Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ1913 3. tbl. 73. árg. SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Fangaupp- reisnlýkur með uppgjöf Moundsville, 4. janúar. AP. FANGAR í ríkisfangelsinu í Vestur- Virginíu í Bandaríkjunum létu á föstudag síðustu sjö gísla sína lausa og létu yfirvöldum eftir yfirráð yfir fangelsinu. Fangarnir gerðu upp- reisn á nýársdag til að mótmæla slæmum aðbúnaði, en að lokum hiifou þrír fangar verið vegnir í til- búnum réttarhöldum og fangarnir gengið berserksgang um fangelsið. Arch Moore, ríkisstjóri í Vest- ur-Virginíu, segir að mennirnir þrír, sem voru myrtir, hafi líkast til verið taldir samstarfsmenn fangelsisyfirvalda og þeir verið teknir af lífi eftir tilbúin réttar- höld þar sem nokkrir fangar gegndu hlutverki kviðdómenda, dómara og böðuls. Yfirvöld fundu aðra þrjá fanga ekki fyrr en eftir langa leit. Þeir höfðu falið sig vendilegá af ótta við að samfangar sínir grunuðu þá um samvinnu við fangelsisyfir- völd. Enginn fanganna varð fyrir alvarlegum áverkum i uppreisn- inni, utan þeir, sem teknir voru aflífi. Fangarnir tóku sextán gísla á nýársdag með brugðnum hnífum. Þeir samþykktu á fimmtudag að láta gíslana lausa í áföngum gegn því að fá Moore, ríkisstjóra, til viðræðna um áhyggjumál sín í hinu hrörlega, 120 ára gamla fang- elsi. Eftir að samkomulagið náðist á fimmtudag gengu fangarnir ber- serksgang um fangelsið og brutu allt og brömluðu. Fangelsið hefur víða látið á sjá eftir uppþotið. Þeim, sem þátt tóku í uppþotinu, verða gefnar upp sakir, en morð- ingjar mannanna þriggja verða að svára til saka. Þegar gíslarnir höfðu verið látn- ir lausir fór Moore inn í fangelsið til að hlýða á mál fanganna. Hann sagði að margir þeirra ættu við persónuleg vandamál að stríöa, en einnig hefði verið kvartað undan slæmum aðbúnaði í fangelsinu, t.d. ónógri kyndingu og kvaðst Moore ekki vita hvað gera mætti til bótá. Japan: Hrísgrjóna- kökur valda köfnun FJÓRTÁN Japanir köfnuðu af því að borða sérstakar hrísgrjónakökur, sem þar eru ætíð borðaðar um ára- mót. Þar af létust þrír í Tókýó. í Tókýó liggja nú átta manns á sjúkrahúsi eftir að „mochi", þessar seigu, límkenndu hrísgrjónakökur, festust í hálsi þeirra. Fjórir þeirra eru í lifshættu. Hrísgrjónakökur þessar eru ýmist soðnar í súpum eða bakaðar í ofni og hjúpaðar þangi. Skammdegisstemmning í Hafnarfírði. — Myndin er frá Austurgötu og Fríkirkjan í'yrir miðju. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Miðjarðarhafíð: Bandaríkin safna nægu liði til árásar á Líbýu Wiuihinfftnn Miukvu ntf líi'im -i. ianúar. AP. "- Washington, Moskvu og Róm, 4. janúar. AP. BANDARÍKIN hafa nú nægan herafla á Miðjarðarhafi til þess að ráðast á Líbýu, en yfirvöld hermála þar telja slíka aðgerð erfiða og hættulega. Engin ákvöröun hefur verið tekin um árás en heimildir í Washington herma að fundur með forsetanum um frekari aðgerðir verði í dag. Sovétríkin hafa lýst yfir stuðningi við Líbýu og ásakað Bandaríkin og ísrael fyrir fjandsamlega herferð gegn landinu. Flotadeild lagði upp frá Italíu í gær, föstudag. Auk flugmóður- skipsins Coral Sea, inniheldur hún tvö beitiskip, tvo tundurspilla og tvær freigátur. Þá hefur varnar- málaráðuneytið bandaríska stað- fest að fyrr í þessari viku hafi sex EA-6B-flugvélar, sem sérstaklega eru til þess gerðar að trufla rat- sjárbúnað óvinaríkis, verið sendar til Sigonella-herflugvallarins á Sikiley, ásamt nokkrum orustu- flugvélum. Annarri flotadeild sem aðsetur hefur i Norfolk í Banda- ríkjunum hefur verið gert að hefja fyrsta undirbúning brottfarar til Miðjarðarhafsins, en það myndi taka hana um tíu daga að komast á áfangastað. Heimildir innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafa lát- ið í ljós ótta vegna 1.000-1.500 Bandaríkjamanna sem búa í Líbýu og vegna sovéskra herráðgjafa í Libýu, sem kunna að falla ef af átökum verður. Hins vegar er haft eftir einum embættismanni í Washington, að það sé ekki nema takmarkað sem hægt.sé að hóta hefndarárás, að því hljóti að koma að verkin séu látin tala. Khadafy, leiðtogi Líbýu, hefur skipað her og flota Líbýu í við- bragðsstöðu og hótað endalausri styrjöld ef af árás verður. Líbýa hefur einn öflugasta herinn í Miðausturlöndum. Mikil mótmæli hafa verið í Líbýu gegn Bandaríkj- unum og héldu þau áfram í dag, fjórðadaginn íröð. í opinberri yfirlýsingu frá nefnd sem fer með málefni Asíu- og Afríkjuríkja, segir að hægri sinn- aðir Bandaríkjamenn styðji and- stöðuhópa víða um heim, sem berjist við stjórnvöld andstæð Bandaríkjunum. Segir nefndin að þetta eigi við um málefni Líbýu. Stjórnvöld í Líbýu hafi að ástæðu- lausu verið gerð ábyrg fyrir árás- um hryðjuverkamanna á flugvell- ina í Vín og Róm 27. desember síðastliðinn. Svíþjóð: A-Þjóðverjar stöðva flóttamannastrauminn Stokkhélmi 4. janúar. Fri Krik Liden. frétlaritara Morfrunblaðsins. ÞEGAR Svíiini var fariö að ofbjóða flóttamannastraumurinn til landsins um Austur-Þýskaland fóru þeir fram á það viö austur-þýsk stjórn- vöhl, að þau hleyptu ekki hverjum sem væri um borð í ferjurnar til Svíþjóðar. Samningur um þetta efni gekk í gildi rétt fyrir áramót og er ekki laust við, að Svíum hafi komið á óvart hve árangursrfkur hann er. 1 heila viku hefur enginn flótta- maður komið til Svíþjóðar frá Austur-Þýskalandi nema hann hafi áður fengið sænska áritun í vegabréfið. Á nýliðnu ári komu alls 14.000 flóttamenn til Svíþjóöar og þar af þriðjungurinn með ferj- unni frá Austur-Þýskalandi til Trelleborgar. Eru þeir langflestir frá Miðausturlöndum og helming- urinn frá íran. Ef Austur-Þjóð- verjar standa við samninginn áfram mun -það vafalaust hafa mikil áhrif á flóttamannastraum- inn til Svíþjóðar þótt raunar sé búist við, að flóttafólkið reyni að komast eftir öðrum leiðum. Það verður þó allt erf iðara um vik. í nýrri skoðanakönnun kemur það fram, að 40% Svía finnast núgildandi reglur um flóttamenn allt of rúmar og frjálslegar og jafnmörgum finnst sem komið sé meira en nóg af flóttafólkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.