Alþýðublaðið - 22.01.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1932, Blaðsíða 4
4 ÆfcPÝÐöSfeik'SÍIJ Vélbátiii’ÍQii úr Keflavík fór liéÖan í gær um hádegi, en var ekM kominn fram þegar blaðið fór í prentun. Höfðu þær sögur gengið í Keflavík, að verkamenn hér hefðu ýtt skipinu olíulausu frá bryggju, en eins og gefur að sMija er þetta uppspuni einn, enda myndi fremur lrafa verið reynt að halda í sMpið, heldur en láta það fara. Þakkarorð* Á síðustu árum höfum við lyid- trrituð átt við miMa erviðleika að stríða vegna vanheil.su. Hafa ýmsir orðið til þess að greiða götu okkar, en þó sérstaldega þau Ásgeir byggingamieistari Stefáns- son og móðir hanis, frú Sólveig Stefápsdóttir, sem hafa iátið sér mjög ant um okkur og oft glatt okkur svo rausnarlega, að við getum ekki látið hjá líða að tjá þeim opinberiega þakklæti okkar. Það er alkunnugt, að Ásgeir Stefánsson hefir sýnt rnörgum. sem erfitt eiga, dssmafáan dreng- skap og hjálpfýsi, en hitt mun þó miklu meira, sem enginn veit um, því hann hefir lítt auglýst þær athafnir sínar. Það er gott verk að rétta þeim hjálparhönd, sem eru skuggamegin í lífinu, en mest er þó vert um hitt, að hjálp Ásgeirs er jafnan veitt á þann veg, að ánægja er að þiggja. Okkur brestur orð til að Láta í ljós þakklæti okkar svo sem vert væri fyrir alla þá hjálp og á- nægju, sem þau Ásgeir og móðir hans hafa veitt okkur, en við biðjum góðan guð að launa þeim þegar þeim liggur mest á. Vitum við, aö sú bæn verður heyrð, því jafnan fylgir gæfa góöum verk- um. Hafnarfirði, Brunnstíg 5, 20. janúar 1932. Solueig Jónsdótiir. Þorsteinn Jónsson Oliuer. (Jm daginn og ireginn STÚKAN „1930“. Fundur í kvöld- Felix Guðmundsson talar. Stofnun þvotiakve^nafélags. Stofnfundur félags fyrir þvotta- og ræstinga-konur verður í kvöld kl. 9 í alþýðuhúsinu Iðnó, Uppi, Er þeim mikil þörf á samtökum til bóta á kjörum sínum. Frá Skattstofunni. Menn eiga að hafa skilað fram- tölum fyrir 1. febrúar. Að gefnu tilefni skal þess getið, að nauð- synlegt er, að menn telji fram, enda þótt vinnukaupendur giefi Skattstofunni upp kaup þeirra. Enn fremur er nauðsynlegt, að menn sendi Skattistofunni upplýs- ingar um hagi sína, jafnvel þótt þeir viti fyrirfram, að þeir niuni ekki komast í iskatt vegna lágra eða engra tekna og eigna. Þeir, sem ætla að færa sér í nyt að- stoð Skattstofunnar við útfyllingu eyðublaöa, ættu að koma sem allra fyrst. Stympingar dálitlar urðu í gærkveldi að afloknum bæjarstjórnarfundi milli lögreglunnar og nokkurra kommúnista, sem voru að syngja í forstofu Góðtemplarahússins, meðan umræður um útsvarsmál fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Hafði safnast að þeim talsverður fjöldi af ýmsu ungu fólM, sem mun hafa langað að vita, lwerju þetta sætti. Fyltiist gangurinn, stiginn, fataherbergin og salem- in, því að þarna er heldur rúm- lítið, og varð svo þröngt, að eng- inn gat hreyft sig, þegar bæjar- fulltrúarnir vildu komast burt. Var fyrst reynt að liðka til með góðu, en einhverjir kölluðu þá, að ekki skyldi vikið fyrr en