Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 Eigendur Kjörbóka Landsbankans fá sérstaka vaxtaviðbót NÚ UM áramótin greiddi Lands- bankinn eigendum Kjörbóka sér- staka vaxtaviðbót i'yrir árið 1985. Samsvarar hún um Vá% ársvöxt- um og var lögð inn á allar Kjör- bækur auk venjulegra vaxta og verðbóta. í frétt frá Landsbankanum segir að bankinn sé með þessu að tryggja hag Kjörbókareig- enda enn betur en ella. Kjör- bókin sé sú ávöxtun sparifjár sem Landsbankinn hafi lagt mesta áherslu á að undanförnu. Þar fara saman háir nafnvextir og verðtrygging. Kjörbækur voru fyrst boðnar sparifjáreigendum í október 1984. Innstæður á þessum bók- um eru nú rúmlega 3.660 millj- ónir króna. Er það meira en svarar nokkurri annarri tegund innlána hér á landi nema al- mennum sparisjóðsbókum allra banka og sparisjóða. Utvegsbankinn: Yfirtaka eða sam- eining við einkabanka VIÐSKIPTARAÐHERRA hefur átt viðræður við fulltrúa tveggja einkabanka um hugsanlega sam- einingu þeirra við Útvegsbank- ann eða yfirtöku á rekstri Útvegs- bankans. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra, sagði að á næstunni myndi hann einnig eiga viðræður við forráðamenn ríkis- bankanna um hugsanlega sam- einingu við Útvegsbankann. Ráðherra hefur rætt við Verzlunarbankann og Iðnaðar- bankann og einnig Samband sparisjóða um fyrrgreinda möguleika: „Þetta hafa verið ákaflega vinsamlegar viðræður, hins vegar liggja engin svör fyrir því það er margt sem þarf að upplýsa áður, meta og vega," sagði Matthías Bjarnason þegar hann var spurður um árangur viðræðnanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fossvogsdalur eftir sinubruna Svo sem fram hefur komið í fréttum fór eldur um sinu um stóran hluta Fossvogsdals. Litlu munaði að eldur kæmist í garða og íbúðarhús í norðanverðum dalnum. Um tíma logaði dalurinn enda á niilli, svo sem sjá mátti í Morgunblaðinu í gær. Reglugerð menntamálaráðherra um lánsviðmiðanir LÍN: „Búum við lúxuslánakerfí" segir Auðunn Svavar Sigurðsson formaður stjórnar LÍN STUDENTARAÐ mótmælti þeirri ákvörðun menntamálaráðherra Sverris Hermannssonar að lánsvið- miðanir sjóösins í íslenskum krón- um verði jafnháar og á tímabilinu sept./nóv. með bókun á fundi í gær. Formaður stjórnar LIN, Auðunn Svavar Sigurðsson var hinsvegar ánægður raeð hina nýju reglugerð og sagðist líta á hana sem tiiraun Þórunn Hafstein, lögfræðingur í menntamála- ráðuneytinu: Ráðherra getur vikið manni úr stöðu Ráðfæri mig við lögfræðinga um viðbrögð við uppsögninni, segir Sigurjón Valdimarsson stjórnvaida til að stuðla að því að námsmenn deiii kjörum með þjóð- inni í aukntiiu mæii. Fyrir dyrum stendur að taka lög um námslánasjóðinn til endur- skoðunar, e.n undanfarin ár hefur dregið í sundur með námsmönnum og launafólki. Frá 1982 fram í desemberbyrjun 1985 hefur kaup- máttur lána aukist um 13,8%, en á sama tímabili hefur kaupmáttar- skerðing launa numið um 14,7%. Nú nemur námslán til einstaklings 20.900 krónum á mánuði, en byrjunartaxtar BSRB ná ekki þeirri upphæð. Þá er í útreikningi námslána tekið tillit til félagslegra aðstæðna, og fá hjón með eitt barn t.d. 50.170 á mánuði. Ráðstöfun- artekjur heimila námsfólks lækka því gjarnan að námi loknu, þegar launatekjur taka við af lánunum. Auðunn Svavar Sigurðsson, for- maður stjórnar lánasjóösins, sagði námslán hér á landi með hagstæð- ustu námslánum, en byrjað er að greiða þau upp þrem árum eftir að námi er lokið, þau eru greidd upp á 40 árum, en endurgreiðslur mega þó aldrei fara fram yfir 5% af launum. Hann sagði algengt að menn skulduðu 2 og hálfa milljón til fjórar milljónir að loknu námi, en sjóðurinn fær þó oft ekki nema hluta lánanna til baka þar sem eftirstöðvar fyrnast að loknum 40 árum, og geta menn þá átt eftir að greiða um helming lánsupp- hæðar ef hún er í hærra lagi. Hann sagðist líta á þessa reglugerð sem lítils háttar leiðréttingu, og sagði okkur búa við lúxusnáms- lánakerfi sem varla þekktist ann- ars staðar í heiminu. Metnaður okkur yrði þó eflaust enn sem áður að búa vel að námsfólki og gera því kleift að stunda nám hér á landi sem víða annarstaðar í heim- Ritstjórnar- fulltrúi ekki ritstjóri í Morgunblaðinu í gær á bls. 7 er sagt að Níels Árni Lund sé rit- stjóri Tímans ásamt Helga Péturs- syni. Þetta er rangt. Níels Árni Lund er ritstjórnarfúlltrúi Tím- ans. