þó sérstaklega ungur piltur, 13 ára að aldri, Björn Ól. Blöndal að nafni. — Var för þessi hin skemtiJegasta •— jafnvel þótt förin heim væri nokkuð slaxkfengin vegna þess, hve veðrið var vont. Þátttakandi. Verkamannafélagið í Hafnarfirði hélt aðalfund siinn á föstudaginn var. Stjórnin var endurkosin: Björn Jóhannesson formaður, Guðmundur Illugason ritaiL, Guðjón Gunnarsson gjald- kerd, Frímann Eiríksson fjármála- ritari' og Kjartán Ólafsson vara- formaður. Verkakvennafélagið „Framtiðin“ í Hafnarfirði hélt aðalfund siinn í gærkveldi. í stjórn voru kosn- ar: Sigurrós Sveinsdóttir formað- ur, Áslaug Ásmundsdóttir gjald- keri, Marta Eiríksdóttir ritari, Guðrún Kristjánsdóttir varafor- maður, allar endurkosnar, og Haila Magnúsdóttir fjármálarit- ari. Hjónaefni. NýLega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jónea ísLeifsdóttir, Selvogsgötu 12, Hafnarfirðl, og Sigurður HaLimannsson sjómaður, Garði. Jafnaðarmannafélag íslands. heldur aðalfund í kvöld kl. 8V2 í alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Er þess fastlega vænst, að sem allra flestir félagsmenn komi á fund- inn. Tímaritið Kyndill 1. hefti kemur út um næstu mánaðamót. Verð hvers heftis er 75 aurar, en ekki 1 kr. eins og auglýst hefir veriið áður. Gerist áskrifendur þegar í dag í afgr. Alþýðublaðsins, sími 988. Tíma- ritið á að koma út ársfjórðungs- lega. Jarðarför Baldurs Sveinssonar fer fram í dag. íkveikjan. Mennirnir tvdr, sem teknir voru fastir, grunaðir um að hafa kveikt í geymsluhúsLnu við Bankastræti, hafa nú báðiir játað, að þeir séu valdir að brunanum. Sjómannaféiag Reykjavikur. Línuveiðarakjörin verða rædd á fundi félagsims í kvöld. Fundur- únn verður í Templarahúsinu (við TempLarasund) og hefst ld. 8. Fé- Lagar sýni skíitdaxi og sömuLeiðis aÖrir sambandsfélagar, er ætla að stunda veiðar á línuskipum. Stjórnarbyttlngar voru háðar á árinu, sem LeiÖ, á Spáni, Kúbu, Perú, Guatemala, Honduras, Salvador og Panams, en þó var færri stjórnum velt af valdastóli 1931 heldur en 1930. (FB.) Mansjúriudeiian. í símfregninni um Kínverja og Þjóðabandalagið ,í blaðíiinu í gær átti að standa, að Kínverjar ætli að biðja um, að bandalagsiráðið ákveði að beita valdi í Mansjúríu- deilunni (til þess að rétta hluta Kínverja gegn ásælni' Japana). liwa® ©f a® fréfta? Nœturlœknii' er í nótt Hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 12, sími 105. Útvarpið í kvöld: Kl. 19,05: Þýzka, 2. fl. Kl. 19,30: Veður- fregnir. Kl. 19,35: Enska, 2. fl. Kl. 20: Erlndi': Áfengið og þjóðar- búskapur. (Pétur G. Guðmunds- son). Kl. 20,30: Frdtir. Kl. 21,05:: Söngvélarhljómleikar. Kl. 21,20: Upplestur. (Grétar Ó. Fells. Kl, 21,35: Söngvélarhljómleikar. Gengi erlendra mynta hér í dag: Sterlingspund kr. 22,15 DoJlar — 6,39 100 danskar krónur — 121,97 — norskar 120,75 — sænslcar — — 123,19 — þýzk inörk 151,55 Allir blindir viotœki. Samskot voru hafiin um daginn í Englandi til þess að kaupa öllum blindum mönnum þar í iandi vhttæki. Brugðust menn fljótt við, og fókst nóg fé svo að hægt var að komiá | þessu í framkvæmd. Ung pólsk stúlka, Anne Marie Kryzda-Kieskow að nafni, er fræg fyrir vísnasöng