bæjar- stjórnin gæfi svar við því, hvort hún yrði við áskorun um að segja af sér. Jakob Möller var þá stadd- íur í dyrunum og bauðst að svara fyrir sig og sagði nei. Hlaut hann að launum fagnaðaróp fyrir að þora að segja satt(!). Um sarna leyti kom lögregluliðið og ruddi dyrnar, og urðu þá samtímiis einhverjar barsmíðar, snjókast, hávaði og skammir, en ekki hefir enn frézt, að neinn hafi hLotið umtalsverð meiðsli af því. Brynjólfur Bjarnason kom árit- stjóm Alþýðublaðsins eftir að framanritað var skrifaö, og skýrði blaðinu frá, að töluverð meiðsl hefðu oröið, og að lögreglan hefði að ástæðulausiu ráðæt á friðsamt fólk. „Brekkur1*, lesbók fyrir börn, eftir Gunn- ar M. Magnússon hafa ekki feng- ist undanfarna daga í bókavierzl- unum. Vegna eftirspurnar má geta þess, að bókin kemur aftur úr bandi um næstu heLgi. Mun hún upp frá því fást aftur hjá bóksölum. Eru ýsukaup embættisverk ? Þorvarður hafnsögumaður aetl- aði sér að vinna tvent í eiinu í fyrra dag: að gr-eiða fyrir upp- sMpun úr Keflavikurbátnium „Úðafossd“, siem afgreiðslubann var á, og fá sér ódýra ýsu í sioö- ið, af því við lá að flokks-menn hans í bæjarstjórn lækkuðu kaup starfsmanna bæj-arins og þar með á honum sjálfum um 70—80 kr. En Alþýðuflokksmenn, sem á bryggjunni voru, h-entu ýsunni i sjóinn, enda var hún þaðan kom- in. En þó Þorvarður sé ekki fisk- inn, náði hann ýsunni aftur. En' aftur fór á s-ö-mu leáð, að ýsunni var hent í sj-óinn; sö-kk hún ti-1 botns, en Þorvaróur f-ór h-aim að klaga, og stóðu augivn í báðum. Keftvíkingar fá 45 kr., aðrir 60 kr. Hörð barátta er f.yrir því hjá formönnunum í Keflavík að skipa út fiski í „V-estra“. Eru þeir reiðubúnir að fremja hv-ers konar lagabr-ot til þess að korna fisltinum frá sér, en fyrir hann fá þeir greitt fyrir fram hjá Kveldúlfi 45 krónur á sM-ppund. Aðrii', sem nú sMpa út fiski, fá 60 krónur fyrir skippundið. Jón- as frá Hriflu 1-eggur blessiun sína yfir þes-sa góðgerðastarfsemi við Ölaf Thors. Ödæðisverk. Sjóm-annafélagar og Dagsbrún- armenn frömdu í fyrra dag þá ó- hæfu á steinbryggjunni-, að þ-eir slitu hnapp af Þorvarði Björns- syni hafnsögumanni, en honum varð svo miMð um þetta, að ha-nn kærði það fyrir hafn-arstjóra, lög- reglustjóra og séra FriðriM. En Morgunblaðinu þykja tíðiindiin svo merkileg, að það flytur tv-eggja dál-ka grein um þau, því maður þessi er ákalíega merkilegur, að minsta kosti með sjálfan sig. Frá Verklýðsfélagi Sandyeröis hafa tveir menn komið hingað til Reykjavikur til þess að ráðg- ast við Vexkamálaráo Alþýðu- s-ambandsins. Það eru Arnoddur Jónsson og Gunnlaugur Ein-ars- son. Þorri byrjar - í dag. Látinn er fyrir skömmu Jón Hjaltalín bóndi í Kálfavík, Skutulsfirði, á sjötugs-aldri. Hafði hann búið rúm 30 ár góðu búi í Kálfavík. (Frá Isafirði-. — FB.) Söngmaðurinn fór ríðandi í fyrra dag var haldið 10 ára afm-æli skipstjórafélagsins Kára i. Hafnarfirði, og var Einar Markan söngmaður fenginn til að syngja. Fór Einar ríðandi til Hafnarfjarð- ar í fyrradag og kom aftur í gær á s-ama hátt. Hva® es9 mB frétfa? Nœturlœknir