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu mishermi. „RAÐHERRA hefur heimild til þess aö víkja manni úr stöðu að forminu til," sagði Þórunn Haf- stein, lögfræðingur í mcnntamála- ráðuneytinu, áðspurð um það hver lagalegur réttur ráðherra væri til uppsagnar starfsmanns eins og átt hefði sér stað í sambandi við Lána- sjóð íslenzkra námsmanna. Þórunn sagði að það væri ráð- herra sem setti viðkomandi í starf og hann gæti einnig vikið honum frá. Starfsmannalögin, þ.e. lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, tilgreindu ákveðnar ástæður, sem leitt gætu til brott- vikningar. í 4. grein laganna væru tilgreindar nokkrar ástæður, m.a. um brot í starfi. Það væri alltaf matsatriði hvort þær ástæður væru fyrir hendi og að uppsögn væri að efni til lógmæt. Það væri ráðherrans að meta það og undir hans mati komið hvort þessar ástæður væru fyrir hendi, að sögn Þórunnar. Fjórða grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, sem vitnað er til hér að framan, hljóðar svo: „Nú er maður skipaður í stöðu, og ber þá að líta svo á, að hann skuli gegna stöðunni, þar til eitthvert eftirgreindra atriða kemur til: 1. að hann brýtur af sér í starfinu, svo að honum beri að víkja úr því; 2. að hann fullnægir ekki skilyrðum 3. gr. laga þessara; 3. að hann fær lausn samkv. eigin beiðni; 4. að hann hefur náð há- marksaldri, sbr. 13. gr.; 5. að hann flyzt í aðra stöðu hjá ríkinu; að skipunartími hans samkv. tíma- bundnu skipunarbréfi er runninn út; 7. að staðan er lögð niður, sbr. 14.gr." Sigurjón Valdimarsson sagðist eiga eftir að ráðfæra sig við lög- fræðinga um hver viðbrögð hans yrðu við uppsögninni. „Eg mun taka á þessu máli á yfirvegaðari hátt þótt ráðist sé á mann með harkalegum aðgerðum. Mér er fyrirvaralaust vikið úr starfi og borinn ýmsum sökum án nokkurra fyrirspurna eða beiðna um skýr- ingar þar á. í bréfi ráðherra er ég t.d. borinn sökum um áætlanagerð, sem sjóðsstjórnin ber fulla ábyrgð á skv. lögum." Alþýðubandalagið: Annar listi virðist vera kominn fram — segir Sigurjón Pétursson borgarf ulltrúi „ÞAÐ eina sem mér finnst breyta eðli þessa máls er að þarna virðist vera kominn ('rain eins og annar listi," sagði Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, þegar hann var spurður um tilnefningu þeirra Kristínar Á. 01- afsdóttur, varaformanns Alþýðu- bandalagsins, sem stefnir að kjöri í 1. sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum og Oss- urar Skarphéðinssonar, ritstjóra Þjóðviljans, sem gefur kost á sér Í2.til5.sæti. „Þetta er það sem prófkjör bjóða upp á og ber síst að gráta það þó að aðrir sækist eftir að komast að. Leikreglurnar gera ráð fyrir þessum möguleika. Mér var kunnugt um að kjörnefndin hafði óskað eftir því, bæði við Kristínu og Össur, að þau tækju þátt í forvalinu. Eftir að þau hafna því kom það mér á óvart að framboðið kemur fram með þessum hætti, því eins og það er túlkað í dagblöðunum og hefur ekki verið mótmælt, þá virðist þetta vera nokkurskonar lista- framboð. Það er bæði nýtt og óvenjulegt í þessu máli. Þetta mun hins vegar engu breyta fyrir mig, ég dreg mig ekki í hlé og er ráðinn í að berjast fyrir því að halda mínu fyrsta sæti," sagði Sigurjón. Forval Alþýðubandalagsins fyrir næstu borgarstjórnarkosn- ingar fer fram fyrstu helgina í febrúar og er kosið í einni umferð að þessu sinni í stað tveggja áður. Einungis flokksbundnir félags- menn og þeir sem eru skuldlausir við flokkinn mega taka þátt í forvalinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.