sáinn. En hún er ekki ánægð imeð þessa frægð. Nú kreist hún þesis, að hún veröi gerð að drotningu í Póllandii. Byggir liún þessa kröfu sína á því, að hún sé komin í beinan legg af StanisJaus I., en hann var kosinn konungur Pól- lands það herrans ár 1704. Stanis- laus þessá rikti að eins í fimm ár, því árið 1709 flýði hann úr Landi eftir að hafa beðið ósdgur i orr- ustu. Árið 1733 gerði hann kröfu til að verða áftur tekinn til kon- (hngs í Póllandi, en þá var dóttir hans gift Lúðvík 11. ‘Pólverjar vildu hvorki heyra hann né s já. — Anne Marie hvað hafia bréf í fór- um sínum, sem sanna ætterni hennar, og nú er að eins eftir að vita, hvort Pólverjar viilja steypa Pilsudski af stóli og taka í hans stað litlu söngkonuna. Áœkstur. Irsíka gufuskipið Lady Emerald rakst á nýjársdag á Thamesfljóti á gríska gufuskip- ið Anna Vassilaki og skemdi þa4 mikið. Manntjón varð ekkii „Óbetmnlegir“. í Karthausfang- (elsinu í Tékkóslóvakíu, sem ætl- að er fyrir „óbetranlega" gLæpa- menn, skutu fangamir saman 616 kr. til atvinnulausra manna, og hafa þó ekki sijálfir nema 28 aura já dag í fangelsimu. Ung kenslukona í gagnfræða- fskólia í Ameríku hefir nýlega ver- ið ákærð fyrir að hafa brotið lög og reglur skólams. — Dag nokkurn hafði hún beðiÖ nem- lendur í fimta bekk að koma með vindlinga í næsita tíma. Þóttist hún ætla að láta nemendurna hafa vimdling upp í sér meðan hún væri að kenna þekn að bera fram sérstakt orð. Nemendirrnir komu allir með vindling með sér — og hún byrjaði að kenna þieirn. Kenslan gekk mjög vel, og er hún þóttist vera búin að kenma þeim hinn rétta framburð, báðu þeir lxana um að gefa þeim leyfi tiil að kveikja í vindlingunum. — Eftir dálítið þjark leyfði hún það. Rétt samstundis kom rektorinn inn í skólastofuna og vom þá allir neinendurnir reykjandi. — Og nú verður veslings kenslu- konan að súpa seyðiö af ölllu saman. Farfuglafundi, sem átti að verða í kvöíd, er frestað tii annars kvölds kl. 9. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Togararnir. „Þorgeir skorar- geir“ fór í gær til Vestfjarða til að flytja út isfisk. „Simdri" og „Andri" komlu: í gær frá Eng- landi. „Walpole", „Skúli íógeti“ og „Belgaum" fóru á veiðar í gærkveldi. „Þórólfur" kom af veiðum'. í morgun með 1900 körf- ur ísfiskjar. Með veikan mann kom enskur togari hingað i morgun. Fiskfökuskipio „Eikhaug" fór í gær áleiðis til Spánar með fisik fyrir „Kveldúlf". / Washingtonpistli frá UP. til FB. segir svo: „Nú í ársbyrjun 1932 eru fulltrúar áhrifamesfcu þjóða að búast á afvopnunarráð- stefnuna í Genf. FLestar, ef ekki allar, þjóðir hedms þurfa nú mjög að draga úr útgjöldum sinum, en vígbúnaðarútgjöldiin eru erfið- ustu byrðar ýmisisa þjóða. Hins vegar er mjög hætt við, að árang- urinn af ráðstefnunni verði eigi sá, sem vonir manna hafa staðið til, vegna innbyrðis liatui*s og vantrausts þjóða miLli" islenzka krónan er I dag í 58,40 gullaurum. Fundur í Betaníu (Laufásvegi 13) annað kvöld kl. 8V2- Lesnir kaflar eftir Sundar Shiing. Allir hjartanlega velkomnir. Fundarboðandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýiuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.