er í nótt Bragi Ól- afssan, Laufásvegi 50, sími 2274. Byggingarleyfi fyiir að eins einu ibúðarhúsi hér í Reykjavík hefir verið fengið síðustu tvær vikur. Útuaj'pid í kvöld: Kl. 19,05: Þýzka, 1. fl. Kl. 19,30: V-eður- fregnir. Kl. 19,35: Enska, 1. f-1. Kl. 20: Erindi: Byggingarmál II. (Jónas Jónsson ráðherra.) KL. 20,30: Fréttir. Kl. 21,05: Söngvél- ar-hljómleikar (Schub-ert). Hjálprœdisherinn. Samkoma í kvöld kl. 8. Ármann Eyjólfs-son talar. Isfisksala. Togarinn „Surprise" seldi afla sinn í ,'fyrra dajg í Bnet- landi fyri-r 1750 steriingspund og „Rán“ 800 „kitt“ fyrir 1725 stpd. 1 gær seldi „Skallagrímur" 10C „Mtt“ fyrir 1870 stpd., „Otur“ 80ð „kitt“ fyrir 1471 stpd. og „Bragi“ fyrir 1729 stpd. ErLendir togarar, sem oröiö höfðu fyrir áföllum, komu hingað í fyrra dag, auka ensika togar- an-s, er misti út mannimn, annar enskur, sem hafði mist út bát- ana, belgiskur, sem hafði misit bát, og þýzkur, sem hafði mist reykháfinn. Frá Siglufirdi var FB. símað í fyrra dag: Afli í gærdag 6000 pd. af fuliorðnum þors-ki. Að eins einn bátur réri. Snjólítið má ka-lla að sé hér, þrátt fyrir stöðug bríð- arveður síðan um jól. — Skar- latssótt er í nokkrum húsum í bænum, og hafa þau verið eim- angi’uð. — 800 tunnur af síld' einkasölunnar -er nú verið að fletja til útflutnings. ísfiskssala af bátum uestra. Frá ís-afirði var FB. símað í fyrra dag: Þ-essir botnvörpungar hafa selt bátafisk héðan o-g úr nær- þorpunum síðan um árarnót: „Hávarður ísfirðingur" 80 smá- lestir fyrir 1474 sterlingspund, „L. V-enator" 94 smálestir fyrir 1334 stpd., „Waldorff“ 60 simálestir fyrir 1440 stpd., „Sindri“ 53 simá- lestir fyrir tæp 900 sterlimgs- pund. Auk þ-eirra eru nýlega farn- ir héðan: „Ari“ með 69 smál„ „Volesus" með 80 simálestir, „Kári“ með 107 smálestir og „Hafstein“ með 109 smálestir. Frá ísafirdi var FB. símað í fyrra d-ag: Ágætis afli að undan- förnu, en stopular gæftir. Hag- lítið hér i nágnenninu, en þó fremur snjólétt. M,annfjöldi Siglufjardar vár um áiam-ót 2100. Árið sem leið fjölg- aði fólkinu þar um 70. Búsett á kaupstaðarlóðinni 1991. Árið sem leið fæddust þar 66 börn, en 33 manns dóu. Gefin voru saman 23 hjón, þar -af 4 borgaralega. Fermdir 45. (FB.) Chaplin. Nýlega birtist grein í ensku blaði um för Chaplins til Evrópu. Höfundur hennar var stúlkan, sem hafði stjórnað mót- töku hans í Lundúnum. Segir stúlkan að för hans um Evrópu hafi v-erið hneykslisför, að eins (farin í þ-eim ein-a tilgangi að aug- lýsa hina frægu mynd hans, Borg- arljósin. Segir hún þær sögur af honum, að eitt sinn hafi Mac- Donald boðdð Chaplin til miðdeg- ' isverðar. Mætti þar margt stór- menni. Chaplin hafði lofað að koma, en kom ekM. Þannig fór hann með marga. Japanskeisari h-efir rofið þing- ið. Nýjar kosningar far-a fram 20. f-ebrúar. Vedrid. Kl. 8 í morgun var 2 stiga frost í Reykjavík. Útlit á Suðvestur- og Vestur-landi: Suð- vestanátt með hvö-sisum snjóélj- um. Hægari í nótt. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðian.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.